Aukinn arður í þágu þjóðar Rafnar Lárusson skrifar 14. apríl 2022 10:00 Við fjallgöngu virðist brekkan oft æði löng, með tilheyrandi áskorunum. En útsýnið yfir farinn veg er þeim mun ljúfara þegar á áningarstað er komið. Landsvirkjun er einmitt á þeim tímapunkti nú að vörðu er náð. Við erum komin á áningarstað á grænni vegferð þar sem félagið hefur stutt dyggilega við þróun íslensks efnahagslífs. Þaðan sem óhætt er að veita fyrirheit um að léttara verði undir fæti á komandi árum. Aldrei fyrr í rúmlega 55 ára sögu Landsvirkjunar hafa tekjur verið hærri en þær voru á síðasta ári. Fram til 1982 voru tekjur fyrirtækisins undir 1 milljarði kr. árlega, en þá fóru þær að vaxa, hægt og bítandi. Undanfarinn hálfan annan áratug hafa þær svo aukist verulega og í fyrra námu þær yfir 70 milljörðum króna. Eftirspurn eftir raforku tók mikinn kipp eftir heimsfaraldurslægð og ytri skilyrði voru hagstæð að öðru leyti, til dæmis var afurðaverð stærstu viðskiptavina okkar í hæstu hæðum og í sumum tilvikum hefur slíkt bein áhrif á tekjur okkar. Ekki má gleyma því að á árunum 2014-2018 tókum við þrjár nýjar virkjanir í notkun, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareyki og við höfum samið upp á nýtt við marga viðskiptavini okkar ásamt því að fagna nýjum. Straumhvörf í fjármálum Hagnaður af grunnrekstri hefur haldist í hendur við tekjuaukinguna og stigið jafnt og þétt. Á síðasta ári var hann hátt í 30 milljarðar króna. Markviss niðurgreiðsla á lánum og föst tök á rekstrinum hafa styrkt fyrirtækið mjög. Skuldir sem hlutfall af rekstri hafa aldrei verið lægri í sögu fyrirtækisins en í fyrra. Fyrir áratug var Landsvirkjun með lakasta lánshæfismat stóru orkufyrirtækjanna á Norðurlöndum, sem eru reyndar umtalsvert stærri en samt þau sem við viljum helst bera okkur saman við. Núna líta lánardrottnar fyrirtækið allt öðrum augum. Við erum ekki lengur í spákaupmennskuflokki, heldur erum við komin ofar en Fortum í Finnlandi og sitjum nú við hlið Vattenfall í Svíþjóð og Ørsted í Danmörku. Aðeins norska orkufyrirtækið Statkraft er betur sett. Það er líka rétt að taka fram, að Landsvirkjun hefur ekki tekið lán með ríkisábyrgð í rúman áratug. Arður og uppbygging Landspítala Hærri tekjur, meiri hagnaður og lægri skuldir þýða aukinn arð. Áratugum saman greiddi Landsvirkjun engan arð til ríkissjóðs. Allt fé fyrirtækisins var notað í uppbyggingu til lengri tíma. Fyrir nokkrum árum sáum við hins vegar í hvað stefndi og sögðum að það styttist í að Landsvirkjun færi að greiða 10-20 milljarða árlega í arð. Þetta þótti mörgum bjartsýni, enda vorum við á þeim árum á greiða mest um 2 milljarða kr. á ári. En við náðum þessu markmiði og arðurinn fyrir árið 2021 verður 15 milljarðar króna. Við vitum að Landsvirkjun stendur undir slíkum arðgreiðslum í framtíðinni, ef þokkalegt jafnvægi helst í rekstrarumhverfi fyrirtækja, þrátt fyrir að við ætlum að sinna þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er vegna komandi orkuskipta. Þetta er há tala, 15 milljarðar. Til að setja hana í samhengi, þá er vert að benda á að ef nýr Landsspítali kostar um 100 milljarða kr. og tekur um 7-10 ár í byggingu, þá geta arðgreiðslurnar frá Landsvirkjun staðið einar undir byggingu hans. Við hjá Landsvirkjun erum afar sátt við liðið ár, en við horfum ekki lengi um öxl því það eru grænir dalir fram undan. Okkar bíða einstök tækifæri. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög metnaðarfull takmörk í orku- og loftslagsmálum. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim markmiðum, um leið og við höldum áfram að leggja okkar af mörkum til að styðja við íslenskt efnahagslíf. Höldum áfram göngu á grænni vegferð. Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við fjallgöngu virðist brekkan oft æði löng, með tilheyrandi áskorunum. En útsýnið yfir farinn veg er þeim mun ljúfara þegar á áningarstað er komið. Landsvirkjun er einmitt á þeim tímapunkti nú að vörðu er náð. Við erum komin á áningarstað á grænni vegferð þar sem félagið hefur stutt dyggilega við þróun íslensks efnahagslífs. Þaðan sem óhætt er að veita fyrirheit um að léttara verði undir fæti á komandi árum. Aldrei fyrr í rúmlega 55 ára sögu Landsvirkjunar hafa tekjur verið hærri en þær voru á síðasta ári. Fram til 1982 voru tekjur fyrirtækisins undir 1 milljarði kr. árlega, en þá fóru þær að vaxa, hægt og bítandi. Undanfarinn hálfan annan áratug hafa þær svo aukist verulega og í fyrra námu þær yfir 70 milljörðum króna. Eftirspurn eftir raforku tók mikinn kipp eftir heimsfaraldurslægð og ytri skilyrði voru hagstæð að öðru leyti, til dæmis var afurðaverð stærstu viðskiptavina okkar í hæstu hæðum og í sumum tilvikum hefur slíkt bein áhrif á tekjur okkar. Ekki má gleyma því að á árunum 2014-2018 tókum við þrjár nýjar virkjanir í notkun, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareyki og við höfum samið upp á nýtt við marga viðskiptavini okkar ásamt því að fagna nýjum. Straumhvörf í fjármálum Hagnaður af grunnrekstri hefur haldist í hendur við tekjuaukinguna og stigið jafnt og þétt. Á síðasta ári var hann hátt í 30 milljarðar króna. Markviss niðurgreiðsla á lánum og föst tök á rekstrinum hafa styrkt fyrirtækið mjög. Skuldir sem hlutfall af rekstri hafa aldrei verið lægri í sögu fyrirtækisins en í fyrra. Fyrir áratug var Landsvirkjun með lakasta lánshæfismat stóru orkufyrirtækjanna á Norðurlöndum, sem eru reyndar umtalsvert stærri en samt þau sem við viljum helst bera okkur saman við. Núna líta lánardrottnar fyrirtækið allt öðrum augum. Við erum ekki lengur í spákaupmennskuflokki, heldur erum við komin ofar en Fortum í Finnlandi og sitjum nú við hlið Vattenfall í Svíþjóð og Ørsted í Danmörku. Aðeins norska orkufyrirtækið Statkraft er betur sett. Það er líka rétt að taka fram, að Landsvirkjun hefur ekki tekið lán með ríkisábyrgð í rúman áratug. Arður og uppbygging Landspítala Hærri tekjur, meiri hagnaður og lægri skuldir þýða aukinn arð. Áratugum saman greiddi Landsvirkjun engan arð til ríkissjóðs. Allt fé fyrirtækisins var notað í uppbyggingu til lengri tíma. Fyrir nokkrum árum sáum við hins vegar í hvað stefndi og sögðum að það styttist í að Landsvirkjun færi að greiða 10-20 milljarða árlega í arð. Þetta þótti mörgum bjartsýni, enda vorum við á þeim árum á greiða mest um 2 milljarða kr. á ári. En við náðum þessu markmiði og arðurinn fyrir árið 2021 verður 15 milljarðar króna. Við vitum að Landsvirkjun stendur undir slíkum arðgreiðslum í framtíðinni, ef þokkalegt jafnvægi helst í rekstrarumhverfi fyrirtækja, þrátt fyrir að við ætlum að sinna þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er vegna komandi orkuskipta. Þetta er há tala, 15 milljarðar. Til að setja hana í samhengi, þá er vert að benda á að ef nýr Landsspítali kostar um 100 milljarða kr. og tekur um 7-10 ár í byggingu, þá geta arðgreiðslurnar frá Landsvirkjun staðið einar undir byggingu hans. Við hjá Landsvirkjun erum afar sátt við liðið ár, en við horfum ekki lengi um öxl því það eru grænir dalir fram undan. Okkar bíða einstök tækifæri. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög metnaðarfull takmörk í orku- og loftslagsmálum. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim markmiðum, um leið og við höldum áfram að leggja okkar af mörkum til að styðja við íslenskt efnahagslíf. Höldum áfram göngu á grænni vegferð. Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar