Arnar Daði: Ég held að fólk ætti bara að fylgjast með mér á Twitter Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. apríl 2022 21:06 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var ánægður með sigur dagsins Vísir/Hulda Margrét Grótta sigraði lokaleik sinn á tímabilinu með fimm mörkum á heimavelli gegn KA í kvöld, lokatölur 33-28. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var rólegur og klisjukenndur í svörum líkt og hann lofaði á Twitter-reikningi sínum á undanförnum dögum. Skýr skilaboð frá yfirvaldinu. Tökum tilfinningar úr þjóðaríþróttinni. Eingöngu klisjur í viðtölum takk. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 7, 2022 „Við mætum bara tilbúnari til leiks. Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup skóp þennan sigur. Við vildum þetta bara meira held ég, ef ég lít á þetta hreinskilið.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, fékk umdeilt rautt spjald í leiknum. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu hafði lítið sem ekkert að segja um það. „Ég held að ég hafi ekki séð það nægilega vel til að geta tjáð mig um það.“ Aðspurður hvort hann sjálfur hefði eitthvað frekara að segja um vísun ummæla sinna til aganefndar eftir leik Gróttu í síðustu umferð gegn ÍBV, hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, þetta að segja. „Nei. Ég held að fólk ætti bara að fylgjast með mér á Twitter. Ég ætla ekki neitt að tjá mig meira um það. Það mál er bara í ferli.“ Arnar Daði, veit ekki alveg hvað hans bíður á næsta tímabili. „Framtíðarplönin bara fyrir þrem, fjórum dögum var að fara í úrslitakeppni. Þannig að við erum ekkert komnir neitt lengra en það. Ég held að það segi sig sjálft að það væri erfitt að hlaupa frá borði miðað við staðsetninguna sem við erum á akkúrat núna. Eigum við ekki bara að segja að tíminn verði bara að leiða það í ljós.“ Birgir Steinn Jónsson, besti leikmaður Gróttu á tímabilinu, hefur verið orðaður við nokkur önnur lið í deildinni, þar á meðal Hauka. Arnar Daði staðfesti þó að Birgir Steinn mun leika með Gróttu á næsta tímabili. „Já, ef hann slítur ekki krossband eða slíkt. Hann er búinn að framlengja við Gróttu. Það var risastórt fyrir okkur í Gróttu að Birgir Steinn hafi tekið þá ákvörðun að vera í Gróttu. Hann var eftirsóttasti leikmaðurinn í deildinni held ég. Ég held að hann sé að enda allavegana sem markahæsti leikmaður deildarinnar annað tímabilið í röð fyrir utan vítaköst. Frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur og sýnir bara hvað við erum að gera fyrir þennan strák. Þetta er strákur sem fékk ekki mínútu í Stjörnunni áður en hann kemur hingað og var lánaður í Fjölni. Ég er alltaf að djóka við hann, að hann var eins og spaghettí þegar hann kom hingað hérna fyrir tveimur árum en endar sem markahæsti leikmaðurinn tvö ár í röð,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Skýr skilaboð frá yfirvaldinu. Tökum tilfinningar úr þjóðaríþróttinni. Eingöngu klisjur í viðtölum takk. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 7, 2022 „Við mætum bara tilbúnari til leiks. Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup skóp þennan sigur. Við vildum þetta bara meira held ég, ef ég lít á þetta hreinskilið.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, fékk umdeilt rautt spjald í leiknum. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu hafði lítið sem ekkert að segja um það. „Ég held að ég hafi ekki séð það nægilega vel til að geta tjáð mig um það.“ Aðspurður hvort hann sjálfur hefði eitthvað frekara að segja um vísun ummæla sinna til aganefndar eftir leik Gróttu í síðustu umferð gegn ÍBV, hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, þetta að segja. „Nei. Ég held að fólk ætti bara að fylgjast með mér á Twitter. Ég ætla ekki neitt að tjá mig meira um það. Það mál er bara í ferli.“ Arnar Daði, veit ekki alveg hvað hans bíður á næsta tímabili. „Framtíðarplönin bara fyrir þrem, fjórum dögum var að fara í úrslitakeppni. Þannig að við erum ekkert komnir neitt lengra en það. Ég held að það segi sig sjálft að það væri erfitt að hlaupa frá borði miðað við staðsetninguna sem við erum á akkúrat núna. Eigum við ekki bara að segja að tíminn verði bara að leiða það í ljós.“ Birgir Steinn Jónsson, besti leikmaður Gróttu á tímabilinu, hefur verið orðaður við nokkur önnur lið í deildinni, þar á meðal Hauka. Arnar Daði staðfesti þó að Birgir Steinn mun leika með Gróttu á næsta tímabili. „Já, ef hann slítur ekki krossband eða slíkt. Hann er búinn að framlengja við Gróttu. Það var risastórt fyrir okkur í Gróttu að Birgir Steinn hafi tekið þá ákvörðun að vera í Gróttu. Hann var eftirsóttasti leikmaðurinn í deildinni held ég. Ég held að hann sé að enda allavegana sem markahæsti leikmaður deildarinnar annað tímabilið í röð fyrir utan vítaköst. Frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur og sýnir bara hvað við erum að gera fyrir þennan strák. Þetta er strákur sem fékk ekki mínútu í Stjörnunni áður en hann kemur hingað og var lánaður í Fjölni. Ég er alltaf að djóka við hann, að hann var eins og spaghettí þegar hann kom hingað hérna fyrir tveimur árum en endar sem markahæsti leikmaðurinn tvö ár í röð,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira