15.000kr á fermetra – Sjálftaka fasteignasala Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. maí 2022 10:00 Fasteignaverð er mikið rætt á Íslandi en lítið er rætt um sjálftöku fasteignasala í formi söluþóknana. Þrátt fyrir að mikill skortur hafi verið á fasteignamarkaði haldast söluþóknanir enn himinháar og hækka bara með hækkandi fasteignaverði. Raunar er meðal söluþóknun fasteignasala um 2,2% í einkasölu en 2,7% í almennri sölu. Við það bætast föst gjöld sem seljendur og kaupendur þurfa að greiða fasteignasalanum, samtals að meðaltali 136.500kr[1][2]. Til að átta okkur á umfangi sjálftökunnar skulum við rýna tölur um markaðinn það sem af er ári: Hér má sjá að fasteignasalar taka að meðaltali rúmlega eina og hálfa milljón fyrir að selja eign í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í einkasölu. Fyrstu kaupendur sem leggja út 10% af kaupverði þyrftu að safna sér rúmlega sex milljónum til að kaupa meðal fjölbýlis íbúð í höfuðborginni, en fasteignasalinn hirðir í raun strax einn fjórða af því í eigin vasa! Mánaða eða ára sparnaður fyrir nokkra klukkustunda vinnu fasteignasala. Á landinu í heild er ástandið litlu skárra, það kostar einfaldlega það sama að fá fasteignasala til að selja eina fasteign og það kostar að ráða tvo til fjóra meðallaunamenn í vinnu í heilan mánuð. Hvernig má það vera? Annar mælikvarði er að horfa á hvað fasteignasalar taka á hvern seldan fermetra. Ódýrast er það 10.000kr og upp í vel rúmlega 15.000kr. Því mættu kaupendur hugsa að þeir gætu fengið fasteignina með glænýju gólfefni, mögulega innréttingum, en áfram á sama verði ef þeir þyrftu ekki að greiða fasteignasalanum. Allar þessar upphæðir væru svo umtalsvert hærri ef um almenna sölu en ekki einkasölu væri að ræða. Á Íslandi eru margar fasteignasölur og að sama skapi hefur verið skortur á eignum til sölu. Þessi skilyrði ættu að ýta undir ríka samkeppni en hún virðist skila sér seint og illa. Sömuleiðis er það undarlegt að söluþóknanir fari nær eingöngu eftir verði fasteignar án tillits til vinnuframlags fasteignasalans. Þannig kostar skyndilega mun meira að selja sama húsnæði árið 2022 heldur en það gerði 2019, hækkun sem er langt umfram verðbólgu og almenna launaþróun. Margt fleira má segja um þessi mál, en ég læt nægja í bili að segja að mér þykir þessi sjálftaka óhófleg. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Almennt eru söluþóknanir gefnar upp án VSK og þá eru meðaltölin um 1,75%, 2,2% og 110.000kr. Fyrir almenna umræðu liggur þó beinna við að nota upphæðir með VSK þar sem almenningur greiðir það verð. [2] Heimild: Allt fasteignasala, Ás fasteignasala, Borg, Consensa, Eignamiðlun, Eignaver fasteignasala, Fasteignasala Sævars Þórs, Gimli, Heimili, Landmark, Lind fasteignasala, Miklaborg fasteignasala, Nýtt heimili og RE/MAX. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Fasteignamarkaður Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Fasteignaverð er mikið rætt á Íslandi en lítið er rætt um sjálftöku fasteignasala í formi söluþóknana. Þrátt fyrir að mikill skortur hafi verið á fasteignamarkaði haldast söluþóknanir enn himinháar og hækka bara með hækkandi fasteignaverði. Raunar er meðal söluþóknun fasteignasala um 2,2% í einkasölu en 2,7% í almennri sölu. Við það bætast föst gjöld sem seljendur og kaupendur þurfa að greiða fasteignasalanum, samtals að meðaltali 136.500kr[1][2]. Til að átta okkur á umfangi sjálftökunnar skulum við rýna tölur um markaðinn það sem af er ári: Hér má sjá að fasteignasalar taka að meðaltali rúmlega eina og hálfa milljón fyrir að selja eign í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í einkasölu. Fyrstu kaupendur sem leggja út 10% af kaupverði þyrftu að safna sér rúmlega sex milljónum til að kaupa meðal fjölbýlis íbúð í höfuðborginni, en fasteignasalinn hirðir í raun strax einn fjórða af því í eigin vasa! Mánaða eða ára sparnaður fyrir nokkra klukkustunda vinnu fasteignasala. Á landinu í heild er ástandið litlu skárra, það kostar einfaldlega það sama að fá fasteignasala til að selja eina fasteign og það kostar að ráða tvo til fjóra meðallaunamenn í vinnu í heilan mánuð. Hvernig má það vera? Annar mælikvarði er að horfa á hvað fasteignasalar taka á hvern seldan fermetra. Ódýrast er það 10.000kr og upp í vel rúmlega 15.000kr. Því mættu kaupendur hugsa að þeir gætu fengið fasteignina með glænýju gólfefni, mögulega innréttingum, en áfram á sama verði ef þeir þyrftu ekki að greiða fasteignasalanum. Allar þessar upphæðir væru svo umtalsvert hærri ef um almenna sölu en ekki einkasölu væri að ræða. Á Íslandi eru margar fasteignasölur og að sama skapi hefur verið skortur á eignum til sölu. Þessi skilyrði ættu að ýta undir ríka samkeppni en hún virðist skila sér seint og illa. Sömuleiðis er það undarlegt að söluþóknanir fari nær eingöngu eftir verði fasteignar án tillits til vinnuframlags fasteignasalans. Þannig kostar skyndilega mun meira að selja sama húsnæði árið 2022 heldur en það gerði 2019, hækkun sem er langt umfram verðbólgu og almenna launaþróun. Margt fleira má segja um þessi mál, en ég læt nægja í bili að segja að mér þykir þessi sjálftaka óhófleg. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Almennt eru söluþóknanir gefnar upp án VSK og þá eru meðaltölin um 1,75%, 2,2% og 110.000kr. Fyrir almenna umræðu liggur þó beinna við að nota upphæðir með VSK þar sem almenningur greiðir það verð. [2] Heimild: Allt fasteignasala, Ás fasteignasala, Borg, Consensa, Eignamiðlun, Eignaver fasteignasala, Fasteignasala Sævars Þórs, Gimli, Heimili, Landmark, Lind fasteignasala, Miklaborg fasteignasala, Nýtt heimili og RE/MAX.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun