„Síðan er búin að fara þriggja ára vinna í að byggja allar vélar til að geta náð því markmiði" Elísabet Hanna skrifar 2. maí 2022 18:05 Plastplan er hönnunar studio og plast endurvinnsla sem var stofnað árið 2019. Aðsend. Teymið Plastplan átti sér stóra drauma, tóku sér þrjú ár í að gera drauminn að raunveruleika og í dag hafa þau meðal annars hannað útihúsgögn fyrir Reykjavíkurborg og infrastrúktúr fyrir heilt kaffihús. Blaðamaður hafði samband við teymið sem er að fara að frumsýna nýja línu á HönnunarMars í vikunni. Hvernig er stemningin fyrir HönnunarMars?Við hjá Plastplan erum mjög spennt fyrir hátíðinni þar sem við munum kynna nýja vörulínu sem ber nafnið „Everyday" í fyrsta skipti á sýningunnu „Frumgerð" í Gallery Port á hátíðinni. Þetta endurnýtta efni verður að húsgögnum, skeið eða hverju sem er.Aðsend. Hvernig kviknaði hugmyndin?Við stofnuðum Plastplan árið 2019 með það markmið að framleiða verðmæta nytjahluti úr endurunni plasti. Í upphafi dreymdi okkur um að framleiða húsgögn og stóra vandaða muni úr plastinu og síðan er búin að fara þriggja ára vinna í að byggja allar vélar til að geta náð því markmiði. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hver voru fyrstu skrefin í að framkvæma hana?Við höfum þurft að læra heilmarkt um endurvinnslu, vélahönnun og vöruþróun til að klára hönnun fyrstu vörulínunnar okkar, „Everyday". Við lærðum mikið af fyrsta stóra hönnunarverkefninu okkar þegar við hönnuðum og byggðum allan infrastrúktúr fyrir nýtt kaffihús og safn sem heitir Höfuðstöðin og höldum áfram að byggja ofan á þá þekkingu. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hvernig viðbrögð hefur hönnunin verið að fá?Við munum sýna línuna „Everyday" í fyrsta skipti á HönnunarMars og erum virkilega spennt að sjá hver viðbrögðin verða, sjálf erum við hæst ánægð! Er framleiðslan sambærileg einhverju sem er í gangi í dag?Ferlarnir okkar eru að miklu leiti byggð á Precious Plastic samtökunum, þar sem Björn Steinar vann árið 2017 við að þróa vélar til plastendurvinnslu, en þó er lítið af dæmum um jafn sérhæfð hönnunarstudio og okkar. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hvað hefur verið skemmtilegasta verkefnið hjá ykkur til þessa?Það hefur verið virkilega gaman að fylgja eftir samstörfum við níu fyrirtæki sem við eigum í mánaðarlegu samstarfi við; A4, Byko, Blush, Iceland Air, Ikea, Íslenska Gámafélagið, Krónuna, Maul og 66° Norður, en þess fyrir utan standa tvö verkefni uppúr, Borgarvin útihúsgögn hönnuð fyrir Reykjavíkurborg og Höfuðstöðin. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hvað er framundan?Framundan er stanslaus endurvinnsla og þróun á skemmtilegum afurðum bæði fyrir samstarfsaðilana okkar og sömuleiðis eigin vörulínur sambærilegri þeirri sem við frumsýnum í Gallery Port. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. Tíska og hönnun HönnunarMars Umhverfismál Tengdar fréttir Orð frá ókunnugum í sundi enduðu á kaffibollum Samskipti manna og fugla, fagurfræði fuglabaða, samræður ókunnugra og gott kaffi er meðal viðfangsefna hjá Studio allsber á HönnunarMars í ár. Þetta skapandi teymi var stofnað árið 2020 og samanstendur af þeim Agnesi Freyju Björnsdóttir, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur en þær leira keramikmuni með dass af leikgleði og einföldu handverki. Blaðamaður hafði samband við þær og tók púlsinn fyrir HönnunarMars. 1. maí 2022 07:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við teymið sem er að fara að frumsýna nýja línu á HönnunarMars í vikunni. Hvernig er stemningin fyrir HönnunarMars?Við hjá Plastplan erum mjög spennt fyrir hátíðinni þar sem við munum kynna nýja vörulínu sem ber nafnið „Everyday" í fyrsta skipti á sýningunnu „Frumgerð" í Gallery Port á hátíðinni. Þetta endurnýtta efni verður að húsgögnum, skeið eða hverju sem er.Aðsend. Hvernig kviknaði hugmyndin?Við stofnuðum Plastplan árið 2019 með það markmið að framleiða verðmæta nytjahluti úr endurunni plasti. Í upphafi dreymdi okkur um að framleiða húsgögn og stóra vandaða muni úr plastinu og síðan er búin að fara þriggja ára vinna í að byggja allar vélar til að geta náð því markmiði. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hver voru fyrstu skrefin í að framkvæma hana?Við höfum þurft að læra heilmarkt um endurvinnslu, vélahönnun og vöruþróun til að klára hönnun fyrstu vörulínunnar okkar, „Everyday". Við lærðum mikið af fyrsta stóra hönnunarverkefninu okkar þegar við hönnuðum og byggðum allan infrastrúktúr fyrir nýtt kaffihús og safn sem heitir Höfuðstöðin og höldum áfram að byggja ofan á þá þekkingu. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hvernig viðbrögð hefur hönnunin verið að fá?Við munum sýna línuna „Everyday" í fyrsta skipti á HönnunarMars og erum virkilega spennt að sjá hver viðbrögðin verða, sjálf erum við hæst ánægð! Er framleiðslan sambærileg einhverju sem er í gangi í dag?Ferlarnir okkar eru að miklu leiti byggð á Precious Plastic samtökunum, þar sem Björn Steinar vann árið 2017 við að þróa vélar til plastendurvinnslu, en þó er lítið af dæmum um jafn sérhæfð hönnunarstudio og okkar. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hvað hefur verið skemmtilegasta verkefnið hjá ykkur til þessa?Það hefur verið virkilega gaman að fylgja eftir samstörfum við níu fyrirtæki sem við eigum í mánaðarlegu samstarfi við; A4, Byko, Blush, Iceland Air, Ikea, Íslenska Gámafélagið, Krónuna, Maul og 66° Norður, en þess fyrir utan standa tvö verkefni uppúr, Borgarvin útihúsgögn hönnuð fyrir Reykjavíkurborg og Höfuðstöðin. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hvað er framundan?Framundan er stanslaus endurvinnsla og þróun á skemmtilegum afurðum bæði fyrir samstarfsaðilana okkar og sömuleiðis eigin vörulínur sambærilegri þeirri sem við frumsýnum í Gallery Port. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
Tíska og hönnun HönnunarMars Umhverfismál Tengdar fréttir Orð frá ókunnugum í sundi enduðu á kaffibollum Samskipti manna og fugla, fagurfræði fuglabaða, samræður ókunnugra og gott kaffi er meðal viðfangsefna hjá Studio allsber á HönnunarMars í ár. Þetta skapandi teymi var stofnað árið 2020 og samanstendur af þeim Agnesi Freyju Björnsdóttir, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur en þær leira keramikmuni með dass af leikgleði og einföldu handverki. Blaðamaður hafði samband við þær og tók púlsinn fyrir HönnunarMars. 1. maí 2022 07:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Orð frá ókunnugum í sundi enduðu á kaffibollum Samskipti manna og fugla, fagurfræði fuglabaða, samræður ókunnugra og gott kaffi er meðal viðfangsefna hjá Studio allsber á HönnunarMars í ár. Þetta skapandi teymi var stofnað árið 2020 og samanstendur af þeim Agnesi Freyju Björnsdóttir, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur en þær leira keramikmuni með dass af leikgleði og einföldu handverki. Blaðamaður hafði samband við þær og tók púlsinn fyrir HönnunarMars. 1. maí 2022 07:30