Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2022 10:05 Frá Þjórsárstíflu ofan Búrfells. Arnar Halldórsson Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. „Það er bara mismunandi eftir stöðvum hvað þær bjóða upp á. Við erum búin að gera greiningar á því hvað gæti verið skynsamlegt fyrir okkur að taka fyrir og hvenær, í svona fargangsröðun,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar.Egill Aðalsteinsson Efsti hluti rafals aflvélar kallast sátur eða stator en í Sultartangavirkjun er verið að endurnýja þennan hluta rafalsins í báðum vélum virkjunarinnar. Jafnframt á að breyta öxlum vélanna, en með aðgerðum sem þessum er unnt að auka raforkuframleiðslu. Stöðvarnar við Búðarháls og Vatnsfells virðast einnig henta vel fyrir samskonar breytingar en í öðrum stöðvum þarf umfangsmeiri endurnýjun vél- og rafbúnaðar til þess að ná fram aflaukningu. Vatnsfellsvirkjun er núna efsta aflstöð Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Uppsett afl hennar er 90 megavött.Arnar Halldórsson „Þannig að þetta eru svona, getum við sagt, að séu stillingar og framkvæmdaatriði hjá okkur. En aðrar framkvæmdir eru þess eðlis að þetta krefst leyfisveitingaferils.“ Þannig er Landsvirkjun búin að senda inn í rammaáætlun umsókn um að stækka Sigöldu, Hrauneyjar og Vatnsfell um eina vél og er Sigölduvirkjun fremst í forgangsröðinni. „Sumar stöðvar hönnuðum við upphaflega þannig að við skildum eftir þar svigrúm til þess til dæmis til að bara bæta við nýrri vél síðar meir,“ segir Ásbjörg. Það á við um nýjustu virkjunina, Búrfell tvö, sem núna er með einni hundrað megavatta vél, en hægt er að bæta við annarri. Og það er til mikils að vinna. Búrfellsvirkjun eitt er elsta virkjunin á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Afl hennar núna er 270 megavött.Skjáskot/Stöð 2 „Til dæmis á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, þá gætum við aukið aflið þar um kannski 260 megavött í heild sinni, sem sagt samanlagt þá fyrir allar þær vatnsaflsstöðvar sem eru á því svæði.“ Og ekki síst með því að nýta aukna jöklabráðnun. „Þannig að það rennsli sem við erum að sjá í dag úr þessum jökulám mun bara halda áfram að aukast. Og það er því ábyrgðarfullt hjá okkur að hanna okkar stöðvar þannig að við getum nýtt þessa vatnsdropa sem fara þarna um þetta svæði. Þannig að þeir fari ekki framhjá stöðvunum okkar ónýttir,“ segir framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Loftslagsmál Tengdar fréttir Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44 Ríkið fær fimmtán milljarða króna frá Landsvirkjun Aðalfundur Landsvirkjunar samþykkti tillögu stjórnar um fimmtán milljarða króna arðgreiðslu til eigenda í dag, en íslenska ríkið er eini eigandi fyrirtækisins. 29. apríl 2022 18:10 Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. 25. apríl 2022 21:50 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
„Það er bara mismunandi eftir stöðvum hvað þær bjóða upp á. Við erum búin að gera greiningar á því hvað gæti verið skynsamlegt fyrir okkur að taka fyrir og hvenær, í svona fargangsröðun,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar.Egill Aðalsteinsson Efsti hluti rafals aflvélar kallast sátur eða stator en í Sultartangavirkjun er verið að endurnýja þennan hluta rafalsins í báðum vélum virkjunarinnar. Jafnframt á að breyta öxlum vélanna, en með aðgerðum sem þessum er unnt að auka raforkuframleiðslu. Stöðvarnar við Búðarháls og Vatnsfells virðast einnig henta vel fyrir samskonar breytingar en í öðrum stöðvum þarf umfangsmeiri endurnýjun vél- og rafbúnaðar til þess að ná fram aflaukningu. Vatnsfellsvirkjun er núna efsta aflstöð Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Uppsett afl hennar er 90 megavött.Arnar Halldórsson „Þannig að þetta eru svona, getum við sagt, að séu stillingar og framkvæmdaatriði hjá okkur. En aðrar framkvæmdir eru þess eðlis að þetta krefst leyfisveitingaferils.“ Þannig er Landsvirkjun búin að senda inn í rammaáætlun umsókn um að stækka Sigöldu, Hrauneyjar og Vatnsfell um eina vél og er Sigölduvirkjun fremst í forgangsröðinni. „Sumar stöðvar hönnuðum við upphaflega þannig að við skildum eftir þar svigrúm til þess til dæmis til að bara bæta við nýrri vél síðar meir,“ segir Ásbjörg. Það á við um nýjustu virkjunina, Búrfell tvö, sem núna er með einni hundrað megavatta vél, en hægt er að bæta við annarri. Og það er til mikils að vinna. Búrfellsvirkjun eitt er elsta virkjunin á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Afl hennar núna er 270 megavött.Skjáskot/Stöð 2 „Til dæmis á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, þá gætum við aukið aflið þar um kannski 260 megavött í heild sinni, sem sagt samanlagt þá fyrir allar þær vatnsaflsstöðvar sem eru á því svæði.“ Og ekki síst með því að nýta aukna jöklabráðnun. „Þannig að það rennsli sem við erum að sjá í dag úr þessum jökulám mun bara halda áfram að aukast. Og það er því ábyrgðarfullt hjá okkur að hanna okkar stöðvar þannig að við getum nýtt þessa vatnsdropa sem fara þarna um þetta svæði. Þannig að þeir fari ekki framhjá stöðvunum okkar ónýttir,“ segir framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Loftslagsmál Tengdar fréttir Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44 Ríkið fær fimmtán milljarða króna frá Landsvirkjun Aðalfundur Landsvirkjunar samþykkti tillögu stjórnar um fimmtán milljarða króna arðgreiðslu til eigenda í dag, en íslenska ríkið er eini eigandi fyrirtækisins. 29. apríl 2022 18:10 Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. 25. apríl 2022 21:50 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44
Ríkið fær fimmtán milljarða króna frá Landsvirkjun Aðalfundur Landsvirkjunar samþykkti tillögu stjórnar um fimmtán milljarða króna arðgreiðslu til eigenda í dag, en íslenska ríkið er eini eigandi fyrirtækisins. 29. apríl 2022 18:10
Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. 25. apríl 2022 21:50