Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2022 21:00 Verð á hlutabréfum í Íslandsbanka hefur hækkað um 8% frá fagfjárfestaútboði Bankasýslu ríkisins. Vísir Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. Veruleg umframeftirspurn var í útboði Bankasýslu ríkisins á tæplega fjórðungs hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Við lokun markaða í dag var gengi í bankanum 127 krónur á hlut eða átta prósentum hærra en þegar útboðið fór fram. Bankasýsla ríkisins hefur enn ekki skilað uppgjöri þar sem fram kemur hverjir fengu að kaupa í útboðinu en aðeins svo kallaðir hæfir fjárfestar fengu leyfi til þess. Hluthafar geta nálgast upplýsingar um hverjir keyptu í útboðinu hjá Íslandsbanka sjálfum þegar uppgjörinu er lokið samkvæmt upplýsingum úr fjármálageiranum. Hvert og eitt fjármálafyrirtæki heldur utan um upplýsingar um hverjir eru hæfir fjárfestar í slíkum útboðum samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Það er því ekki til miðlægur listi yfir þá. Fjárfestar þurfa þannig að uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt upplýsingum frá FME sem sett eru af Evrópusambandinu. Hér að neðan eru svör frá Fjármálaeftirlitinu um hvernig hæfir fjárfestar eru skilgreindir. Það er ekki neinn miðlægur listi til yfir hæfa fjárfesta. Fjármálafyrirtæki halda utan um slíkar upplýsingar varðandi viðskiptavini sína. Hugtakið „hæfir fjárfestar“ er skilgreint í e) lið 2. gr. reglugerðar ESB nr. 2017/1129 en reglugerðin var innleidd með lögum nr. 14/2020 um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði: „hæfir fjárfestar“: einstaklingar eða aðilar sem taldir eru upp í 1.–4. lið I. þáttar II. viðauka tilskipunar 2014/65/ESB og einstaklingar eða aðilar sem eru, samkvæmt beiðni, meðhöndlaðir sem fagfjárfestar í samræmi við II. þátt þess viðauka, eða teljast viðurkenndir gagnaðilar, í samræmi við 30. gr. tilskipunar 2014/65/ESB, nema þeir hafi gert samkomulag um að vera meðhöndlaðir sem almennir fjárfestar í samræmi við fjórðu málsgrein I. þáttar þess viðauka. Við beitingu fyrsta málsliðar þessa liðar skulu verðbréfafyrirtæki og lánastofnanir, að beiðni útgefanda, tilkynna útgefandanum um flokkun viðskiptavina sinna, með fyrirvara um að farið sé að viðkomandi lögum um gagnavernd, Um er að ræða eftirfarandi aðila: 1) Einingar sem þurfa starfsleyfi eða eru reglufestar til að starfa á fjármálamörkuðum. Litið skal svo á að eftirfarandi skrá taki til allra eininga sem hafa starfsleyfi og sinna hefðbundinni starfsemi nefndra eininga: einingar sem hafa starfsleyfi frá aðildarríki samkvæmt tilskipun, einingar sem aðildarríki veitir starfsleyfi eða reglufestir án vísunar til tilskipunar og einingar sem þriðju lönd veita starfsleyfi eða reglufesta: a) lánastofnanir, b) verðbréfafyrirtæki, c) aðrar fjármálastofnanir sem hafa starfsleyfi eða eru reglufestar, d) vátryggingafélög, e) sameiginlegir fjárfestingarsjóðir og rekstrarfélög slíkra sjóða, f) lífeyrissjóðir og rekstrarfélög slíkra sjóða, g) seljendur hrávöru og hrávöruafleiða, h) staðbundnir aðilar, i) aðrir stofnanafjárfestar. 2) Stór fyrirtæki sem uppfylla tvær af eftirfarandi stærðarkröfum: — niðurstöðutölu efnahagsreiknings: 20 000 000 evrur — hreina veltu: 40 000 000 evrur — eigið fé: 2 000 000 evrur 3) Ríkisstjórnir og héraðsstjórnir, þ.m.t. opinberir aðilar sem stjórna opinberum skuldum á lands- eða svæðisvísu, seðlabankar, alþjóðlegar og yfirþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóðabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Evrópu, Fjárfestingarbanki Evrópu og aðrar svipaðar alþjóðastofnanir. 4) Aðrir stofnanafjárfestar sem hafa þá aðalstarfsemi að fjárfesta í fjármálagerningum, þ.m.t. einingar sem fást við verðbréfun eigna eða önnur fjármögnunarviðskipti. 5) Einstaklingar eða aðilar sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: Viðskiptavinum, öðrum en þeim sem um getur í I. þætti, þ.m.t. opinberir aðilar, staðaryfirvöld, sveitarfélög og einstakir einkafjárfestar, kann einnig að vera heimilt að afsala sér hluta þeirrar verndar sem viðskiptareglurnar veita. Verðbréfafyrirtækjum skal þess vegna heimilt að fara með þessa viðskiptavini sem fagaðila svo fremi að eftirfarandi viðeigandi viðmiðanir og málsmeðferð séu uppfylltar. Þó skal ekki gert ráð fyrir að viðskiptavinirnir hafi markaðsþekkingu og -reynslu sambærilega þeirri sem er að finna í flokkunum sem skráðir eru í I. þætti. Afsal slíkrar verndar, sem veitt er samkvæmt stöðluðum viðskiptareglum, skal aðeins teljast gilt ef fullnægjandi mat á sérfræðikunnáttu, reynslu og þekkingu viðskiptavinarins, sem verðbréfafyrirtækið framkvæmir, tryggir, þannig að nokkuð öruggt sé í ljósi þess hvers eðlis viðskiptin eða fyrirhugaða þjónustan er, að viðskiptavinurinn geti tekið ákvarðanir um fjárfestingar og skilji áhættuna sem í þeim felst. Hæfnisprófið, sem lagt er fyrir stjórnendur og yfirmenn eininga sem hafa starfsleyfi samkvæmt tilskipunum á fjármálasviðinu, má telja sem dæmi um mat á sérfræðikunnáttu og þekkingu. Þegar um er að ræða smærri einingar skal einstaklingurinn, sem matið á við um, vera sá sem hefur leyfi til að annast viðskipti fyrir hönd einingarinnar. Við framkvæmd matsins skulu að lágmarki tvær af eftirfarandi viðmiðunum uppfylltar: — viðskiptavinurinn hafi stundað umtalsverð viðskipti á viðeigandi markaði næstliðna fjóra ársfjórðunga, að meðaltali a.m.k. tíu sinnum á hverjum ársfjórðungi, — stærð eignasafns viðskiptavinarins, skilgreint þannig að það í því séu innlán í reiðufé og fjármálagerningar, sé yfir 500 000 evrur, — viðskiptavinurinn gegni eða hafi gegnt faglegri stöðu á fjármálasviði í a.m.k. eitt ár sem krefst þekkingar á viðskiptunum eða þjónustunni sem fyrirhuguð er. Aðildarríkjum er heimilt að samþykkja sértæk viðmið vegna mats á sérþekkingu og þekkingu sveitarfélaga og staðaryfirvalda sem fara fram á að farið sé með þau sem fagfjárfesta. Þessi viðmið geta komið í stað eða til viðbótar þeim sem skráðar eru í fimmtu málsgrein. Meðal þeirra sem fengu að kaupa í síðustu viku voru þrír svokallaðir stjórnendur eða nákomnir aðilar stjórnenda. Ríkharður Daðason, fjárfestir keypti þannig fyrir tæpar 27 milljónir króna. Hann er sambýlismaður markaðs- og samskiptastjóra bankans. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestasviðs, fyrir rúmar 11 milljónir. Seldu þessir aðilar sína hluti í dag fimm dögum væri hagnaður Ríkharðar um 2,2 milljónir króna, Ara um 4,4 og Ásmundar tæpar níu hundruð þúsund krónur. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 300 milljóna gjaldþrot kúlulánafélags Glitnismanns Ekkert fékkst upp í kröfur félags í eigu Ara Daníelssonar fyrrum framkvæmdastjóra Glitnis í Lúxemborg. 9. apríl 2015 12:02 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Veruleg umframeftirspurn var í útboði Bankasýslu ríkisins á tæplega fjórðungs hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Við lokun markaða í dag var gengi í bankanum 127 krónur á hlut eða átta prósentum hærra en þegar útboðið fór fram. Bankasýsla ríkisins hefur enn ekki skilað uppgjöri þar sem fram kemur hverjir fengu að kaupa í útboðinu en aðeins svo kallaðir hæfir fjárfestar fengu leyfi til þess. Hluthafar geta nálgast upplýsingar um hverjir keyptu í útboðinu hjá Íslandsbanka sjálfum þegar uppgjörinu er lokið samkvæmt upplýsingum úr fjármálageiranum. Hvert og eitt fjármálafyrirtæki heldur utan um upplýsingar um hverjir eru hæfir fjárfestar í slíkum útboðum samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Það er því ekki til miðlægur listi yfir þá. Fjárfestar þurfa þannig að uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt upplýsingum frá FME sem sett eru af Evrópusambandinu. Hér að neðan eru svör frá Fjármálaeftirlitinu um hvernig hæfir fjárfestar eru skilgreindir. Það er ekki neinn miðlægur listi til yfir hæfa fjárfesta. Fjármálafyrirtæki halda utan um slíkar upplýsingar varðandi viðskiptavini sína. Hugtakið „hæfir fjárfestar“ er skilgreint í e) lið 2. gr. reglugerðar ESB nr. 2017/1129 en reglugerðin var innleidd með lögum nr. 14/2020 um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði: „hæfir fjárfestar“: einstaklingar eða aðilar sem taldir eru upp í 1.–4. lið I. þáttar II. viðauka tilskipunar 2014/65/ESB og einstaklingar eða aðilar sem eru, samkvæmt beiðni, meðhöndlaðir sem fagfjárfestar í samræmi við II. þátt þess viðauka, eða teljast viðurkenndir gagnaðilar, í samræmi við 30. gr. tilskipunar 2014/65/ESB, nema þeir hafi gert samkomulag um að vera meðhöndlaðir sem almennir fjárfestar í samræmi við fjórðu málsgrein I. þáttar þess viðauka. Við beitingu fyrsta málsliðar þessa liðar skulu verðbréfafyrirtæki og lánastofnanir, að beiðni útgefanda, tilkynna útgefandanum um flokkun viðskiptavina sinna, með fyrirvara um að farið sé að viðkomandi lögum um gagnavernd, Um er að ræða eftirfarandi aðila: 1) Einingar sem þurfa starfsleyfi eða eru reglufestar til að starfa á fjármálamörkuðum. Litið skal svo á að eftirfarandi skrá taki til allra eininga sem hafa starfsleyfi og sinna hefðbundinni starfsemi nefndra eininga: einingar sem hafa starfsleyfi frá aðildarríki samkvæmt tilskipun, einingar sem aðildarríki veitir starfsleyfi eða reglufestir án vísunar til tilskipunar og einingar sem þriðju lönd veita starfsleyfi eða reglufesta: a) lánastofnanir, b) verðbréfafyrirtæki, c) aðrar fjármálastofnanir sem hafa starfsleyfi eða eru reglufestar, d) vátryggingafélög, e) sameiginlegir fjárfestingarsjóðir og rekstrarfélög slíkra sjóða, f) lífeyrissjóðir og rekstrarfélög slíkra sjóða, g) seljendur hrávöru og hrávöruafleiða, h) staðbundnir aðilar, i) aðrir stofnanafjárfestar. 2) Stór fyrirtæki sem uppfylla tvær af eftirfarandi stærðarkröfum: — niðurstöðutölu efnahagsreiknings: 20 000 000 evrur — hreina veltu: 40 000 000 evrur — eigið fé: 2 000 000 evrur 3) Ríkisstjórnir og héraðsstjórnir, þ.m.t. opinberir aðilar sem stjórna opinberum skuldum á lands- eða svæðisvísu, seðlabankar, alþjóðlegar og yfirþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóðabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Evrópu, Fjárfestingarbanki Evrópu og aðrar svipaðar alþjóðastofnanir. 4) Aðrir stofnanafjárfestar sem hafa þá aðalstarfsemi að fjárfesta í fjármálagerningum, þ.m.t. einingar sem fást við verðbréfun eigna eða önnur fjármögnunarviðskipti. 5) Einstaklingar eða aðilar sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: Viðskiptavinum, öðrum en þeim sem um getur í I. þætti, þ.m.t. opinberir aðilar, staðaryfirvöld, sveitarfélög og einstakir einkafjárfestar, kann einnig að vera heimilt að afsala sér hluta þeirrar verndar sem viðskiptareglurnar veita. Verðbréfafyrirtækjum skal þess vegna heimilt að fara með þessa viðskiptavini sem fagaðila svo fremi að eftirfarandi viðeigandi viðmiðanir og málsmeðferð séu uppfylltar. Þó skal ekki gert ráð fyrir að viðskiptavinirnir hafi markaðsþekkingu og -reynslu sambærilega þeirri sem er að finna í flokkunum sem skráðir eru í I. þætti. Afsal slíkrar verndar, sem veitt er samkvæmt stöðluðum viðskiptareglum, skal aðeins teljast gilt ef fullnægjandi mat á sérfræðikunnáttu, reynslu og þekkingu viðskiptavinarins, sem verðbréfafyrirtækið framkvæmir, tryggir, þannig að nokkuð öruggt sé í ljósi þess hvers eðlis viðskiptin eða fyrirhugaða þjónustan er, að viðskiptavinurinn geti tekið ákvarðanir um fjárfestingar og skilji áhættuna sem í þeim felst. Hæfnisprófið, sem lagt er fyrir stjórnendur og yfirmenn eininga sem hafa starfsleyfi samkvæmt tilskipunum á fjármálasviðinu, má telja sem dæmi um mat á sérfræðikunnáttu og þekkingu. Þegar um er að ræða smærri einingar skal einstaklingurinn, sem matið á við um, vera sá sem hefur leyfi til að annast viðskipti fyrir hönd einingarinnar. Við framkvæmd matsins skulu að lágmarki tvær af eftirfarandi viðmiðunum uppfylltar: — viðskiptavinurinn hafi stundað umtalsverð viðskipti á viðeigandi markaði næstliðna fjóra ársfjórðunga, að meðaltali a.m.k. tíu sinnum á hverjum ársfjórðungi, — stærð eignasafns viðskiptavinarins, skilgreint þannig að það í því séu innlán í reiðufé og fjármálagerningar, sé yfir 500 000 evrur, — viðskiptavinurinn gegni eða hafi gegnt faglegri stöðu á fjármálasviði í a.m.k. eitt ár sem krefst þekkingar á viðskiptunum eða þjónustunni sem fyrirhuguð er. Aðildarríkjum er heimilt að samþykkja sértæk viðmið vegna mats á sérþekkingu og þekkingu sveitarfélaga og staðaryfirvalda sem fara fram á að farið sé með þau sem fagfjárfesta. Þessi viðmið geta komið í stað eða til viðbótar þeim sem skráðar eru í fimmtu málsgrein. Meðal þeirra sem fengu að kaupa í síðustu viku voru þrír svokallaðir stjórnendur eða nákomnir aðilar stjórnenda. Ríkharður Daðason, fjárfestir keypti þannig fyrir tæpar 27 milljónir króna. Hann er sambýlismaður markaðs- og samskiptastjóra bankans. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestasviðs, fyrir rúmar 11 milljónir. Seldu þessir aðilar sína hluti í dag fimm dögum væri hagnaður Ríkharðar um 2,2 milljónir króna, Ara um 4,4 og Ásmundar tæpar níu hundruð þúsund krónur.
Það er ekki neinn miðlægur listi til yfir hæfa fjárfesta. Fjármálafyrirtæki halda utan um slíkar upplýsingar varðandi viðskiptavini sína. Hugtakið „hæfir fjárfestar“ er skilgreint í e) lið 2. gr. reglugerðar ESB nr. 2017/1129 en reglugerðin var innleidd með lögum nr. 14/2020 um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði: „hæfir fjárfestar“: einstaklingar eða aðilar sem taldir eru upp í 1.–4. lið I. þáttar II. viðauka tilskipunar 2014/65/ESB og einstaklingar eða aðilar sem eru, samkvæmt beiðni, meðhöndlaðir sem fagfjárfestar í samræmi við II. þátt þess viðauka, eða teljast viðurkenndir gagnaðilar, í samræmi við 30. gr. tilskipunar 2014/65/ESB, nema þeir hafi gert samkomulag um að vera meðhöndlaðir sem almennir fjárfestar í samræmi við fjórðu málsgrein I. þáttar þess viðauka. Við beitingu fyrsta málsliðar þessa liðar skulu verðbréfafyrirtæki og lánastofnanir, að beiðni útgefanda, tilkynna útgefandanum um flokkun viðskiptavina sinna, með fyrirvara um að farið sé að viðkomandi lögum um gagnavernd, Um er að ræða eftirfarandi aðila: 1) Einingar sem þurfa starfsleyfi eða eru reglufestar til að starfa á fjármálamörkuðum. Litið skal svo á að eftirfarandi skrá taki til allra eininga sem hafa starfsleyfi og sinna hefðbundinni starfsemi nefndra eininga: einingar sem hafa starfsleyfi frá aðildarríki samkvæmt tilskipun, einingar sem aðildarríki veitir starfsleyfi eða reglufestir án vísunar til tilskipunar og einingar sem þriðju lönd veita starfsleyfi eða reglufesta: a) lánastofnanir, b) verðbréfafyrirtæki, c) aðrar fjármálastofnanir sem hafa starfsleyfi eða eru reglufestar, d) vátryggingafélög, e) sameiginlegir fjárfestingarsjóðir og rekstrarfélög slíkra sjóða, f) lífeyrissjóðir og rekstrarfélög slíkra sjóða, g) seljendur hrávöru og hrávöruafleiða, h) staðbundnir aðilar, i) aðrir stofnanafjárfestar. 2) Stór fyrirtæki sem uppfylla tvær af eftirfarandi stærðarkröfum: — niðurstöðutölu efnahagsreiknings: 20 000 000 evrur — hreina veltu: 40 000 000 evrur — eigið fé: 2 000 000 evrur 3) Ríkisstjórnir og héraðsstjórnir, þ.m.t. opinberir aðilar sem stjórna opinberum skuldum á lands- eða svæðisvísu, seðlabankar, alþjóðlegar og yfirþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóðabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Evrópu, Fjárfestingarbanki Evrópu og aðrar svipaðar alþjóðastofnanir. 4) Aðrir stofnanafjárfestar sem hafa þá aðalstarfsemi að fjárfesta í fjármálagerningum, þ.m.t. einingar sem fást við verðbréfun eigna eða önnur fjármögnunarviðskipti. 5) Einstaklingar eða aðilar sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: Viðskiptavinum, öðrum en þeim sem um getur í I. þætti, þ.m.t. opinberir aðilar, staðaryfirvöld, sveitarfélög og einstakir einkafjárfestar, kann einnig að vera heimilt að afsala sér hluta þeirrar verndar sem viðskiptareglurnar veita. Verðbréfafyrirtækjum skal þess vegna heimilt að fara með þessa viðskiptavini sem fagaðila svo fremi að eftirfarandi viðeigandi viðmiðanir og málsmeðferð séu uppfylltar. Þó skal ekki gert ráð fyrir að viðskiptavinirnir hafi markaðsþekkingu og -reynslu sambærilega þeirri sem er að finna í flokkunum sem skráðir eru í I. þætti. Afsal slíkrar verndar, sem veitt er samkvæmt stöðluðum viðskiptareglum, skal aðeins teljast gilt ef fullnægjandi mat á sérfræðikunnáttu, reynslu og þekkingu viðskiptavinarins, sem verðbréfafyrirtækið framkvæmir, tryggir, þannig að nokkuð öruggt sé í ljósi þess hvers eðlis viðskiptin eða fyrirhugaða þjónustan er, að viðskiptavinurinn geti tekið ákvarðanir um fjárfestingar og skilji áhættuna sem í þeim felst. Hæfnisprófið, sem lagt er fyrir stjórnendur og yfirmenn eininga sem hafa starfsleyfi samkvæmt tilskipunum á fjármálasviðinu, má telja sem dæmi um mat á sérfræðikunnáttu og þekkingu. Þegar um er að ræða smærri einingar skal einstaklingurinn, sem matið á við um, vera sá sem hefur leyfi til að annast viðskipti fyrir hönd einingarinnar. Við framkvæmd matsins skulu að lágmarki tvær af eftirfarandi viðmiðunum uppfylltar: — viðskiptavinurinn hafi stundað umtalsverð viðskipti á viðeigandi markaði næstliðna fjóra ársfjórðunga, að meðaltali a.m.k. tíu sinnum á hverjum ársfjórðungi, — stærð eignasafns viðskiptavinarins, skilgreint þannig að það í því séu innlán í reiðufé og fjármálagerningar, sé yfir 500 000 evrur, — viðskiptavinurinn gegni eða hafi gegnt faglegri stöðu á fjármálasviði í a.m.k. eitt ár sem krefst þekkingar á viðskiptunum eða þjónustunni sem fyrirhuguð er. Aðildarríkjum er heimilt að samþykkja sértæk viðmið vegna mats á sérþekkingu og þekkingu sveitarfélaga og staðaryfirvalda sem fara fram á að farið sé með þau sem fagfjárfesta. Þessi viðmið geta komið í stað eða til viðbótar þeim sem skráðar eru í fimmtu málsgrein.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 300 milljóna gjaldþrot kúlulánafélags Glitnismanns Ekkert fékkst upp í kröfur félags í eigu Ara Daníelssonar fyrrum framkvæmdastjóra Glitnis í Lúxemborg. 9. apríl 2015 12:02 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18
300 milljóna gjaldþrot kúlulánafélags Glitnismanns Ekkert fékkst upp í kröfur félags í eigu Ara Daníelssonar fyrrum framkvæmdastjóra Glitnis í Lúxemborg. 9. apríl 2015 12:02