Einlæg og barnsleg gleði þegar einræðisherra skaut upp eldflaug Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2022 21:01 Það slær enginn þjóðarleiðtogi einræðisherranum Kim Jong-un við í töffaraskap. AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Kim Jong-un einræðisherra Norður- Kóreu og meðreiðarsveinar hans ætluðu hreinlega að rifna úr stolti þegar risastórri eldflaug var skotið upp í landinu í gær. Önnur eins tær gleði er sjaldséð í heimi stjórnmálanna. Einaræðisherranum Kim Jong-un barnabarni „hins dásamlega mikla leiðtoga“ og stofnanda Norður Kóreu Kim Il-sung er er mikið í mun hvernig hinn sveltandi og kúgaði almenningur og umheimurinn sjá hann. Hann var til að mynda ekki upprifinn af því hvernig hann var sýndur í kvikmyndinni The Interview. Þar sást Kim Jong-un fara að skæla í viðtali við bandarískan þáttastjórnanda af verri endanum og skíta síðan á sig í beinni útsendingu. Hinn mikli leiðtogi fylgdi eldflauginni alla leið að skotpallinum til að fullvissa sig um að allt fær rétt fram.AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Nei, einræðisherrann hefur heldur betur ekki húmor fyrir þessu. Þegar Kim lét skjóta á loft risavaxinn langdrægri eldflaug í gær, dugði ekkert annað en Hollywood útgáfa af atburðinum í and Tom Cruse í kvikmyndinni Top Gun. Hann er jú mesti leiðtogi í heimi. Leiðtoginn birtist í leðurjakka með sólgleraugu bendandi hershöfðingjum í allar áttir eins og maðurinn sem allt veit og það betur en allir aðrir. Eldflaugin ægilega á að geta tortímt Bandaríkjunum og öllum öðrum óvinum. Það er best að hafa tímasetninguna rétta og allir samstilla úrin sín með hinum mikla leiðtoga skömmu fyrir flugskotið. Og auðvitað er engum öðrum treystandi til að fylgja eldflauginni að skotpallinum en einræðisherranum sjálfum. Gleðin var barnsleg og einlæg þegar eldflauginni sem borið getur gereyðingarvopn var skotið á loft í gær.AP/Fréttaþjónusta Norður Kóreu Þegar hann hefur séð til þess að allt sé klárt labbar hann frá flauginni. Það er talið niður, ljósin blikka, allir eru að rifna úr stolti . Og þegar skaufalaga flaug þessarar sveltandi þjóðar leggur af stað þarf að sýna það frá mörgum sjónarhornum. Allir eru stórkostlega glaðir og fagna hinum mikla og glaðlynda leiðtoga eins og saklaus börn í barnaafmæli. Norður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Einaræðisherranum Kim Jong-un barnabarni „hins dásamlega mikla leiðtoga“ og stofnanda Norður Kóreu Kim Il-sung er er mikið í mun hvernig hinn sveltandi og kúgaði almenningur og umheimurinn sjá hann. Hann var til að mynda ekki upprifinn af því hvernig hann var sýndur í kvikmyndinni The Interview. Þar sást Kim Jong-un fara að skæla í viðtali við bandarískan þáttastjórnanda af verri endanum og skíta síðan á sig í beinni útsendingu. Hinn mikli leiðtogi fylgdi eldflauginni alla leið að skotpallinum til að fullvissa sig um að allt fær rétt fram.AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Nei, einræðisherrann hefur heldur betur ekki húmor fyrir þessu. Þegar Kim lét skjóta á loft risavaxinn langdrægri eldflaug í gær, dugði ekkert annað en Hollywood útgáfa af atburðinum í and Tom Cruse í kvikmyndinni Top Gun. Hann er jú mesti leiðtogi í heimi. Leiðtoginn birtist í leðurjakka með sólgleraugu bendandi hershöfðingjum í allar áttir eins og maðurinn sem allt veit og það betur en allir aðrir. Eldflaugin ægilega á að geta tortímt Bandaríkjunum og öllum öðrum óvinum. Það er best að hafa tímasetninguna rétta og allir samstilla úrin sín með hinum mikla leiðtoga skömmu fyrir flugskotið. Og auðvitað er engum öðrum treystandi til að fylgja eldflauginni að skotpallinum en einræðisherranum sjálfum. Gleðin var barnsleg og einlæg þegar eldflauginni sem borið getur gereyðingarvopn var skotið á loft í gær.AP/Fréttaþjónusta Norður Kóreu Þegar hann hefur séð til þess að allt sé klárt labbar hann frá flauginni. Það er talið niður, ljósin blikka, allir eru að rifna úr stolti . Og þegar skaufalaga flaug þessarar sveltandi þjóðar leggur af stað þarf að sýna það frá mörgum sjónarhornum. Allir eru stórkostlega glaðir og fagna hinum mikla og glaðlynda leiðtoga eins og saklaus börn í barnaafmæli.
Norður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira