Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna Snorri Másson skrifar 19. apríl 2022 23:01 Elon Musk vill eignast Twitter en hann á á brattann að sækja. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, telur hann geta eignast samfélagsmiðilinn, en að varnir félagsins geti reynst erfiðar viðfangs. Getty/Rafael Henrique - Íslandsbanki Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk. Musk er alræmt ólíkindatól og því kom það fólki ekki endilega í opna skjöldu þegar hann keypti skyndilega 9.2% hlut í Twitter í byrjun mánaðar. En skömmu síðar kom næsta útspil. Musk gerði yfirtökutilboð til að kaupa hvern einasta hlut í samfélagsmiðlinum. Honum virðist alvara. Twitter er stofnað árið 2006 og samfélagsmiðillinn er einn sá mikilvægasti í heimi. En ákvarðanir stjórnenda um að ritskoða eitt og annað í nafni heilbrigðs lýðræðis eru í auknum mæli umdeildar á meðal Bandaríkjamanna; samanber ákvörðunina um að banna Trump í aðdraganda síðustu forsetakosninga. Það þarf því ekki að koma á óvart að Bandaríkjamenn skiptist í tvennt þegar þeir heyra af áformum Musk. Í fréttabrotinu hér að neðan sjáum við fyrst innslög frá FOX, stöð sem er höll undir repúblikana, og næst CNN, stöð sem er höll undir demókrata. „Hann getur keypt hvað sem hann vill“ Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, hefur fylgst með tilraunum Musk til að kaupa Twitter og segir alls ekki útilokað að ríkasta manni heims takist ætlunarverk sitt. „Hann á um 35.000 milljarða króna núna. Hann gæti rekið íslenska ríkið hérna næstu áratugina. En þegar við segjum hann á þetta, er hann ekki með þetta í rassvasanum. Þetta er bundið í hlutabréfum og það er kannski ólíklegt að hann muni vilja selja börnin sín, Tesla og SpaceX. En hvort hann geti þetta, jú hann getur keypt hvað sem hann vill,“ segir Björn. Thanks for the support! https://t.co/nY4nyRfqcl— Elon Musk (@elonmusk) April 15, 2022 Það er mikið í húfi - en Twitter vill ekki leyfa Musk að kaupa sig. Stjórn fyrirtækisins hefur gripið til neyðarvarnar sem er kölluð eiturpillan í hlutabréfaviðskiptum. „Þau eru að grípa í handbremsuna og þau eru að taka afstöðu til eins einstaklings og segja, þetta er ekki fjárfestir sem við viljum. Ef Elon Musk fer yfir 15% eða yfir það, eins og hann ætlar sér að gera, getur stjórnin ákveðið að fjölga hlutabréfum í fyrirtækinu sem verða eingöngu í boði fyrir núverandi hluthafa utan Elon Musk á afslætti,“ segir Björn. Að fjölga hlutabréfum með þeim hætti myndi þynna út eignarhlut Musk, þannig að yfirtakan sem hann er að reyna yrði dýrari og dýrari, jafnvel þar til hún yrði fjárhagslega óraunhæf fyrir hann. „Ef hann hins vegar vill borga þetta yfirverð, gleypa þessa eitruðu pillu, þá getur hann það vissulega,“ segir Björn. Haraldur Þorleifsson, íslenskur auðkýfingur og starfsmaður Twitter, hefur sett sig upp á móti sölunni til Musk - og sætt nokkrum ofsóknum frá áhangendum hans á netinu. Hann lýsti því í nýlegum þræði á Twitter hvað hann hefði lært á skömmum tíma um hörðustu fylgismenn Musk. Lessons after a week of harassment from dozens of Elon stan boys:1. “Gay” is their worst insult.2. They also love saying people are “re****ed”.3. They hate women. To the point that they really want me to be a woman so they can hate me more.4. Their spelling is not great.— Halli (@iamharaldur) April 11, 2022 Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Tengdar fréttir Musk stefnt vegna tafa á tilkynningu um Twitter-kaup Nokkrir fyrrverandi hluthafar í samfélagsmiðlinum Twitter hafa stefnt auðkýfingnum Elon Musk vegna tafa hans á að tilkynna um kaup hans á stórum hlut í fyrirtækinu. 13. apríl 2022 07:49 Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17. apríl 2022 11:45 Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Musk er alræmt ólíkindatól og því kom það fólki ekki endilega í opna skjöldu þegar hann keypti skyndilega 9.2% hlut í Twitter í byrjun mánaðar. En skömmu síðar kom næsta útspil. Musk gerði yfirtökutilboð til að kaupa hvern einasta hlut í samfélagsmiðlinum. Honum virðist alvara. Twitter er stofnað árið 2006 og samfélagsmiðillinn er einn sá mikilvægasti í heimi. En ákvarðanir stjórnenda um að ritskoða eitt og annað í nafni heilbrigðs lýðræðis eru í auknum mæli umdeildar á meðal Bandaríkjamanna; samanber ákvörðunina um að banna Trump í aðdraganda síðustu forsetakosninga. Það þarf því ekki að koma á óvart að Bandaríkjamenn skiptist í tvennt þegar þeir heyra af áformum Musk. Í fréttabrotinu hér að neðan sjáum við fyrst innslög frá FOX, stöð sem er höll undir repúblikana, og næst CNN, stöð sem er höll undir demókrata. „Hann getur keypt hvað sem hann vill“ Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, hefur fylgst með tilraunum Musk til að kaupa Twitter og segir alls ekki útilokað að ríkasta manni heims takist ætlunarverk sitt. „Hann á um 35.000 milljarða króna núna. Hann gæti rekið íslenska ríkið hérna næstu áratugina. En þegar við segjum hann á þetta, er hann ekki með þetta í rassvasanum. Þetta er bundið í hlutabréfum og það er kannski ólíklegt að hann muni vilja selja börnin sín, Tesla og SpaceX. En hvort hann geti þetta, jú hann getur keypt hvað sem hann vill,“ segir Björn. Thanks for the support! https://t.co/nY4nyRfqcl— Elon Musk (@elonmusk) April 15, 2022 Það er mikið í húfi - en Twitter vill ekki leyfa Musk að kaupa sig. Stjórn fyrirtækisins hefur gripið til neyðarvarnar sem er kölluð eiturpillan í hlutabréfaviðskiptum. „Þau eru að grípa í handbremsuna og þau eru að taka afstöðu til eins einstaklings og segja, þetta er ekki fjárfestir sem við viljum. Ef Elon Musk fer yfir 15% eða yfir það, eins og hann ætlar sér að gera, getur stjórnin ákveðið að fjölga hlutabréfum í fyrirtækinu sem verða eingöngu í boði fyrir núverandi hluthafa utan Elon Musk á afslætti,“ segir Björn. Að fjölga hlutabréfum með þeim hætti myndi þynna út eignarhlut Musk, þannig að yfirtakan sem hann er að reyna yrði dýrari og dýrari, jafnvel þar til hún yrði fjárhagslega óraunhæf fyrir hann. „Ef hann hins vegar vill borga þetta yfirverð, gleypa þessa eitruðu pillu, þá getur hann það vissulega,“ segir Björn. Haraldur Þorleifsson, íslenskur auðkýfingur og starfsmaður Twitter, hefur sett sig upp á móti sölunni til Musk - og sætt nokkrum ofsóknum frá áhangendum hans á netinu. Hann lýsti því í nýlegum þræði á Twitter hvað hann hefði lært á skömmum tíma um hörðustu fylgismenn Musk. Lessons after a week of harassment from dozens of Elon stan boys:1. “Gay” is their worst insult.2. They also love saying people are “re****ed”.3. They hate women. To the point that they really want me to be a woman so they can hate me more.4. Their spelling is not great.— Halli (@iamharaldur) April 11, 2022
Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Tengdar fréttir Musk stefnt vegna tafa á tilkynningu um Twitter-kaup Nokkrir fyrrverandi hluthafar í samfélagsmiðlinum Twitter hafa stefnt auðkýfingnum Elon Musk vegna tafa hans á að tilkynna um kaup hans á stórum hlut í fyrirtækinu. 13. apríl 2022 07:49 Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17. apríl 2022 11:45 Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Musk stefnt vegna tafa á tilkynningu um Twitter-kaup Nokkrir fyrrverandi hluthafar í samfélagsmiðlinum Twitter hafa stefnt auðkýfingnum Elon Musk vegna tafa hans á að tilkynna um kaup hans á stórum hlut í fyrirtækinu. 13. apríl 2022 07:49
Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17. apríl 2022 11:45
Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47