Útúrsnúningar pírata afþakkaðir Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. apríl 2022 08:01 Það er ánægjulegt þegar skrifin manns ná til lesenda og mér virðist takast reglulega að fanga athygli píratans Hauks Viðars Alfreðssonar. Nú síðast birtir hann grein í tilefni þess að ég skrifaði um umkvartanir atvinnurekenda við mig varðandi flótta starfsfólks frá einkageiranum og yfir til hins opinbera. Ég varaði af því tilefni við almennri þróun í þá átt að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Ég ætla því einungis að endurtaka það sem ég sagði og vísa jafnframt til orða Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í sömu veru. Vilhjálmur bendir á að það séu „gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar [sem] standi undir rekstri hvers þjóðríkis.“ Undirstaða lífskjara er framleiðsla vöru og þjónustu. Ekki síst til útflutnings í okkar opna útflutningsdrifna hagkerfi. Þau verðmæti eru grunnurinn að því að við njótum heilbrigðisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu. Að benda á hið sjálfsagða um undirstöðu lífskjara okkar jafngildir því ekki að smætta t.d. heilbrigðisþjónustuna okkar. Enda sagði ég ekkert í þá veru. Það sama má segja um skrif Vilhjálms, en ég hef að vísu ekki rekist á greinaskrif Hauks um hann. Ef til vill vekur hann ekki sama áhuga hjá honum og undirrituð. Það er síðan hægt að velta fyrir sér ástæðunni fyrir því. Eftir að hafa yfirlætislega kallað framlag mitt „einfeldnislegt“ titlar Haukur sig mann sem „spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun“ svo orðalag hans sé rétt eftir haft. Ég tel að Haukur hafi alveg skilið hvað ég var að segja, að hann þekki vel þessi grunnatriði hagfræðinnar, og sé viljandi að snúa út úr skrifum mínum. Og þó ég taki áhuga hans á mér og mínum skrifum fagnandi, frábið ég mér útúrsnúninga af því tagi sem hann ber endurtekið á borð um afstöðu mína í ýmsum málum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. 7. apríl 2022 07:00 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt þegar skrifin manns ná til lesenda og mér virðist takast reglulega að fanga athygli píratans Hauks Viðars Alfreðssonar. Nú síðast birtir hann grein í tilefni þess að ég skrifaði um umkvartanir atvinnurekenda við mig varðandi flótta starfsfólks frá einkageiranum og yfir til hins opinbera. Ég varaði af því tilefni við almennri þróun í þá átt að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Ég ætla því einungis að endurtaka það sem ég sagði og vísa jafnframt til orða Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í sömu veru. Vilhjálmur bendir á að það séu „gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar [sem] standi undir rekstri hvers þjóðríkis.“ Undirstaða lífskjara er framleiðsla vöru og þjónustu. Ekki síst til útflutnings í okkar opna útflutningsdrifna hagkerfi. Þau verðmæti eru grunnurinn að því að við njótum heilbrigðisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu. Að benda á hið sjálfsagða um undirstöðu lífskjara okkar jafngildir því ekki að smætta t.d. heilbrigðisþjónustuna okkar. Enda sagði ég ekkert í þá veru. Það sama má segja um skrif Vilhjálms, en ég hef að vísu ekki rekist á greinaskrif Hauks um hann. Ef til vill vekur hann ekki sama áhuga hjá honum og undirrituð. Það er síðan hægt að velta fyrir sér ástæðunni fyrir því. Eftir að hafa yfirlætislega kallað framlag mitt „einfeldnislegt“ titlar Haukur sig mann sem „spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun“ svo orðalag hans sé rétt eftir haft. Ég tel að Haukur hafi alveg skilið hvað ég var að segja, að hann þekki vel þessi grunnatriði hagfræðinnar, og sé viljandi að snúa út úr skrifum mínum. Og þó ég taki áhuga hans á mér og mínum skrifum fagnandi, frábið ég mér útúrsnúninga af því tagi sem hann ber endurtekið á borð um afstöðu mína í ýmsum málum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. 7. apríl 2022 07:00
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun