Sjáðu ferðasögu Kjartans Atla frá Boston Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 18:30 Kjartan Atli, bróðir og dóttir rákust á gamla brýnið Brian Scalabrine. Vísir/Stöð 2 Sport Kjartan Atli Kjartansson hélt nýverið til Boston í Massachusetts til að sjá sína menn í Boston Celtics etja kappi við Miami Heat í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar. Brian Scalabrine og fleiri góðir koma við sögu í ferðadagbók Kjartans úr ferðinni. Kjartan Atli hélt utan með dóttur sinni, Klöru Kristínu, og bróður, Tómasi Karli, sem eru rétt eins og hann gallharðir stuðningsmenn Celtics-liðsins. Staðan var 1-1 í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina í Miami þegar þau lentu í Boston og voru þeir grænu því í góðri stöðu, með tvo heimaleiki fyrir höndum. Stefnan var sett á að mæta á báða þá leiki í TD Garden í Boston. „Borgin iðaði af lífi á laugardeginum, leikdeginum sjálfum, og stemningin fyrir utan TD Garden, heimavöll Boston, var að venju mögnuð. Að fara á leik í úrslitakeppni í þeirri höll er engu líkt. Ekki skemmdi fyrir að hitta sjálfan Brian Scalabrine,“ en sá varð NBA-meistari með Celtics árið 2008. Það seig hins vegar lítillega á ógæfuhliðina eftir mikla eftirvæntingu. „Fyrir leikinn var andrúmsloftið í höllinni rafmagnað, enda Celtics-liðið í kjörstöðu í einvíginu, en kannski var rafmagnið í loftinu nægt til að stuða leikmenn liðsins, því þeir voru ólíkir sjálfum sér,“ segir Kjartan Atli. Miami Heat kaffærði Celtics liðinu í upphafi leiks, náði mest 26 stiga forskoti, sem reyndist Celtics óyfirstíganlegt, þrátt fyrir hetjulega baráttu þar sem náðist að minnka muninn í eitt stig þegar best lét. Miami vann leikinn og núllaði út útisigur Celtics í leiknum á undan, og staðan í einvíginu orðin 2-1 fyrir strákana frá Flórída. Klippa: Lögmál leiksins: Ferðasaga Kjartans frá Boston „Leiðin að hinni fölskvalausu gleði er stundum þyrnum stráð, án rigningar er ekkert sólskin, eins og skáldið 50 Cent kvað um árið,“ segir Kjartan Atli. Ferðin átti nefnilega eftir að enda betur en hún hófst, frá hlið Boston Celtics liðsins í það minnsta. Það tók Miami Heat meira en fjórar mínútur að skora sín fyrstu stig í síðari leiknum, sem fram fór mánudaginn eftir, og sáu gestirnir aldrei til sólar. Celtics vann öruggan 102-82 sigur og jafnaði einvígið á ný, stuðningsmönnum Boston Celtics til mikillar gleði. Gleðinni lauk ekki þar. Celtics vann einvígið 4-3 eftir 100-96 sigur í Miami í lokaleik seríunnar í gærkvöld og er komið í úrslit NBA-deildarinnar þar sem lið Golden State Warriors bíður. Betur verður farið yfir allt þetta í Lögmáli leiksins sem er á dagskrá klukkan 19:35 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Ferðasögu Kjartans Atla frá Boston má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins NBA Íslendingar erlendis Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira
Kjartan Atli hélt utan með dóttur sinni, Klöru Kristínu, og bróður, Tómasi Karli, sem eru rétt eins og hann gallharðir stuðningsmenn Celtics-liðsins. Staðan var 1-1 í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina í Miami þegar þau lentu í Boston og voru þeir grænu því í góðri stöðu, með tvo heimaleiki fyrir höndum. Stefnan var sett á að mæta á báða þá leiki í TD Garden í Boston. „Borgin iðaði af lífi á laugardeginum, leikdeginum sjálfum, og stemningin fyrir utan TD Garden, heimavöll Boston, var að venju mögnuð. Að fara á leik í úrslitakeppni í þeirri höll er engu líkt. Ekki skemmdi fyrir að hitta sjálfan Brian Scalabrine,“ en sá varð NBA-meistari með Celtics árið 2008. Það seig hins vegar lítillega á ógæfuhliðina eftir mikla eftirvæntingu. „Fyrir leikinn var andrúmsloftið í höllinni rafmagnað, enda Celtics-liðið í kjörstöðu í einvíginu, en kannski var rafmagnið í loftinu nægt til að stuða leikmenn liðsins, því þeir voru ólíkir sjálfum sér,“ segir Kjartan Atli. Miami Heat kaffærði Celtics liðinu í upphafi leiks, náði mest 26 stiga forskoti, sem reyndist Celtics óyfirstíganlegt, þrátt fyrir hetjulega baráttu þar sem náðist að minnka muninn í eitt stig þegar best lét. Miami vann leikinn og núllaði út útisigur Celtics í leiknum á undan, og staðan í einvíginu orðin 2-1 fyrir strákana frá Flórída. Klippa: Lögmál leiksins: Ferðasaga Kjartans frá Boston „Leiðin að hinni fölskvalausu gleði er stundum þyrnum stráð, án rigningar er ekkert sólskin, eins og skáldið 50 Cent kvað um árið,“ segir Kjartan Atli. Ferðin átti nefnilega eftir að enda betur en hún hófst, frá hlið Boston Celtics liðsins í það minnsta. Það tók Miami Heat meira en fjórar mínútur að skora sín fyrstu stig í síðari leiknum, sem fram fór mánudaginn eftir, og sáu gestirnir aldrei til sólar. Celtics vann öruggan 102-82 sigur og jafnaði einvígið á ný, stuðningsmönnum Boston Celtics til mikillar gleði. Gleðinni lauk ekki þar. Celtics vann einvígið 4-3 eftir 100-96 sigur í Miami í lokaleik seríunnar í gærkvöld og er komið í úrslit NBA-deildarinnar þar sem lið Golden State Warriors bíður. Betur verður farið yfir allt þetta í Lögmáli leiksins sem er á dagskrá klukkan 19:35 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Ferðasögu Kjartans Atla frá Boston má sjá í spilaranum að ofan.
Lögmál leiksins NBA Íslendingar erlendis Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira