Brynjólfur Willumsson: Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik Sverrir Mar Smárason skrifar 8. júní 2022 20:51 Brynjólfur með boltann í leiknum í kvöld. Visir/ Diego Íslenska u21 landslið karla er í góðum séns á því að komast í umspil um sæti í lokakeppni EM 2023 eftir góðan sigur á Hvíta-Rússlandi hér heima í dag, 3-1. Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði liðsins, var sáttur við sigurinn í dag. „Geggjaður sigur. Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik. Sterkt að koma inn tveimur mörkum í fyrri en síðan fannst mér við aðeins detta niður og það er mjög erfitt að koma til baka eftir það. Mér fannst við bara gera það frábærlega,“ sagði fyrirliðinn. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og setti góða pressu á Hvít-Rússa í upphafi leiks. Það er ekki hægt í 90 mínútur segir Brynjólfur. „Það var mjög sterkt að ná þessu öðru marki inn fyrir hálfleik. Það er ekki hægt að pressa eða allavega erfitt að pressa í 90 mínútur. Við byrjuðum af fullum krafti og náum inn þessum tveimur mörkum. Það er fótboltinn sem við spilum, að byrja af krafti en það er erfitt að halda því allan tímann. Sterkt að ná inn tveimur mörkum. Varnarleikurinn var ekki alveg on í markinu sem við fengum á okkur en eftir það fannst mér við bara loka öllu,“ sagði Brynjólfur. Staðan var 2-0 í hálfleik og íslensku strákarnir komu töluvert varkárari til leiks í þeim síðari, féllu aftar á völlinn og fengu á sig mark snemma í hálfleiknum. „Planið var að fara aðeins neðar því það voru svolítið mikil hlaup á okkur og miðjumönnunum sérstaklega. Við ákváðum að fara aðeins neðar en kannski ekki alveg svona neðarlega. Þeir einhvern vegin ná þessu fyrsta marki bara strax sem er ekki gott. Eftir það fannst mér það mjög sterkur karakter að halda þetta út og koma svo inn þriðja markinu í lokin,“ sagði Brynjólfur og hélt svo áfram, „það var erfitt að horfa á þetta eftir að hafa verið kominn útaf og maður getur ekki hjálpað liðinu inná vellinum. Maður róaðist aðeins við þetta þriðja mark.“ Líkt og Brynjólfur kom inná þá þurfti hann að fara af velli á 67. mínútu vegna meiðsla. Fyrirbyggjandi skipting segir Brynjólfur sem vildi enga sénsa taka. „Ég fékk bara krampatilfinningu aftan í lærið. Ég tognaði aftan í læri tvisvar á síðasta ári svo ég ætlaði ekki að taka neina sénsa. Þá kemur bara maður í manns stað með fulla orku og það virkaði,“ sagði Brynjólfur. Lokaleikur riðilsins verður gegn Kýpur í Víkinni n.k. laugardagkvöld og líkt og fyrr segir á íslenska liðið möguleika á því að komast í umspil fyrir lokakeppni. Sama upplegg fyrir þann leik segir Brynjólfur. „Það er bara að byrja af sama krafti og ef við náum inn mörkum að þá getur þetta skilað sér. Það er svo sterkt að komast yfir. Ég held að það sé planið að fara inn í leikinn eins og við komum inn í þennan, það verður stöðubarátta en við verðum klárir í það.“ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
„Geggjaður sigur. Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik. Sterkt að koma inn tveimur mörkum í fyrri en síðan fannst mér við aðeins detta niður og það er mjög erfitt að koma til baka eftir það. Mér fannst við bara gera það frábærlega,“ sagði fyrirliðinn. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og setti góða pressu á Hvít-Rússa í upphafi leiks. Það er ekki hægt í 90 mínútur segir Brynjólfur. „Það var mjög sterkt að ná þessu öðru marki inn fyrir hálfleik. Það er ekki hægt að pressa eða allavega erfitt að pressa í 90 mínútur. Við byrjuðum af fullum krafti og náum inn þessum tveimur mörkum. Það er fótboltinn sem við spilum, að byrja af krafti en það er erfitt að halda því allan tímann. Sterkt að ná inn tveimur mörkum. Varnarleikurinn var ekki alveg on í markinu sem við fengum á okkur en eftir það fannst mér við bara loka öllu,“ sagði Brynjólfur. Staðan var 2-0 í hálfleik og íslensku strákarnir komu töluvert varkárari til leiks í þeim síðari, féllu aftar á völlinn og fengu á sig mark snemma í hálfleiknum. „Planið var að fara aðeins neðar því það voru svolítið mikil hlaup á okkur og miðjumönnunum sérstaklega. Við ákváðum að fara aðeins neðar en kannski ekki alveg svona neðarlega. Þeir einhvern vegin ná þessu fyrsta marki bara strax sem er ekki gott. Eftir það fannst mér það mjög sterkur karakter að halda þetta út og koma svo inn þriðja markinu í lokin,“ sagði Brynjólfur og hélt svo áfram, „það var erfitt að horfa á þetta eftir að hafa verið kominn útaf og maður getur ekki hjálpað liðinu inná vellinum. Maður róaðist aðeins við þetta þriðja mark.“ Líkt og Brynjólfur kom inná þá þurfti hann að fara af velli á 67. mínútu vegna meiðsla. Fyrirbyggjandi skipting segir Brynjólfur sem vildi enga sénsa taka. „Ég fékk bara krampatilfinningu aftan í lærið. Ég tognaði aftan í læri tvisvar á síðasta ári svo ég ætlaði ekki að taka neina sénsa. Þá kemur bara maður í manns stað með fulla orku og það virkaði,“ sagði Brynjólfur. Lokaleikur riðilsins verður gegn Kýpur í Víkinni n.k. laugardagkvöld og líkt og fyrr segir á íslenska liðið möguleika á því að komast í umspil fyrir lokakeppni. Sama upplegg fyrir þann leik segir Brynjólfur. „Það er bara að byrja af sama krafti og ef við náum inn mörkum að þá getur þetta skilað sér. Það er svo sterkt að komast yfir. Ég held að það sé planið að fara inn í leikinn eins og við komum inn í þennan, það verður stöðubarátta en við verðum klárir í það.“
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00