Hvernig reiðivandamál hafa áhrif á afköst og vinnufélaga Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. mars 2022 07:01 Óvænt atvik á Óskarnum hefur meðal annars beint sjónum fólks að reiðivandamálum. Að glíma við reiðivandamál hefur áhrif á vinnuna okkar alla daga og jafnvel starfsframa. Reiðivandamál hefur líka áhrif á vinnufélagana okkar og mælikvarðinn á því hvernig yfirmenn og samstarfsfélagar meta okkur í vinnu, er allt öðruvísi en annars væri. Ert þú nokkuð pirraði eða skapstóri vinnufélaginn? Óvænt atvik á Óskarnum hefur ekki aðeins velt upp umræðum um hvernig taka eigi á ofbeldishegðun, óháð því hver á í hlut, heldur velta því sumir fyrir sér hvað mögulega getur skýrt þessa hegðun Will Smith út. Sem leiðir okkur til þess að rýna aðeins í reiðivandamál. Að tala um reiðivandamál var eitt sinn eitthvað sem enginn vissi hvað var. Strangt til tekið þekktum við ekki einu sinni orðið „reiðivandamál.“ En með aukinni þekkingu og greiningum, aukinni umræðu um mikilvægi góðra samskipta og vitundavakningu um að andleg heilsa er jafn mikilvæg og líkamleg, erum við smátt og smátt að læra meira um að reiðivandamál er vandamál sem margir kljást við. En hvaða áhrif hefur það á vinnuna okkar eða samstarfsfélaga, ef við erum að glíma við reiðivandamál? Það er ótrúlega lýjandi að vera oft í vondu skapi eða pirruð út í allt og alla í kringum okkur. Þess vegna er orkuleysi og þreyta eitt af einkennum þeirra sem eiga við reiðivandamál að stríða. Í vinnu er Einbeitingin verri, samskiptin okkar við fólk ekki eins góð og jafnvel að sumt fólk forðist að vera með okkur, við eigum erfitt með að forgangsraða verkefnum rétt og svo framvegis. Að sigrast á reiðivandamáli er hins vegar vel þess virði.Vísir/Getty Hér eru nokkrar birtingamyndir en flestar þeirra eru einnig mælikvarðar á því hvernig samsstarfsfélagar og yfirmenn upplifa þig á vinnustaðnum. Á litlu landi eins og Ísland er, má líka gera ráð fyrir að erfitt skap, hafi bein áhrif á það hvernig fólk talar um þig eða hvers konar umsagnir þú færð sem starfsmaður. 1. Reiðivandamál hefur áhrif á samskipti Að eiga erfitt með að hemja reiðina hefur áhrif á dagleg samskipti okkar við annað fólk. Stundum drögum við okkur í hlé en eins verðum við næmari fyrir því að taka eftir öllu sem okkur finnst ekki nógu gott eða neikvætt og einblína á það. Sem aftur hefur áhrif á samskipti og fólk í kringum okkur. Reiði getur líka leitt til þess að aðrar neikvæðar tilfinningar eiga greiðari aðgang að okkur. Til dæmis afbrýðisemi, vonleysi, þunglyndi, að vera í vörn eða paranoia. Sem auðvitað hefur áhrif á fólk í kringum okkur. Að geta ekki samglaðst samstarfsfélaga er dæmi um hvernig reiði sem leiðir af sér afbrýðisemi hefur áhrif. Stundum teljum við okkur líka trú um að við þolum ekki einhvern í vinnunni. Þegar í raun málið snýst ekkert um viðkomandi aðila, heldur fyrst og fremst um það hvernig við erum ekki að kljást við þessa reiði innra með okkur. Þá eru líkur á að vinnufélagar forðist samskipti við okkur einfaldlega vegna þess að fólki finnst ekki gaman að vera með fólki sem oft er pirrað, neikvætt eða reitt. 2. Einbeiting í vinnunni er lakari Það er til mikils að vinna að takast á við reiðivandamál. Því það hjálpar okkur að einbeita okkur betur að öllu því sem við gerum eða segjum. Að vera alltaf reiður eða neikvæður innra með sér, hefur því bein áhrif á það hvernig við vinnum eða afköstum. Skortur á einbeitingu dregur ekki aðeins úr frammistöðunni okkar í afköstum, heldur erum við líka líklegri til að taka ekki eins góðar ákvarðanir. 3. Tímastjórnun og forgangsröðun verkefna ekki nógu góð Að vera of oft eins og hengd upp á þráð gerir það að verkum að við eigum erfitt með að forgangsraða verkefnunum okkar vel og öll tímastjórnunin okkar verður ekki eins góð. Við erum líklegri til að æða úr einu í annað og enda síðan með að vera á síðustu stundu með að klára verkefni. Sem ekki aðeins eykur á streitu eða eykur líkurnar á að við vöndum okkur ekki eins vel, heldur líður okkur bara hreinlega ekki eins vel með vinnuna okkar og annars væri. 4. Við sofum ekki nógu vel Að takast ekki á við reiðivandamál er líklegt til að hafa áhrif á það hvernig við sofum og hvílumst. Sem aftur hefur áhrif á dagsformið okkar í vinnunni. Því vansvefta erum við ekki eins góð í frammistöðu og afköstum og við annars værum. Stundum er reiði og togstreita innra með okkur ástæða svefnvandamála. Þegar að við förum að takast á við reiðivandamálið, leysist oft úr því vandamáli að vera ekki að sofa nógu vel. 5. Við erum oft þreytt og orkulaus Þótt reiði sé tilfinning og líðan, tekur hún frá okkur mikla orku. Því við verðum svo upptekin af því að hugsa um það sem er að fara í taugarnar á okkur eða alla þá sem okkur finnst hálf ómögulegir í kringum okkur. Við erum miklu líklegri til að upplifa viðvarandi spennu, sem aftur gerir það að verkum að á endanum erum við alveg búin á því. Strax eftir vinnu erum við bara orkulaus og getum ekki hugsað okkur að gera neitt mikið meira. Gleði, vellíðan, jákvæðni og þakklæti gefur okkur hins vegar orku. 6. Erum líkleg til að misnota áfengi eða lyf (og missa tökin) Það er mjög algengt að fólk sem glímir við reiðivandamál misnoti áfengi eða lyf. Að drekka of mikið eða of oft, eða misnota einhver lyf, tekur alltaf sinn toll á endanum. Þá aukast líkurnar á því að missa alveg tökin á drykkju eða lyfjanotkun þannig að þú endar sem alkhólisti eða lyfjafíkill vegna þess að þú ert ekki að takast á við reiðina og innri líðan. 7. Erum áhugalaus og finnst of sjaldan gaman Almennt áhugaleysi er eitt af því sem reiðivandamál getur leitt af sér. Þannig getur það aukið á alls kyns tilhlökkun hjá okkur fyrir vinnu og einkalíf, ef við tökumst á við þessa innri reiði. Enda erfitt að hafa mikinn áhuga á einhverju, hlakka til eða vinna að því að ná markmiðum og draumum, ef við erum orkulaus, stressuð, pirruð og finnst allt og allir ómögulegir.Að vera áhugalaus um vinnuna okkar er síðan líklegt til að hafa áhrif á endanum. Annað hvort að við segjum upp eða okkur verði sagt upp. Sem er synd, því oftar en ekki getur vinna verið mjög skemmtileg ef viðhorfið okkar til hennar er rétt og jákvætt.Á doktor.is má lesa um einkenni reiðivandamála og góð ráð um hvernig hægt er að takast á við reiðivandamál. Heilsa Góðu ráðin Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Að fara á trúnó í vinnunni Eitt af því skemmtilega við starfið okkar er að eignast vini í samstarfsfélögum okkar. Sem sumir hverjir enda með að verða okkar bestu vinir út ævina. 25. mars 2022 07:01 Að leysa vind í vinnunni Það getur enginn þóst aldrei hafa lent í því að hafa prumpað í vinnunni. Jafn neyðarlega og það kann að vera. 11. mars 2022 07:01 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. 4. febrúar 2022 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Óvænt atvik á Óskarnum hefur ekki aðeins velt upp umræðum um hvernig taka eigi á ofbeldishegðun, óháð því hver á í hlut, heldur velta því sumir fyrir sér hvað mögulega getur skýrt þessa hegðun Will Smith út. Sem leiðir okkur til þess að rýna aðeins í reiðivandamál. Að tala um reiðivandamál var eitt sinn eitthvað sem enginn vissi hvað var. Strangt til tekið þekktum við ekki einu sinni orðið „reiðivandamál.“ En með aukinni þekkingu og greiningum, aukinni umræðu um mikilvægi góðra samskipta og vitundavakningu um að andleg heilsa er jafn mikilvæg og líkamleg, erum við smátt og smátt að læra meira um að reiðivandamál er vandamál sem margir kljást við. En hvaða áhrif hefur það á vinnuna okkar eða samstarfsfélaga, ef við erum að glíma við reiðivandamál? Það er ótrúlega lýjandi að vera oft í vondu skapi eða pirruð út í allt og alla í kringum okkur. Þess vegna er orkuleysi og þreyta eitt af einkennum þeirra sem eiga við reiðivandamál að stríða. Í vinnu er Einbeitingin verri, samskiptin okkar við fólk ekki eins góð og jafnvel að sumt fólk forðist að vera með okkur, við eigum erfitt með að forgangsraða verkefnum rétt og svo framvegis. Að sigrast á reiðivandamáli er hins vegar vel þess virði.Vísir/Getty Hér eru nokkrar birtingamyndir en flestar þeirra eru einnig mælikvarðar á því hvernig samsstarfsfélagar og yfirmenn upplifa þig á vinnustaðnum. Á litlu landi eins og Ísland er, má líka gera ráð fyrir að erfitt skap, hafi bein áhrif á það hvernig fólk talar um þig eða hvers konar umsagnir þú færð sem starfsmaður. 1. Reiðivandamál hefur áhrif á samskipti Að eiga erfitt með að hemja reiðina hefur áhrif á dagleg samskipti okkar við annað fólk. Stundum drögum við okkur í hlé en eins verðum við næmari fyrir því að taka eftir öllu sem okkur finnst ekki nógu gott eða neikvætt og einblína á það. Sem aftur hefur áhrif á samskipti og fólk í kringum okkur. Reiði getur líka leitt til þess að aðrar neikvæðar tilfinningar eiga greiðari aðgang að okkur. Til dæmis afbrýðisemi, vonleysi, þunglyndi, að vera í vörn eða paranoia. Sem auðvitað hefur áhrif á fólk í kringum okkur. Að geta ekki samglaðst samstarfsfélaga er dæmi um hvernig reiði sem leiðir af sér afbrýðisemi hefur áhrif. Stundum teljum við okkur líka trú um að við þolum ekki einhvern í vinnunni. Þegar í raun málið snýst ekkert um viðkomandi aðila, heldur fyrst og fremst um það hvernig við erum ekki að kljást við þessa reiði innra með okkur. Þá eru líkur á að vinnufélagar forðist samskipti við okkur einfaldlega vegna þess að fólki finnst ekki gaman að vera með fólki sem oft er pirrað, neikvætt eða reitt. 2. Einbeiting í vinnunni er lakari Það er til mikils að vinna að takast á við reiðivandamál. Því það hjálpar okkur að einbeita okkur betur að öllu því sem við gerum eða segjum. Að vera alltaf reiður eða neikvæður innra með sér, hefur því bein áhrif á það hvernig við vinnum eða afköstum. Skortur á einbeitingu dregur ekki aðeins úr frammistöðunni okkar í afköstum, heldur erum við líka líklegri til að taka ekki eins góðar ákvarðanir. 3. Tímastjórnun og forgangsröðun verkefna ekki nógu góð Að vera of oft eins og hengd upp á þráð gerir það að verkum að við eigum erfitt með að forgangsraða verkefnunum okkar vel og öll tímastjórnunin okkar verður ekki eins góð. Við erum líklegri til að æða úr einu í annað og enda síðan með að vera á síðustu stundu með að klára verkefni. Sem ekki aðeins eykur á streitu eða eykur líkurnar á að við vöndum okkur ekki eins vel, heldur líður okkur bara hreinlega ekki eins vel með vinnuna okkar og annars væri. 4. Við sofum ekki nógu vel Að takast ekki á við reiðivandamál er líklegt til að hafa áhrif á það hvernig við sofum og hvílumst. Sem aftur hefur áhrif á dagsformið okkar í vinnunni. Því vansvefta erum við ekki eins góð í frammistöðu og afköstum og við annars værum. Stundum er reiði og togstreita innra með okkur ástæða svefnvandamála. Þegar að við förum að takast á við reiðivandamálið, leysist oft úr því vandamáli að vera ekki að sofa nógu vel. 5. Við erum oft þreytt og orkulaus Þótt reiði sé tilfinning og líðan, tekur hún frá okkur mikla orku. Því við verðum svo upptekin af því að hugsa um það sem er að fara í taugarnar á okkur eða alla þá sem okkur finnst hálf ómögulegir í kringum okkur. Við erum miklu líklegri til að upplifa viðvarandi spennu, sem aftur gerir það að verkum að á endanum erum við alveg búin á því. Strax eftir vinnu erum við bara orkulaus og getum ekki hugsað okkur að gera neitt mikið meira. Gleði, vellíðan, jákvæðni og þakklæti gefur okkur hins vegar orku. 6. Erum líkleg til að misnota áfengi eða lyf (og missa tökin) Það er mjög algengt að fólk sem glímir við reiðivandamál misnoti áfengi eða lyf. Að drekka of mikið eða of oft, eða misnota einhver lyf, tekur alltaf sinn toll á endanum. Þá aukast líkurnar á því að missa alveg tökin á drykkju eða lyfjanotkun þannig að þú endar sem alkhólisti eða lyfjafíkill vegna þess að þú ert ekki að takast á við reiðina og innri líðan. 7. Erum áhugalaus og finnst of sjaldan gaman Almennt áhugaleysi er eitt af því sem reiðivandamál getur leitt af sér. Þannig getur það aukið á alls kyns tilhlökkun hjá okkur fyrir vinnu og einkalíf, ef við tökumst á við þessa innri reiði. Enda erfitt að hafa mikinn áhuga á einhverju, hlakka til eða vinna að því að ná markmiðum og draumum, ef við erum orkulaus, stressuð, pirruð og finnst allt og allir ómögulegir.Að vera áhugalaus um vinnuna okkar er síðan líklegt til að hafa áhrif á endanum. Annað hvort að við segjum upp eða okkur verði sagt upp. Sem er synd, því oftar en ekki getur vinna verið mjög skemmtileg ef viðhorfið okkar til hennar er rétt og jákvætt.Á doktor.is má lesa um einkenni reiðivandamála og góð ráð um hvernig hægt er að takast á við reiðivandamál.
Heilsa Góðu ráðin Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Að fara á trúnó í vinnunni Eitt af því skemmtilega við starfið okkar er að eignast vini í samstarfsfélögum okkar. Sem sumir hverjir enda með að verða okkar bestu vinir út ævina. 25. mars 2022 07:01 Að leysa vind í vinnunni Það getur enginn þóst aldrei hafa lent í því að hafa prumpað í vinnunni. Jafn neyðarlega og það kann að vera. 11. mars 2022 07:01 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. 4. febrúar 2022 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Að fara á trúnó í vinnunni Eitt af því skemmtilega við starfið okkar er að eignast vini í samstarfsfélögum okkar. Sem sumir hverjir enda með að verða okkar bestu vinir út ævina. 25. mars 2022 07:01
Að leysa vind í vinnunni Það getur enginn þóst aldrei hafa lent í því að hafa prumpað í vinnunni. Jafn neyðarlega og það kann að vera. 11. mars 2022 07:01
„Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00
Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. 4. febrúar 2022 07:00