Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2022 13:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur hrakist úr einu víginu í annað, eftir að umdeild ummæli um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, féllu. Þau geta haft margvísleg áhrif á stöðu Framsóknarflokksins og Sigurð Inga sjálfan. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. Í stjórnmálum eru það oftar en ekki viðbrögðin við umdeildum orðum og athöfnum fremur en gjörningurinn sjálfur sem skilur á milli feigs og ófeigs. Einn reyndur stjórnmálamaður sem Vísir ræddi við vegna þessa máls sagði að sér hafi verið kennt varðandi mál sem þessi að segja satt og segja það strax. Sigurður Ingi hafi fallið á því prófi. Hann hefði átt að stíga strax fram eftir að ljóst var að umdeild ummæli hans, þar sem vísað er til húðlitar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, myndu ekki liggja í þagnargildi. Kæra sig ekki um Svarta-Pétur Sigurðar Inga Þegar þetta er ritað er staða Sigurðar Inga óljós en fá dæmi eru um að stjórnmálamenn á Íslandi segi af sér vegna hneykslismála. Eftir samtöl við ýmsa stjórnmálamenn og aðra sem tengjast þinginu búast fæstir við því að sú verði raunin. Meira að segja er talið að kæra til siðanefndar Alþingis muni ekki halda né hafa áhrif. Sigurður Ingi hefur sjálfur sagt að hann telji málið ekki þannig vaxið að hann hafi íhugað afsögn. Nú bregður svo við að formenn samstarfsflokka Framsóknar í ríkisstjórninni, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hafa ekki lýst yfir afgerandi stuðningi við Sigurð Inga, þau hafa fordæmt ummælin, þau séu óverjandi en sagt að þetta sé fyrst og fremst mál hans sjálfs. Hann hafi beðist afsökunar á ummælunum og framhaldið sé í hans höndum. Katrín og Bjarni ætla ekki að taka við þessum Svarta-Pétri úr höndum Sigurðar Inga. Katrín vísaði á Sigurð Inga að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í gær og sagði hlutverk blaðamanna að spyrja hann út í málið. Viðbrögð þeirra hljóta að skoðast í ljósi þess að innan ríkisstjórnarinnar er valdatafl og þetta er ekki til að styrkja stöðu Sigurðar Inga við ríkisstjórnarborðið. En um leið liggur fyrir að enginn áhugi er fyrir því að slíta stjórnarsamstarfinu. Sigurður Ingi bregst við seint og um síðir Búnaðarþing 2022 fór fram dagana 31. mars og 1. apríl á Hótel Natura í Reykjavík undir kjörorðunum Framsýnn landbúnaður. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ritaði sérstaka grein í tilefni þingsins. En í stað uppbyggilegrar umræðu um landbúnaðinn stendur þetta uppúr og eftir. Mörgum bóndanum gremst að ályktanir sem þar voru samþykktar hafa algerlega fallið í skugga hinna umdeildu ummæla sem féllu eftir veisluhöld aðfararnótt síðasta föstudags. Sigurður Ingi steig um síðir fram og baðst afsökunar á orðum sínum í stuttri yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Það gerði hann á mánudaginn eftir að það fór að spyrjast að hann hafi látið „óviðurkvæmileg“ orð falla. Þá er ekki úr vegi að ætla að eftir að Vigdís sjálf tjáði sig um málið hafi Sigurður Ingi talið sig knúinn að svara fyrir málið: „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Það sem meðal annars gerir allt þetta mál hið torkennilegasta er að ekki liggur nákvæmlega fyrir á hverju Sigurður Ingi er að biðjast afsökunar? Hann hefur forðast fjölmiðla eins og heitan eldinn, farið burtu í flæmingi eins og tilfellið var að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Í fyrsta viðtalinu sem hann veitti um þetta mál í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi sagði hann ítrekað: „Það sem einu sinni hefur verið sagt of mikið á maður ekki að segja aftur.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis tengjast ummælin því að hópur starfsmanna Bændasamtakanna vildu taka mynd af sér með Sigurði Inga í glensi og þá þannig að Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna væri í fangi þeirra. Þetta leist Sigurði Inga ekki á sagði með þjósti, eitthvað á þá leið: Á nú að fara að lyfta þeirri svörtu? Vigdís tjáir sig eftir óljósar fréttir af málinu Vigdís vildi framan af ekki tjá sig um atvikið við fjölmiðla og lét ekki ná í sig en eftir að umfjöllun fór að að taka einkennilega stefnu, eins og sjá má hér neðar í samantektinni, sendi Vigdís frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem fram kemur að Sigurður Ingi hafi viðhaft ummæli sem skírskota til húðlits hennar, en Vigdís á ættir að rekja til Indónesíu. Og að þau ummæli hafi sannarlega verið særandi. „Aldrei hélt ég að ég þyrfti að setjast niður og skrifa svona yfirlýsingu. Ég hef aldrei látið húðlit, kynþátt, kynferði eða annað skilgreina mig. Ég hef alltaf talið að verk mín og gjörðir töluðu fyrir sig sjálf, en núna tel ég mig knúna til að tjá mig um það sem gerðist. Á fimmtudaginn sl. sótti starfsfólk Bændasamtakanna, þar með talin ég flokkaboð til stjórnmálaflokka sem haldin eru í tengslum við Búnaðarþing og löng hefð hefur verið fyrir. Starfsfólk Bændasamtakanna óskaði eftir því að innviðaráðherra og fleiri væru með í myndatöku sem ég kom síðar að. Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð. Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins. Þeir smætta verk einstaklinga og gjörðir niður í lit eða kyn. Ég mun ekki tjá mig um þetta frekar heldur kýs núna að horfa fram á veginn að vinna úr þeim góðu niðurstöðum sem fram komu á Búnaðarþingi.“ Fyrstu fréttir af málinu voru óljósar en þær birtust á DV undir liðnum „Orðið á götunni“. Sú umfjöllun birtist ekki fyrr en á sunnudaginn, tveimur sólarhringum eftir uppákomuna þar sem greint er frá tveimur atvikum tengdum Búnaðarþingi sem mega heita til marks um að samskiptin milli Framsóknarflokksins og Bændasamtakanna séu köld. Sem eru tíðindi út af fyrir sig en Framsóknarflokkurinn var upphaflega lagður upp sem bændaflokkur. Bændasamtökin eru að endurskoða stöðu sína. Kólnandi milli BÍ og Framsóknarflokks Valdamestu stöður Bændasamtakanna eru í dag skipaðar gallhörðum Sjálfstæðismönnum, bæði Vigdís framkvæmdastjóri og Gunnar Þorgeirsson formaður. Annað atvikanna tengist því að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hafi ekki viljað faðma Gunnar sem við svo búið fór í fússi. „Á þessari sömu samkomu mun þá, samkvæmt öruggum heimildum Orðsins, hafa soðið uppúr á milli“ Gunnars og Lilju. Lilja hefur viljað gera lítið úr málinu en þó nefnt að þau Gunnar séu um ýmislegt ósammála. Hitt atvikið snýr svo að hinum umdeildu ummælum en í frásögn Orðsins á götunni segir að ein hefð á Búnaðarþingi sé sú að stjórnmálaflokkarnir bjóða þátttakendum í kvöldverð. Það var einmitt á slíkri samkomu, í eftirpartíi í Framsóknarhúsinu, sem ekkert varð af faðmlagi Lilju og Gunnars. Á sömu samkomu er Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagður hafa haft uppi niðrandi ummæli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, blandaði sér óvænt í leikinn.Framsóknarflokkurinn Frásögnin DV af málinu er skýr en sett fram undir formerkjum orðróms. Í kjölfarið fara fjölmiðlar að leita frekari upplýsinga um málið frá málsaðilum en þá verður sérkennileg vending. Aðstoðarmaður Sigurðar Inga, Ingveldur Sæmundsdóttir, stígur fram samdægurs og svarar með afgerandi hætti frásögn DV. Hún segir það af og frá að ráðherrann hafi viðhaft hin rasísku ummæli. „Þetta er algjört bull,“ segir Ingveldur í samtali við DV. Hún hélt því fram að hún hafi ekki neytt áfengis þetta kvöld og hún hafi staðið við hlið Sigurðar Inga þegar til stóð að halda á Vigdísi í einskonar planka. Frásögn Ingveldar stenst enga skoðun Samkvæmt heimildum Vísis er þessi frásögn Ingveldar einfaldlega röng í öllum meginatriðum, hún hafi hvergi verið nærri þegar ummælin féllu. Og það sem meira er, þá eru til myndir sem sýna einmitt það. Afsökunarbeiðni Sigurðar Inga stangast svo augljóslega á við orð Ingveldar, af hverju að biðjast afsökunar á því sem ekki var? Ingveldur hélt því svo fram seinna, eftir yfirlýsingu Sigurðar Inga, að hún hafi ekki ráðfært sig við Sigurð Inga áður en hún vildi kveða orðróm DV í kútinn. Á mánudaginn segir hún í skriflegu svari til Ríkisútvarpsins að hún hafi verið að segja frá því sem hún heyrði og varð vitni að og það hafi ekki verið borið undir ráðherra. Ef sú útgáfa er rétt liggur í það minnsta fyrir að Ingveldur hafi sýnt mikið frumkvæði í starfi en eftir því sem Vísir kemst næst eru fá dæmi um að aðstoðarmenn tjái sig um slík mál án samráðs við sinn yfirboðara. Nýtur enn stuðnings innan Framsóknarflokksins Fram hefur verið sett sú krafa um að Sigurður Ingi greini frá því hver ummæli hans voru svo taka megi afstöðu til afsökunarbeiðni hans. Sigurður Ingi fór hins vegar undan í flæmingi þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis leitaði viðbragða hans eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ráðgjafar ráðherra hafa að öllum líkindum, í kjölfar þess, hvatt hann til þess að veita viðtal og það gerði hann í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Eftir standa hins vegar, eins og hér hefur verið rakið, ýmsar spurningar. Og staða Sigurðar Inga hlýtur að teljast veikari eftir en áður. Sjálfur segist hann telja sig njóta stuðnings. Og þann stuðning er að finna innan Framsóknarflokksins. Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins en hún á ættir að rekja til Sri Lanka, segir það vissulega hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurðar Inga. En hann hringdi í Brynju vegna málsins og segir Brynja hann fullan iðrunar. Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista. Enginn hefur gert sig líklegan þar innan dyra að sækja að honum sem foringi flokksins, ekki Lilja Dögg varaformaður né Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra, en honum hefur ekki síst verið þakkaður stórsigur Framsóknarflokksins í síðustu Alþingiskosningum og hefur hann í því samhengi verið nefndur framtíðar leiðtogi. Hvorki Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra né Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður hans hafa veitt fréttastofu viðtal þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fréttaskýringar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Erlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Í stjórnmálum eru það oftar en ekki viðbrögðin við umdeildum orðum og athöfnum fremur en gjörningurinn sjálfur sem skilur á milli feigs og ófeigs. Einn reyndur stjórnmálamaður sem Vísir ræddi við vegna þessa máls sagði að sér hafi verið kennt varðandi mál sem þessi að segja satt og segja það strax. Sigurður Ingi hafi fallið á því prófi. Hann hefði átt að stíga strax fram eftir að ljóst var að umdeild ummæli hans, þar sem vísað er til húðlitar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, myndu ekki liggja í þagnargildi. Kæra sig ekki um Svarta-Pétur Sigurðar Inga Þegar þetta er ritað er staða Sigurðar Inga óljós en fá dæmi eru um að stjórnmálamenn á Íslandi segi af sér vegna hneykslismála. Eftir samtöl við ýmsa stjórnmálamenn og aðra sem tengjast þinginu búast fæstir við því að sú verði raunin. Meira að segja er talið að kæra til siðanefndar Alþingis muni ekki halda né hafa áhrif. Sigurður Ingi hefur sjálfur sagt að hann telji málið ekki þannig vaxið að hann hafi íhugað afsögn. Nú bregður svo við að formenn samstarfsflokka Framsóknar í ríkisstjórninni, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hafa ekki lýst yfir afgerandi stuðningi við Sigurð Inga, þau hafa fordæmt ummælin, þau séu óverjandi en sagt að þetta sé fyrst og fremst mál hans sjálfs. Hann hafi beðist afsökunar á ummælunum og framhaldið sé í hans höndum. Katrín og Bjarni ætla ekki að taka við þessum Svarta-Pétri úr höndum Sigurðar Inga. Katrín vísaði á Sigurð Inga að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í gær og sagði hlutverk blaðamanna að spyrja hann út í málið. Viðbrögð þeirra hljóta að skoðast í ljósi þess að innan ríkisstjórnarinnar er valdatafl og þetta er ekki til að styrkja stöðu Sigurðar Inga við ríkisstjórnarborðið. En um leið liggur fyrir að enginn áhugi er fyrir því að slíta stjórnarsamstarfinu. Sigurður Ingi bregst við seint og um síðir Búnaðarþing 2022 fór fram dagana 31. mars og 1. apríl á Hótel Natura í Reykjavík undir kjörorðunum Framsýnn landbúnaður. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ritaði sérstaka grein í tilefni þingsins. En í stað uppbyggilegrar umræðu um landbúnaðinn stendur þetta uppúr og eftir. Mörgum bóndanum gremst að ályktanir sem þar voru samþykktar hafa algerlega fallið í skugga hinna umdeildu ummæla sem féllu eftir veisluhöld aðfararnótt síðasta föstudags. Sigurður Ingi steig um síðir fram og baðst afsökunar á orðum sínum í stuttri yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Það gerði hann á mánudaginn eftir að það fór að spyrjast að hann hafi látið „óviðurkvæmileg“ orð falla. Þá er ekki úr vegi að ætla að eftir að Vigdís sjálf tjáði sig um málið hafi Sigurður Ingi talið sig knúinn að svara fyrir málið: „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Það sem meðal annars gerir allt þetta mál hið torkennilegasta er að ekki liggur nákvæmlega fyrir á hverju Sigurður Ingi er að biðjast afsökunar? Hann hefur forðast fjölmiðla eins og heitan eldinn, farið burtu í flæmingi eins og tilfellið var að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Í fyrsta viðtalinu sem hann veitti um þetta mál í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi sagði hann ítrekað: „Það sem einu sinni hefur verið sagt of mikið á maður ekki að segja aftur.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis tengjast ummælin því að hópur starfsmanna Bændasamtakanna vildu taka mynd af sér með Sigurði Inga í glensi og þá þannig að Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna væri í fangi þeirra. Þetta leist Sigurði Inga ekki á sagði með þjósti, eitthvað á þá leið: Á nú að fara að lyfta þeirri svörtu? Vigdís tjáir sig eftir óljósar fréttir af málinu Vigdís vildi framan af ekki tjá sig um atvikið við fjölmiðla og lét ekki ná í sig en eftir að umfjöllun fór að að taka einkennilega stefnu, eins og sjá má hér neðar í samantektinni, sendi Vigdís frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem fram kemur að Sigurður Ingi hafi viðhaft ummæli sem skírskota til húðlits hennar, en Vigdís á ættir að rekja til Indónesíu. Og að þau ummæli hafi sannarlega verið særandi. „Aldrei hélt ég að ég þyrfti að setjast niður og skrifa svona yfirlýsingu. Ég hef aldrei látið húðlit, kynþátt, kynferði eða annað skilgreina mig. Ég hef alltaf talið að verk mín og gjörðir töluðu fyrir sig sjálf, en núna tel ég mig knúna til að tjá mig um það sem gerðist. Á fimmtudaginn sl. sótti starfsfólk Bændasamtakanna, þar með talin ég flokkaboð til stjórnmálaflokka sem haldin eru í tengslum við Búnaðarþing og löng hefð hefur verið fyrir. Starfsfólk Bændasamtakanna óskaði eftir því að innviðaráðherra og fleiri væru með í myndatöku sem ég kom síðar að. Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð. Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins. Þeir smætta verk einstaklinga og gjörðir niður í lit eða kyn. Ég mun ekki tjá mig um þetta frekar heldur kýs núna að horfa fram á veginn að vinna úr þeim góðu niðurstöðum sem fram komu á Búnaðarþingi.“ Fyrstu fréttir af málinu voru óljósar en þær birtust á DV undir liðnum „Orðið á götunni“. Sú umfjöllun birtist ekki fyrr en á sunnudaginn, tveimur sólarhringum eftir uppákomuna þar sem greint er frá tveimur atvikum tengdum Búnaðarþingi sem mega heita til marks um að samskiptin milli Framsóknarflokksins og Bændasamtakanna séu köld. Sem eru tíðindi út af fyrir sig en Framsóknarflokkurinn var upphaflega lagður upp sem bændaflokkur. Bændasamtökin eru að endurskoða stöðu sína. Kólnandi milli BÍ og Framsóknarflokks Valdamestu stöður Bændasamtakanna eru í dag skipaðar gallhörðum Sjálfstæðismönnum, bæði Vigdís framkvæmdastjóri og Gunnar Þorgeirsson formaður. Annað atvikanna tengist því að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hafi ekki viljað faðma Gunnar sem við svo búið fór í fússi. „Á þessari sömu samkomu mun þá, samkvæmt öruggum heimildum Orðsins, hafa soðið uppúr á milli“ Gunnars og Lilju. Lilja hefur viljað gera lítið úr málinu en þó nefnt að þau Gunnar séu um ýmislegt ósammála. Hitt atvikið snýr svo að hinum umdeildu ummælum en í frásögn Orðsins á götunni segir að ein hefð á Búnaðarþingi sé sú að stjórnmálaflokkarnir bjóða þátttakendum í kvöldverð. Það var einmitt á slíkri samkomu, í eftirpartíi í Framsóknarhúsinu, sem ekkert varð af faðmlagi Lilju og Gunnars. Á sömu samkomu er Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagður hafa haft uppi niðrandi ummæli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, blandaði sér óvænt í leikinn.Framsóknarflokkurinn Frásögnin DV af málinu er skýr en sett fram undir formerkjum orðróms. Í kjölfarið fara fjölmiðlar að leita frekari upplýsinga um málið frá málsaðilum en þá verður sérkennileg vending. Aðstoðarmaður Sigurðar Inga, Ingveldur Sæmundsdóttir, stígur fram samdægurs og svarar með afgerandi hætti frásögn DV. Hún segir það af og frá að ráðherrann hafi viðhaft hin rasísku ummæli. „Þetta er algjört bull,“ segir Ingveldur í samtali við DV. Hún hélt því fram að hún hafi ekki neytt áfengis þetta kvöld og hún hafi staðið við hlið Sigurðar Inga þegar til stóð að halda á Vigdísi í einskonar planka. Frásögn Ingveldar stenst enga skoðun Samkvæmt heimildum Vísis er þessi frásögn Ingveldar einfaldlega röng í öllum meginatriðum, hún hafi hvergi verið nærri þegar ummælin féllu. Og það sem meira er, þá eru til myndir sem sýna einmitt það. Afsökunarbeiðni Sigurðar Inga stangast svo augljóslega á við orð Ingveldar, af hverju að biðjast afsökunar á því sem ekki var? Ingveldur hélt því svo fram seinna, eftir yfirlýsingu Sigurðar Inga, að hún hafi ekki ráðfært sig við Sigurð Inga áður en hún vildi kveða orðróm DV í kútinn. Á mánudaginn segir hún í skriflegu svari til Ríkisútvarpsins að hún hafi verið að segja frá því sem hún heyrði og varð vitni að og það hafi ekki verið borið undir ráðherra. Ef sú útgáfa er rétt liggur í það minnsta fyrir að Ingveldur hafi sýnt mikið frumkvæði í starfi en eftir því sem Vísir kemst næst eru fá dæmi um að aðstoðarmenn tjái sig um slík mál án samráðs við sinn yfirboðara. Nýtur enn stuðnings innan Framsóknarflokksins Fram hefur verið sett sú krafa um að Sigurður Ingi greini frá því hver ummæli hans voru svo taka megi afstöðu til afsökunarbeiðni hans. Sigurður Ingi fór hins vegar undan í flæmingi þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis leitaði viðbragða hans eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ráðgjafar ráðherra hafa að öllum líkindum, í kjölfar þess, hvatt hann til þess að veita viðtal og það gerði hann í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Eftir standa hins vegar, eins og hér hefur verið rakið, ýmsar spurningar. Og staða Sigurðar Inga hlýtur að teljast veikari eftir en áður. Sjálfur segist hann telja sig njóta stuðnings. Og þann stuðning er að finna innan Framsóknarflokksins. Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins en hún á ættir að rekja til Sri Lanka, segir það vissulega hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurðar Inga. En hann hringdi í Brynju vegna málsins og segir Brynja hann fullan iðrunar. Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista. Enginn hefur gert sig líklegan þar innan dyra að sækja að honum sem foringi flokksins, ekki Lilja Dögg varaformaður né Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra, en honum hefur ekki síst verið þakkaður stórsigur Framsóknarflokksins í síðustu Alþingiskosningum og hefur hann í því samhengi verið nefndur framtíðar leiðtogi. Hvorki Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra né Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður hans hafa veitt fréttastofu viðtal þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis.
„Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“
„Aldrei hélt ég að ég þyrfti að setjast niður og skrifa svona yfirlýsingu. Ég hef aldrei látið húðlit, kynþátt, kynferði eða annað skilgreina mig. Ég hef alltaf talið að verk mín og gjörðir töluðu fyrir sig sjálf, en núna tel ég mig knúna til að tjá mig um það sem gerðist. Á fimmtudaginn sl. sótti starfsfólk Bændasamtakanna, þar með talin ég flokkaboð til stjórnmálaflokka sem haldin eru í tengslum við Búnaðarþing og löng hefð hefur verið fyrir. Starfsfólk Bændasamtakanna óskaði eftir því að innviðaráðherra og fleiri væru með í myndatöku sem ég kom síðar að. Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð. Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins. Þeir smætta verk einstaklinga og gjörðir niður í lit eða kyn. Ég mun ekki tjá mig um þetta frekar heldur kýs núna að horfa fram á veginn að vinna úr þeim góðu niðurstöðum sem fram komu á Búnaðarþingi.“
Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fréttaskýringar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Erlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira