Misst fjögur börn úr vannæringu og komin á spítala með það fimmta Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 12:01 Hin þrítuga Nazia heldur á vannærðu barni sínu á spítala í Parwan. Ap/Ebrahim Noroozi Líklegt er að 1,1 milljón barna í Afganistan undir fimm ára aldri muni þjást af hættulegustu tegund vannæringar á þessu ári, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða tvöföldun frá árinu 2018 en fjöldinn stóð rétt undir milljón barna á seinasta ári. Sífellt fleiri hungruð börn eru lögð inn á heilbrigðisstofnanir í landinu og fer staðan versnandi. Hjálparstofnanir sem fæddu milljónir íbúa og forðuðu landinu frá hungursneyð eftir valdatöku talibana eiga nú sífellt erfiðara með að halda í við þróunina. Að sögn þeirra hefur fátækt stóraukist í landinu og fleiri Afganar nú hjálparþurfi á sama tíma og matvælaverð fer hækkandi á heimsvísu í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Þá segir í nýlegri skýrslu að enn sé ekki búið að efna öll loforð um erlenda fjárhagsaðstoð. Hafði ekki efni á því að koma börnunum undir læknishendur Hin þrítuga Nazia segist hafa misst fjögur börn úr vannæringu, tvær dætur og tvo syni, öll undir tveggja ára aldri. „Öll fjögur létust vegna fjárhagserfiðleika og fátæktar,“ segir Nazia í samtali við AP-fréttaveituna. Hún hafi ekki haft efni á því að koma þeim undir læknishendur þegar veikindin versnuðu. Nazia bætir við að eiginmaðurinn sé daglaunamaður og fíkill sem komi sjaldnast með nokkrar tekjur heim. Fréttamaður AP hitti hana á Charakar-spítalanum í Parwan-héraði í norðurhluta landsins þar sem Nazia og sjö mánaða dóttir hennar þiggja læknismeðferð vegna næringarskorts. Líkt og margir Afganar ber Nazia einungis eitt nafn. Afgönsk móðir aðstoðar vannærðan son sinn á spítala í höfuðborginni Kabúl.AP/Ebrahim Noroozi Valdatakan bætti gráu ofan á svart Stöðug aukning hefur verið í fjölda barna undir fimm ára aldri sem lögð eru inn á heilbrigðisstofnanir með alvarlega vannæringu síðustu tvö ár. Þannig voru 16 þúsund slík tilfelli skráð í mars 2020, 18 þúsund í mars 2021 og 28 þúsund ári síðar, að sögn Mohamed Ag Ayoya, fulltrúa UNICEF Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Fyrir valdatöku talibana í fyrra blasti fæðuskortur við Afganistan vegna langvarandi stríðsátaka og mestu þurrka sem íbúar hafa þurft að þola í áratugi. Eftir valdatökuna hrundi síðan efnahagur landsins þegar alþjóðlegar refsiaðgerðir skáru á erlent fjárflæði til afganskra stjórnvalda og margar hjálparstofnanir hurfu frá landinu. Afganistan Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Sífellt fleiri hungruð börn eru lögð inn á heilbrigðisstofnanir í landinu og fer staðan versnandi. Hjálparstofnanir sem fæddu milljónir íbúa og forðuðu landinu frá hungursneyð eftir valdatöku talibana eiga nú sífellt erfiðara með að halda í við þróunina. Að sögn þeirra hefur fátækt stóraukist í landinu og fleiri Afganar nú hjálparþurfi á sama tíma og matvælaverð fer hækkandi á heimsvísu í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Þá segir í nýlegri skýrslu að enn sé ekki búið að efna öll loforð um erlenda fjárhagsaðstoð. Hafði ekki efni á því að koma börnunum undir læknishendur Hin þrítuga Nazia segist hafa misst fjögur börn úr vannæringu, tvær dætur og tvo syni, öll undir tveggja ára aldri. „Öll fjögur létust vegna fjárhagserfiðleika og fátæktar,“ segir Nazia í samtali við AP-fréttaveituna. Hún hafi ekki haft efni á því að koma þeim undir læknishendur þegar veikindin versnuðu. Nazia bætir við að eiginmaðurinn sé daglaunamaður og fíkill sem komi sjaldnast með nokkrar tekjur heim. Fréttamaður AP hitti hana á Charakar-spítalanum í Parwan-héraði í norðurhluta landsins þar sem Nazia og sjö mánaða dóttir hennar þiggja læknismeðferð vegna næringarskorts. Líkt og margir Afganar ber Nazia einungis eitt nafn. Afgönsk móðir aðstoðar vannærðan son sinn á spítala í höfuðborginni Kabúl.AP/Ebrahim Noroozi Valdatakan bætti gráu ofan á svart Stöðug aukning hefur verið í fjölda barna undir fimm ára aldri sem lögð eru inn á heilbrigðisstofnanir með alvarlega vannæringu síðustu tvö ár. Þannig voru 16 þúsund slík tilfelli skráð í mars 2020, 18 þúsund í mars 2021 og 28 þúsund ári síðar, að sögn Mohamed Ag Ayoya, fulltrúa UNICEF Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Fyrir valdatöku talibana í fyrra blasti fæðuskortur við Afganistan vegna langvarandi stríðsátaka og mestu þurrka sem íbúar hafa þurft að þola í áratugi. Eftir valdatökuna hrundi síðan efnahagur landsins þegar alþjóðlegar refsiaðgerðir skáru á erlent fjárflæði til afganskra stjórnvalda og margar hjálparstofnanir hurfu frá landinu.
Afganistan Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira