Saman erum við óstöðvandi Hilda Jana Gísladóttir skrifar 19. apríl 2022 11:01 Eitt af því sem ég er hvað stoltust af á kjörtímabilinu er að hafa fengið að leiða starf landshlutasamtakanna okkar sem formaður SSNE, samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Eftir áralangar tilraunir tókst okkur að sameina krafta landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga beggja vegna Vaðlaheiðarinnar. Það kostaði þrotlausa vinnu en afrakstur erfiðisins hefur nú birst okkur í kröftugu og markvissu starfi SSNE, þökk sé góðu samstarfi og frábæru starfsfólki. SSNE hefur tekið þátt í fjölbreyttu samstarfi og staðið fyrir og styrkt fjölmörg verkefni. Svo nokkur dæmi séu tekin þá má nefna: Niceair; nýtt flugfélag, uppbyggingu velferðartækniklasa, Norðurslóðamiðstöð Íslands, Eimur; fyrir sjálfbæru samfélagi, listnám á háskólastigi og fjárfestahátíð á Siglufirði. Við hjá SSNE höfum tekið hlutverki okkar alvarlega er varðar samráð, aðhald og samstarf við ríkisvaldið, þar sem margvíslegur árangur hefur náðst. Þá hafa sveitarfélög nýtt sameiginlegan vettvang SSNE vegna ýmissa verkefna og má nefna að nú er unnið að gerð samgöngustefnu og innviðagreiningu, svæðisáætlun um meðhöndlun sorps, samstarfi safna og hagkvæmnimati á uppbyggingu líforkuvers. Sem stjórnarformaður SSNE hef ég frá upphafi lagt ríka áherslu á sameiginlega hagsmuni í landshlutanum, samhliða því að taka tillit til ólíkra aðstæðna. Ómálefnanlegur hrepparígur þarf að heyra sögunni til, enda sjáum við að með því að nýta sameiginlegan slagkraft landshlutans þá erum við óstöðvandi. Það er hreinlega nauðsynlegt að á næsta kjörtímabili haldist pólitísk samstaða um að byggja ofan á þann trausta grunn sem við höfum lagt og býð ég fram krafta mína til að halda því verkefni áfram. Höfundur er stjórnarformaður SSNE og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Akureyri Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég er hvað stoltust af á kjörtímabilinu er að hafa fengið að leiða starf landshlutasamtakanna okkar sem formaður SSNE, samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Eftir áralangar tilraunir tókst okkur að sameina krafta landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga beggja vegna Vaðlaheiðarinnar. Það kostaði þrotlausa vinnu en afrakstur erfiðisins hefur nú birst okkur í kröftugu og markvissu starfi SSNE, þökk sé góðu samstarfi og frábæru starfsfólki. SSNE hefur tekið þátt í fjölbreyttu samstarfi og staðið fyrir og styrkt fjölmörg verkefni. Svo nokkur dæmi séu tekin þá má nefna: Niceair; nýtt flugfélag, uppbyggingu velferðartækniklasa, Norðurslóðamiðstöð Íslands, Eimur; fyrir sjálfbæru samfélagi, listnám á háskólastigi og fjárfestahátíð á Siglufirði. Við hjá SSNE höfum tekið hlutverki okkar alvarlega er varðar samráð, aðhald og samstarf við ríkisvaldið, þar sem margvíslegur árangur hefur náðst. Þá hafa sveitarfélög nýtt sameiginlegan vettvang SSNE vegna ýmissa verkefna og má nefna að nú er unnið að gerð samgöngustefnu og innviðagreiningu, svæðisáætlun um meðhöndlun sorps, samstarfi safna og hagkvæmnimati á uppbyggingu líforkuvers. Sem stjórnarformaður SSNE hef ég frá upphafi lagt ríka áherslu á sameiginlega hagsmuni í landshlutanum, samhliða því að taka tillit til ólíkra aðstæðna. Ómálefnanlegur hrepparígur þarf að heyra sögunni til, enda sjáum við að með því að nýta sameiginlegan slagkraft landshlutans þá erum við óstöðvandi. Það er hreinlega nauðsynlegt að á næsta kjörtímabili haldist pólitísk samstaða um að byggja ofan á þann trausta grunn sem við höfum lagt og býð ég fram krafta mína til að halda því verkefni áfram. Höfundur er stjórnarformaður SSNE og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun