Vonast enn til að Musk taki þátt í baráttunni gegn hungri Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 15:25 Musk þóttist tilbúinn að gefa matvælaaðstoð SÞ milljarða dollara í fyrra en svo heyrðist aldrei múkk frá honum meir. Vísir/Getty Yfirmaður Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segist enn vonast til þess að milljarðamæringurinn Elon Musk leggi baráttunni gegn hungri í heiminum lið þrátt fyrir að þeir hafi engin samskipti haft frá samfélagsmiðladeilu þeirra fyrir ári. Musk sagðist tilbúinn að selja hlutabréf í Tesla, rafbílafyrirtæki sínu, fyrir sex milljarða dollara og gefa þá til matvælaaðstoðarinnar ef stofnunin veitti honum frekari upplýsingar um hvernig hún nýtti fjárveitingar sínar í fyrra. Það gerði hann í Twitter-rifrildi við David Beasley, yfirmann matvælaaðstoðarinnar. Beasley var spurður út í samskipti sín við Musk í pallborðsumræðum á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Sagðist hann tilbúinn að setjast niður og ræða hugmyndir Musk en hann hefði þó ekki átt nein bein samskipti við hann frá því í fyrra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það er margt auðugt fólk í heiminum sem getur lagt meira til, ekki bara Elon. En vonandi getum við enn fengið hann til að leggja meira til,“ sagði Beasley. Musk virðist þó hafa í mörg önnur horn að líta þessa dagana. Hann reynir nú að komast undan kauptilboði sem hann gerði í samfélagsmiðilinn Twitter sem var vettvangur deilu hans við Beasley. Þá birtust fyrir helgi fréttir af því að SpaceX, geimferðafyrirtæki Musk, hefði greitt flugfreyju sem starfaði fyrir fyrirtækið fyrir að þegja um meinta kynferðislega áreitni hans. Sagði flugfreyjan að Musk hefði berað lim sinn fyrir framan hana og boðið henni hest í skiptum fyrir kynferðislegan greiða. Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07 Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11 Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Sjá meira
Musk sagðist tilbúinn að selja hlutabréf í Tesla, rafbílafyrirtæki sínu, fyrir sex milljarða dollara og gefa þá til matvælaaðstoðarinnar ef stofnunin veitti honum frekari upplýsingar um hvernig hún nýtti fjárveitingar sínar í fyrra. Það gerði hann í Twitter-rifrildi við David Beasley, yfirmann matvælaaðstoðarinnar. Beasley var spurður út í samskipti sín við Musk í pallborðsumræðum á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Sagðist hann tilbúinn að setjast niður og ræða hugmyndir Musk en hann hefði þó ekki átt nein bein samskipti við hann frá því í fyrra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það er margt auðugt fólk í heiminum sem getur lagt meira til, ekki bara Elon. En vonandi getum við enn fengið hann til að leggja meira til,“ sagði Beasley. Musk virðist þó hafa í mörg önnur horn að líta þessa dagana. Hann reynir nú að komast undan kauptilboði sem hann gerði í samfélagsmiðilinn Twitter sem var vettvangur deilu hans við Beasley. Þá birtust fyrir helgi fréttir af því að SpaceX, geimferðafyrirtæki Musk, hefði greitt flugfreyju sem starfaði fyrir fyrirtækið fyrir að þegja um meinta kynferðislega áreitni hans. Sagði flugfreyjan að Musk hefði berað lim sinn fyrir framan hana og boðið henni hest í skiptum fyrir kynferðislegan greiða.
Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07 Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11 Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Sjá meira
Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07
Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11
Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40