Um hænsaeldi í loftbelgjum Ólafur Örn Pétursson skrifar 29. mars 2022 15:01 Í sveitarfélagi nokkru stendur til að setja upp 39 staðbundna loftbelgi af stærstu gerð, alvöru zeppelinför. Tilgangurinn með uppsetningunni er að rækta hænsni á prikum inni í þeim. Lífmassi fiðurfésins er allt að 10.000 tonn og verða tekjur fyrirtækisins sem stendur fyrir framtakinu umtalsverðar enda er fast sótt á leyfisveitingar á landsvísu. Með þessu framtaki munu fylgja einhver störf en það er þó á huldu með staðsetningu þeirra og bein áhrif á nærsamfélagið. Reynslan frá öðrum stöðum á landinu þar sem sama uppbygging hefur átt sér stað sýnir að eitthvað er um að störfin séu „án staðsetningar” líkt og nútíminn s.s leyfir og knýr á um sem og með tækniframförum eykst sjálfvirkni. Óumdeilt er að framtakið skilar útflutningstekjum fyrir hagkerfið og hefur áhrif á hagvöxt með umsvifum sínum. Einhverjir eru með múður eins og vaninn er. Alltaf til eitthvað fólk sem getur ekki bara þagað og hlýtt leikreglum samfélagsins. Það er auðséð að það búið að hanna alla atburðarás í þessum efnum og taka stefnuna fyrir allt að 10 árum síðan hjá hinu opinbera. Maður á ekkert að vera rífa kjaft eða vera með vesen. Annars fær maður ekki að skrifa hjá hjá kaupfélaginu lengur. Þrátt fyrir þetta er allskonar ágætt fólk að benda á nokkur atriði sem mætti skoða. - Staðsetning hænsnabelgjanna er í klösum yfir nálægu straumvatni sem heitir FLögurinn. Í upphafi áttu um 12 belgjanna að vera yfir HNesinu rétt við næsta þéttbýli en þá urðu margir hvumsa sem annars eru ekki vanir að vera með vesen og bauðst þá fyrirtækið til að færa þessa belgi úr sjónfæri við þorpið og innst upp með vatninu nærri HallFOrmsstað þar sem færri búa og atvinnustarfsemin einkenndist hvort sem er meira af einhverju krútti sem ekki stæðist samanburð við nútíma atvinnurekstur. Þannig var það nú allt „leyst" í samstarfi við íbúanna í mesta bróðerni af hálfu fyrirtækisins. Svokölluð smjörklípa þar sem aldrei hefði fengist leyfi hvort eð er fyrir fyrstu tillögunni. Sjónræn áhrif af þessari uppbyggingu eru einstaklingsbundin matsatriði hvort sem er. Það finnst sumum þetta blómlegt og verklegt meðan öðrum hugnast þetta síður og finnst jafnvel skemma fyrir samfélaginu sínu með mengun og einhverjum þáttum mannlegrar tilveru og atvinnulífs. - Loftbelgirnir þurfa landfesti með vírum til jarðar sem eru skástrengdir út við bakka Fljótsins og inn á nálægar bújarðir svo þeir reki ekki undan loftstraumum í burt við næstu lægð. Þetta hefur nú eitthvað smávegis rask í för með sér og bændum sem búsmala bent á að það sé alltaf hægt að beygja í kring um vírana og festarnar ef þær eru fyrir í daglegum störfum. Það er reyndar eitthvað þvaður enn í sumum. Það er innanlandsflugvöllur á HNesinu og vírarnir gætu klippt vængi af vélum sem eru að koma inn til lendingar eða við flugtak. Vírarnir verða líka mögulega tálmi á uppbyggingu sama flugvallar sem alvöru alþjóðaflugvöllur. Þetta er bara blásið út af kortinu enda lenda allskonar rellur í snarbröttum hlíðum Himalayafjalla. Jútúbb er fullt af vídeóum af svoleiðis. - Eins liggja títtnefndar landfestar ólöglega nærri jarðstrengjum samkvæmt landslögum og gætu klippt þá í sundur og þar með skaðað internetsamband á landsvísu. Það er nefnilega tilgreint lagalegt helgunarsvæði nærri þeim til að verja þá fyrir slíku hnjaski. Við nánari athugun kemur það reyndar fram að við umsóknarferlið gerði fyrirtækið „mistök” og minnkaði óvart í teikningum sínum áhrifasvæði fyrirætlana sinna á þessa innviði. Einhverjir öfgapésar telja það þetta sé tilraun til að falsa umsóknina til að blekkja starfsfólk hins opinbera. Aðrir benda á að svona leyfisumsóknir séu afar erfiðar í vinnslu sama hversu hroðvirknislega þær eru unnar og það sé létt mál að gera innsláttarvillur í autocad þar sem um er að ræða fleiri milljarðar króna verkefni. það kemur ekki að sök því þegar upp komst um mistökin. Það er einfaldlega farið í þingmenn sem og ráðherra og gengið í að breyta lögum um helgunarsvæði strengsins. - Allar þessar hænur í belgjunum þarf að fóðra svo þær megi stækka nægilega til slátrunar. Af þessu fóðri fellur til saurmengun í fljótið og nærliggjandi skóg þar sem þær svífa fyrir ofan. Saurmagnið nemur sem affalli af um 100.000 manna „þorpi“ og það er óumdeilt að skítahrúgurnar munu steindrepa mest allt líf beint undir loftbelgjunum. Þeir verða þó dregnir um á milli hænsnkynslóða svo að brunablettirnir í skóginum og fljótsbotninum fá tíma til að vaxa saman. Samtímis er krísa í mannheimum yfir skolpmálum í næsta þéttbýli á EKKIEgilsstöðum sem nemur nokkur þúsund manns og munu framkvæmdir sem hljótast af því kosta drjúgan skilding. - Víða annars staðar í heiminum og svo sem líka á Íslandi vill hænsnalús leggjast á blessað fiðurféð sem getur ekki sloppið úr eldinu og étur hún það lifandi fast í loftbelgjunum ef ekkert er að hafst. Ráðið við þessu er að úða þrávirku taugaeitri á matinn sem er verið að framleiða sem hefur samkvæmt skýrslum innlendra eftirlitsaðila þann prýðilega eiginleika að drepa lýsnar jafnvel mörgum vikum eftir að því hefur verið beitt. Óhjákvæmilega smitast eitrið í fljótið og nærliggjandi skóg með þeim áhrifum að skordýralíf almennt minnkar með tilheyrandi áhrifum á gróður og fuglalíf á svæðinu. Eins og staðan er nú þá er ekki þessa lús að finna á Austurlandi en því er enn ósvarað með starfsemina hvernig brugðist verður við ef hún berst austur því ekki er ráðin mörg við henni. Verður þá heimild til notkunar eitursins sett á eftir útgáfu starfsleyfisins? Þegar spurt er um þetta er engu svarað enda það alveg vitað að það er eina leiðin til að halda partýinu áfram. - Þekkt er að hænsnin eiga það til að sleppa úr belgjunum og sum þeirra sem lifa nógu lengi para sig með rjúpum á svæðinu og eignast með þeim frjó blendingsafkvæmi. Sumum finnst þetta vera bara í lagi enda er þetta líffræðileg þróun og nýju „rjúpurnar” eru hvort eð er miklu stærri og matarmeiri. Rjúpnaskyttur og sumir líffræðingar eru eitthvað að mögla yfir þessu enda rjúpur hánorrænn stofn undir álagi vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Skytturnar vilja helst bara halda í gömlu rjúpuna sína; hafa einhvern óljósan grun um útivist, matarmenningu, veiðieðli og jólin. Þessir hópar einkennast aðallega af elítunálgun á nýtingu umhverfisins eða sérvisku og þráhyggju fyrir einstökum lífverum sem viðfangsefni fræðilegu viðfangsefni. Varðandi uppsetningu rekstrarins, eignarhald og hverjir græða á notkun á þessari sameiginlegu auðlind okkar sem hafið er þá er kannski helst vert að athuga hvar peningarnir úr því koma ekki. - Engin fasteignagjöld eru greidd af loftbelgjunum ná landfestum til sveitarfélagsins. - Engin kvíagjöld eru greidd af loftbelgjaleyfum sem eru veitt til 16 ára í senn. Hvorki til sveitarfélags né ríkis. Sama leyfi kostar 30 milljarða í Noregi þó með mun lengri notkunartíma. Auðveldlega er hægt að umreikna þetta í 16 ára afskriftir miðað við 70 ára nýtingu líkt og þekkist t.d. með afnot einkaaðila af vatnsafli á landi. Þessa útreikninga má útkljá og kljást um með þekktum alþjóðlegum aðferðum á sviði auðlindarentu. - Útsvar starfsmanna eldis rennur til sveitarfélagsins í A hluta sem eru krónískt reknir með tapi á landsvísu. - Innkoma B hluta EKKIhafnarsjóðs er hverfandi miðað við umsvif af veltu. - Sérstakt auðlindagjald rennur nú til ríkissjóðs og af því geta nú sveitarfélögin sem í eru með hænsneldi barist um heilar 190 milljónir árlega innbyrðis og þrætt um hver hafi fengið meira eða minna af þessum fáránlega sjóði og fyrirkomulagi sett á af þingheimi. Okkar eigin þingmönnum. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir gríðarháa veltu og afar arðbæra starfsemi þá fá sveitarfélögin afar litlar tekjur af fyrirkomulaginu. Reyndar svo litla að jaðrar við forsmán á íbúa sveitarfélaganna miðað við umsvifin, mengun, rask og ruðningsáhrif á aðra starfsemi. Að öllu ofangreindu má loks nefna eitt það versta við þetta ferli allt saman enn sem komið er. Þessi fyrirætlaða starfsemi hefur stuðlað að heiftarlegum og á stundum ómálefnalegum deilum milli nágranna, vina, samstarfsfólks og kunningja. Fólki sem hafði enga skoðun á eldi almennt fyrr en því var landað í hausinn á okkur. Sveitarstjórnarstigið ekki bara í þessu tiltekna sveitarfélagi eru sekt um samdaunasýki við almennt sífellt þyngri og heimskulegri stjórnsýslu um keisarans skegg sem í tilfelli þessa máls var hönnuð frá upphafi til að koma hænsneldinu í gegn án fyrirstöðu og án raunverulegs lýðræðislegs undanfara. Tilsvör sveitarstjórnarfólks sem einkennast af orðhengilshætti sundra tiltrú íbúa á meint lýðræði og tilgang kjörinna fulltrúa. Sömu fulltrúar okkar hafa gerst sekir að stinga hausnum í sandinn í þessu máli og takast ekki á við vilja íbúa né berjast opinberlega fyrir hagsmunum þeirra hvernig sem þeirra afstaða er. Í stað þess liggja nefndir sem þeir stýra í blindu við að grenndarkynna fánastangir og rotþrær við sumarbústaði enda hefur þeim verið sagt „að það eigi að gera”. Ef að sýn á fulltrúalýðræði snýst orðið um að túlka reglur og tilskipanir af ofan en ekki berjast fyrir hagsmunum sinna umbjóðenda með beinum aðgerðum þá má alveg eins setja upp „lagatæknitúlkunargervil” á skrifstofu Múlaþings. Að því sögðu mega fulltrúar líka berjast fyrir því að að trúa á að hænsnaeldið sé málið. Það er bara ekki hægt að fela sig á bak við kerfin því þau eru hönnuð til fyrirframgefnar niðurstöðu. Að ofangefinni samlíkingu um hænsnaeldi á Fljótsdalshéraði sé ég ekki annað en að þar færi ekki allt á hliðina þar við viðlíka aðstæður og eru nú í boði á Seyðisfirði. Staðreyndin í þessari deilu um mengun, samfélag, atvinnulíf og líklega undir niðri hverjir séu öðrum þóknanlegir til að ráða málum er sú að þeir sem gjalda varhug við þessum fyrirætlunum skrifa aðsendar skammargreinar og koma sér í fjölmiðla. Stjórnendur og eigendur hænsnaeldisins taka upp símann og bóka sinn fund hjá ráðherrum og þingmönnum og breyta leiknum þegar þeir þurfa. Það er ójafnt gefið. Kjörnir fulltrúar mínir á þingi veit ég almennt hreinlega yfirleitt ekkert hvað eru að gera í þessum málaflokki. Þeir eru amk ekki að stuðla að sátt né sanngirni ef þetta er skýr stefna valdsins. Höfundur er landfræðingur, bóndi á Skálanesi, atvinnurekandi, hagsmunaaðili og líklegast anarkisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í sveitarfélagi nokkru stendur til að setja upp 39 staðbundna loftbelgi af stærstu gerð, alvöru zeppelinför. Tilgangurinn með uppsetningunni er að rækta hænsni á prikum inni í þeim. Lífmassi fiðurfésins er allt að 10.000 tonn og verða tekjur fyrirtækisins sem stendur fyrir framtakinu umtalsverðar enda er fast sótt á leyfisveitingar á landsvísu. Með þessu framtaki munu fylgja einhver störf en það er þó á huldu með staðsetningu þeirra og bein áhrif á nærsamfélagið. Reynslan frá öðrum stöðum á landinu þar sem sama uppbygging hefur átt sér stað sýnir að eitthvað er um að störfin séu „án staðsetningar” líkt og nútíminn s.s leyfir og knýr á um sem og með tækniframförum eykst sjálfvirkni. Óumdeilt er að framtakið skilar útflutningstekjum fyrir hagkerfið og hefur áhrif á hagvöxt með umsvifum sínum. Einhverjir eru með múður eins og vaninn er. Alltaf til eitthvað fólk sem getur ekki bara þagað og hlýtt leikreglum samfélagsins. Það er auðséð að það búið að hanna alla atburðarás í þessum efnum og taka stefnuna fyrir allt að 10 árum síðan hjá hinu opinbera. Maður á ekkert að vera rífa kjaft eða vera með vesen. Annars fær maður ekki að skrifa hjá hjá kaupfélaginu lengur. Þrátt fyrir þetta er allskonar ágætt fólk að benda á nokkur atriði sem mætti skoða. - Staðsetning hænsnabelgjanna er í klösum yfir nálægu straumvatni sem heitir FLögurinn. Í upphafi áttu um 12 belgjanna að vera yfir HNesinu rétt við næsta þéttbýli en þá urðu margir hvumsa sem annars eru ekki vanir að vera með vesen og bauðst þá fyrirtækið til að færa þessa belgi úr sjónfæri við þorpið og innst upp með vatninu nærri HallFOrmsstað þar sem færri búa og atvinnustarfsemin einkenndist hvort sem er meira af einhverju krútti sem ekki stæðist samanburð við nútíma atvinnurekstur. Þannig var það nú allt „leyst" í samstarfi við íbúanna í mesta bróðerni af hálfu fyrirtækisins. Svokölluð smjörklípa þar sem aldrei hefði fengist leyfi hvort eð er fyrir fyrstu tillögunni. Sjónræn áhrif af þessari uppbyggingu eru einstaklingsbundin matsatriði hvort sem er. Það finnst sumum þetta blómlegt og verklegt meðan öðrum hugnast þetta síður og finnst jafnvel skemma fyrir samfélaginu sínu með mengun og einhverjum þáttum mannlegrar tilveru og atvinnulífs. - Loftbelgirnir þurfa landfesti með vírum til jarðar sem eru skástrengdir út við bakka Fljótsins og inn á nálægar bújarðir svo þeir reki ekki undan loftstraumum í burt við næstu lægð. Þetta hefur nú eitthvað smávegis rask í för með sér og bændum sem búsmala bent á að það sé alltaf hægt að beygja í kring um vírana og festarnar ef þær eru fyrir í daglegum störfum. Það er reyndar eitthvað þvaður enn í sumum. Það er innanlandsflugvöllur á HNesinu og vírarnir gætu klippt vængi af vélum sem eru að koma inn til lendingar eða við flugtak. Vírarnir verða líka mögulega tálmi á uppbyggingu sama flugvallar sem alvöru alþjóðaflugvöllur. Þetta er bara blásið út af kortinu enda lenda allskonar rellur í snarbröttum hlíðum Himalayafjalla. Jútúbb er fullt af vídeóum af svoleiðis. - Eins liggja títtnefndar landfestar ólöglega nærri jarðstrengjum samkvæmt landslögum og gætu klippt þá í sundur og þar með skaðað internetsamband á landsvísu. Það er nefnilega tilgreint lagalegt helgunarsvæði nærri þeim til að verja þá fyrir slíku hnjaski. Við nánari athugun kemur það reyndar fram að við umsóknarferlið gerði fyrirtækið „mistök” og minnkaði óvart í teikningum sínum áhrifasvæði fyrirætlana sinna á þessa innviði. Einhverjir öfgapésar telja það þetta sé tilraun til að falsa umsóknina til að blekkja starfsfólk hins opinbera. Aðrir benda á að svona leyfisumsóknir séu afar erfiðar í vinnslu sama hversu hroðvirknislega þær eru unnar og það sé létt mál að gera innsláttarvillur í autocad þar sem um er að ræða fleiri milljarðar króna verkefni. það kemur ekki að sök því þegar upp komst um mistökin. Það er einfaldlega farið í þingmenn sem og ráðherra og gengið í að breyta lögum um helgunarsvæði strengsins. - Allar þessar hænur í belgjunum þarf að fóðra svo þær megi stækka nægilega til slátrunar. Af þessu fóðri fellur til saurmengun í fljótið og nærliggjandi skóg þar sem þær svífa fyrir ofan. Saurmagnið nemur sem affalli af um 100.000 manna „þorpi“ og það er óumdeilt að skítahrúgurnar munu steindrepa mest allt líf beint undir loftbelgjunum. Þeir verða þó dregnir um á milli hænsnkynslóða svo að brunablettirnir í skóginum og fljótsbotninum fá tíma til að vaxa saman. Samtímis er krísa í mannheimum yfir skolpmálum í næsta þéttbýli á EKKIEgilsstöðum sem nemur nokkur þúsund manns og munu framkvæmdir sem hljótast af því kosta drjúgan skilding. - Víða annars staðar í heiminum og svo sem líka á Íslandi vill hænsnalús leggjast á blessað fiðurféð sem getur ekki sloppið úr eldinu og étur hún það lifandi fast í loftbelgjunum ef ekkert er að hafst. Ráðið við þessu er að úða þrávirku taugaeitri á matinn sem er verið að framleiða sem hefur samkvæmt skýrslum innlendra eftirlitsaðila þann prýðilega eiginleika að drepa lýsnar jafnvel mörgum vikum eftir að því hefur verið beitt. Óhjákvæmilega smitast eitrið í fljótið og nærliggjandi skóg með þeim áhrifum að skordýralíf almennt minnkar með tilheyrandi áhrifum á gróður og fuglalíf á svæðinu. Eins og staðan er nú þá er ekki þessa lús að finna á Austurlandi en því er enn ósvarað með starfsemina hvernig brugðist verður við ef hún berst austur því ekki er ráðin mörg við henni. Verður þá heimild til notkunar eitursins sett á eftir útgáfu starfsleyfisins? Þegar spurt er um þetta er engu svarað enda það alveg vitað að það er eina leiðin til að halda partýinu áfram. - Þekkt er að hænsnin eiga það til að sleppa úr belgjunum og sum þeirra sem lifa nógu lengi para sig með rjúpum á svæðinu og eignast með þeim frjó blendingsafkvæmi. Sumum finnst þetta vera bara í lagi enda er þetta líffræðileg þróun og nýju „rjúpurnar” eru hvort eð er miklu stærri og matarmeiri. Rjúpnaskyttur og sumir líffræðingar eru eitthvað að mögla yfir þessu enda rjúpur hánorrænn stofn undir álagi vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Skytturnar vilja helst bara halda í gömlu rjúpuna sína; hafa einhvern óljósan grun um útivist, matarmenningu, veiðieðli og jólin. Þessir hópar einkennast aðallega af elítunálgun á nýtingu umhverfisins eða sérvisku og þráhyggju fyrir einstökum lífverum sem viðfangsefni fræðilegu viðfangsefni. Varðandi uppsetningu rekstrarins, eignarhald og hverjir græða á notkun á þessari sameiginlegu auðlind okkar sem hafið er þá er kannski helst vert að athuga hvar peningarnir úr því koma ekki. - Engin fasteignagjöld eru greidd af loftbelgjunum ná landfestum til sveitarfélagsins. - Engin kvíagjöld eru greidd af loftbelgjaleyfum sem eru veitt til 16 ára í senn. Hvorki til sveitarfélags né ríkis. Sama leyfi kostar 30 milljarða í Noregi þó með mun lengri notkunartíma. Auðveldlega er hægt að umreikna þetta í 16 ára afskriftir miðað við 70 ára nýtingu líkt og þekkist t.d. með afnot einkaaðila af vatnsafli á landi. Þessa útreikninga má útkljá og kljást um með þekktum alþjóðlegum aðferðum á sviði auðlindarentu. - Útsvar starfsmanna eldis rennur til sveitarfélagsins í A hluta sem eru krónískt reknir með tapi á landsvísu. - Innkoma B hluta EKKIhafnarsjóðs er hverfandi miðað við umsvif af veltu. - Sérstakt auðlindagjald rennur nú til ríkissjóðs og af því geta nú sveitarfélögin sem í eru með hænsneldi barist um heilar 190 milljónir árlega innbyrðis og þrætt um hver hafi fengið meira eða minna af þessum fáránlega sjóði og fyrirkomulagi sett á af þingheimi. Okkar eigin þingmönnum. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir gríðarháa veltu og afar arðbæra starfsemi þá fá sveitarfélögin afar litlar tekjur af fyrirkomulaginu. Reyndar svo litla að jaðrar við forsmán á íbúa sveitarfélaganna miðað við umsvifin, mengun, rask og ruðningsáhrif á aðra starfsemi. Að öllu ofangreindu má loks nefna eitt það versta við þetta ferli allt saman enn sem komið er. Þessi fyrirætlaða starfsemi hefur stuðlað að heiftarlegum og á stundum ómálefnalegum deilum milli nágranna, vina, samstarfsfólks og kunningja. Fólki sem hafði enga skoðun á eldi almennt fyrr en því var landað í hausinn á okkur. Sveitarstjórnarstigið ekki bara í þessu tiltekna sveitarfélagi eru sekt um samdaunasýki við almennt sífellt þyngri og heimskulegri stjórnsýslu um keisarans skegg sem í tilfelli þessa máls var hönnuð frá upphafi til að koma hænsneldinu í gegn án fyrirstöðu og án raunverulegs lýðræðislegs undanfara. Tilsvör sveitarstjórnarfólks sem einkennast af orðhengilshætti sundra tiltrú íbúa á meint lýðræði og tilgang kjörinna fulltrúa. Sömu fulltrúar okkar hafa gerst sekir að stinga hausnum í sandinn í þessu máli og takast ekki á við vilja íbúa né berjast opinberlega fyrir hagsmunum þeirra hvernig sem þeirra afstaða er. Í stað þess liggja nefndir sem þeir stýra í blindu við að grenndarkynna fánastangir og rotþrær við sumarbústaði enda hefur þeim verið sagt „að það eigi að gera”. Ef að sýn á fulltrúalýðræði snýst orðið um að túlka reglur og tilskipanir af ofan en ekki berjast fyrir hagsmunum sinna umbjóðenda með beinum aðgerðum þá má alveg eins setja upp „lagatæknitúlkunargervil” á skrifstofu Múlaþings. Að því sögðu mega fulltrúar líka berjast fyrir því að að trúa á að hænsnaeldið sé málið. Það er bara ekki hægt að fela sig á bak við kerfin því þau eru hönnuð til fyrirframgefnar niðurstöðu. Að ofangefinni samlíkingu um hænsnaeldi á Fljótsdalshéraði sé ég ekki annað en að þar færi ekki allt á hliðina þar við viðlíka aðstæður og eru nú í boði á Seyðisfirði. Staðreyndin í þessari deilu um mengun, samfélag, atvinnulíf og líklega undir niðri hverjir séu öðrum þóknanlegir til að ráða málum er sú að þeir sem gjalda varhug við þessum fyrirætlunum skrifa aðsendar skammargreinar og koma sér í fjölmiðla. Stjórnendur og eigendur hænsnaeldisins taka upp símann og bóka sinn fund hjá ráðherrum og þingmönnum og breyta leiknum þegar þeir þurfa. Það er ójafnt gefið. Kjörnir fulltrúar mínir á þingi veit ég almennt hreinlega yfirleitt ekkert hvað eru að gera í þessum málaflokki. Þeir eru amk ekki að stuðla að sátt né sanngirni ef þetta er skýr stefna valdsins. Höfundur er landfræðingur, bóndi á Skálanesi, atvinnurekandi, hagsmunaaðili og líklegast anarkisti.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar