Dásamlegt að vera sauðfjárbóndi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2022 20:30 Herborg Sigríður, sem segir dásamlegt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Botnótt og golsótt lömb eru í miklu uppáhaldi hjá sauðfjárbónda á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en á búin eru fjögur hundruð og tuttugu fjár. Lömbin eru mörkuð tveggja daga gömul. Bærinn Bjarnarhöfn í Helgafellssveit stendur undir Bjarnarhafnarfjalli, sem rís stakt við mynni Hraunsfjarðar. Á staðnum er myndarlegt fjárbú, sem þau Brynjar Hildibrandsson og Herborg Sigríður Sigurðardóttir eiga og reka. Búið er mjög snyrtilegt að gaman að koma þar inn. Sauðburður er alveg að klárast og mikið af ánum komnar út á tún með lömbin sín. „Þetta er botnótt gimbur, þessi verður sett á í haust, hún bíður eftir því að komast út í góða veðrið. Það er uppáhalds liturinn minn og golsótt,“ segir Herborg Sigríður. Þrátt fyrir að sauðburður sé alltaf skemmtilegur tími þá segir Herborg hann mjög erfiðan og taka á. „Já, það er bara stanslaus viðvera hérna, svona 16 tíma á sólarhring, það er svona erfiðast, þreyttar fætur.“ Frjósemin hefur verið góð í fjárhúsinu, 1,9 lamb á kind, sem Herborg er mjög sátt við. Herborg Sigríður markar lömbin þegar þau eru tveggja daga gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag? „Það er bara gott, dásamlegt. Okkur leiddist ekkert í Covid og höfðum nóg að gera. Við vinnum bara svolítið með þessu. Þetta er svona hobbíið okkar þó að þær séu 420 í fjárhúsinu. Það þýðir engan barlóm, þá verður maður bara að fara að gera eitthvað annað,“ segir Herborg og brosir. Mikilvægur hlutur í sauðburði er að marka lömbin og skrá í framhaldinu upplýsingarnar um viðkomandi mark í tölvu. Þannig var það ekki í gamla daga. „Nei, þá var það bara vasahnífurinn, og þá mörkuðu ekki konur, var það, það var karlmannsverk,“ segir Herborg og hélt áfram að marka. Fjárhúsið á Bjarnarhöfn þar sem sauðburði er alveg að ljúka þessa dagana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgafellssveit Landbúnaður Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Bærinn Bjarnarhöfn í Helgafellssveit stendur undir Bjarnarhafnarfjalli, sem rís stakt við mynni Hraunsfjarðar. Á staðnum er myndarlegt fjárbú, sem þau Brynjar Hildibrandsson og Herborg Sigríður Sigurðardóttir eiga og reka. Búið er mjög snyrtilegt að gaman að koma þar inn. Sauðburður er alveg að klárast og mikið af ánum komnar út á tún með lömbin sín. „Þetta er botnótt gimbur, þessi verður sett á í haust, hún bíður eftir því að komast út í góða veðrið. Það er uppáhalds liturinn minn og golsótt,“ segir Herborg Sigríður. Þrátt fyrir að sauðburður sé alltaf skemmtilegur tími þá segir Herborg hann mjög erfiðan og taka á. „Já, það er bara stanslaus viðvera hérna, svona 16 tíma á sólarhring, það er svona erfiðast, þreyttar fætur.“ Frjósemin hefur verið góð í fjárhúsinu, 1,9 lamb á kind, sem Herborg er mjög sátt við. Herborg Sigríður markar lömbin þegar þau eru tveggja daga gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag? „Það er bara gott, dásamlegt. Okkur leiddist ekkert í Covid og höfðum nóg að gera. Við vinnum bara svolítið með þessu. Þetta er svona hobbíið okkar þó að þær séu 420 í fjárhúsinu. Það þýðir engan barlóm, þá verður maður bara að fara að gera eitthvað annað,“ segir Herborg og brosir. Mikilvægur hlutur í sauðburði er að marka lömbin og skrá í framhaldinu upplýsingarnar um viðkomandi mark í tölvu. Þannig var það ekki í gamla daga. „Nei, þá var það bara vasahnífurinn, og þá mörkuðu ekki konur, var það, það var karlmannsverk,“ segir Herborg og hélt áfram að marka. Fjárhúsið á Bjarnarhöfn þar sem sauðburði er alveg að ljúka þessa dagana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Helgafellssveit Landbúnaður Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira