Kópavogsbær ætlar ekki að innleiða barnasáttmála SÞ Lúðvík Júlíusson skrifar 11. mars 2022 16:30 Velferðarsvið Kópavogs segir nei Nýlega útskýrði Velferðarsvið Kópavogsbæjar frá því að það hefði ekki í hyggju að veita öllum börnum í Kópavogi samræmda og heildstæða þjónustu(1). Velferðarsvið væri á þeirri skoðun, ásamt lögfræðisviði bæjarins, að börn einstæðra foreldra ættu ekki rétt á þessum stuðningi. Þess í stað ættu einstæðir foreldrar sjálfir að bera meiri ábyrgð og bera þyngri byrðar en aðrir foreldrar. Þetta er stefna bæjarins þrátt fyrir að greiddir séu skattar í bæjarsjóð sem standa eiga undir þessari þjónustu. Þarna er Sjálfstæðisfólk ekki samkvæmt sjálfu sér. Ef foreldrar eiga að bera byrðar þá væri eðlilegt að skattar væru lækkaðir á móti. Þetta er ekkert nema tvöföld skattheimta á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Forystufólk segir nei Ég hef sent fyrirspurnir á formann Velferðarráðs Kópavogsbæjar, Karen E. Halldórsdóttur, en hún svarar ekki. Ég hef óskað eftir fundi með félagsmálastóra Velferðarsviðs Kópavogs, Sigrúnu Þórarinsdóttur, en hún hefur ekki svarað. Ég óskaði eftir fundi með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, sem útskýrði fyrir mér að hann, sem bæjarstjóri, gæti ekki skipt sér af stefnu sveitarfélagsins í velferðarmálum. Samt tók hann við viðurkenningu frá UNICEF og þakkað sjálfum sér fyrir innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Það er spes. Það væri lítið mál fyrir allt þetta fólk að segja við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því öll börn í Kópavogi nytu sömu réttinda. Allir starfsmenn Kópavogsbæjar sem hafa tjáð sig um þessi mál reyna stöðugt að réttlæta það að börn sem tilheyra viðkvæmum hópum eigi ekki að fá sömu þjónustu og eigi ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn. Ég sendi meira að segja Sjálfstæðisflokknum og formanni hans almenna fyrirspurn um stefnu flokksins í barnamálum í apríl í fyrra og núna 11 mánuðum síðar þá hef ég ekki fengið svar. Það segir ákveðna sögu um stefnu flokksins í þessum málaflokki. Hún er engin. Verklagsreglur og viðmið segja nei Í Kópavogi eru engar verklagsreglur varðandi þjónustu við börn með fötlun, engar verklagsreglur varðandi teymisfundi, engin viðmið um þjónustu og engar verklagsreglur varðandi samskipti við foreldra. Starfsmenn eiga að finna eitthvað upp í hvert skipti sem nýtt barn þarf á þjónustu að halda. Sé barn með mikla fötlun þá er það ekki trygging fyrir því að barn fái heildstæða og samfellda þjónustu. Þetta eru svörin sem ég fæ frá Kópavogsbæ og fólk skammast sín ekkert fyrir þau. Velferðarsvið Kópavogsbæjar er einnig á þeirri skoðun að einstaklingur sem á barn með fötlun(andlega og/eða líkamlega), sem er nýkominn til Íslands, sem talar ekki íslensku, þekkir ekki íslensk lög, er fráskilinn og ekki menntaður félagsráðgjafi eigi að sinna samskiptum og veita hinu foreldrinu réttar og viðeigandi upplýsingar sem varða réttindi barnsins. Kópavogsbær vill setja þetta foreldri í stöðu málastjóra. Það sjá allir hvers konar vitleysa þetta er. Það er ótrúlegt að Kópavogsbær sé á þeirri skoðun að barnið eigi ekki rétt á því að hafa báða foreldra vel upplýsta, að báðir foreldrar séu virkir þátttakendur í lífi barnsins og að báðir foreldar séu því til stuðnings. Það er ljóst að Kópavogsbær er langt frá því að vera búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. Hugsið ykkur að á 21. öldinni þá virðist Kópavogsbær hafa sömu sýn á hlutverk kynjanna og verstu karlrembur fyrri alda. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er ekki að leiða sveitarfélagið á nýjar og betri brautir. Orðum fylgja ekki efndir. Félagsmálaráðuneytið segir nei Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn og svarið sem ég fékk var að börn einstæðra foreldra myndu ekki fá sömu réttindi og önnur börn. Lögin um samþættingu þjónustu hefðu engin áhrif á réttindaleysi þessara barna. Ég vona að Sjálfstæðisfólk og Framsóknarfólk lesi þessa grein. Ég vona að það hafi samband við mig og leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér. Ég skrifa þá aðra grein, biðst afsökunar og leiðrétti allt saman. Ég held samt að miðað við áhugaleysi þessara aðila á málefnum barna og fólks í viðkvæmri stöðu að þá sé ekkert að fara að gerast. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1)https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/3144 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Kópavogur Lúðvík Júlíusson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Velferðarsvið Kópavogs segir nei Nýlega útskýrði Velferðarsvið Kópavogsbæjar frá því að það hefði ekki í hyggju að veita öllum börnum í Kópavogi samræmda og heildstæða þjónustu(1). Velferðarsvið væri á þeirri skoðun, ásamt lögfræðisviði bæjarins, að börn einstæðra foreldra ættu ekki rétt á þessum stuðningi. Þess í stað ættu einstæðir foreldrar sjálfir að bera meiri ábyrgð og bera þyngri byrðar en aðrir foreldrar. Þetta er stefna bæjarins þrátt fyrir að greiddir séu skattar í bæjarsjóð sem standa eiga undir þessari þjónustu. Þarna er Sjálfstæðisfólk ekki samkvæmt sjálfu sér. Ef foreldrar eiga að bera byrðar þá væri eðlilegt að skattar væru lækkaðir á móti. Þetta er ekkert nema tvöföld skattheimta á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Forystufólk segir nei Ég hef sent fyrirspurnir á formann Velferðarráðs Kópavogsbæjar, Karen E. Halldórsdóttur, en hún svarar ekki. Ég hef óskað eftir fundi með félagsmálastóra Velferðarsviðs Kópavogs, Sigrúnu Þórarinsdóttur, en hún hefur ekki svarað. Ég óskaði eftir fundi með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, sem útskýrði fyrir mér að hann, sem bæjarstjóri, gæti ekki skipt sér af stefnu sveitarfélagsins í velferðarmálum. Samt tók hann við viðurkenningu frá UNICEF og þakkað sjálfum sér fyrir innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Það er spes. Það væri lítið mál fyrir allt þetta fólk að segja við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því öll börn í Kópavogi nytu sömu réttinda. Allir starfsmenn Kópavogsbæjar sem hafa tjáð sig um þessi mál reyna stöðugt að réttlæta það að börn sem tilheyra viðkvæmum hópum eigi ekki að fá sömu þjónustu og eigi ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn. Ég sendi meira að segja Sjálfstæðisflokknum og formanni hans almenna fyrirspurn um stefnu flokksins í barnamálum í apríl í fyrra og núna 11 mánuðum síðar þá hef ég ekki fengið svar. Það segir ákveðna sögu um stefnu flokksins í þessum málaflokki. Hún er engin. Verklagsreglur og viðmið segja nei Í Kópavogi eru engar verklagsreglur varðandi þjónustu við börn með fötlun, engar verklagsreglur varðandi teymisfundi, engin viðmið um þjónustu og engar verklagsreglur varðandi samskipti við foreldra. Starfsmenn eiga að finna eitthvað upp í hvert skipti sem nýtt barn þarf á þjónustu að halda. Sé barn með mikla fötlun þá er það ekki trygging fyrir því að barn fái heildstæða og samfellda þjónustu. Þetta eru svörin sem ég fæ frá Kópavogsbæ og fólk skammast sín ekkert fyrir þau. Velferðarsvið Kópavogsbæjar er einnig á þeirri skoðun að einstaklingur sem á barn með fötlun(andlega og/eða líkamlega), sem er nýkominn til Íslands, sem talar ekki íslensku, þekkir ekki íslensk lög, er fráskilinn og ekki menntaður félagsráðgjafi eigi að sinna samskiptum og veita hinu foreldrinu réttar og viðeigandi upplýsingar sem varða réttindi barnsins. Kópavogsbær vill setja þetta foreldri í stöðu málastjóra. Það sjá allir hvers konar vitleysa þetta er. Það er ótrúlegt að Kópavogsbær sé á þeirri skoðun að barnið eigi ekki rétt á því að hafa báða foreldra vel upplýsta, að báðir foreldrar séu virkir þátttakendur í lífi barnsins og að báðir foreldar séu því til stuðnings. Það er ljóst að Kópavogsbær er langt frá því að vera búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. Hugsið ykkur að á 21. öldinni þá virðist Kópavogsbær hafa sömu sýn á hlutverk kynjanna og verstu karlrembur fyrri alda. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er ekki að leiða sveitarfélagið á nýjar og betri brautir. Orðum fylgja ekki efndir. Félagsmálaráðuneytið segir nei Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn og svarið sem ég fékk var að börn einstæðra foreldra myndu ekki fá sömu réttindi og önnur börn. Lögin um samþættingu þjónustu hefðu engin áhrif á réttindaleysi þessara barna. Ég vona að Sjálfstæðisfólk og Framsóknarfólk lesi þessa grein. Ég vona að það hafi samband við mig og leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér. Ég skrifa þá aðra grein, biðst afsökunar og leiðrétti allt saman. Ég held samt að miðað við áhugaleysi þessara aðila á málefnum barna og fólks í viðkvæmri stöðu að þá sé ekkert að fara að gerast. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1)https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/3144
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun