Eftirmál Þórhildar og Nadine: „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum” Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. mars 2022 06:01 Þórhildur og Nadine fara af stað með nýtt hlaðvarp sem kallast Eftirmál. Eftirmál/Elva Þrastardóttir Nýjar vendingar eru boðaðar í stórum fréttamálum sem fönguðu athygli þjóðarinnar á sínum tíma, í hlaðvarpsseríu sem Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi vinna nú saman að. Nadine og Þórhildur störfuðu árum saman sem fréttakonur, bæði á Stöð 2 og á RÚV, áður en þær hurfu til annarra starfa fyrir skemmstu. Þórhildur fékk blaðamannaverðlaun ársins í fyrra og Nadine var verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Þættirnir heita Eftirmál og eru aðgengilegir á Tal, hlaðvarpsveitu Sýnar hér á Vísi og í Bylgjuappinu og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fyrsti þátturinn fór í loftið í dag. Ósagðar hliðar á þekktum málum Í Eftirmálum munu þær rifja upp fréttamál sem einhverra hluta vegna sitja í þeim, bæði gömul og nýlegri. Í þáttunum koma fram lykilupplýsingar sem vantaði í umfjölluninni á sínum tíma og varpa nýju ljósi á málin. „Þegar rykið er sest lítur maður þessi stóru mál öðrum augum og nálgast þau frá öðru sjónarhorni. Þá kemur í ljós að helstu persónur og leikendur þessara mála hafa ýmislegt að segja um þau í dag, til dæmis eitthvað sem þau þorðu ekki að segja á sínum tíma því málin voru svo viðkvæm. Það hefur komið okkur verulega á óvart hvað viðmælendur okkar hafa verið reiðubúnir að opna sig og greina frá hliðum þessara mála sem hafa hingað til verið ósagðar,” segir Nadine Guðrún Yaghi. „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum og þó við störfum ekki lengur við þetta höfum við enn mikinn áhuga á öllu sem tengist fréttamálum, og þá sérstaklega mannlegu hliðinni. Svo í spjalli yfir kaffibolla einn daginn kom upp þessi hugmynd, að við ættum kannski að finna leið til að fá útrás fyrir fréttafíknina. Og við slógum bara til. Eru ekki allir með hlaðvörp um áhugamálin sín í dag?” segir Þórhildur. „Hugsunin er að tala um þessi mál, sem oft eru mjög flókin, á mannamáli og gera þau þannig aðgengilegri. Málin eru misþung en við reynum að ræða þau okkar á milli á léttum nótum,” segir Nadine. Þórhildur er í dag kynningarstjóri BHM og Nadine er samskiptastjóri Play. Fréttaáhugi þeirra hefur samt ekkert minnkað og fá þær útrás fyrir þetta í hlaðvarpinu Eftirmál. Forvitnustu konur landsins „Við Þórhildur erum góðar vinkonur og okkur hefur alltaf langað til að gera eitthvað sniðugt saman, svo þetta er ágætis leið til að fá útrás fyrir þetta sameiginlega áhugamál. Hlaðvarpið er mjög spennandi miðill og möguleikarnir endalausir,” bætir hún við. Nadine og Þórhildur fengu Adelinu Antal til liðs við sig en hún er reynslumikill framleiðandi með mikla þekkingu á ýmis konar dagskrárgerð. „Ég hef hlustað mjög mikið á hlaðvörp undanfarin ár og mér hefur fundist vanta hlaðvarp í þessum stíl inn í íslenska hlaðvarpsheiminn, þar sem pródúksjónið er aðeins meira, viðtöl, spjall og fréttabútar fléttast saman og hljóðheimurinn spilar stórt hlutverk,” segir Þórhildur. „Svo er það nú bara þannig að við erum forvitnustu konur landsins svo okkur finnst þetta alveg sjúklega skemmtilegt,” bætir Nadine við. Eftirmál hófu göngu sína í dag og þættirnir verða öllum aðgengilegir á Tal, hlaðvarpsveitu Sýnar hér á Vísi. Í fyrsta þættinum sem heyra má hér fyrir neðan, fjalla þær um Fjárkúgunarmálið. „Í júní 2015 gerðu systurnar og fjölmiðlakonurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand tilraun til að kúga milljónir út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Lögreglan tók fjárkúguninni mjög alvarlega og sérsveitarmenn fóru í dulargervi og umfangsmiklar aðgerðir þegar peningarnir voru afhentir. Málið átti svo eftir að snúast upp í ákveðinn farsa og fjölmiðlasprengju. Sigmundur Davíð tjáir sig um atburðarásina í fyrsta sinn í þættinum.“ Klippa: Eftirmál - Fjárkúgunarmálið Fjölmiðlar Eftirmál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Berghildur Erla, Sunna Karen og Kompás tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár. 25. mars 2022 08:55 Nadine fer til Play Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar. 3. júní 2021 10:02 Þórhildur ráðin kynningarfulltrúi BHM Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin kynningarfulltrúi BHM og hefur þegar tekið til starfa. 19. ágúst 2021 08:23 Nadine verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins Tilkynnt var um verðlaunahafa Blaðamannaverðlaunanna í beinu streymi frá húsakynnum Blaðamannafélagsins í dag. Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um mistök við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. 26. mars 2021 17:38 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Nadine og Þórhildur störfuðu árum saman sem fréttakonur, bæði á Stöð 2 og á RÚV, áður en þær hurfu til annarra starfa fyrir skemmstu. Þórhildur fékk blaðamannaverðlaun ársins í fyrra og Nadine var verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Þættirnir heita Eftirmál og eru aðgengilegir á Tal, hlaðvarpsveitu Sýnar hér á Vísi og í Bylgjuappinu og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fyrsti þátturinn fór í loftið í dag. Ósagðar hliðar á þekktum málum Í Eftirmálum munu þær rifja upp fréttamál sem einhverra hluta vegna sitja í þeim, bæði gömul og nýlegri. Í þáttunum koma fram lykilupplýsingar sem vantaði í umfjölluninni á sínum tíma og varpa nýju ljósi á málin. „Þegar rykið er sest lítur maður þessi stóru mál öðrum augum og nálgast þau frá öðru sjónarhorni. Þá kemur í ljós að helstu persónur og leikendur þessara mála hafa ýmislegt að segja um þau í dag, til dæmis eitthvað sem þau þorðu ekki að segja á sínum tíma því málin voru svo viðkvæm. Það hefur komið okkur verulega á óvart hvað viðmælendur okkar hafa verið reiðubúnir að opna sig og greina frá hliðum þessara mála sem hafa hingað til verið ósagðar,” segir Nadine Guðrún Yaghi. „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum og þó við störfum ekki lengur við þetta höfum við enn mikinn áhuga á öllu sem tengist fréttamálum, og þá sérstaklega mannlegu hliðinni. Svo í spjalli yfir kaffibolla einn daginn kom upp þessi hugmynd, að við ættum kannski að finna leið til að fá útrás fyrir fréttafíknina. Og við slógum bara til. Eru ekki allir með hlaðvörp um áhugamálin sín í dag?” segir Þórhildur. „Hugsunin er að tala um þessi mál, sem oft eru mjög flókin, á mannamáli og gera þau þannig aðgengilegri. Málin eru misþung en við reynum að ræða þau okkar á milli á léttum nótum,” segir Nadine. Þórhildur er í dag kynningarstjóri BHM og Nadine er samskiptastjóri Play. Fréttaáhugi þeirra hefur samt ekkert minnkað og fá þær útrás fyrir þetta í hlaðvarpinu Eftirmál. Forvitnustu konur landsins „Við Þórhildur erum góðar vinkonur og okkur hefur alltaf langað til að gera eitthvað sniðugt saman, svo þetta er ágætis leið til að fá útrás fyrir þetta sameiginlega áhugamál. Hlaðvarpið er mjög spennandi miðill og möguleikarnir endalausir,” bætir hún við. Nadine og Þórhildur fengu Adelinu Antal til liðs við sig en hún er reynslumikill framleiðandi með mikla þekkingu á ýmis konar dagskrárgerð. „Ég hef hlustað mjög mikið á hlaðvörp undanfarin ár og mér hefur fundist vanta hlaðvarp í þessum stíl inn í íslenska hlaðvarpsheiminn, þar sem pródúksjónið er aðeins meira, viðtöl, spjall og fréttabútar fléttast saman og hljóðheimurinn spilar stórt hlutverk,” segir Þórhildur. „Svo er það nú bara þannig að við erum forvitnustu konur landsins svo okkur finnst þetta alveg sjúklega skemmtilegt,” bætir Nadine við. Eftirmál hófu göngu sína í dag og þættirnir verða öllum aðgengilegir á Tal, hlaðvarpsveitu Sýnar hér á Vísi. Í fyrsta þættinum sem heyra má hér fyrir neðan, fjalla þær um Fjárkúgunarmálið. „Í júní 2015 gerðu systurnar og fjölmiðlakonurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand tilraun til að kúga milljónir út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Lögreglan tók fjárkúguninni mjög alvarlega og sérsveitarmenn fóru í dulargervi og umfangsmiklar aðgerðir þegar peningarnir voru afhentir. Málið átti svo eftir að snúast upp í ákveðinn farsa og fjölmiðlasprengju. Sigmundur Davíð tjáir sig um atburðarásina í fyrsta sinn í þættinum.“ Klippa: Eftirmál - Fjárkúgunarmálið
Fjölmiðlar Eftirmál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Berghildur Erla, Sunna Karen og Kompás tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár. 25. mars 2022 08:55 Nadine fer til Play Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar. 3. júní 2021 10:02 Þórhildur ráðin kynningarfulltrúi BHM Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin kynningarfulltrúi BHM og hefur þegar tekið til starfa. 19. ágúst 2021 08:23 Nadine verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins Tilkynnt var um verðlaunahafa Blaðamannaverðlaunanna í beinu streymi frá húsakynnum Blaðamannafélagsins í dag. Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um mistök við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. 26. mars 2021 17:38 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Berghildur Erla, Sunna Karen og Kompás tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár. 25. mars 2022 08:55
Nadine fer til Play Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar. 3. júní 2021 10:02
Þórhildur ráðin kynningarfulltrúi BHM Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin kynningarfulltrúi BHM og hefur þegar tekið til starfa. 19. ágúst 2021 08:23
Nadine verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins Tilkynnt var um verðlaunahafa Blaðamannaverðlaunanna í beinu streymi frá húsakynnum Blaðamannafélagsins í dag. Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um mistök við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. 26. mars 2021 17:38