Markvisst ökunám skilar sér í hæfari ökumönnum Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 20. apríl 2022 08:30 Á ári hverju öðlast fjöldi nýrra ökumanna ökuréttindi í fyrsta skipti að undangengnu ökunámi og ökuprófi. Mikilvægt er að þessir nýju ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Þess vegna er svo mikilvægt að við búum að markvissu og góðu ökunámi. Fyrir rúmum 75 árum var Ökukennarafélag Íslands stofnað og frá stofnum þess hefur ökunám tekið miklum breytingum enda mikilvægt að ökunám þróist í takt við þær breytingar sem verða í umhverfi ökumanna og annarra vegfarenda. Umferðarmenning er sameiginlegur skilningur og framkvæmd á því hvernig fólk kemur fram í umferðinni í tilteknu landi. Þannig er umferðarmenning og ökuvenjur háðar því hvernig yfirvöld horfa til umferðaröryggis, hvaða reglur gilda og hversu góð ökukennslan er, eftirlit lögreglu, upplýsingagjöf um umferðaröryggi og hvernig vegarkerfið er hannað. Ef horft er til þróunar umferðarmenningar þá mun hún trúlega þróast í takt við menningu og fyrirmyndir um samvinnu og hún hlýtur að mótast af þeim kringumstæðum sem fyrir hendi eru t.d. þéttleika og fjölda bifreiða í hlutfalli við aðra vegfarendur sem ekki eru á bifreiðum og hversu almenn bifreiðaeign er. Við erum öll sammála um það að eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að ökukennslu enda getur það verið yfirþyrmandi fyrir ökunema að taka þátt í umferðinni þó að ökukennarinn sitji við hlið hans og leiðbeini og grípi inn í þegar út af bregður. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki, með sem mestu öryggi, fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Einnig kemur fram í námskrá til almennra ökuréttinda að full færni náist ekki fyrr en eftir fimm til sjö ára akstur. Að því sögðu þá vitum við að fjöldi ökumanna í umferðinni er þrátt fyrir að hafa öðlast ökuréttindi enn að öðlast reynslu og fulla færni. Þetta þýðir að við öll sem ökumenn og einnig sem vegfarendur þurfum að hafa það í huga að meðal okkar eru ökumenn sem enn hafa ekki náð fullri færni. En full færni fæst ekki nema með æfingu og hana fáum við með því að fá að taka þátt, ekki aðeins þegar við ökum með ökukennara heldur einnig þegar við höfum staðist ökupróf. Á liðnum árum hefur tækni fleygt fram í þróun ökutækja, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum, fjöldi vegfarenda og bifreiða hefur margfaldast og má ætla að ekkert lát verði á þeirri þróun. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld hlúi að ungum ökumönnum og það gera þau m.a. með því að sjá til þess að starfsumhverfi ökukennara fái að dafna í takt við þær öru breytingar sem eiga sér stað í umferðinni. Markvist ökunám, skýr hæfnisviðmið og vilji til að skoða það sem betur má fara t.d. með rannsóknum á umferðarmenningu og umferðarhegðun og breyta þegar þess er þörf. Markvist og gott ökunám skilar sér í færari ökumönnum sem eru betur í stakk búnir til að takast á við þessi fyrstu ár í sjálfstæðum akstri með það að markmiði að draga úr slysum á ungum ökumönnum. Höfundur er ökukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Á ári hverju öðlast fjöldi nýrra ökumanna ökuréttindi í fyrsta skipti að undangengnu ökunámi og ökuprófi. Mikilvægt er að þessir nýju ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Þess vegna er svo mikilvægt að við búum að markvissu og góðu ökunámi. Fyrir rúmum 75 árum var Ökukennarafélag Íslands stofnað og frá stofnum þess hefur ökunám tekið miklum breytingum enda mikilvægt að ökunám þróist í takt við þær breytingar sem verða í umhverfi ökumanna og annarra vegfarenda. Umferðarmenning er sameiginlegur skilningur og framkvæmd á því hvernig fólk kemur fram í umferðinni í tilteknu landi. Þannig er umferðarmenning og ökuvenjur háðar því hvernig yfirvöld horfa til umferðaröryggis, hvaða reglur gilda og hversu góð ökukennslan er, eftirlit lögreglu, upplýsingagjöf um umferðaröryggi og hvernig vegarkerfið er hannað. Ef horft er til þróunar umferðarmenningar þá mun hún trúlega þróast í takt við menningu og fyrirmyndir um samvinnu og hún hlýtur að mótast af þeim kringumstæðum sem fyrir hendi eru t.d. þéttleika og fjölda bifreiða í hlutfalli við aðra vegfarendur sem ekki eru á bifreiðum og hversu almenn bifreiðaeign er. Við erum öll sammála um það að eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að ökukennslu enda getur það verið yfirþyrmandi fyrir ökunema að taka þátt í umferðinni þó að ökukennarinn sitji við hlið hans og leiðbeini og grípi inn í þegar út af bregður. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki, með sem mestu öryggi, fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Einnig kemur fram í námskrá til almennra ökuréttinda að full færni náist ekki fyrr en eftir fimm til sjö ára akstur. Að því sögðu þá vitum við að fjöldi ökumanna í umferðinni er þrátt fyrir að hafa öðlast ökuréttindi enn að öðlast reynslu og fulla færni. Þetta þýðir að við öll sem ökumenn og einnig sem vegfarendur þurfum að hafa það í huga að meðal okkar eru ökumenn sem enn hafa ekki náð fullri færni. En full færni fæst ekki nema með æfingu og hana fáum við með því að fá að taka þátt, ekki aðeins þegar við ökum með ökukennara heldur einnig þegar við höfum staðist ökupróf. Á liðnum árum hefur tækni fleygt fram í þróun ökutækja, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum, fjöldi vegfarenda og bifreiða hefur margfaldast og má ætla að ekkert lát verði á þeirri þróun. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld hlúi að ungum ökumönnum og það gera þau m.a. með því að sjá til þess að starfsumhverfi ökukennara fái að dafna í takt við þær öru breytingar sem eiga sér stað í umferðinni. Markvist ökunám, skýr hæfnisviðmið og vilji til að skoða það sem betur má fara t.d. með rannsóknum á umferðarmenningu og umferðarhegðun og breyta þegar þess er þörf. Markvist og gott ökunám skilar sér í færari ökumönnum sem eru betur í stakk búnir til að takast á við þessi fyrstu ár í sjálfstæðum akstri með það að markmiði að draga úr slysum á ungum ökumönnum. Höfundur er ökukennari.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun