Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 25. apríl 2022 09:00 Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan metnað við skipulagsframkvæmdir í borginni hvort sem það er í skipulags- og samgönguráði eða borgarráði, þar sem ég sit fyrir hönd Pírata. Þó liggi fyrir metnaðarfull stefna er framkvæmdin ekki alltaf í takt við þá stefnu. Um er að ræða dæmi um hvernig við Píratar vinnum. Við erum ekki tilbúin í málamiðlanir sem ganga þvert á okkar kjarnaprinsipp hvort sem það varðar loftslagsmál eða baráttuna gegn spillingu. Á dögunum upphófst lífleg umræða í kringum þráð á Twitter þar sem bent var á umferðarskilti sem plantað hafði verið beint ofan í splunkunýjan hjólastíg í Borgartúni gegnt Snorrabraut, skilti sem er til þess fallið að setja öryggi hjólandi vegfarenda í hættu og valda óþægindum við umferð þeirra. Staðsetning skiltisins er augljóslega vanhugsuð og þarf að endurskoða. Er þetta því miður dæmi um regluleg tilvik þar sem græn skipulagsstefna meirihlutans í Reykjavík nær ekki nægilega vel fram að ganga við framkvæmd. Dóra Björt og skiltið. Hún segir að staðsetningin sé augljóslega vanhugsuð.Aðsend Það er varhugavert að það sé háð einstaka kjörnum fulltrúa eða verkefnastjóra hvers verkefnis hversu langt metnaðurinn nær. Við erum með stefnuna í grænu og framsýnu aðalskipulagi og það verður að nýta gagnsæjar leiðir til að tryggja að hún nái fram að ganga, alla leið. Í nýrri umhverfis-, skipulags- og samgöngustefnu Pírata er kveðið á um að ,,samin verði skýr umgjörð um borgarhönnun og gæði byggðar sem innleiði markmið aðalskipulags um græna byggð í deiliskipulagi”. Þessi skýra umgjörð snúi að þáttum sem ekki sé vikið frá við hönnun borgarlands og hvað varðar gæði byggðar. Þetta markmið er tilkomið í stefnu Pírata út af svona tilfellum þar sem græna hugsjónin hefur náð of skammt við framkvæmd þrátt fyrir metnaðarfulla stefnu í aðalskipulagi. Slíkur skýr rammi ætti að ávarpa að við hönnun svæða sé fyrst ákveðið hvernig best er fyrir gangandi og hjólandi að komast um. Að kveðið sé á um lágmarksbreidd óskerts göngu- og hjólarýmis án skiltunar eða götugagna á gangstéttum og hjólastígum og um hámarksbreidd bílagatna og takmarkaðan beygjuradíus til að tryggja hægfara borgarumferð. Að hjólastígar skuli ekki hlykkjast nema í algjörum neyðartilvikum. Að þar sem þurfi að koma fyrir bílastæðum sé alltaf fyrst reynt að leysa þau með í fyrsta lagi sem fæstum stæðum, þá miðlægum bílahúsum sem styðji þó við tengslamyndun og lýðheilsu innan hverfa, þar á eftir bílakjöllurum og einungis sé gripið til bílastæða á yfirborði ef nauðsyn krefur með sérstökum rökstuðningi. Tryggð sé næg jarðvegsþykkt á bílakjöllurum svo ávallt sé nægur gróður og ekki komi fyrir annað Hafnartorgstilfelli þar sem einungis er hægt að bjóða upp á gróður í kerjum. Að hjólageymslur séu aðgengilegar sem næst inngöngum húsa en ekki grafin lengst ofan í niðurgrafin hyldýpi. Og ég gæti haldið lengi áfram. Þessi upptöldu atriði sem þyrfti að ávarpa innan svona ramma hljóma kannski eins og smáatriði en þetta eru sannarlega atriði sem skilja milli meginkjarna borgar þar sem ríkir raunverulegt valfrelsi um það að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur og svo borgar þar sem bíllaus lífsstíll er krúttlegt jaðarsport fólks sem nennir að leggja á sig allskonar vesen. Ef við ætlum að skapa alvöru tækifæri til þess að sleppa því að nota einkabílinn til ferða í daglegu lífi þá verður að ganga alla leið. Við Píratar teljum okkur vita hvernig og höfum sett það í stefnuna okkar fyrir kosningarnar. Næsta skref er að koma því í meirihlutasáttmála ef borgarbúar kjósa að styðja okkur. Við myndum aldrei sætta okkur við að staðsetja þetta skilti á miðri götunni. Af hverju þá að staðsetja það á miðjum hjólastíg? Píratar gera kröfu um fyrsta flokks hjólastíga og fyrsta flokks borgarhönnun vegna þess að það er það sem fólk á skilið. Píratar standa fyrir heiðarleg stjórnmál, þar sem stefna er ekki bara orð á blaði heldur stendur fyrir raunverulegar gjörðir. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Samgöngur Hjólreiðar Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan metnað við skipulagsframkvæmdir í borginni hvort sem það er í skipulags- og samgönguráði eða borgarráði, þar sem ég sit fyrir hönd Pírata. Þó liggi fyrir metnaðarfull stefna er framkvæmdin ekki alltaf í takt við þá stefnu. Um er að ræða dæmi um hvernig við Píratar vinnum. Við erum ekki tilbúin í málamiðlanir sem ganga þvert á okkar kjarnaprinsipp hvort sem það varðar loftslagsmál eða baráttuna gegn spillingu. Á dögunum upphófst lífleg umræða í kringum þráð á Twitter þar sem bent var á umferðarskilti sem plantað hafði verið beint ofan í splunkunýjan hjólastíg í Borgartúni gegnt Snorrabraut, skilti sem er til þess fallið að setja öryggi hjólandi vegfarenda í hættu og valda óþægindum við umferð þeirra. Staðsetning skiltisins er augljóslega vanhugsuð og þarf að endurskoða. Er þetta því miður dæmi um regluleg tilvik þar sem græn skipulagsstefna meirihlutans í Reykjavík nær ekki nægilega vel fram að ganga við framkvæmd. Dóra Björt og skiltið. Hún segir að staðsetningin sé augljóslega vanhugsuð.Aðsend Það er varhugavert að það sé háð einstaka kjörnum fulltrúa eða verkefnastjóra hvers verkefnis hversu langt metnaðurinn nær. Við erum með stefnuna í grænu og framsýnu aðalskipulagi og það verður að nýta gagnsæjar leiðir til að tryggja að hún nái fram að ganga, alla leið. Í nýrri umhverfis-, skipulags- og samgöngustefnu Pírata er kveðið á um að ,,samin verði skýr umgjörð um borgarhönnun og gæði byggðar sem innleiði markmið aðalskipulags um græna byggð í deiliskipulagi”. Þessi skýra umgjörð snúi að þáttum sem ekki sé vikið frá við hönnun borgarlands og hvað varðar gæði byggðar. Þetta markmið er tilkomið í stefnu Pírata út af svona tilfellum þar sem græna hugsjónin hefur náð of skammt við framkvæmd þrátt fyrir metnaðarfulla stefnu í aðalskipulagi. Slíkur skýr rammi ætti að ávarpa að við hönnun svæða sé fyrst ákveðið hvernig best er fyrir gangandi og hjólandi að komast um. Að kveðið sé á um lágmarksbreidd óskerts göngu- og hjólarýmis án skiltunar eða götugagna á gangstéttum og hjólastígum og um hámarksbreidd bílagatna og takmarkaðan beygjuradíus til að tryggja hægfara borgarumferð. Að hjólastígar skuli ekki hlykkjast nema í algjörum neyðartilvikum. Að þar sem þurfi að koma fyrir bílastæðum sé alltaf fyrst reynt að leysa þau með í fyrsta lagi sem fæstum stæðum, þá miðlægum bílahúsum sem styðji þó við tengslamyndun og lýðheilsu innan hverfa, þar á eftir bílakjöllurum og einungis sé gripið til bílastæða á yfirborði ef nauðsyn krefur með sérstökum rökstuðningi. Tryggð sé næg jarðvegsþykkt á bílakjöllurum svo ávallt sé nægur gróður og ekki komi fyrir annað Hafnartorgstilfelli þar sem einungis er hægt að bjóða upp á gróður í kerjum. Að hjólageymslur séu aðgengilegar sem næst inngöngum húsa en ekki grafin lengst ofan í niðurgrafin hyldýpi. Og ég gæti haldið lengi áfram. Þessi upptöldu atriði sem þyrfti að ávarpa innan svona ramma hljóma kannski eins og smáatriði en þetta eru sannarlega atriði sem skilja milli meginkjarna borgar þar sem ríkir raunverulegt valfrelsi um það að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur og svo borgar þar sem bíllaus lífsstíll er krúttlegt jaðarsport fólks sem nennir að leggja á sig allskonar vesen. Ef við ætlum að skapa alvöru tækifæri til þess að sleppa því að nota einkabílinn til ferða í daglegu lífi þá verður að ganga alla leið. Við Píratar teljum okkur vita hvernig og höfum sett það í stefnuna okkar fyrir kosningarnar. Næsta skref er að koma því í meirihlutasáttmála ef borgarbúar kjósa að styðja okkur. Við myndum aldrei sætta okkur við að staðsetja þetta skilti á miðri götunni. Af hverju þá að staðsetja það á miðjum hjólastíg? Píratar gera kröfu um fyrsta flokks hjólastíga og fyrsta flokks borgarhönnun vegna þess að það er það sem fólk á skilið. Píratar standa fyrir heiðarleg stjórnmál, þar sem stefna er ekki bara orð á blaði heldur stendur fyrir raunverulegar gjörðir. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun