Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 08:02 Karlarnir fá sér kaffibolla á Olís-bensínstöðinni í Bolungarvík. vísir/bjarni Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. Í Bolungarvík búa 956 manns. Í bæjarstjórn sitja sjö bæjarfulltrúar; Sjálfstæðismenn og óháðir með fjóra og þar af leiðandi hreinan meirihluta en K-listi Máttar meyja og manna í minnihluta með þrjá. Við litum við í Bolungarvík nýlega og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar: Jón Páll Hreinsson var ráðinn inn sem bæjarstjóri af meirihlutanum. „Það sem hefur gerst á svona undanförnum tólf til átján mánuðum er að að það hafa verið gríðarlegar sviptingar í atvinnumálum í Bolungarvík, við erum komin með mjög sterk fyrirtæki“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann nefnir þar fiskeldi og útgerðina Jakob Valgeir sem eru í vexti og svo nýju mjólkurvinnsluna Örnu. Og þessu fylgir atvinna sem kallar á fleira fólk í Bolungarvík. Jón Páll hefur verið bæjarstjóri í Bolungarvík frá árinu 2016.vísir/bjarni „Það er fyrirséð að hérna mun fólki fjölga á næstu árum. Einhver hundruð manns munu þurfa að flytja til Bolungarvíkur,“ segir Jón Páll. Laxeldi og fleiri störf En hvað segja Bolvíkingar um kosningarnar? Á Olís-bensínstöð bæjarins sitja karlarnir í kaffi þegar fréttastofa kíkir við. Sigurgeir Sigurgeirsson er matreiðslumaður: „Ég vil bara að bænum sé stjórnað almennilega. Þetta á bara að vera lítið samfélag og það eiga bara að vera menn sem stjórna þessu. Það eiga ekkert að vera neinir flokkar finnst mér,“ segir Sigurgeir sem kveðst þó vera sáttur með uppbygginguna sem á sér nú stað í bænum. Sigurgeir vill leggja niður flokkakerfið í Bolungarvík en slíkt persónukjör tíðkast nú víða á Vestfjörðum.vísir/bjarni Jón Vignir Hálfdánsson sjómaður þarf ekki að hugsa sig um tvisvar spurður hvert stærsta kosningamálið í ár sé: „Ég er búinn að segja það oft og ég segi það einu sinni enn. Ég vil fá laxeldi í bæinn. Og ekkert múður með það. Og bara fullt af fólki til að vinna. Ef við getum skaffað okkur hundrað manns, eða 150 manns, þá getur munað um það í svona bæ,“ segir Jón Vignir sem segir að Sjálfstæðisflokkurinn fái sitt atkvæði. Jón Vignir kveðst alltaf hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og ekki fer hann að breyta því núna.vísir/bjarni Jakob Ragnarsson, starfsmaður bensínstöðvarinnar, er sammála Jóni í því að það verði að fá fleira fólk í bæinn: „Okkur vantar iðnaðarmenn; pípara, rafvirkja, smiði og allt. Svo eru karlarnir í smiðjunum að verða gamlir. Það þarf að yngja upp,“ segir hann. Jakob segir að yngja þurfi upp í verksmiðjum bæjarins.vísir/bjarni Útlit bæjarins til stórrar skammar Og konurnar á hjúkrunarheimilinu Bergi sitja einnig í kaffi þegar við kíkjum við þar. Þær sitja sko ekki á skoðunum sínum þar. Marta Sveinbjörnsdóttir er einn af íbúum Bergs: „Mér finnst það fyrst og fremst að bæjarstjórnin og þeir sem eiga að hugsa um bæinn að þeir sjái um að hafa snyrtilegt og þrifalegt hérna. Því það er til stórrar skammar ef maður gengur hérna um bæinn hvernig hann lítur út,“ segir Marta. Marta er með það á hreinu hvað betur megi fara í Bolungarvík: Það verður að hreinsa göturnar betur og gera bæinn fallegri.vísir/bjarni Það sé alls ekki hugað nógu vel að þrifum í bænum. „Sú var tíðin að Bolungarvík var talin með þrifalegustu og fallegustu smábæjum hérna á Vestfjörðum en því miður er allt á verri veginn.“ Og Bjarnveig Sigurborg Samúelsdóttir er henni sammála: „Í næstu kosningum er náttúrulega aðalmálið að laga til í bænum. En við erum sennilega svo blönk að við getum það ekki,“ segir,“ segir Bjargveig. Hún er þó virkilega sátt við uppbyggingu bæjarins á síðustu mánuðum. Bjarnveig er ánægð með að unga fólkið sem flutti úr bænum sé að snú aftur heim í auknum mæli.vísir/bjarni „Svo ætla ég að segja það að ég er svo glöð yfir því hvað við erum að ná okkur upp með atvinnu og unga fólkið það er að koma heim. Og það gleður mig rosalega,“ segir hún. Já, allir virðast hæst ánægðir með uppbygginguna sem er að eiga sér stað á svæðinu en eins og heyra mátti eru alls kyns önnur mál sem brenna á bæjarbúum. Hvort þeim finnist K-listinn eða Sjálfstæðismenn álitlegri kostur til að taka það að sér að laga þau kemur í ljós eftir rúma viku. Bolungarvík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fiskeldi Vinnumarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Erlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Í Bolungarvík búa 956 manns. Í bæjarstjórn sitja sjö bæjarfulltrúar; Sjálfstæðismenn og óháðir með fjóra og þar af leiðandi hreinan meirihluta en K-listi Máttar meyja og manna í minnihluta með þrjá. Við litum við í Bolungarvík nýlega og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar: Jón Páll Hreinsson var ráðinn inn sem bæjarstjóri af meirihlutanum. „Það sem hefur gerst á svona undanförnum tólf til átján mánuðum er að að það hafa verið gríðarlegar sviptingar í atvinnumálum í Bolungarvík, við erum komin með mjög sterk fyrirtæki“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann nefnir þar fiskeldi og útgerðina Jakob Valgeir sem eru í vexti og svo nýju mjólkurvinnsluna Örnu. Og þessu fylgir atvinna sem kallar á fleira fólk í Bolungarvík. Jón Páll hefur verið bæjarstjóri í Bolungarvík frá árinu 2016.vísir/bjarni „Það er fyrirséð að hérna mun fólki fjölga á næstu árum. Einhver hundruð manns munu þurfa að flytja til Bolungarvíkur,“ segir Jón Páll. Laxeldi og fleiri störf En hvað segja Bolvíkingar um kosningarnar? Á Olís-bensínstöð bæjarins sitja karlarnir í kaffi þegar fréttastofa kíkir við. Sigurgeir Sigurgeirsson er matreiðslumaður: „Ég vil bara að bænum sé stjórnað almennilega. Þetta á bara að vera lítið samfélag og það eiga bara að vera menn sem stjórna þessu. Það eiga ekkert að vera neinir flokkar finnst mér,“ segir Sigurgeir sem kveðst þó vera sáttur með uppbygginguna sem á sér nú stað í bænum. Sigurgeir vill leggja niður flokkakerfið í Bolungarvík en slíkt persónukjör tíðkast nú víða á Vestfjörðum.vísir/bjarni Jón Vignir Hálfdánsson sjómaður þarf ekki að hugsa sig um tvisvar spurður hvert stærsta kosningamálið í ár sé: „Ég er búinn að segja það oft og ég segi það einu sinni enn. Ég vil fá laxeldi í bæinn. Og ekkert múður með það. Og bara fullt af fólki til að vinna. Ef við getum skaffað okkur hundrað manns, eða 150 manns, þá getur munað um það í svona bæ,“ segir Jón Vignir sem segir að Sjálfstæðisflokkurinn fái sitt atkvæði. Jón Vignir kveðst alltaf hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og ekki fer hann að breyta því núna.vísir/bjarni Jakob Ragnarsson, starfsmaður bensínstöðvarinnar, er sammála Jóni í því að það verði að fá fleira fólk í bæinn: „Okkur vantar iðnaðarmenn; pípara, rafvirkja, smiði og allt. Svo eru karlarnir í smiðjunum að verða gamlir. Það þarf að yngja upp,“ segir hann. Jakob segir að yngja þurfi upp í verksmiðjum bæjarins.vísir/bjarni Útlit bæjarins til stórrar skammar Og konurnar á hjúkrunarheimilinu Bergi sitja einnig í kaffi þegar við kíkjum við þar. Þær sitja sko ekki á skoðunum sínum þar. Marta Sveinbjörnsdóttir er einn af íbúum Bergs: „Mér finnst það fyrst og fremst að bæjarstjórnin og þeir sem eiga að hugsa um bæinn að þeir sjái um að hafa snyrtilegt og þrifalegt hérna. Því það er til stórrar skammar ef maður gengur hérna um bæinn hvernig hann lítur út,“ segir Marta. Marta er með það á hreinu hvað betur megi fara í Bolungarvík: Það verður að hreinsa göturnar betur og gera bæinn fallegri.vísir/bjarni Það sé alls ekki hugað nógu vel að þrifum í bænum. „Sú var tíðin að Bolungarvík var talin með þrifalegustu og fallegustu smábæjum hérna á Vestfjörðum en því miður er allt á verri veginn.“ Og Bjarnveig Sigurborg Samúelsdóttir er henni sammála: „Í næstu kosningum er náttúrulega aðalmálið að laga til í bænum. En við erum sennilega svo blönk að við getum það ekki,“ segir,“ segir Bjargveig. Hún er þó virkilega sátt við uppbyggingu bæjarins á síðustu mánuðum. Bjarnveig er ánægð með að unga fólkið sem flutti úr bænum sé að snú aftur heim í auknum mæli.vísir/bjarni „Svo ætla ég að segja það að ég er svo glöð yfir því hvað við erum að ná okkur upp með atvinnu og unga fólkið það er að koma heim. Og það gleður mig rosalega,“ segir hún. Já, allir virðast hæst ánægðir með uppbygginguna sem er að eiga sér stað á svæðinu en eins og heyra mátti eru alls kyns önnur mál sem brenna á bæjarbúum. Hvort þeim finnist K-listinn eða Sjálfstæðismenn álitlegri kostur til að taka það að sér að laga þau kemur í ljós eftir rúma viku.
Bolungarvík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fiskeldi Vinnumarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Erlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira