Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Elísabet Hanna skrifar 11. apríl 2022 07:00 Ragnhildur Veigarsdóttir tók stökkið til Íslands frá Los Angeles. Aðsend. Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Eftir að hafa alist upp sem hinn klassíski ameríski unglingur, klárað high school og verið tilnefnd sem prom queen tók hún algjöra U-beygju, pakkaði í töskurnar og flutti til litla Íslands. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Hvar ertu búsett?Ég er núna búsett í Reykjavík. Ég flutti til Íslands frá Los Angeles árið 2012, þá tæplega 18 ára gömul, eftir að hafa búið þar nánast allt mitt líf. Með hverjum býrðu hérna heima?Ég bý ein með Míu, kisunni minni. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvenær fluttirðu til Íslands?Ég flutti til Íslands haustið 2012 eftir að ég lauk minni grunnskólagöngu (high school diploma) í Bandaríkjunum. Ragnhildur flutti til Íslands árið 2012.Aðsend. Langaði þig alltaf til þess að flytja til Íslands?Ég held að á einhverju leveli langaði mig alltaf að prófa að flytja eitthvert annað og upplifa eitthvað nýtt á háskólatímabilinu. Flestir vinir og vinkonur mínar sóttu um í háskóla í öðrum borgum eða fylkjum og ég var mjög spennt fyrir því líka. En ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi fyrr en ég fór að nálgast útskrift úr „high school“ þá sautján ára gömul. „Á þessu tímabili skoðaði ég fullt af öðrum skólum og sótti um en á endanum leist mér best á að prófa að flytja til Íslands í eitt ár.“ View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Ég tók stökkið árið 2012 þannig það hafði auðvitað engin áhrif á flutningana, en mér hefur fundist erfitt að geta ekki hitt mínar bestu vinkonur í tvö, næstum því þrjú ár þar sem að ég er vön að fara aftur til LA í heimsókn. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Foreldrarnir mínir töluðu alltaf íslensku við mig og bróður minn heima. Við komum árlega, stundum tvisvar á ári, til Íslands meðan við bjuggum úti og ég hef alltaf verið með sterka tengingu við fólkið mitt hér. „Ég veit ekki hvort ég hefði þorað þessu ef mamma og pabbi hefðu ekki gefið mér þetta tækifæri sem barn. Þetta er allt þeim að þakka!“ View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Þegar ég fór alvarlega að pæla í þessu þá var það fyrsta sem ég athugaði hvernig skólakerfið væri hér. Ég komst að því að að klára „high school“ í Bandaríkjunum er eins og að vera búinn með fyrstu tvö árin í menntaskóla á Íslandi. Síðan komu foreldrar mínir mér í samband við eina stelpu sem hafði gert það sama bara örfáum árum á undan mér og það var mjög gott að fá að tala við hana. View this post on Instagram A post shared by FLOTT (@fknflott) Þegar ég var búin að ákveða að ég vildi skuldbinda mig við Ísland spurði ég ömmu og afa hvort ég mætti fá að búa hjá þeim í smá tíma (þau sögðu já). „Ég flutti ágúst 2012 and the rest is history.“ Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til Íslands?Gerið ráð fyrir því að þurfa að græja allskonar mjög leiðinlegt, eins og til dæmis að kíkja í þjóðskrá, í bankann eða til sýslumanns. Mjög leiðinlegt en alveg þess virði (fyrir mig allavega). Leyfðu sjálfum/ri/ft þér að vera einmana fyrstu vikurnar (eða mánuðina), það er eðlilegt. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Í dag held ég að ég myndi formlega skilgreina mig sem tónlistarkonu. Ég stofnaði hljómsveitina FLOTT með Vigdísi vinkonu minni sem ég kynntist í menntaskóla. Við og Sylvía, bassaleikarinn okkar höfum þekkst síðan í MH og mér finnst það alveg ótrúlegt þegar ég hugsa til baka, hvað margt hefur gerst á tíu árum. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) „Það er alveg satt sem fólk sagði mér þegar ég var 17 ára, að vinir sem maður eignast á menntaskólaárunum verða friends 4 life.“ Annars er ég að vinna í leikskóla í hlutastarfi sem mér finnst yndislegt. Börn eru svo óútreiknanleg og fyndin, enginn dagur er eins. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvers saknarðu mest við Los Angeles?Ég sakna úrvalsins af góðum veitingastöðum. En mest sakna ég vinkvenna minna. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvers saknarðu minnst við Los Angeles?Ég sakna þess ekki að sitja í umferð klukkutímum saman til að komast 15 km. Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég á lítinn sætan Yaris sem ég nota mikið. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Ferðu oft til Los Angeles?Fyrir covid fór ég a.m.k. einu sinni á ári til LA að heimsækja vinkonur mínar. Ég hlakka til að komast aftur út, vonandi seinna á þessu ári. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa hér?Ég var tæplega 18 ára þegar ég flutti frá Los Angeles til Íslands og hef ekki reynslu af því að vera fullorðin þar. „En eins og margir vita er mjög dýrt að mennta sig í bandaríkjunum og er fegin að hafa sloppið við það.“ View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum hingað?Já, það hafa nokkrar vinkonur mínar komið til mín í heimsókn síðan ég kom hingað. Svo hef ég hitt fólk sem var með mér í grunnskóla eða high school á förnum vegi, sem hefur verið mjög skemmtilegt. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Er sterkt Íslendingasamfélag í Los Angeles?Mér fannst vera mjög sterkt Íslendingasamfélag í LA. Við eigum æðislega fjölskylduvini sem við kynntumst þar og félagið hélt árlegt jólaball, 17. júní hátíð/boð og þorrablót. „Í minningunni voru þetta góðir tímar.“ Áttu þér uppáhalds stað á Íslandi?Uppáhalds staðurinn minn er íbúðin mín, án djóks. Svo líður mér líka mjög vel í stúdíóinu mínu. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með úti?Einn af uppáhalds stöðunum mínum frá því þegar ég bjó í LA er Houston‘s. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á gamla staðnum?Fara á Houston‘s. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvernig er týpískur dagur hjá þér á Íslandi?Týpískur dagur hjá mér í dag byrjar á því að vakna um sjö leitið til að vera mætt í leikskólann klukkan átta. Ég er búin að vinna þar í hádeginu og geri svo yfirleitt eitthvað tengt tónlist seinnipartinn. Stundum fer ég upp í stúdíó að semja, stundum er ég er með gigg, það er misjafnt. View this post on Instagram A post shared by FLOTT (@fknflott) Hvað er það besta við Ísland?Það besta við að vera á Íslandi er að vera nálægt stórfjölskyldunni. Hvað er það versta við Ísland?Veðrið getur verið ömurlegt stundum. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Los Angeles?Mér finnst ótrúlega gaman að heimsækja Bandaríkin en mér líður líka mjög vel á Íslandi. Ég sé mig ekki fyrir mér flytja aftur til Bandaríkjanna. „Það þyrfti að vera mjög sérstök ástæða til þess að ég flytti aftur út.“ Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lagið FLOTT með hljómsveitinni FLOTT er komið út: „Flottari en í gær, flottust á morgun“ Stúlknasveitin FLOTT sendi frá glænýtt lag í dag en lagið ber einnig nafnið FLOTT. 4. febrúar 2022 10:01 FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. 31. janúar 2022 22:06 Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 30. mars 2022 22:43 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman Sjá meira
Eftir að hafa alist upp sem hinn klassíski ameríski unglingur, klárað high school og verið tilnefnd sem prom queen tók hún algjöra U-beygju, pakkaði í töskurnar og flutti til litla Íslands. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Hvar ertu búsett?Ég er núna búsett í Reykjavík. Ég flutti til Íslands frá Los Angeles árið 2012, þá tæplega 18 ára gömul, eftir að hafa búið þar nánast allt mitt líf. Með hverjum býrðu hérna heima?Ég bý ein með Míu, kisunni minni. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvenær fluttirðu til Íslands?Ég flutti til Íslands haustið 2012 eftir að ég lauk minni grunnskólagöngu (high school diploma) í Bandaríkjunum. Ragnhildur flutti til Íslands árið 2012.Aðsend. Langaði þig alltaf til þess að flytja til Íslands?Ég held að á einhverju leveli langaði mig alltaf að prófa að flytja eitthvert annað og upplifa eitthvað nýtt á háskólatímabilinu. Flestir vinir og vinkonur mínar sóttu um í háskóla í öðrum borgum eða fylkjum og ég var mjög spennt fyrir því líka. En ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi fyrr en ég fór að nálgast útskrift úr „high school“ þá sautján ára gömul. „Á þessu tímabili skoðaði ég fullt af öðrum skólum og sótti um en á endanum leist mér best á að prófa að flytja til Íslands í eitt ár.“ View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Ég tók stökkið árið 2012 þannig það hafði auðvitað engin áhrif á flutningana, en mér hefur fundist erfitt að geta ekki hitt mínar bestu vinkonur í tvö, næstum því þrjú ár þar sem að ég er vön að fara aftur til LA í heimsókn. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Foreldrarnir mínir töluðu alltaf íslensku við mig og bróður minn heima. Við komum árlega, stundum tvisvar á ári, til Íslands meðan við bjuggum úti og ég hef alltaf verið með sterka tengingu við fólkið mitt hér. „Ég veit ekki hvort ég hefði þorað þessu ef mamma og pabbi hefðu ekki gefið mér þetta tækifæri sem barn. Þetta er allt þeim að þakka!“ View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Þegar ég fór alvarlega að pæla í þessu þá var það fyrsta sem ég athugaði hvernig skólakerfið væri hér. Ég komst að því að að klára „high school“ í Bandaríkjunum er eins og að vera búinn með fyrstu tvö árin í menntaskóla á Íslandi. Síðan komu foreldrar mínir mér í samband við eina stelpu sem hafði gert það sama bara örfáum árum á undan mér og það var mjög gott að fá að tala við hana. View this post on Instagram A post shared by FLOTT (@fknflott) Þegar ég var búin að ákveða að ég vildi skuldbinda mig við Ísland spurði ég ömmu og afa hvort ég mætti fá að búa hjá þeim í smá tíma (þau sögðu já). „Ég flutti ágúst 2012 and the rest is history.“ Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til Íslands?Gerið ráð fyrir því að þurfa að græja allskonar mjög leiðinlegt, eins og til dæmis að kíkja í þjóðskrá, í bankann eða til sýslumanns. Mjög leiðinlegt en alveg þess virði (fyrir mig allavega). Leyfðu sjálfum/ri/ft þér að vera einmana fyrstu vikurnar (eða mánuðina), það er eðlilegt. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Í dag held ég að ég myndi formlega skilgreina mig sem tónlistarkonu. Ég stofnaði hljómsveitina FLOTT með Vigdísi vinkonu minni sem ég kynntist í menntaskóla. Við og Sylvía, bassaleikarinn okkar höfum þekkst síðan í MH og mér finnst það alveg ótrúlegt þegar ég hugsa til baka, hvað margt hefur gerst á tíu árum. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) „Það er alveg satt sem fólk sagði mér þegar ég var 17 ára, að vinir sem maður eignast á menntaskólaárunum verða friends 4 life.“ Annars er ég að vinna í leikskóla í hlutastarfi sem mér finnst yndislegt. Börn eru svo óútreiknanleg og fyndin, enginn dagur er eins. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvers saknarðu mest við Los Angeles?Ég sakna úrvalsins af góðum veitingastöðum. En mest sakna ég vinkvenna minna. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvers saknarðu minnst við Los Angeles?Ég sakna þess ekki að sitja í umferð klukkutímum saman til að komast 15 km. Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég á lítinn sætan Yaris sem ég nota mikið. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Ferðu oft til Los Angeles?Fyrir covid fór ég a.m.k. einu sinni á ári til LA að heimsækja vinkonur mínar. Ég hlakka til að komast aftur út, vonandi seinna á þessu ári. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa hér?Ég var tæplega 18 ára þegar ég flutti frá Los Angeles til Íslands og hef ekki reynslu af því að vera fullorðin þar. „En eins og margir vita er mjög dýrt að mennta sig í bandaríkjunum og er fegin að hafa sloppið við það.“ View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum hingað?Já, það hafa nokkrar vinkonur mínar komið til mín í heimsókn síðan ég kom hingað. Svo hef ég hitt fólk sem var með mér í grunnskóla eða high school á förnum vegi, sem hefur verið mjög skemmtilegt. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Er sterkt Íslendingasamfélag í Los Angeles?Mér fannst vera mjög sterkt Íslendingasamfélag í LA. Við eigum æðislega fjölskylduvini sem við kynntumst þar og félagið hélt árlegt jólaball, 17. júní hátíð/boð og þorrablót. „Í minningunni voru þetta góðir tímar.“ Áttu þér uppáhalds stað á Íslandi?Uppáhalds staðurinn minn er íbúðin mín, án djóks. Svo líður mér líka mjög vel í stúdíóinu mínu. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með úti?Einn af uppáhalds stöðunum mínum frá því þegar ég bjó í LA er Houston‘s. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á gamla staðnum?Fara á Houston‘s. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Hvernig er týpískur dagur hjá þér á Íslandi?Týpískur dagur hjá mér í dag byrjar á því að vakna um sjö leitið til að vera mætt í leikskólann klukkan átta. Ég er búin að vinna þar í hádeginu og geri svo yfirleitt eitthvað tengt tónlist seinnipartinn. Stundum fer ég upp í stúdíó að semja, stundum er ég er með gigg, það er misjafnt. View this post on Instagram A post shared by FLOTT (@fknflott) Hvað er það besta við Ísland?Það besta við að vera á Íslandi er að vera nálægt stórfjölskyldunni. Hvað er það versta við Ísland?Veðrið getur verið ömurlegt stundum. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur (@rockyveigars) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Los Angeles?Mér finnst ótrúlega gaman að heimsækja Bandaríkin en mér líður líka mjög vel á Íslandi. Ég sé mig ekki fyrir mér flytja aftur til Bandaríkjanna. „Það þyrfti að vera mjög sérstök ástæða til þess að ég flytti aftur út.“
Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lagið FLOTT með hljómsveitinni FLOTT er komið út: „Flottari en í gær, flottust á morgun“ Stúlknasveitin FLOTT sendi frá glænýtt lag í dag en lagið ber einnig nafnið FLOTT. 4. febrúar 2022 10:01 FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. 31. janúar 2022 22:06 Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 30. mars 2022 22:43 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman Sjá meira
Lagið FLOTT með hljómsveitinni FLOTT er komið út: „Flottari en í gær, flottust á morgun“ Stúlknasveitin FLOTT sendi frá glænýtt lag í dag en lagið ber einnig nafnið FLOTT. 4. febrúar 2022 10:01
FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. 31. janúar 2022 22:06
Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 30. mars 2022 22:43