Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 21. mars 2022 14:24 Meta hefur verið gert að loka á Facebook og Instagram í Rússlandi. Getty/Fernando Gutierrez-Juarezþ Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. Frá því að stríð Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæpum fjórum vikum síðan hefur stór hluti hernaðarins farið fram í gegn um veraldarvefinn, meðal annars með mynd- og myndbandabirtingum sem sýna eiga veruleika stríðsins. Bæði Rússar og Úkraínumenn hafa háð netstríð sem fyrst og fremst hefur einkennst í metfjölda falsfrétta, -mynda og -myndbanda sem hafa farið í dreifingu um netið. Stjórnvöld í Rússlandi bönnuðu Facebook upphaflega í byrjun mars og takmörkuðu notkun Twitter. Rússneskur dómstóll hefur nú gert Meta, móðurfyrirtæki Instagram og Facebook, að loka í Rússlandi vegna ofstækisvirkni á samfélagsmiðlunum. Fram kemur í frétt TASS, rússnesks fjölmiðils í eigu ríkisins, að meira en 6.400 falsfærslur hafi verið birtar á Instagram frá því að „sértækar hernaðaraðgerðir“ Rússa í Úkraínu hófust. Með úrskurði dómstólsins eru miðlarnir tveir bannaðir og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. Athygli vekur að bannið nær ekki til spjallþjónustunnar Whatsapp sem er einnig í eigu Meta. Whatsapp er einn vinsælasti samskiptamiðilinn í Rússlandi. Felix Light, blaðamaður hjá The Moscow Times, segir að Meta sé nú komið í hóp nýnasistahreyfinga, al-Qaeda og stjórnarandstöðuhreyfingar Navalny. Allar hafa verið skilgreindar sem ofstækishreyfingar og starfsemi þeirra bönnuð í Rússlandi. Segja falsfréttum og boðum á mótmæli dreift á Instagram Er þar átt við færslur þar sem sagt er „rangt“ frá gangi mála í Úkraínu, að mati rússneskra yfirvalda. Á það til að mynda við færslur þar sem fjallað er um stríðið sem stríð, innrás eða árásir en ekki „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og rússnesk yfirvöld kalla stríðið í Úkraínu. Í frétt Tass er vísað til nýrrar skýrslu Roskomnadzor, eftirlitsstofnunar Rússlands um virkni á samfélagsmiðlum, að meira en 6.400 slíkar færslur hafi birst á Instagram frá upphafi stríðsins. Þar af séu 4.600 færslur þar sem sagt er rangt frá tilgangi aðgerða Rússa í Úkraínu og 1.800 færslur þar sem hvatt er til óeirða og mótmæla gegn aðgerðunum í Úkraínu. Það ber að taka fram að í mörgum tilfellum eru samfélagsmiðlar einu tól Rússa til að heyra og sjá það sem öll heimsbyggðin sér og heyrir frá Úkraínu. Nær allir starfandi miðlar í Rússlandi eru ríkisreknir og þeir fáu sem eru það ekki hafa mjög litla starfsemi innan landamæra Rússlands - lang flestir sjálfstætt starfandi blaðamenn hafa flúið landið eftir að stríðið hófst í Úkraínu. Þá hafa Rússar margir hverjir ekki aðgang að erlendum miðlum, svo sem BBC, Radio Free Europe og Deutsche Welle, eftir að yfirvöld í Rússlandi létu loka á miðlana fyrir „dreifingu falsfrétta“ um innrásina. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Búið að finna borg fyrir stelpurnar okkar og Hvít-Rússa Vegna innrásar Rússa í Úkraínu, með aðstoð Hvít-Rússa, hefur ríkt óvissa varðandi mikilvægan útileik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í fótbolta kvenna. Nú er leikstaður fundinn. 21. mars 2022 12:30 Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Frá því að stríð Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæpum fjórum vikum síðan hefur stór hluti hernaðarins farið fram í gegn um veraldarvefinn, meðal annars með mynd- og myndbandabirtingum sem sýna eiga veruleika stríðsins. Bæði Rússar og Úkraínumenn hafa háð netstríð sem fyrst og fremst hefur einkennst í metfjölda falsfrétta, -mynda og -myndbanda sem hafa farið í dreifingu um netið. Stjórnvöld í Rússlandi bönnuðu Facebook upphaflega í byrjun mars og takmörkuðu notkun Twitter. Rússneskur dómstóll hefur nú gert Meta, móðurfyrirtæki Instagram og Facebook, að loka í Rússlandi vegna ofstækisvirkni á samfélagsmiðlunum. Fram kemur í frétt TASS, rússnesks fjölmiðils í eigu ríkisins, að meira en 6.400 falsfærslur hafi verið birtar á Instagram frá því að „sértækar hernaðaraðgerðir“ Rússa í Úkraínu hófust. Með úrskurði dómstólsins eru miðlarnir tveir bannaðir og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. Athygli vekur að bannið nær ekki til spjallþjónustunnar Whatsapp sem er einnig í eigu Meta. Whatsapp er einn vinsælasti samskiptamiðilinn í Rússlandi. Felix Light, blaðamaður hjá The Moscow Times, segir að Meta sé nú komið í hóp nýnasistahreyfinga, al-Qaeda og stjórnarandstöðuhreyfingar Navalny. Allar hafa verið skilgreindar sem ofstækishreyfingar og starfsemi þeirra bönnuð í Rússlandi. Segja falsfréttum og boðum á mótmæli dreift á Instagram Er þar átt við færslur þar sem sagt er „rangt“ frá gangi mála í Úkraínu, að mati rússneskra yfirvalda. Á það til að mynda við færslur þar sem fjallað er um stríðið sem stríð, innrás eða árásir en ekki „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og rússnesk yfirvöld kalla stríðið í Úkraínu. Í frétt Tass er vísað til nýrrar skýrslu Roskomnadzor, eftirlitsstofnunar Rússlands um virkni á samfélagsmiðlum, að meira en 6.400 slíkar færslur hafi birst á Instagram frá upphafi stríðsins. Þar af séu 4.600 færslur þar sem sagt er rangt frá tilgangi aðgerða Rússa í Úkraínu og 1.800 færslur þar sem hvatt er til óeirða og mótmæla gegn aðgerðunum í Úkraínu. Það ber að taka fram að í mörgum tilfellum eru samfélagsmiðlar einu tól Rússa til að heyra og sjá það sem öll heimsbyggðin sér og heyrir frá Úkraínu. Nær allir starfandi miðlar í Rússlandi eru ríkisreknir og þeir fáu sem eru það ekki hafa mjög litla starfsemi innan landamæra Rússlands - lang flestir sjálfstætt starfandi blaðamenn hafa flúið landið eftir að stríðið hófst í Úkraínu. Þá hafa Rússar margir hverjir ekki aðgang að erlendum miðlum, svo sem BBC, Radio Free Europe og Deutsche Welle, eftir að yfirvöld í Rússlandi létu loka á miðlana fyrir „dreifingu falsfrétta“ um innrásina.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Búið að finna borg fyrir stelpurnar okkar og Hvít-Rússa Vegna innrásar Rússa í Úkraínu, með aðstoð Hvít-Rússa, hefur ríkt óvissa varðandi mikilvægan útileik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í fótbolta kvenna. Nú er leikstaður fundinn. 21. mars 2022 12:30 Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14
Búið að finna borg fyrir stelpurnar okkar og Hvít-Rússa Vegna innrásar Rússa í Úkraínu, með aðstoð Hvít-Rússa, hefur ríkt óvissa varðandi mikilvægan útileik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í fótbolta kvenna. Nú er leikstaður fundinn. 21. mars 2022 12:30
Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00