Svona gengur okkur best í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. apríl 2022 07:01 Að rækta okkur sjálf í vinnunni og ná að vera besta útgáfan af okkur sjálfum skilar sér margfalt. Við erum ánægðari, líður vel, gerum meira og gerum betur. Við þurfum alls ekki að bíða eftir árlegu starfsmannasamtali til að átta okkur á því hvernig okkur getur gengið sem best í vinnunni. Vísir/Getty Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. Því það besta sem við gerum er að rækta okkur sjálf alla daga og vera sem best meðvituð sjálf. Ávinningurinn er ótvíræður því með sjálfsrækt náum við bæði að líða vel og ganga vel. Já, við verðum hreinlega besta útgáfan af okkur sjálfum. Hér eru nokkur góð ráð sem Harvard Business Review tók saman. Að umbylta veikleika í styrkleika: Hvernig? Rannsóknir sýna að 97% fólks er meðvitað um hvar þeirra helstu veikleikar liggja. Hins vegar sýna rannsóknir einnig að stjórnendur segja aðeins 10% starfsfólks sýna breytingar í kjölfar frammistöðumats eða starfsmannasamtals. Hér eru þrjú atriði sem geta hjálpað til við að umbylta veikleikum í styrkleika. Vertu vakandi yfir augnablikum eða aðstæðum sem vekja hjá þér smá kvíðatilfinningu eða óróa. Ef þú ert til dæmis alltaf að tékka á póstinum þínum eða að fresta endalaust einhverju verkefni eru þetta hegðun sem þú vilt breyta. Fyrsta skrefið í breytingunni er einmitt að átta sig á augnablikinu eða hegðuninni okkar. Það fyrsta sem við gerum er því það að átta okkur á því hvað það er sem við viljum gera betur og leyfa okkur að velta því fyrir okkur um stund. Næst er síðan að ákveða hvernig við ætlum að breyta þessu og hvaða leiðir henta okkur best til þess að það sé líklegt að við náum breytingunum fram. En gleymum þeim ekki og erum komin í sama farið aftur á morgun eða í næstu viku. Skrifaðu niður markmið og árangur Við erum flest með verkefnalista yfir daginn en eitt af því sem hjálpar okkur í að standa okkur sem best er að skrifa líka niður markmiðin okkar fyrir vinnudaginn eða vinnuvikuna og gefa okkur síðan nokkrar mínútur í að meta hvernig okkur gekk. Markmiðin verða að vera mælanleg og raunhæf. Það er til dæmis ekki sniðugt að ætla sér of margt eða of mikið og líða síðan eftir á eins og okkur hafi mistekist eitthvað. Frekar að setja okkur færri markmið og taka eitt skref í einu. Að finna taktinn í þessu getur oft tekið okkur eina til tvær vikur í það minnsta. Þannig að ekki hafa áhyggjur af því þótt þér takist þetta ekki strax í dag. Svo auðvelt að auka við þekkingu Þótt við séum í starfi sem við teljum okkur þekkja í bak og fyrir getum við alltaf tekið ákvörðun um að læra meira. Og með því að læra meira, getum við meira eða skiljum betur ýmislegt sem við kannski áður höfðum ekki þekkingu á. Hér erum við ekki að tala um að kúvenda einhverju og tilkynna að við séum sest á skólabekk eða búin að skrá okkur á námskeið. Nei alls ekki. Flest finnum við meira að segja á netinu og það getur hreinlega verið gaman að velta því fyrir okkur hvað væri til dæmis sniðugt að kynna okkur betur í þessum mánuði? Ættum við að lesa okkur til um leiðtogaþjálfun? Góð samskipti? Aðskilnað einkalífs og vinnu? Góðan svefn? Eða er eitthvað sem vinnufélagi hefur oft hjálpað okkur með og við tökum ákvörðun um að reyna að læra sjálf í þessum mánuði? Trúðu á mátt spurninga og lærðu á þær réttu Í vinnunni okkar eigum við ekki að vera feimin við að spyrja spurninga. Sem hljómar svo einfalt en er oft eitthvað sem við gerum of sjaldan. Oft er það því alltaf sama starfsfólkið sem talar til dæmis á fundum. Að taka þátt í umræðum og spyrja góðra spurninga er hins vegar valdeflandi fyrir okkur sjálf. Okkur líður hreinlega vel og það að spyrja góðra spurninga er oft ein leiðin til að færa okkur úr þægindarammanum og yfir í að efla sjálfsöryggið. Vittu til – þetta virkar! Okkar eigin líðan Þá er það heilsan og hér erum við ekki bara að tala um líkamsrækt og hreyfingu heldur hreinlega okkar eigin líðan: Andlega og líkamlega heilsu. Ef við upplifum oft mikið álag í vinnunni er strax tilefni til að skoða allt sem við mögulega getum gert til að draga úr því álagi. Margt getur batnað með því að forgangsraða verkefnunum okkar öðruvísi en við höfum gert og lykilatriði er auðvitað að svefninn okkar sé góður. Þá skiptir miklu máli að hugurinn hvílist frá vinnu eftir vinnu. Það felst alltaf ávinningur í því að gefa okkur nokkrar mínútur reglulega í að huga að þessum málum. Sigraðu gagnrýni Stundum getum við farið alveg niður í kjallara þegar að einhver gagnrýnir okkur. Skiptir þá engu hvort annað fólk áttar sig á því eða ekki því ekki er allt sem sýnist og meira að segja forstjórinn getur orðið miður sín þótt hann virðist taka öllu vel. Hér er aðalmálið að bregðast rétt við gagnrýni, ekki að fara í uppnám né reiði og ná að læra af því sem verið er að gagnrýna. Að sama skapi þurfum við að passa vel hvernig við orðum hlutina þannig að okkar gagnrýni sé uppbyggileg fyrir aðra. Við sigrum gagnrýni best með því að læra sjálf af henni og verða fyrirmynd annarra að því hvernig hægt er að gagnrýna á jákvæðan hátt. Ekki multitaska Að æða úr einu í annað eða vera með of marga bolta á lofti er það versta sem við gerum fyrir okkar eigin frammistöðu eða afkastagetu. Því það að multitaska hefur margsinnis verið sannað með rannsóknum að skilar ekki góðum árangri. Þetta er fyrir marga hægara sagt en svo sannarlega eitthvað sem við eigum að reyna að venja okkur af hið fyrsta. Að gera frekar eitt í einu og klára, eða vinna markvisst eftir verkefnalistanum eða að forgangsraða betur og halda sig við þá forgangsröðun eru allt atriði sem hjálpa. Við erum trufluð á 40 sekúndna fresti Rannsóknir sýna að það er eitthvað sem truflar okkur í vinnunni á um 40 sekúndna fresti. Þetta er vægast sagt rosalegt: Við náum ekki að vinna í eina mínútu án þess að eitthvað trufli! Suma truflun getum við dregið úr sjálf. Til dæmis með því að vera ekki með Facebook tilkynningar opnar í símanum eða á tölvuskjánum. Eða að færa okkur um set í vinnunni og loka okkur aðeins af á meðan við klárum eitthvað verkefni. Að snúa símanum á hvolf er einföld leið. Til þess að ganga sem best í vinnunni þurfum við að reyna að draga úr allri óþarfa truflun eins mikið og hægt er. Hér þarf því hver og einn að kryfja það í sínu umhverfi, hvað er að trufla oftast eða mest. Ekki segja JÁ alltaf Síðan er það þetta með að taka ekki of mikið að sér. Segja JÁ við öllum verkefnum, án þess að losa um önnur verkefni um leið. Eða segja JÁ við öllu og vera síðan í algjöru stressi og vanlíðan því við erum að reyna að gera allt of mikið. Oftast þá meira en til okkar er ætlast yfir höfuð. Það er í góðu lagi að segja JÁ við nýjum verkefnum. En við þurfum öll að passa upp á að verkefnin sem við tökum að okkur, eða skilatími þeirra, sé í samræmi við það sem við getum eða treystum okkur í án þess að verða kvíðin eða stressuð. Stundum er gott að horfa á verkefnalistann okkar og gera tímaáætlun (raunhæfa!) fyrir hvert verkefni áður en við segjum JÁ við einhverju nýju eða þegar okkur finnst við einhvern veginn ekki vera að ná að standa við það sem við ætluðum okkur að gera. Góðu ráðin Tengdar fréttir Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Að gera góðan verkefnalista fyrir daginn getur létt á verkefnaálagi og áhyggjum eða því að gleyma að koma einhverju ákveðnu í verk. En hvernig gerum við listan og hvernig er best að forgangsraða verkefnum? 7. apríl 2020 09:00 Ósýnilega vinnan þín (sem er launalaus) Við getum bætt tímastjórnunina okkar verulega með því að verða meðvitaðri um í hverju skuggavinnan okkar felst alla daga. 29. október 2021 07:01 Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01 Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Því það besta sem við gerum er að rækta okkur sjálf alla daga og vera sem best meðvituð sjálf. Ávinningurinn er ótvíræður því með sjálfsrækt náum við bæði að líða vel og ganga vel. Já, við verðum hreinlega besta útgáfan af okkur sjálfum. Hér eru nokkur góð ráð sem Harvard Business Review tók saman. Að umbylta veikleika í styrkleika: Hvernig? Rannsóknir sýna að 97% fólks er meðvitað um hvar þeirra helstu veikleikar liggja. Hins vegar sýna rannsóknir einnig að stjórnendur segja aðeins 10% starfsfólks sýna breytingar í kjölfar frammistöðumats eða starfsmannasamtals. Hér eru þrjú atriði sem geta hjálpað til við að umbylta veikleikum í styrkleika. Vertu vakandi yfir augnablikum eða aðstæðum sem vekja hjá þér smá kvíðatilfinningu eða óróa. Ef þú ert til dæmis alltaf að tékka á póstinum þínum eða að fresta endalaust einhverju verkefni eru þetta hegðun sem þú vilt breyta. Fyrsta skrefið í breytingunni er einmitt að átta sig á augnablikinu eða hegðuninni okkar. Það fyrsta sem við gerum er því það að átta okkur á því hvað það er sem við viljum gera betur og leyfa okkur að velta því fyrir okkur um stund. Næst er síðan að ákveða hvernig við ætlum að breyta þessu og hvaða leiðir henta okkur best til þess að það sé líklegt að við náum breytingunum fram. En gleymum þeim ekki og erum komin í sama farið aftur á morgun eða í næstu viku. Skrifaðu niður markmið og árangur Við erum flest með verkefnalista yfir daginn en eitt af því sem hjálpar okkur í að standa okkur sem best er að skrifa líka niður markmiðin okkar fyrir vinnudaginn eða vinnuvikuna og gefa okkur síðan nokkrar mínútur í að meta hvernig okkur gekk. Markmiðin verða að vera mælanleg og raunhæf. Það er til dæmis ekki sniðugt að ætla sér of margt eða of mikið og líða síðan eftir á eins og okkur hafi mistekist eitthvað. Frekar að setja okkur færri markmið og taka eitt skref í einu. Að finna taktinn í þessu getur oft tekið okkur eina til tvær vikur í það minnsta. Þannig að ekki hafa áhyggjur af því þótt þér takist þetta ekki strax í dag. Svo auðvelt að auka við þekkingu Þótt við séum í starfi sem við teljum okkur þekkja í bak og fyrir getum við alltaf tekið ákvörðun um að læra meira. Og með því að læra meira, getum við meira eða skiljum betur ýmislegt sem við kannski áður höfðum ekki þekkingu á. Hér erum við ekki að tala um að kúvenda einhverju og tilkynna að við séum sest á skólabekk eða búin að skrá okkur á námskeið. Nei alls ekki. Flest finnum við meira að segja á netinu og það getur hreinlega verið gaman að velta því fyrir okkur hvað væri til dæmis sniðugt að kynna okkur betur í þessum mánuði? Ættum við að lesa okkur til um leiðtogaþjálfun? Góð samskipti? Aðskilnað einkalífs og vinnu? Góðan svefn? Eða er eitthvað sem vinnufélagi hefur oft hjálpað okkur með og við tökum ákvörðun um að reyna að læra sjálf í þessum mánuði? Trúðu á mátt spurninga og lærðu á þær réttu Í vinnunni okkar eigum við ekki að vera feimin við að spyrja spurninga. Sem hljómar svo einfalt en er oft eitthvað sem við gerum of sjaldan. Oft er það því alltaf sama starfsfólkið sem talar til dæmis á fundum. Að taka þátt í umræðum og spyrja góðra spurninga er hins vegar valdeflandi fyrir okkur sjálf. Okkur líður hreinlega vel og það að spyrja góðra spurninga er oft ein leiðin til að færa okkur úr þægindarammanum og yfir í að efla sjálfsöryggið. Vittu til – þetta virkar! Okkar eigin líðan Þá er það heilsan og hér erum við ekki bara að tala um líkamsrækt og hreyfingu heldur hreinlega okkar eigin líðan: Andlega og líkamlega heilsu. Ef við upplifum oft mikið álag í vinnunni er strax tilefni til að skoða allt sem við mögulega getum gert til að draga úr því álagi. Margt getur batnað með því að forgangsraða verkefnunum okkar öðruvísi en við höfum gert og lykilatriði er auðvitað að svefninn okkar sé góður. Þá skiptir miklu máli að hugurinn hvílist frá vinnu eftir vinnu. Það felst alltaf ávinningur í því að gefa okkur nokkrar mínútur reglulega í að huga að þessum málum. Sigraðu gagnrýni Stundum getum við farið alveg niður í kjallara þegar að einhver gagnrýnir okkur. Skiptir þá engu hvort annað fólk áttar sig á því eða ekki því ekki er allt sem sýnist og meira að segja forstjórinn getur orðið miður sín þótt hann virðist taka öllu vel. Hér er aðalmálið að bregðast rétt við gagnrýni, ekki að fara í uppnám né reiði og ná að læra af því sem verið er að gagnrýna. Að sama skapi þurfum við að passa vel hvernig við orðum hlutina þannig að okkar gagnrýni sé uppbyggileg fyrir aðra. Við sigrum gagnrýni best með því að læra sjálf af henni og verða fyrirmynd annarra að því hvernig hægt er að gagnrýna á jákvæðan hátt. Ekki multitaska Að æða úr einu í annað eða vera með of marga bolta á lofti er það versta sem við gerum fyrir okkar eigin frammistöðu eða afkastagetu. Því það að multitaska hefur margsinnis verið sannað með rannsóknum að skilar ekki góðum árangri. Þetta er fyrir marga hægara sagt en svo sannarlega eitthvað sem við eigum að reyna að venja okkur af hið fyrsta. Að gera frekar eitt í einu og klára, eða vinna markvisst eftir verkefnalistanum eða að forgangsraða betur og halda sig við þá forgangsröðun eru allt atriði sem hjálpa. Við erum trufluð á 40 sekúndna fresti Rannsóknir sýna að það er eitthvað sem truflar okkur í vinnunni á um 40 sekúndna fresti. Þetta er vægast sagt rosalegt: Við náum ekki að vinna í eina mínútu án þess að eitthvað trufli! Suma truflun getum við dregið úr sjálf. Til dæmis með því að vera ekki með Facebook tilkynningar opnar í símanum eða á tölvuskjánum. Eða að færa okkur um set í vinnunni og loka okkur aðeins af á meðan við klárum eitthvað verkefni. Að snúa símanum á hvolf er einföld leið. Til þess að ganga sem best í vinnunni þurfum við að reyna að draga úr allri óþarfa truflun eins mikið og hægt er. Hér þarf því hver og einn að kryfja það í sínu umhverfi, hvað er að trufla oftast eða mest. Ekki segja JÁ alltaf Síðan er það þetta með að taka ekki of mikið að sér. Segja JÁ við öllum verkefnum, án þess að losa um önnur verkefni um leið. Eða segja JÁ við öllu og vera síðan í algjöru stressi og vanlíðan því við erum að reyna að gera allt of mikið. Oftast þá meira en til okkar er ætlast yfir höfuð. Það er í góðu lagi að segja JÁ við nýjum verkefnum. En við þurfum öll að passa upp á að verkefnin sem við tökum að okkur, eða skilatími þeirra, sé í samræmi við það sem við getum eða treystum okkur í án þess að verða kvíðin eða stressuð. Stundum er gott að horfa á verkefnalistann okkar og gera tímaáætlun (raunhæfa!) fyrir hvert verkefni áður en við segjum JÁ við einhverju nýju eða þegar okkur finnst við einhvern veginn ekki vera að ná að standa við það sem við ætluðum okkur að gera.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Að gera góðan verkefnalista fyrir daginn getur létt á verkefnaálagi og áhyggjum eða því að gleyma að koma einhverju ákveðnu í verk. En hvernig gerum við listan og hvernig er best að forgangsraða verkefnum? 7. apríl 2020 09:00 Ósýnilega vinnan þín (sem er launalaus) Við getum bætt tímastjórnunina okkar verulega með því að verða meðvitaðri um í hverju skuggavinnan okkar felst alla daga. 29. október 2021 07:01 Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01 Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Að gera góðan verkefnalista fyrir daginn getur létt á verkefnaálagi og áhyggjum eða því að gleyma að koma einhverju ákveðnu í verk. En hvernig gerum við listan og hvernig er best að forgangsraða verkefnum? 7. apríl 2020 09:00
Ósýnilega vinnan þín (sem er launalaus) Við getum bætt tímastjórnunina okkar verulega með því að verða meðvitaðri um í hverju skuggavinnan okkar felst alla daga. 29. október 2021 07:01
Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01
Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49
„Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00