Lilja afruglar VG og bendir á Bjarna Ben Sigmar Guðmundsson skrifar 11. apríl 2022 14:30 Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna. Og að hún hafi komið því skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Auðvitað er það gott að Lilja greini nú frá andstöðu sinni við fyrirkomulagið, en talsvert betra hefði verið hjá ráðherra að tala skýrar um þetta opinberlega áður en salan hófst. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins virðist viðskiptaráðherra hafa búið yfir talsvert nákvæmari upplýsingum um fyrirkomulagið en allir aðrir. Hún tekur það nefnilega skýrt fram að "því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð". Þetta finnst mér merkilegt því útkoman kom öllum öðrum á óvart, vegna þess að hún var ekki í neinu samhengi við það fyrirkomulag sem kynnt var. Það gat ekki hvarflað að neinum að seldir yrðu litlir óverulegir hlutir í bankanum til fjölmargra fjárfesta með afslætti sem ætlaður var stórkaupendum. Enn síður gat nokkur maður vitað að sumir þeirra sem sáu um söluna myndu sjálfir kaupa í bankanum. Þeir fengu sem sagt myndarlega þóknun fyrir að selja sjálfum sér þjóðareign með afslætti. Og hvergi kom fram að einstaka aðilar gætu notað þetta sem tækifæri til að "taka snúning" og leysa út afsláttarhagnaðinn á einni nóttu. Okkur var nefnilega sagt að selja ætti stórum fjárfestum sem gætu staðið með bankanum til lengri tíma, líka þegar illa árar. "Gæði eigenda" skipti miklu máli. Útkoman kom viðskiptaráðherra hins vegar ekki á óvart. Því er það miður að hún hafi ekki talað skýrar um þetta fyrr opinberlega, því þannig hefði mögulega mátt afstýra þessu stórslysi. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ráðist í sölu á fjármálafyrirtæki með fyrirkomulagi sem sjálfur viðskiptaráðherrann var andvígur. Að sama skapi er það jákvætt að viðskiptaráðherra skuli afrugla illa dulkóðaða smjörklípu VG og benda á það augljósa: Ábyrgðin er fyrst og síðast pólitísk og það dugir ekki bara að kasta sprekum á bálköstinn sem nú brennur undir bankasýslunni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Salan á Íslandsbanka Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna. Og að hún hafi komið því skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Auðvitað er það gott að Lilja greini nú frá andstöðu sinni við fyrirkomulagið, en talsvert betra hefði verið hjá ráðherra að tala skýrar um þetta opinberlega áður en salan hófst. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins virðist viðskiptaráðherra hafa búið yfir talsvert nákvæmari upplýsingum um fyrirkomulagið en allir aðrir. Hún tekur það nefnilega skýrt fram að "því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð". Þetta finnst mér merkilegt því útkoman kom öllum öðrum á óvart, vegna þess að hún var ekki í neinu samhengi við það fyrirkomulag sem kynnt var. Það gat ekki hvarflað að neinum að seldir yrðu litlir óverulegir hlutir í bankanum til fjölmargra fjárfesta með afslætti sem ætlaður var stórkaupendum. Enn síður gat nokkur maður vitað að sumir þeirra sem sáu um söluna myndu sjálfir kaupa í bankanum. Þeir fengu sem sagt myndarlega þóknun fyrir að selja sjálfum sér þjóðareign með afslætti. Og hvergi kom fram að einstaka aðilar gætu notað þetta sem tækifæri til að "taka snúning" og leysa út afsláttarhagnaðinn á einni nóttu. Okkur var nefnilega sagt að selja ætti stórum fjárfestum sem gætu staðið með bankanum til lengri tíma, líka þegar illa árar. "Gæði eigenda" skipti miklu máli. Útkoman kom viðskiptaráðherra hins vegar ekki á óvart. Því er það miður að hún hafi ekki talað skýrar um þetta fyrr opinberlega, því þannig hefði mögulega mátt afstýra þessu stórslysi. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ráðist í sölu á fjármálafyrirtæki með fyrirkomulagi sem sjálfur viðskiptaráðherrann var andvígur. Að sama skapi er það jákvætt að viðskiptaráðherra skuli afrugla illa dulkóðaða smjörklípu VG og benda á það augljósa: Ábyrgðin er fyrst og síðast pólitísk og það dugir ekki bara að kasta sprekum á bálköstinn sem nú brennur undir bankasýslunni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun