„Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 12:30 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands. Stöð 2 Sport Ungmennalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri mæti Kýpur á Víkingsvelli í mikilvægum leik í undankeppni EM í kvöld. Með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í lokakeppni EM í gegnum umspil. Til að það gangi eftir þarf Ísland einnig að að treysta á að Portúgal vinni sinn leik gegn Grikklandi og þá hafnar íslenska liðið í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgölum. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segir að stemningin í hópnum fyrir leikinn sé góð. „Hún er góð. Bara mjög góð,“ sagði Davíð Snorri á æfingu liðsins í gær. „Þetta er bara augnablik sem við viljum vera í og við ætlum að elska það. Þannig að við verðum klárir á morgun.“ Portúgal og Grikkland eigast við á sama tíma og leikur Íslands og Kýpur fer fram, en Davíð segir að það þýði lítið fyrir sína menn að vera að velta þeim leik fyrir sér. „Það er hægt að tvískipta þessu. Þú þarft að treysta á að Portúgal klári sitt og að Grikkir misstígi sig. Við getum ekki stjórnað því, en við getum stjórnað því að eiga bara gott kvöld hérna á morgun, góða frammistöðu og fara út úr glugganum með góða tilfinningu. Og það var það sem við lögðum upp með fyrir fyrsta leik og það er enn möguleiki. Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist.“ Eftir góða frammistöðu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þessum landsleikjaglugga segir Davíð fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. „Já klárlega. Við munum halda áfram að vinna með pressuna okkar og að vera fljótir að vinna boltann aftur. Svo munum við halda áfram að vinna í því að finna jafnvægið þar á milli og skerpa á hreyfingunum á köntunum áfram.“ „Kýpverjarnir eru góðir og þetta eru mjög jöfn lið í þessum riðli. Við sáum Hvít-Rússana, þeir voru góðir og Kýpverjarnir eru það líka. Við áttum hörkuleik fyrir tveim mánuðum úti í Kýpur þannig að þetta verður alvöru leikur.“ Eins og Íslendingum sæmir þá spáum við mikið í veðrinu. Spáin á höfuðborgarsvæðinu er góð og Davíð vonast því eftir miklum og góðum stuðningi úr stúkunni. „Jú vonandi. Við fengum flottan stuðning síðast og vonandi verður áfram góður stuðningur og við náum að sýna okkar rétta andlit. Við erum með flott lið og efnilega stráka og ég hvet fólk bara til að koma og horfa á þá spila.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri fyrir leikinn við Kýpur Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Til að það gangi eftir þarf Ísland einnig að að treysta á að Portúgal vinni sinn leik gegn Grikklandi og þá hafnar íslenska liðið í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgölum. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segir að stemningin í hópnum fyrir leikinn sé góð. „Hún er góð. Bara mjög góð,“ sagði Davíð Snorri á æfingu liðsins í gær. „Þetta er bara augnablik sem við viljum vera í og við ætlum að elska það. Þannig að við verðum klárir á morgun.“ Portúgal og Grikkland eigast við á sama tíma og leikur Íslands og Kýpur fer fram, en Davíð segir að það þýði lítið fyrir sína menn að vera að velta þeim leik fyrir sér. „Það er hægt að tvískipta þessu. Þú þarft að treysta á að Portúgal klári sitt og að Grikkir misstígi sig. Við getum ekki stjórnað því, en við getum stjórnað því að eiga bara gott kvöld hérna á morgun, góða frammistöðu og fara út úr glugganum með góða tilfinningu. Og það var það sem við lögðum upp með fyrir fyrsta leik og það er enn möguleiki. Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist.“ Eftir góða frammistöðu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þessum landsleikjaglugga segir Davíð fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. „Já klárlega. Við munum halda áfram að vinna með pressuna okkar og að vera fljótir að vinna boltann aftur. Svo munum við halda áfram að vinna í því að finna jafnvægið þar á milli og skerpa á hreyfingunum á köntunum áfram.“ „Kýpverjarnir eru góðir og þetta eru mjög jöfn lið í þessum riðli. Við sáum Hvít-Rússana, þeir voru góðir og Kýpverjarnir eru það líka. Við áttum hörkuleik fyrir tveim mánuðum úti í Kýpur þannig að þetta verður alvöru leikur.“ Eins og Íslendingum sæmir þá spáum við mikið í veðrinu. Spáin á höfuðborgarsvæðinu er góð og Davíð vonast því eftir miklum og góðum stuðningi úr stúkunni. „Jú vonandi. Við fengum flottan stuðning síðast og vonandi verður áfram góður stuðningur og við náum að sýna okkar rétta andlit. Við erum með flott lið og efnilega stráka og ég hvet fólk bara til að koma og horfa á þá spila.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri fyrir leikinn við Kýpur
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira