Össur hagnaðist um 1,2 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 08:30 Höfuðstöðvar Össurar eru á Grjóthálsi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um níu milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2022. Sala nam alls 170 milljónum bandaríkjadala, eða 21,8 milljörðum króna. Söluvöxtur nam 10% í staðbundinni mynt og innri vöxtur var 6% á ársfjórðungnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Össuri en þann 24. febrúar hætti fyrirtækið að selja vörur til Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu og hyggst Össur viðhalda því á meðan ástandið er óbreytt. Sala til Rússlands var um 1% af sölu félagsins í fyrra. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er óbreytt og gerir að sögn Össurar ráð um 6-9% innri vexti, um 20-21% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3-4% fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24%. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 27 milljónum bandaríkjadala, eða 3,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi sem jafngildir 16% af veltu tímabilsins. Innri vöxtur var 6% á stoðtækjum og 5% á spelkum og stuðningsvörum. Á fyrstu þremur mánuðum ársins gekk Össur frá kaupum á fyrirtæki með alls 10 milljónir Bandaríkjadala, um 1,3 milljarða íslenskra króna, í ársveltu. Sett á markað fyrsta stoðtækjahnéð með innbyggðum mótor Að sögn Sveins Sölvasonar, forstjóra Össurar, sjá stjórnendur jákvæða eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum á helstu mörkuðum fyrirtækisins. „Við skiluðum góðum innri vexti þrátt fyrir að hafa orðið fyrir áhrifum af COVID-19 á fyrstu mánuðum ársins. Við erum að fást við skammtíma verðhækkanir í aðfangakeðjunni en gert er ráð fyrir að það dragi úr áhrifum þeirra. Við höfum nú sett Power Knee, heimsins fyrsta stoðtækjahné með innbyggðum mótor, á markað á öllum helstu markaðssvæðum okkar með góðum árangri og fengið framúrskarandi endurgjöf. Vegna áherslu okkar á sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð gáfum við út okkar árlegu sjálfbærniskýrslu í ársfjórðungnum og erum staðráðin í að halda áfram að veita notendum okkar líf án takmarkana,“ segir Sveinn í tilkynningu. Kauphöllin Össur Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Össuri en þann 24. febrúar hætti fyrirtækið að selja vörur til Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu og hyggst Össur viðhalda því á meðan ástandið er óbreytt. Sala til Rússlands var um 1% af sölu félagsins í fyrra. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er óbreytt og gerir að sögn Össurar ráð um 6-9% innri vexti, um 20-21% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3-4% fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24%. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 27 milljónum bandaríkjadala, eða 3,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi sem jafngildir 16% af veltu tímabilsins. Innri vöxtur var 6% á stoðtækjum og 5% á spelkum og stuðningsvörum. Á fyrstu þremur mánuðum ársins gekk Össur frá kaupum á fyrirtæki með alls 10 milljónir Bandaríkjadala, um 1,3 milljarða íslenskra króna, í ársveltu. Sett á markað fyrsta stoðtækjahnéð með innbyggðum mótor Að sögn Sveins Sölvasonar, forstjóra Össurar, sjá stjórnendur jákvæða eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum á helstu mörkuðum fyrirtækisins. „Við skiluðum góðum innri vexti þrátt fyrir að hafa orðið fyrir áhrifum af COVID-19 á fyrstu mánuðum ársins. Við erum að fást við skammtíma verðhækkanir í aðfangakeðjunni en gert er ráð fyrir að það dragi úr áhrifum þeirra. Við höfum nú sett Power Knee, heimsins fyrsta stoðtækjahné með innbyggðum mótor, á markað á öllum helstu markaðssvæðum okkar með góðum árangri og fengið framúrskarandi endurgjöf. Vegna áherslu okkar á sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð gáfum við út okkar árlegu sjálfbærniskýrslu í ársfjórðungnum og erum staðráðin í að halda áfram að veita notendum okkar líf án takmarkana,“ segir Sveinn í tilkynningu.
Kauphöllin Össur Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira