Hækkað vexti íbúðalána þrisvar á einum mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 16. júní 2022 13:20 Vaxtahækkunin hefur ekki áhrif á viðskiptavini sem hafa áður fest húsnæðislánavexti sína. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hækkaði í dag fasta vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum í þriðja sinn á einum mánuði. Einnig voru fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum hækkaðir í fyrsta sinn frá því í mars. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja ára hækkuðu í dag um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,45 prósentustig. Þá hækka fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,30 prósentustig. Landsbankinn hækkaði síðast fasta vexti óverðtryggðra íbúðalána þann 1. júní og þar áður 17. maí. Á sama tíma hafa bæði Íslandsbanki og Arion banki einungis hækkað vexti einu sinni frá því um miðjan maí. Fastir vextir nýrra óverðtryggða lána til þriggja ára hjá Landsbankanum hafa samanlagt hækkað um 1,0 prósentustig eftir síðustu þrjár vaxtaákvarðanir. Sambærileg lán með fasta vexti til fimm ára hafa hækkað um 0,85 prósentustig. Bjóðast nú 6,8% vextir Vaxtakjör taka mið af hlutfalli veðsetningar. Íbúðakaupendur með 30% eigið fé gátu í lok apríl fengið óverðtryggt lán hjá Landsbankanum með föstum vöxtum til þriggja ára með 5,90% vöxtum en bjóðast nú 6,90% vextir. Á sama tíma hafa fastir vextir óverðtryggðra lána til fimm ára hækkað úr 5,95% í 6,80% miðað við sama 70% veðsetningarhlutfall. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum.Landsbankinn Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, sagði við síðustu vaxtahækkun í byrjun júní að það væri sjaldgæft að bankinn breyti vöxtum sínum svona ört. Vextir óverðtryggðra húsnæðislána með fasta vexti hafi að jafnaði verið breytt einu sinni í mánuði á fyrri hluta ársins, sem sé tíðar en á seinustu árum. Vaxtatöflur lífeyrissjóða og hinna viðskiptabankanna bera þess sömuleiðis merki að samkeppnisaðilarnir hafi verið að hreyfa sig örar en áður. Skýrist af hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði Hreiðar sagði skýringuna liggja í hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði sem bankinn nýti meðal annars til að fjármagna sig til þriggja eða fimm ára. Sú hækkun hafi svo endurspeglast í þeim kjörum sem bankinn lánar út með þegar fólk festir húsnæðislánavexti sína til þriggja eða fimm ára. Líkur eru taldar á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni kynna enn eina stýrivaxtahækkunina þann 22. júní sem muni hafa áhrif á vaxtakjör viðskiptabankanna.Vísir/Sigurjón Bæði hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa og sértryggðra skuldabréfa hækkað nokkuð skarpt á seinustu misserum. Á sama tíma hafa verðbólguhorfur versnað bæði á Íslandi og erlendis sem leiðir til væntinga um frekari stýrivaxtahækkana sem aftur hafa áhrif til hækkunar á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamörkuðum. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun sína þann 22. júní næstkomandi og hafa bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spáð því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ef sú spá gengur eftir má gera ráð fyrir að vaxtahækkunin muni hafa áhrif á húsnæðislánakjör bankanna og lífeyrissjóða. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 3. júní 2022 08:00 Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16. júní 2022 09:22 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja ára hækkuðu í dag um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,45 prósentustig. Þá hækka fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,30 prósentustig. Landsbankinn hækkaði síðast fasta vexti óverðtryggðra íbúðalána þann 1. júní og þar áður 17. maí. Á sama tíma hafa bæði Íslandsbanki og Arion banki einungis hækkað vexti einu sinni frá því um miðjan maí. Fastir vextir nýrra óverðtryggða lána til þriggja ára hjá Landsbankanum hafa samanlagt hækkað um 1,0 prósentustig eftir síðustu þrjár vaxtaákvarðanir. Sambærileg lán með fasta vexti til fimm ára hafa hækkað um 0,85 prósentustig. Bjóðast nú 6,8% vextir Vaxtakjör taka mið af hlutfalli veðsetningar. Íbúðakaupendur með 30% eigið fé gátu í lok apríl fengið óverðtryggt lán hjá Landsbankanum með föstum vöxtum til þriggja ára með 5,90% vöxtum en bjóðast nú 6,90% vextir. Á sama tíma hafa fastir vextir óverðtryggðra lána til fimm ára hækkað úr 5,95% í 6,80% miðað við sama 70% veðsetningarhlutfall. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum.Landsbankinn Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, sagði við síðustu vaxtahækkun í byrjun júní að það væri sjaldgæft að bankinn breyti vöxtum sínum svona ört. Vextir óverðtryggðra húsnæðislána með fasta vexti hafi að jafnaði verið breytt einu sinni í mánuði á fyrri hluta ársins, sem sé tíðar en á seinustu árum. Vaxtatöflur lífeyrissjóða og hinna viðskiptabankanna bera þess sömuleiðis merki að samkeppnisaðilarnir hafi verið að hreyfa sig örar en áður. Skýrist af hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði Hreiðar sagði skýringuna liggja í hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði sem bankinn nýti meðal annars til að fjármagna sig til þriggja eða fimm ára. Sú hækkun hafi svo endurspeglast í þeim kjörum sem bankinn lánar út með þegar fólk festir húsnæðislánavexti sína til þriggja eða fimm ára. Líkur eru taldar á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni kynna enn eina stýrivaxtahækkunina þann 22. júní sem muni hafa áhrif á vaxtakjör viðskiptabankanna.Vísir/Sigurjón Bæði hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa og sértryggðra skuldabréfa hækkað nokkuð skarpt á seinustu misserum. Á sama tíma hafa verðbólguhorfur versnað bæði á Íslandi og erlendis sem leiðir til væntinga um frekari stýrivaxtahækkana sem aftur hafa áhrif til hækkunar á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamörkuðum. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun sína þann 22. júní næstkomandi og hafa bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spáð því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ef sú spá gengur eftir má gera ráð fyrir að vaxtahækkunin muni hafa áhrif á húsnæðislánakjör bankanna og lífeyrissjóða.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 3. júní 2022 08:00 Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16. júní 2022 09:22 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 3. júní 2022 08:00
Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16. júní 2022 09:22