Sýrlensk börn særð á líkama og sál eftir ellefu ár af stríði Heimsljós 15. mars 2022 13:01 Frá því stríðið hófst í Sýrlandi fyrir ellefu árum hafa tæplega þrettán þúsund börn látið lífið eða særst í átökunum. Til að setja þann fjölda í íslenskt samhengi bendir UNICEF á að dauðsföll barna séu fleiri en sem nemur öllum íbúum Mosfellsbæjar á síðasta ári. Í gær létu þrjú börn lífið þegar sprengjuleifar sprungu á jörðu niðri í Aleppo. Ellefu ár eru liðin frá því átök hófust í Sýrlandi með tilheyrandi mannúðarkreppu. UNICEF segir í frétt að þessum átökum, árásum og fólksflótta, sem skilur börn eftir á vergangi í eigin landi, sé hvergi nærri lokið. Og áhrifanna gætir mest á lífi saklausra barna. UNICEF segir að 900 börn hafi látist eða særst í átökum í Sýrlandi á síðasta ári. „Til að setja þann fjölda í íslenskt samhengi þá er það aðeins minna en sem nemur öllum börnum, 14. ára og yngri, sem bjuggu á Seltjarnarnesi á síðasta ári (931). Jarðsprengjur, sprengjuleifar og önnur ósprungin hergögn voru helsta ástæða þess að börn létu lífið eða særðust í Sýrlandi í fyrra.“ „Nærri fimm milljónir barna hafa fæðst í Sýrlandi frá árinu 2011 og hafa aldrei þekkt annað en stríð og átök. Í mörgum hlutum Sýrlands lifa börn í sífelldum ótta við hættuna af yfirvofandi árásum, jarðsprengjum og öðrum leifum stríðsins,“ segir Bo Viktor Nylund, fulltrúi UNICEF í Sýrlandi, í tilkynningu vegna þessara sorglegu tímamóta stríðsins þar í landi. Í Sýrlandi og nærliggjandi ríkjum eru 5,8 milljónir barna sem þarfnast mannúðaraðstoðar. UNICEF og samstarfsaðilar vinna áfram sem endranær þrotlaust að vernd þessara barna, réttindagæslu og velferð. Ekki síst að hjálpa þeim að vinna úr því sálræna áfalli sem fylgir því að alast upp sem barn í stríði og á sífelldum flótta. UNICEF á Íslandi hefur um árabil staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börn frá Sýrlandi. Hér finnur þú upplýsingar um hvernig þú getur styrkt þá söfnun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent
Ellefu ár eru liðin frá því átök hófust í Sýrlandi með tilheyrandi mannúðarkreppu. UNICEF segir í frétt að þessum átökum, árásum og fólksflótta, sem skilur börn eftir á vergangi í eigin landi, sé hvergi nærri lokið. Og áhrifanna gætir mest á lífi saklausra barna. UNICEF segir að 900 börn hafi látist eða særst í átökum í Sýrlandi á síðasta ári. „Til að setja þann fjölda í íslenskt samhengi þá er það aðeins minna en sem nemur öllum börnum, 14. ára og yngri, sem bjuggu á Seltjarnarnesi á síðasta ári (931). Jarðsprengjur, sprengjuleifar og önnur ósprungin hergögn voru helsta ástæða þess að börn létu lífið eða særðust í Sýrlandi í fyrra.“ „Nærri fimm milljónir barna hafa fæðst í Sýrlandi frá árinu 2011 og hafa aldrei þekkt annað en stríð og átök. Í mörgum hlutum Sýrlands lifa börn í sífelldum ótta við hættuna af yfirvofandi árásum, jarðsprengjum og öðrum leifum stríðsins,“ segir Bo Viktor Nylund, fulltrúi UNICEF í Sýrlandi, í tilkynningu vegna þessara sorglegu tímamóta stríðsins þar í landi. Í Sýrlandi og nærliggjandi ríkjum eru 5,8 milljónir barna sem þarfnast mannúðaraðstoðar. UNICEF og samstarfsaðilar vinna áfram sem endranær þrotlaust að vernd þessara barna, réttindagæslu og velferð. Ekki síst að hjálpa þeim að vinna úr því sálræna áfalli sem fylgir því að alast upp sem barn í stríði og á sífelldum flótta. UNICEF á Íslandi hefur um árabil staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börn frá Sýrlandi. Hér finnur þú upplýsingar um hvernig þú getur styrkt þá söfnun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent