Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 21:17 Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, segir verðbólguna vega sífellt þyngra. Ap/Peter Dejong Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. Bankinn fylgir þar með í fótspor fleiri seðlabanka víða um heim sem keppast nú við að hætta að ýta undir viðsnúning hagkerfa eftir heimsfaraldur kórónuveiru og beita þess í stað tækjum sínum til að halda aftur af vaxandi verðbólgu. Tilkynning evrópska seðlabankans er til marks um stefnubreytingu eftir tímabil þar sem stýrivöxtum hefur verið haldið í lágmarki. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en 25 manna peningastefnunefnd seðlabankans segir að versnandi verðbólga hafi reynst evrópskum hagkerfum mikil áskorun. Verðbólga mælist nú 8,1% í evruríkjunum nítján, langt fyrir ofan 2% markmið evrópska seðlabankans. Hækkanir haft mikið að segja Stríð Rússa í Úkraínu hefur haft umtalsverð áhrif á hagkerfi heimsins, og leitt til mikillar verðhækkunar á jarðefnaeldsneyti. Sú hækkun og aðgerðir sem miða að því að draga úr kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi hefur haft mikið að segja fyrir Evrópuríki sem reiða sig mörg hver á jarðefnaeldsneyti frá ríkinu. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, sagði á blaðamannafundi í Amsterdam í dag að árásir Rússa í Úkraínu haldi áfram að setja mark sitt á hagkerfi Evrópu og víðar. Stríðið hafi raskað vöruviðskiptum, leitt til skorts á hinum ýmsu hráefnum og ýtt undir miklar verðhækkanir á orku og nytjavarningi. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bankinn fylgir þar með í fótspor fleiri seðlabanka víða um heim sem keppast nú við að hætta að ýta undir viðsnúning hagkerfa eftir heimsfaraldur kórónuveiru og beita þess í stað tækjum sínum til að halda aftur af vaxandi verðbólgu. Tilkynning evrópska seðlabankans er til marks um stefnubreytingu eftir tímabil þar sem stýrivöxtum hefur verið haldið í lágmarki. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en 25 manna peningastefnunefnd seðlabankans segir að versnandi verðbólga hafi reynst evrópskum hagkerfum mikil áskorun. Verðbólga mælist nú 8,1% í evruríkjunum nítján, langt fyrir ofan 2% markmið evrópska seðlabankans. Hækkanir haft mikið að segja Stríð Rússa í Úkraínu hefur haft umtalsverð áhrif á hagkerfi heimsins, og leitt til mikillar verðhækkunar á jarðefnaeldsneyti. Sú hækkun og aðgerðir sem miða að því að draga úr kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi hefur haft mikið að segja fyrir Evrópuríki sem reiða sig mörg hver á jarðefnaeldsneyti frá ríkinu. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, sagði á blaðamannafundi í Amsterdam í dag að árásir Rússa í Úkraínu haldi áfram að setja mark sitt á hagkerfi Evrópu og víðar. Stríðið hafi raskað vöruviðskiptum, leitt til skorts á hinum ýmsu hráefnum og ýtt undir miklar verðhækkanir á orku og nytjavarningi.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira