Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2022 07:47 Elon Musk er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla. AP Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. BBC segir frá því að til hafi staðið að Musk, sem er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, tæki sæti í stjórninni síðasta laugardag, en Agrawal greindi svo frá því í dag að það myndi ekki gerast eftir allt saman. Agrawal sagði að þrátt fyrir það myndi stjórn Twitter áfram hlusta á það sem Musk hefði að segja um félagið, þrátt fyrir að hann sæti ekki formlega í sjálfri stjórninni. Agrawal segir þetta fyrirkomulag vera fyrir bestu. Elon has decided not to join our board. I sent a brief note to the company, sharing with you all here. pic.twitter.com/lfrXACavvk— Parag Agrawal (@paraga) April 11, 2022 Musk keypti um 73 milljónir hluta í Twitter fyrir um 2,9 milljarða Bandaríkjadala í upphafi síðustu viku. Á hann nú 9,2 prósenta hlut, eða um fjórum sinnum meira en Jack Dorsey, stofnandi miðilsins. Bréf í Twitter hækkuðu um 27 prósent síðasta mánudag, eftir að tilkynnt var um kaup Musks í félaginu. Twitter Bandaríkin Tesla SpaceX Tengdar fréttir Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
BBC segir frá því að til hafi staðið að Musk, sem er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, tæki sæti í stjórninni síðasta laugardag, en Agrawal greindi svo frá því í dag að það myndi ekki gerast eftir allt saman. Agrawal sagði að þrátt fyrir það myndi stjórn Twitter áfram hlusta á það sem Musk hefði að segja um félagið, þrátt fyrir að hann sæti ekki formlega í sjálfri stjórninni. Agrawal segir þetta fyrirkomulag vera fyrir bestu. Elon has decided not to join our board. I sent a brief note to the company, sharing with you all here. pic.twitter.com/lfrXACavvk— Parag Agrawal (@paraga) April 11, 2022 Musk keypti um 73 milljónir hluta í Twitter fyrir um 2,9 milljarða Bandaríkjadala í upphafi síðustu viku. Á hann nú 9,2 prósenta hlut, eða um fjórum sinnum meira en Jack Dorsey, stofnandi miðilsins. Bréf í Twitter hækkuðu um 27 prósent síðasta mánudag, eftir að tilkynnt var um kaup Musks í félaginu.
Twitter Bandaríkin Tesla SpaceX Tengdar fréttir Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30