Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH í dag, mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Breiðablik 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið endi þar með á sama stað og það gerði síðasta sumar. Óskar Hrafn Þorvaldsson er að fara inn í sitt þriðja tímabil með Breiðablik. Tímabilið í fyrra var að stærstum hluta frábært í Smáranum. Blikar spiluðu flottan fótbolta, skoruðu flest mörk og voru hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar. Þá gerðu þeir það gott í Evrópudeildinni. Breiðablik var duglegt á félagaskiptamarkaðnum og það á eftir að koma í ljós hvort liðið standi eftir betra eða verra en á síðasta tímabili. Blikar hafa fengið sterka leikmenn en skörð Árna Vilhjálmssonar og Alexanders Helga Sigurðarsonar, sem var einn besti leikmaður Breiðabliks á síðasta tímabili þótt fáir hafi talað um það, verða vandfyllt. Blikar voru upp og ofan í vetur. Þeir stóðu sig með prýði á sterku móti í Portúgal en komust ekki upp úr sínum riðli í Lengjubikarnum. Það ber þó að taka það með í reikninginn að Breiðablik þurfti að spila alla sína fimm leiki á fimmtán dögum. En hvað genginu í vetur líður verða Blikar alltaf í meistarabaráttu í sumar. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti neðar en þeim var spáð (1. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) Júní: 75 prósent stiga í húsi (9 af 12) Júlí: 44 prósent stiga í húsi (4 af 9) Ágúst: 100 prósent stiga í húsi (18 af 18) September: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) - Besti dagur: 2. ágúst Unnu 4-0 sigur á Víkingum í fyrsta leik ágústmánaðar og gáfu tóninn fyrir mánuð þar sem liðið náði á endanum í 18 stig af 18 mögulegum og var með markatöluna 20-2. Versti dagur: 19. september Töpuðu 1-0 á móti FH þar sem jafntefli hefði fært þeim lykilstöðu í lokaumferðinni en Blikar klikkuðu á vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. - Tölfræðin Árangur: 2. sæti (47 stig) Sóknarleikur: 1. sæti (55 mörk skoruð) Varnarleikur: 3. sæti (21 mark fengið á sig) Árangur á heimavelli: 1. sæti (30 stig) Árangur á útivelli: 5. sæti (17 stig) Flestir sigurleikir í röð: 7 (2. ágúst til 11. september) Flestir tapleikir í röð: 1 (Fimm sinnum) Markahæsti leikmaður: Árni Vilhjálmsson 11 Flestar stoðsendingar: Jason Daði Svanþórsson, Kristinn Steindórsson 6 Þáttur í flestum mörkum: Árni Vilhjálmsson 18 Flest gul spjöld: Alexander Helgi Sigurðarson, Viktor Karl Einarsson 5 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Breiðabliks í sumar.vísir/hjalti Höskuldur Gunnlaugsson, bakvörður, miðju-, eða kantmaður (f. 1994): Fyrirliði Breiðabliks og blæðir grænu. Einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar og virðist geta leyst nær hvaða stöðu sem er á vellinum. Er gríðarlega mikilvægur hlekkur í öflugu liði Blika og var frábær á síðustu leiktíð, sama hvort það var á vængnum, miðjunni eða bakverði. Viktor Karl Einarsson, miðjumaður (f. 1997): Snoppufríður miðjumaður sem er almennt talinn nægilega góður til að spila erlendis. Skrifaði nýverið undir nýjan langtíma samning við Breiðablik og virðist líða einkar vel á Kópavogsvelli. Þá helst í hlutverki „frjálsrar áttu“ í stórskemmtilegu leikkerfi Breiðabliks. Skoraði fimm mörk 2020, sex mörk 2021 og því má ætla að hann skori sjö mörk í sumar. Kristinn Steindórsson, framherji (f. 1990): Klókur leikmaður sem virtist ekki eiga upp á pallborðið í efstu deild þegar hann sneri heim í uppeldisfélagið fyrir sumarið 2020. Hefur spilað eins og engill síðan þá og engu virðist skipta hvort honum sé stillt upp á vinstri kantinum, í holunni eða sem fremsta manni. Hefur undanfarin misseri minnt fólk á af hverju hann lék með öllum yngri landsliðum Íslands sem og þrívegis með A-landsliðinu. Uppöldu Blikarnir Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Karl Einarsson og Kristinn Steindórsson ráða miklu um gengi liðsins í sumar.vísir/hulda margrét Fylgist með: Anton Logi Lúðvíksson, miðjumaður (2003) Enn einn miðjumaðurinn af færibandinu í Kópavogi. Fá lið virðast búa til fleiri áhugaverða miðjumenn og virðist Anton Logi ætla að feta í sömu spor. Það er mikil samkeppni um stöður á miðju vallarins hjá Blikum en það segir sitt að Anton Logi sé enn í leikmannahópi hópsins frekar en að vera farinn á láni líkt og hann gerði síðasta sumar þegar hann lék með Aftureldingu. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Breiðabliks.vísir/hjalti Blikar hafa ekki haft heppnina með sér í vetur því þeir fengu bæði Pétur Theódór Árnason frá Gróttu og Julio Camilo frá Venesúela til að styrkja sóknarleikinn en báðir slitu krossband í hné. Omar Sowe hefur því bæst í hópinn, sem lánsmaður frá New York Red Bulls, og þar ætti að vera á ferðinni orkumikill sóknarmaður sem vonandi minnkar skaðann af brotthvarfi Árna Vilhjálmssonar og áður Thomasar Mikkelsen. Alexander Helgi Sigurðarson kvaddi einnig af miðjunni en Blikar gerðu einni vel í að fá Ísak Snæ Þorvaldsson sem gæti orðið í stóru hlutverki, og Dagur Dan Þórhallsson ætti að henta leikstíl liðsins vel. Bakvörðurinn Adam Örn Arnarson sneri svo heim í Kópavoginn úr atvinnumennsku og miðvörðurinn Mikkel Qvist er ágætur leikmaður sem þekkir deildina vel. Hversu langt er síðan að Breiðablik .... ... varð Íslandsmeistari: 12 ár (2010) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2009) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2021) ... féll úr deildinni: 21 ár (2001) ... átti markakóng deildarinnar: 16 ár (Marel Baldvinsson 2006) ... átti besta leikmann deildarinnar: 12 ár (Alfreð Finnbogason 2010) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 4 ár (Willum Þór Willumsson 2018) Að lokum … Damir Muminovic er að hefja sitt níunda tímabil með Breiðabliki.vísir/Hulda Margrét Eftir mikið flakk á milli deilda er Breiðablik löngu búið að festa sig í sessi sem eitt besta lið landsins. Blikar hafa hins vegar ekki unnið stóran titil síðan 2010 og þar á bæ eru menn orðnir óþreyjufullir eftir því að bæta í bikaraskápinn. Á síðustu sjö tímabilum hefur Breiðablik fjórum sinnum endað í 2. sæti deildarinnar. Blikar hafa því verið í hlutverki brúðarmærinnar en bíða enn eftir að ganga sjálfir upp að altarinu. Það er samt enginn vafi á því að Breiðablik hefur allt til alls til að verða Íslandsmeistari í haust. Liðið er vel mannað og vel spilandi, þjálfarinn góður og umgjörðin í Smáranum fyrsta flokks. Nú er bara leikmannanna að taka stærsta og erfiðasta skrefið. Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Ákvarðanir sem Heimir gæti séð eftir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 15. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Níunda líf Óla Jó Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 14. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Déjà Vu í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 13. apríl 2022 10:00 Besta spáin-2022: Raungerist Ewing-kenningin í Garðabænum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 12. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Job á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 11. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01 Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH í dag, mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Breiðablik 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið endi þar með á sama stað og það gerði síðasta sumar. Óskar Hrafn Þorvaldsson er að fara inn í sitt þriðja tímabil með Breiðablik. Tímabilið í fyrra var að stærstum hluta frábært í Smáranum. Blikar spiluðu flottan fótbolta, skoruðu flest mörk og voru hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar. Þá gerðu þeir það gott í Evrópudeildinni. Breiðablik var duglegt á félagaskiptamarkaðnum og það á eftir að koma í ljós hvort liðið standi eftir betra eða verra en á síðasta tímabili. Blikar hafa fengið sterka leikmenn en skörð Árna Vilhjálmssonar og Alexanders Helga Sigurðarsonar, sem var einn besti leikmaður Breiðabliks á síðasta tímabili þótt fáir hafi talað um það, verða vandfyllt. Blikar voru upp og ofan í vetur. Þeir stóðu sig með prýði á sterku móti í Portúgal en komust ekki upp úr sínum riðli í Lengjubikarnum. Það ber þó að taka það með í reikninginn að Breiðablik þurfti að spila alla sína fimm leiki á fimmtán dögum. En hvað genginu í vetur líður verða Blikar alltaf í meistarabaráttu í sumar. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti neðar en þeim var spáð (1. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) Júní: 75 prósent stiga í húsi (9 af 12) Júlí: 44 prósent stiga í húsi (4 af 9) Ágúst: 100 prósent stiga í húsi (18 af 18) September: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) - Besti dagur: 2. ágúst Unnu 4-0 sigur á Víkingum í fyrsta leik ágústmánaðar og gáfu tóninn fyrir mánuð þar sem liðið náði á endanum í 18 stig af 18 mögulegum og var með markatöluna 20-2. Versti dagur: 19. september Töpuðu 1-0 á móti FH þar sem jafntefli hefði fært þeim lykilstöðu í lokaumferðinni en Blikar klikkuðu á vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. - Tölfræðin Árangur: 2. sæti (47 stig) Sóknarleikur: 1. sæti (55 mörk skoruð) Varnarleikur: 3. sæti (21 mark fengið á sig) Árangur á heimavelli: 1. sæti (30 stig) Árangur á útivelli: 5. sæti (17 stig) Flestir sigurleikir í röð: 7 (2. ágúst til 11. september) Flestir tapleikir í röð: 1 (Fimm sinnum) Markahæsti leikmaður: Árni Vilhjálmsson 11 Flestar stoðsendingar: Jason Daði Svanþórsson, Kristinn Steindórsson 6 Þáttur í flestum mörkum: Árni Vilhjálmsson 18 Flest gul spjöld: Alexander Helgi Sigurðarson, Viktor Karl Einarsson 5 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Breiðabliks í sumar.vísir/hjalti Höskuldur Gunnlaugsson, bakvörður, miðju-, eða kantmaður (f. 1994): Fyrirliði Breiðabliks og blæðir grænu. Einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar og virðist geta leyst nær hvaða stöðu sem er á vellinum. Er gríðarlega mikilvægur hlekkur í öflugu liði Blika og var frábær á síðustu leiktíð, sama hvort það var á vængnum, miðjunni eða bakverði. Viktor Karl Einarsson, miðjumaður (f. 1997): Snoppufríður miðjumaður sem er almennt talinn nægilega góður til að spila erlendis. Skrifaði nýverið undir nýjan langtíma samning við Breiðablik og virðist líða einkar vel á Kópavogsvelli. Þá helst í hlutverki „frjálsrar áttu“ í stórskemmtilegu leikkerfi Breiðabliks. Skoraði fimm mörk 2020, sex mörk 2021 og því má ætla að hann skori sjö mörk í sumar. Kristinn Steindórsson, framherji (f. 1990): Klókur leikmaður sem virtist ekki eiga upp á pallborðið í efstu deild þegar hann sneri heim í uppeldisfélagið fyrir sumarið 2020. Hefur spilað eins og engill síðan þá og engu virðist skipta hvort honum sé stillt upp á vinstri kantinum, í holunni eða sem fremsta manni. Hefur undanfarin misseri minnt fólk á af hverju hann lék með öllum yngri landsliðum Íslands sem og þrívegis með A-landsliðinu. Uppöldu Blikarnir Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Karl Einarsson og Kristinn Steindórsson ráða miklu um gengi liðsins í sumar.vísir/hulda margrét Fylgist með: Anton Logi Lúðvíksson, miðjumaður (2003) Enn einn miðjumaðurinn af færibandinu í Kópavogi. Fá lið virðast búa til fleiri áhugaverða miðjumenn og virðist Anton Logi ætla að feta í sömu spor. Það er mikil samkeppni um stöður á miðju vallarins hjá Blikum en það segir sitt að Anton Logi sé enn í leikmannahópi hópsins frekar en að vera farinn á láni líkt og hann gerði síðasta sumar þegar hann lék með Aftureldingu. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Breiðabliks.vísir/hjalti Blikar hafa ekki haft heppnina með sér í vetur því þeir fengu bæði Pétur Theódór Árnason frá Gróttu og Julio Camilo frá Venesúela til að styrkja sóknarleikinn en báðir slitu krossband í hné. Omar Sowe hefur því bæst í hópinn, sem lánsmaður frá New York Red Bulls, og þar ætti að vera á ferðinni orkumikill sóknarmaður sem vonandi minnkar skaðann af brotthvarfi Árna Vilhjálmssonar og áður Thomasar Mikkelsen. Alexander Helgi Sigurðarson kvaddi einnig af miðjunni en Blikar gerðu einni vel í að fá Ísak Snæ Þorvaldsson sem gæti orðið í stóru hlutverki, og Dagur Dan Þórhallsson ætti að henta leikstíl liðsins vel. Bakvörðurinn Adam Örn Arnarson sneri svo heim í Kópavoginn úr atvinnumennsku og miðvörðurinn Mikkel Qvist er ágætur leikmaður sem þekkir deildina vel. Hversu langt er síðan að Breiðablik .... ... varð Íslandsmeistari: 12 ár (2010) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2009) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2021) ... féll úr deildinni: 21 ár (2001) ... átti markakóng deildarinnar: 16 ár (Marel Baldvinsson 2006) ... átti besta leikmann deildarinnar: 12 ár (Alfreð Finnbogason 2010) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 4 ár (Willum Þór Willumsson 2018) Að lokum … Damir Muminovic er að hefja sitt níunda tímabil með Breiðabliki.vísir/Hulda Margrét Eftir mikið flakk á milli deilda er Breiðablik löngu búið að festa sig í sessi sem eitt besta lið landsins. Blikar hafa hins vegar ekki unnið stóran titil síðan 2010 og þar á bæ eru menn orðnir óþreyjufullir eftir því að bæta í bikaraskápinn. Á síðustu sjö tímabilum hefur Breiðablik fjórum sinnum endað í 2. sæti deildarinnar. Blikar hafa því verið í hlutverki brúðarmærinnar en bíða enn eftir að ganga sjálfir upp að altarinu. Það er samt enginn vafi á því að Breiðablik hefur allt til alls til að verða Íslandsmeistari í haust. Liðið er vel mannað og vel spilandi, þjálfarinn góður og umgjörðin í Smáranum fyrsta flokks. Nú er bara leikmannanna að taka stærsta og erfiðasta skrefið.
Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti neðar en þeim var spáð (1. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) Júní: 75 prósent stiga í húsi (9 af 12) Júlí: 44 prósent stiga í húsi (4 af 9) Ágúst: 100 prósent stiga í húsi (18 af 18) September: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) - Besti dagur: 2. ágúst Unnu 4-0 sigur á Víkingum í fyrsta leik ágústmánaðar og gáfu tóninn fyrir mánuð þar sem liðið náði á endanum í 18 stig af 18 mögulegum og var með markatöluna 20-2. Versti dagur: 19. september Töpuðu 1-0 á móti FH þar sem jafntefli hefði fært þeim lykilstöðu í lokaumferðinni en Blikar klikkuðu á vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. - Tölfræðin Árangur: 2. sæti (47 stig) Sóknarleikur: 1. sæti (55 mörk skoruð) Varnarleikur: 3. sæti (21 mark fengið á sig) Árangur á heimavelli: 1. sæti (30 stig) Árangur á útivelli: 5. sæti (17 stig) Flestir sigurleikir í röð: 7 (2. ágúst til 11. september) Flestir tapleikir í röð: 1 (Fimm sinnum) Markahæsti leikmaður: Árni Vilhjálmsson 11 Flestar stoðsendingar: Jason Daði Svanþórsson, Kristinn Steindórsson 6 Þáttur í flestum mörkum: Árni Vilhjálmsson 18 Flest gul spjöld: Alexander Helgi Sigurðarson, Viktor Karl Einarsson 5
Hversu langt er síðan að Breiðablik .... ... varð Íslandsmeistari: 12 ár (2010) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2009) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2021) ... féll úr deildinni: 21 ár (2001) ... átti markakóng deildarinnar: 16 ár (Marel Baldvinsson 2006) ... átti besta leikmann deildarinnar: 12 ár (Alfreð Finnbogason 2010) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 4 ár (Willum Þór Willumsson 2018)
Besta-spáin 2022: Ákvarðanir sem Heimir gæti séð eftir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 15. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Níunda líf Óla Jó Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 14. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Déjà Vu í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 13. apríl 2022 10:00
Besta spáin-2022: Raungerist Ewing-kenningin í Garðabænum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 12. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Job á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 11. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01