Hvað er að gerast innan verkalýðshreyfingarinnar? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 9. mars 2022 09:00 Ég skrifaði nýlega grein um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar þar sem ég lýsti eitruðum kúltúr og baktjaldamakki. Forseti ASÍ virtist koma af fjöllum og krafði mig opinberlega svara um hvað málið snérist því ekki kannaðist hún við málefnalegan ágreining né óeðlileg átök. Þessi eitraði kúltúr og valdabarátta hefur tekið á sig margar birtingamyndir undanfarið og hefur líklega náð hámarki í opinberri umræðu í kringum valdaskiptin í Eflingu. En er allt sem sýnist í þessu og um hvað snýst þetta allt saman? Það hafa verið miklar breytingar síðustu ár innan vekalýðshreyfingarinnar. Breytingar sem leiddar eru af fólki sem fékk nóg af dugleysi forystunnar og hugmyndum hennar. En það voru ekki bara við sem stöndum í brúnni sem fengum nóg. Félagsmenn fengu líka nóg. Alþýðusambandið skrapaði lengi vel botninn er traust varðar í íslensku samfélagi, og ótrúlegt en satt, árum saman með fullri vitund þeirra sem stjórnuðu. það var ekki fyrr en ný forysta tók við að félagsmenn og almenningur fór að hafa trú á því að þetta stofnanavædda bákn gæti mögulega vaknað úr áralöngum þyrnirósarsvefni. En hatrið byrjaði fyrr og byltingin byrjaði fyrr. Í nóvember 2003 gerði Vilhjálmur Birgisson hallarbyltingu í litlu verkalýðsfélagi uppi á Akranesi. Eftir baráttu sem er að mörgu leiti lík því sem átti sér stað í kringum hallarbyltinguna í VR sem hófst árið 2009 og síðar Eflingu 2018. En af hverju nefni ég Vilhjálm Birgisson til sögunnar? Vegna þess að hann veitti óánægju minni með mitt félag farveg. Og innblástur í að gera eitthvað í málunum. Og það væri raunverulega hægt að gera breytingar innan stéttarfélaga sem mörg hver voru rekin eins og einkafélög lokaðra klúbba sem fáir komust í án þess að heilla þá sem stjórnuðu með skylirðislausri hollustu. Og þó leiðin væri grýttari en andskotinn þá var þetta hægt. Til að gera langa sögu stutta skilaði baráttta Vilhjálms og félaga, á endanum, mér á þann stað sem ég er á í dag. Formaður stærsta stéttarfélags landsins. Með þessu er ég ekki að setja mig á stall sem einhver bjargvættur vinnandi fólks heldur að útskýra hvernig þetta ferli átti sér aðdraganda og trúið mér að leiðin frá því ég kom inn í stjórn VR árið 2009 og sem formaður frá 2017 hefur verið grýtt, nánast ófær á köflum. En að hatrinu. Sem stjórnarmaður í VR árið 2009 fór ég að taka þátt sem fulltrúi á þingum Alþýðusambandsins. Ég fann strax að ég var ekki velkominn í þennan útvalda hóp og leið eins og boðflennu með aðra sýn á það hvernig verkalýðshreyfingin ætti að beita sér í baráttu fyrir réttlæti í eftirmálum hrunsins, sem þá dundi yfir þjóðina. Það vakti sérstaka athygli mína, á þessum fundum og þingum á vegum ASÍ eftir hrun, eitthvað ótrúlegt og óútskýrt hatur í garð Vilhjálms Birgissonar formanns VLFA. Vilhjálmur virtist lítið sér til saka unnið annað en að segja skoðun sína og tala frá hjartanu á þessum vettvangi. Hann var sakaður um að taka þing ASÍ í gíslingu fyrir það eitt að bera fram tillögur, það voru gerðar endalausar tilraunir til að þagga niður í honum þegar hann vildi tala og árásirnar og orðbragðið í hans garð þegar elítan kvað sér hljóðs er varla hægt að hafa eftir. Var þetta virkilega svona innan ASÍ? Að skoðanir þeirra sem ekki voru sammála aðalnum væru afgreiddar með þessum hætti? Að einstaklingar sem ekki flutu með í blindri meðvirkni með stefnu elítunnar, sem skrapaði botninn í trausti, yrðu úthrópaðir af félögum sínum sem lýðskrumarar sem þyrtfi að þagga niður með öllum tiltækum ráðum? Það sem er vert að taka fram í skrifum mínum hér að ég hef sjálfur upplifað margt af því sem félagi Vilhjálmur þurfti að þola á þessum tíma. En slík var heiftin að gusurnar sem gengu yfir mig voru samt í mýflugumynd miðað við það sem hann þurfti að þola og ég varð vitni að. Þessi upplifun mín sem stjórnarmaður í VR og þáttakandi í leikhúsi ömurleikans innan ASÍ hjálpaði mér að skilja betur hvað vandi hreyfingarinnar var miklu dýpri og meiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Ég skil betur í dag af hverju það er, og veit hverjir eru persónur og leikendur í þessu leikhúsi. Auðvitað hafa orðið breytingar en hefur eitthvað breyst innan ASÍ? Nokkrir aðalleikarar hafa horfið á braut en aðrir hafa tekið við keflinu en láta lítið á sér bera á opinberum vettvangi. Þó kemur fyrir að við sjáum glitta í gerendur þegar þeir láta á sér kræla í fjölmiðlum, þá oftast og aðallega til að sparka í liggjandi félaga sína. Þetta fólk hefur ekki mikið meira til málanna að leggja, því miður. Í nýlegu viðtali fer Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar á Selfossi mikin í viðtali við mbl.is um mögulega fjárdrætti innan Eflingar. Þar vegur hún að starfsfólki Eflingar og starfsheiðri einstaklings sem starfaði fyrir félagið yfir þriggja ára skeið. Hún lætur að því liggja að mögulega hafi alvarleg lögbrot átt sér stað og það þurfi að rannsaka. Það hlýtur að hljóma kaldhæðnislega að á sama tíma og hún segist standa með starfsfólki félagsins lætur hún að því liggja að það hafi tekið þátt í að stunda fjárdrátt úr félaginu. Sama Halldóra barðist harkalega gegn því að ASÍ skipaði úrskurðarnefnd til að skoða hvort núverandi stjórn Eflingar hafi farið út fyrir umboð sitt og brotið lög félagsins með því að sniðganga ákvörðun trúnaðarráðs, sem er æðsta vald félagsins á milli aðalfunda, um að flýta aðalfundi Eflingar til 15.mars. Ætli Halldóra hafi rannsakað eða gert athugasemdir við hvað Alþýðusambandið hefur eytt í markaðs og kynningarmál síðastliðin 3 ár? En hver er Halldóra Sveinsdóttir? Hvað hefur hún gert fyrir verka og láglaunafólk? Hver eru afrekin og hvernig hefur hún beitt sér í harðri orðræðu við óvægin sérhagsmunaöflin? Hvað hefur hún lagt til málanna þegar harðast er sótt að launafólki og hagsmunum þeirra? Það er að sjálfsögðu ekki mitt að svara en við hljótum að spyrja þessara spurninga þegar hún sem formaður í stéttarfélagi og þriðji varaforseti ASÍ öskrar RÁN!!! Var hún að vísa í söluna á Íslandsbanka og milljarða gjöf til fjárfesta? Var hún að vísa í fjármálakerfið og okurvextina? Var hún að vísa í rán útgerðanna á auðlindum þjóðarinnar eða söluna á Mílu? Var hún að vísa í skattaundanskotin? Var hún að vísa í tugmillljóna sjálftöku stjórnenda Innit af lífeyrissjóðunum? Eða var hún að vísa í spillinguna innan lífeyrissjóðanna (sem er reyndar ólíklegt því hún er ein af nokkrum formönnum stéttarfélaga sem enn sitja við háborð lífeyrissjóðanna)? Nei hún var að vísa í dylgjur sem eiga rætur sínar að rekja í hatrammri valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Valdabarátttu sem hún á mikið undir sjálf. Valdabaráttu sem snýr að því að lokaður og fámennur hópur innan ASÍ haldi völdum sínum innan Starfsgreinasambandsins. Hópur sem vill geta haldið áfram að vinna gegn lýðræðislega kjörnum leiðtogum stærstu stéttarfélaganna. Hópur sem vill geta unnið á bakvið tjöldin og þolir ekki dagsljósið. Hópur sem þráir ekkert heitar en að Salek samkomulagið verði að veruleika. Hópur sem elskar lífeyrissjóðakerfið og vill að það verði látið í friði. Hópur sem telur mikilvægt að atvinnurekendur séu með töggl á haldi í lífeyrissjóðunum okkar. Hópur sem telur verðtryggð húsnæðislán mikilvæga fyrir tekjulægsta fólkið. Hópur sem er á móti flestum okkar hugmyndum af því þær koma frá okkur. Og þetta er hópurinn á bakvið fyrrum og núverandi forseta ASÍ og virðist vera helsta haldreipi Drífu og bakland hennar innan hreyfingarinnar sem hún sjálf vísar gjarnan til. En til að setja hlutina í samhengi starfaði núverandi forseti ASÍ sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins um árabil og vann náið með þessum hópi sem um ræðir. Þær Halldóra og Drífa virðast einnig hafa tekið mjög afgerandi stöðu með fráfarandi formanni og varaformanni Eflingar sem hafa á móti lýst yfir gagnkvæmum stuðningi, og það í verki með því að tryggja að valdaskipti fari ekki fram innan Eflingar fyrr en eftir þing Starfsgreinasambandsins og haft þannig bein áhrif á val þingfulltrúa Eflingar þar inn og tryggja þannig að réttu aðilarnir veljist þar til forystu. Eftir grein mína um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar svaraði Drífa Snædal forseti ASÍ að hún kannaðist ekki við þennan kúltúr sem ég lýsti og krafði mig svara um hvaða málefnalega ágreining ég væri að vísa til. Hér kemur svarið. Kæri forseti. Að mállefnalegum ágreiningi vil ég benda á nokkur mál þar sem bullandi ágreiningur er um og er listinn því ekki tæmandi. Starfskjaralögin. Starfskjaralögin sem þú ætlaðir að þrýsta í gegn í mikilli óþökk stærstu aðildarfélaga ASÍ. Ný starfskjaralög þar sem lögmenn fjölmargra félaga vöruðu eindregið við að yrðu lögð fram vegna þess að þau myndu draga stórlega úr réttarvernd vinnandi fólks. En þrátt fyrir það heldur forsetin áfram með málið og hefur gefið ráðherra grænt ljós á að leggja það fram án nokkurs samráðs við aðildarfélögin. Lífeyrismálin. Bullandi ágreiningur er um lífeyrismálin. Aðildarfélögum er bannað að semja um sín réttindi í sérkjarasamningum, forseti og hópurinn vilja allt 12% plús 3,5% iðgjaldið í samtryggingu á meðan stóru félögin vilja tryggja val með áherslu á að viðbótin fari inn í séreign. Séreign sem erfist og unga fólkið getur svo notað til útborgunar í fyrstu íbúð. Við höfum einnig kallað eftir því að lífeyrissjóðir dragi úr arðsemiskröfu á meðan “hópurinn” segir það ekki koma okkur við hvað sjóðirnir geri, því arðsemi verður að vera ofar öllu. Forseti og “hópurinn” vilja hækka bætur til að standa undir hækkandi leigu og afborgunum lána. Og nota þannig skattkerfið til að fóðra fjármálakerfið og leigufélögin í gengdarlausri sjálftöku og okri, á meðan við viljum setja þak á leigu, vexti og afborganir lána, afnema verðtryggingu og hefja þjóðarátak í húsnæðismálum sem hefur reynst þrautinni þyngri að koma í verk. Í eftirmálum greinarinnar sem ég skrifaði um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar hefur forseti ASÍ látið að því liggja að þetta sé upplifun mín og ég þurfi að gera grein fyrir því um hvað ég sé að tala máli mínu til stuðnings. Engum hefur dottið í hug að spyrja hvort ég sé einn um þessa skoðun eða hvort fleiri formenn og forystufólk innan hreyfingarinnar séu á sama máli. Þrátt fyrir að í nýlegu viðtali við formann Rafiðnaðarsambandsins, sem er jafnframt fyrsti varaforseti ASÍ, þar sem hann er inntur eftir því hvort rétt reynist um sögusagnir þess efnis að hann hyggist gefa kost á sér til forseta ASÍ á næsta þingi sambandsins. Svaraði hann því til að hann væri ekki tilbúinn að tjá sig um málið að svo stöddu en viðurkenndi að hafa fengið fjölda áskoranna þess efnis. Þá spyr ég. Ef iðnaðarmannafélögin eru að undirbúa mótframboð gegn sitjandi forseta og augljóst þykir að formaður og verðandi formaður tveggja stærstu félaganna innan ASÍ ásamt formönnum lykilfélaga innan Starfsgreinsambandsins eins og Akranes, Grindavík, Húsavík og fleiri félaga, sem vilja breytingar. Hvað er þá eftir? Ég hef sjálfur ekki skorað á einn eða neinn í að taka við þessu embætti en til að svara hinni spurningunni sem núverandi forseti krafði mig svara um er varðar óánægju og samstarfsörðugleika þá vil ég rekja þá sögu aðeins. Eftir að ný forysta ASÍ tók við á þingi sambandsins árið 2018 með kjöri Drífu Snædal sem forseta og Vilhjálmi Birgis sem fyrsta varaforseta og Kristjáni Þórði Snæbjarnar sem annar varaforseta var þessi uppröðun þáttur í því að skapa sátt innan sambandsins og var ég sjálfur í framboði til varaforseta en tók ákvörðun að draga framboðið til baka í þeirri von um að þessi niðurstaða væri liður og viðleitni í að skapa sátt um þá forystu sem kosin var og leið til að sætta ákveðin sjónarmið og auka samvinnu ólíkra hópa innan hreyfingarinnar. Fljótlega, eða nánast frá fyrsta degi fór að bera á samstarfserfiðleikum í forsetateyminu og fór svo að haldnir voru fundir með forsetum og formönnum stærstu félaganna til að finna leiðir til sátta, laga samskipti og auka samráð. Svo fór þó á endanum að Vilhjálmur Birgisson sagði af sér sem varaforseti og Sólveig Anna kom inn í teymið sem annar varaforseti en Kristján færðist upp í fyrsta. Það má fylgja sögunni að ég og varaformaður VR sögðum okkur úr miðstjórn ASÍ í kjölfarið, þó mér hafi verið hleypt inn aftur en ekki hinum. Það vildi þó ekki betur til en svo að áfram voru hnökrar og samstarfið gekk illa. Í raun verr og verr eftir því sem á leið. Síðasta tilraunin sem gerð var til að ná fram breytingum og betra samstarfi innan ASÍ var á þinginu 2020 en þá voru tveir valkostir í stöðunni. Að skipta út forseta eða reyna enn eina ferðina að gera breytingar á skipulagi ASÍ til að auka samráð og sátt og nú með fjölgun varaforseta úr tveimur í þrjá. Ég var sjálfur á móti því að fjölga varaforsetum og koma inn í teymið en ég hef verið þeirrar skoðunar að eiða frekar tíma mínum og orku í mínu félagi með mínu frábæra fólki í stað þess að standa í endalausum innbyrðis átökum við fólk sem hefur haft horn í síðu minni af ástæðum sem ég get ekki útskýrt frekar en aðrir. Þó fór það svo að ég lét undan þrýstingi úr eigin baklandi og gerði það fyrir félaga mína innan hreyfingarinnar að láta á þetta reyna, og bæði talaði fyrir tilögunni og tók svo sæti sem þriðji varaforseti ASÍ. Síðan þá hef ég upplifað nákvæmlega það sem aðrir formenn og varaforsetar hafa lýst. Ekki nóg með að hafa sent forseta og miðstjórn fjölda tölvupósta þar sem ég bið um upplýsingar um hvaða bakland forsetin sé ótt og títt að vísa til þegar hún kemur með tillögur inn á borð miðstjórnar ASÍ og á fundi forsetateymisins og vísar í samtöl og samráð við hina og þessa án þess að gefa upp hverjir það eru, við stöndum almennt á gati því ekki hafði verið rætt við okkur eða við spurð álits og því ekki hluti af þessu títtnefnda baklandi þó óumdeilt sé að forseti ASÍ starfi í okkar umboði. Þó ég viti hvaða bakland þetta er og viti að ég er ekki hluti af því frekar en aðrir sem hafa frá sömu sögu að segja þá eru þessi samskipti skjalfest. Einnig fjölmargir aðrir hlutir sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér og lýsa ótrúlegum hroka og yfirlæti í minn garð og annara sem ég hef gert grein fyrir í tölvupóstsamskiptum innan miðstjórnar ASÍ og ætla ekki að birta á þessu stigi. Að forseti ASÍ skuli segja það án þess að blikka augum að hún kannist ekki við þá óánægju, þann kúltúr og málefnalega ágreining sem ég skrifaði um er í raun með ólíkindum. Í nýlegum pistli sínum lýsir hún skoðana kúgun og ofbeldi gagnvart blaðamönnum af hálfu Samherja og leggur það síðan á par við skrif mín og fleira forystufólks gagnvart þeim aðilum sem hafa staðið í framlínu niðurrifs og átaka innan hreyfingarinnar. Hún segir þetta fólk sé svo hrætt við að tjá sig opinberlega því það óttist mjög að lenda undir í orðræðunni, en að sama skapi hafi það svo margt að segja. Við sem stöndum í framlínu orðræðunnar gagnvart talsfólki sérhagsmunaafla, höfum verið kölluð öllum illum nöfnum og þurfum að þola fúkyrðaflaum, rangfærslur og annan grímulausan áróður, oft mjög persónulegan. Þegar árásir og átök við eigin félaga bætast við er fokið í flest skjól. Er fólk í réttu starfi sem forystufólk sinna stéttarfélaga ef það þorir ekki að skrifa eða koma fram undir nafni, nema þá helst til að sparka í félaga sína þegar þeir liggja? Hvernig standa þau sig þá við samningaborðið? Í aðdraganda síðustu kjarasamninga komum við inn í viðræðurnar á eftir “hópnum” sem hafði gert fyrstu atlöguna. Og staðan sem við fengum í fangið var í meira lagi skrautleg svo vægt sé til orða tekið og er efni í aðra grein um hvað var á borðinu í sölu á réttindum þegar við komumst að. Þessi sami “hópur” hefur verið duglegastur við að níða niður samninginn sem við svo undirrituðum, en öll vinnan var án aðkomu ASÍ og “hópsins”. Ég hef virkilega reynt að slíðra þessi sverð og ég hef reynt að taka þátt í þessu starfi á vettvangi ASÍ af heilindum og raunverulegum vilja. En nú er mál að linni og ég segi skoðun mína og upplifun umbúðalaust. Ég neita að þegja yfir þegjandi samkoulagi sem ríkir um eitraðan kúltúr og baktjaldamakk innan ASÍ. Ef félagsmenn VR vilja formann sem er meðvirkur þessu ástandi þá kjósa þeir sér slíkan formann. Þannig virkar lýðræðið í VR. Við í stjórn VR og trúnaðarráði VR höfum rætt þessa stöðu og munum ræða hana ítarlega á næstu misserum. Við þurfum að finna svör við því hvort við teljum að þessu ástandi sé hægt að breyta eða ekki. Við þurfum að taka ákvörðun um hvort staðan innan Alþýðusambandsins sé upphafið að endalokum þess í núverandi mynd eða hvort það séu einhverjar færar leiðir til breytinga. Ég hef ekki svarið við þessu annað en það að okkur verslunarfólki hefur gengið ljómandi vel með okkar félag og landssamband en viljum við eyða tíma og orku í að þétta raðirnar með fólki sem fátt veit betra en að koma á okkur höggi? Það er kannski stærsta spurningin. Og væri ekki hreinlegast að “hópurinn”, sem m.a. kennir sig við Samband minni stéttarfélaga ásamt fleiri félögum, skríði undan skel sinni og standi fyrir máli sínu? Talsmaður hópsins Halldóra Sveinsdóttir hefur með framgöngu sinni kallað eftir uppgjöri innan hreyfingarinnar og uppgjör skal hún fá. Hvort það uppgjör verði upphafið á endalokum Alþýðusambandsins í þeirri mynd sem við þekkjum í dag eða nauðsynlegra breytinga, er erfitt að segja til um. Mögulega er Alþýðusambandið barn síns tíma og mögulega hefur hlutverk þess runnið sitt skeið. Eitt er víst að mjög miklar líkur eru á að staðan innan sambandsins sé komin á þann stað að hvorki róttækar breytingar á skipulagi eða nokkur einstaklingur til forystu geti komið því til bjargar úr því sem komið er. Að lokum. Til fjölmiðla og forseta ASÍ vil ég beina eftirfarandi spurningu. Hvaða formenn stéttarfélaga innan raða Alþýðusambandsins eru tilbúnir að lýsa yfir stuðningi við núverandi forseta og hverjir vilja breytingar? Til félagsmanna innan raða ASÍ vil ég segja að átökin innan Eflingar snúast um hatramma valdabaráttu. Valdabaráttu sem á rætur sínar að rekja til Salek hópsins. Valdabaráttu þar sem öllu er tjaldað til og engum er hlíft. Valdabaráttu sem snýst um völd yfir Starfsgreinasambandinu og kjör þingfulltrúa Eflingar inn á þingið, sem hefur úrslita áhrif um hverjir veljast þar til forystu. Valdabaráttu sem snýst um völd innan ASÍ. Valdabaráttu þar sem tilhæfulausar árásir á réttkjörna fulltrúa Eflingar og annað stuðningsfólk breytinga grasserar óhindrað og gagnrýnilaust í fjölmiðlum. Sömu fjölmiðlum og standa fremstir í því að tala niður baráttu vinnandi fólks. Valdabaráttu þar sem fyrrum starfsmenn Eflingar fara fram með stefnur sem enginn fótur er fyrir. Valdabaráttu sem snýr að ásökunum um fjárdrætti og aðra glæpi sem innihalda lítið annað en efni í góðar fyrirsagnir sérhagsmunamiðla. Valdabaráttu sem er drifin áfram af botnlausu og óútskýrðu hatri. Og ef einhver kynni að hugsa sem svo að nú væri atvinnurekendur að opna kampavínið eftir þessi skrif, vil ég segja. Samtök atvinnurekenda vita nákvæmlega hvað klukkan slær innan verkalýðshreyfingarinnar. Þau vita líklega meira um klofninginn og átökin heldur en við sjálf og hafa vitað í langan tíma. Hreyfingin var klofin í herðar niður í síðustu kjarasamningum en þrátt fyrir það var niðurstaðan ásættanleg miðað við aðstæður. Það sem Samtök atvinnulífsins raunverulega hræðast er að einhver hafi kjark og þor í að stinga á þetta kíli því að óbreyttu förum við í næstu samninga með sömu sólgleraugun og síðast í engri von um að fela glóðuraugun eftir innbyrðis átökin. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Stéttarfélög Kjaramál Félagasamtök Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég skrifaði nýlega grein um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar þar sem ég lýsti eitruðum kúltúr og baktjaldamakki. Forseti ASÍ virtist koma af fjöllum og krafði mig opinberlega svara um hvað málið snérist því ekki kannaðist hún við málefnalegan ágreining né óeðlileg átök. Þessi eitraði kúltúr og valdabarátta hefur tekið á sig margar birtingamyndir undanfarið og hefur líklega náð hámarki í opinberri umræðu í kringum valdaskiptin í Eflingu. En er allt sem sýnist í þessu og um hvað snýst þetta allt saman? Það hafa verið miklar breytingar síðustu ár innan vekalýðshreyfingarinnar. Breytingar sem leiddar eru af fólki sem fékk nóg af dugleysi forystunnar og hugmyndum hennar. En það voru ekki bara við sem stöndum í brúnni sem fengum nóg. Félagsmenn fengu líka nóg. Alþýðusambandið skrapaði lengi vel botninn er traust varðar í íslensku samfélagi, og ótrúlegt en satt, árum saman með fullri vitund þeirra sem stjórnuðu. það var ekki fyrr en ný forysta tók við að félagsmenn og almenningur fór að hafa trú á því að þetta stofnanavædda bákn gæti mögulega vaknað úr áralöngum þyrnirósarsvefni. En hatrið byrjaði fyrr og byltingin byrjaði fyrr. Í nóvember 2003 gerði Vilhjálmur Birgisson hallarbyltingu í litlu verkalýðsfélagi uppi á Akranesi. Eftir baráttu sem er að mörgu leiti lík því sem átti sér stað í kringum hallarbyltinguna í VR sem hófst árið 2009 og síðar Eflingu 2018. En af hverju nefni ég Vilhjálm Birgisson til sögunnar? Vegna þess að hann veitti óánægju minni með mitt félag farveg. Og innblástur í að gera eitthvað í málunum. Og það væri raunverulega hægt að gera breytingar innan stéttarfélaga sem mörg hver voru rekin eins og einkafélög lokaðra klúbba sem fáir komust í án þess að heilla þá sem stjórnuðu með skylirðislausri hollustu. Og þó leiðin væri grýttari en andskotinn þá var þetta hægt. Til að gera langa sögu stutta skilaði baráttta Vilhjálms og félaga, á endanum, mér á þann stað sem ég er á í dag. Formaður stærsta stéttarfélags landsins. Með þessu er ég ekki að setja mig á stall sem einhver bjargvættur vinnandi fólks heldur að útskýra hvernig þetta ferli átti sér aðdraganda og trúið mér að leiðin frá því ég kom inn í stjórn VR árið 2009 og sem formaður frá 2017 hefur verið grýtt, nánast ófær á köflum. En að hatrinu. Sem stjórnarmaður í VR árið 2009 fór ég að taka þátt sem fulltrúi á þingum Alþýðusambandsins. Ég fann strax að ég var ekki velkominn í þennan útvalda hóp og leið eins og boðflennu með aðra sýn á það hvernig verkalýðshreyfingin ætti að beita sér í baráttu fyrir réttlæti í eftirmálum hrunsins, sem þá dundi yfir þjóðina. Það vakti sérstaka athygli mína, á þessum fundum og þingum á vegum ASÍ eftir hrun, eitthvað ótrúlegt og óútskýrt hatur í garð Vilhjálms Birgissonar formanns VLFA. Vilhjálmur virtist lítið sér til saka unnið annað en að segja skoðun sína og tala frá hjartanu á þessum vettvangi. Hann var sakaður um að taka þing ASÍ í gíslingu fyrir það eitt að bera fram tillögur, það voru gerðar endalausar tilraunir til að þagga niður í honum þegar hann vildi tala og árásirnar og orðbragðið í hans garð þegar elítan kvað sér hljóðs er varla hægt að hafa eftir. Var þetta virkilega svona innan ASÍ? Að skoðanir þeirra sem ekki voru sammála aðalnum væru afgreiddar með þessum hætti? Að einstaklingar sem ekki flutu með í blindri meðvirkni með stefnu elítunnar, sem skrapaði botninn í trausti, yrðu úthrópaðir af félögum sínum sem lýðskrumarar sem þyrtfi að þagga niður með öllum tiltækum ráðum? Það sem er vert að taka fram í skrifum mínum hér að ég hef sjálfur upplifað margt af því sem félagi Vilhjálmur þurfti að þola á þessum tíma. En slík var heiftin að gusurnar sem gengu yfir mig voru samt í mýflugumynd miðað við það sem hann þurfti að þola og ég varð vitni að. Þessi upplifun mín sem stjórnarmaður í VR og þáttakandi í leikhúsi ömurleikans innan ASÍ hjálpaði mér að skilja betur hvað vandi hreyfingarinnar var miklu dýpri og meiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Ég skil betur í dag af hverju það er, og veit hverjir eru persónur og leikendur í þessu leikhúsi. Auðvitað hafa orðið breytingar en hefur eitthvað breyst innan ASÍ? Nokkrir aðalleikarar hafa horfið á braut en aðrir hafa tekið við keflinu en láta lítið á sér bera á opinberum vettvangi. Þó kemur fyrir að við sjáum glitta í gerendur þegar þeir láta á sér kræla í fjölmiðlum, þá oftast og aðallega til að sparka í liggjandi félaga sína. Þetta fólk hefur ekki mikið meira til málanna að leggja, því miður. Í nýlegu viðtali fer Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar á Selfossi mikin í viðtali við mbl.is um mögulega fjárdrætti innan Eflingar. Þar vegur hún að starfsfólki Eflingar og starfsheiðri einstaklings sem starfaði fyrir félagið yfir þriggja ára skeið. Hún lætur að því liggja að mögulega hafi alvarleg lögbrot átt sér stað og það þurfi að rannsaka. Það hlýtur að hljóma kaldhæðnislega að á sama tíma og hún segist standa með starfsfólki félagsins lætur hún að því liggja að það hafi tekið þátt í að stunda fjárdrátt úr félaginu. Sama Halldóra barðist harkalega gegn því að ASÍ skipaði úrskurðarnefnd til að skoða hvort núverandi stjórn Eflingar hafi farið út fyrir umboð sitt og brotið lög félagsins með því að sniðganga ákvörðun trúnaðarráðs, sem er æðsta vald félagsins á milli aðalfunda, um að flýta aðalfundi Eflingar til 15.mars. Ætli Halldóra hafi rannsakað eða gert athugasemdir við hvað Alþýðusambandið hefur eytt í markaðs og kynningarmál síðastliðin 3 ár? En hver er Halldóra Sveinsdóttir? Hvað hefur hún gert fyrir verka og láglaunafólk? Hver eru afrekin og hvernig hefur hún beitt sér í harðri orðræðu við óvægin sérhagsmunaöflin? Hvað hefur hún lagt til málanna þegar harðast er sótt að launafólki og hagsmunum þeirra? Það er að sjálfsögðu ekki mitt að svara en við hljótum að spyrja þessara spurninga þegar hún sem formaður í stéttarfélagi og þriðji varaforseti ASÍ öskrar RÁN!!! Var hún að vísa í söluna á Íslandsbanka og milljarða gjöf til fjárfesta? Var hún að vísa í fjármálakerfið og okurvextina? Var hún að vísa í rán útgerðanna á auðlindum þjóðarinnar eða söluna á Mílu? Var hún að vísa í skattaundanskotin? Var hún að vísa í tugmillljóna sjálftöku stjórnenda Innit af lífeyrissjóðunum? Eða var hún að vísa í spillinguna innan lífeyrissjóðanna (sem er reyndar ólíklegt því hún er ein af nokkrum formönnum stéttarfélaga sem enn sitja við háborð lífeyrissjóðanna)? Nei hún var að vísa í dylgjur sem eiga rætur sínar að rekja í hatrammri valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Valdabarátttu sem hún á mikið undir sjálf. Valdabaráttu sem snýr að því að lokaður og fámennur hópur innan ASÍ haldi völdum sínum innan Starfsgreinasambandsins. Hópur sem vill geta haldið áfram að vinna gegn lýðræðislega kjörnum leiðtogum stærstu stéttarfélaganna. Hópur sem vill geta unnið á bakvið tjöldin og þolir ekki dagsljósið. Hópur sem þráir ekkert heitar en að Salek samkomulagið verði að veruleika. Hópur sem elskar lífeyrissjóðakerfið og vill að það verði látið í friði. Hópur sem telur mikilvægt að atvinnurekendur séu með töggl á haldi í lífeyrissjóðunum okkar. Hópur sem telur verðtryggð húsnæðislán mikilvæga fyrir tekjulægsta fólkið. Hópur sem er á móti flestum okkar hugmyndum af því þær koma frá okkur. Og þetta er hópurinn á bakvið fyrrum og núverandi forseta ASÍ og virðist vera helsta haldreipi Drífu og bakland hennar innan hreyfingarinnar sem hún sjálf vísar gjarnan til. En til að setja hlutina í samhengi starfaði núverandi forseti ASÍ sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins um árabil og vann náið með þessum hópi sem um ræðir. Þær Halldóra og Drífa virðast einnig hafa tekið mjög afgerandi stöðu með fráfarandi formanni og varaformanni Eflingar sem hafa á móti lýst yfir gagnkvæmum stuðningi, og það í verki með því að tryggja að valdaskipti fari ekki fram innan Eflingar fyrr en eftir þing Starfsgreinasambandsins og haft þannig bein áhrif á val þingfulltrúa Eflingar þar inn og tryggja þannig að réttu aðilarnir veljist þar til forystu. Eftir grein mína um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar svaraði Drífa Snædal forseti ASÍ að hún kannaðist ekki við þennan kúltúr sem ég lýsti og krafði mig svara um hvaða málefnalega ágreining ég væri að vísa til. Hér kemur svarið. Kæri forseti. Að mállefnalegum ágreiningi vil ég benda á nokkur mál þar sem bullandi ágreiningur er um og er listinn því ekki tæmandi. Starfskjaralögin. Starfskjaralögin sem þú ætlaðir að þrýsta í gegn í mikilli óþökk stærstu aðildarfélaga ASÍ. Ný starfskjaralög þar sem lögmenn fjölmargra félaga vöruðu eindregið við að yrðu lögð fram vegna þess að þau myndu draga stórlega úr réttarvernd vinnandi fólks. En þrátt fyrir það heldur forsetin áfram með málið og hefur gefið ráðherra grænt ljós á að leggja það fram án nokkurs samráðs við aðildarfélögin. Lífeyrismálin. Bullandi ágreiningur er um lífeyrismálin. Aðildarfélögum er bannað að semja um sín réttindi í sérkjarasamningum, forseti og hópurinn vilja allt 12% plús 3,5% iðgjaldið í samtryggingu á meðan stóru félögin vilja tryggja val með áherslu á að viðbótin fari inn í séreign. Séreign sem erfist og unga fólkið getur svo notað til útborgunar í fyrstu íbúð. Við höfum einnig kallað eftir því að lífeyrissjóðir dragi úr arðsemiskröfu á meðan “hópurinn” segir það ekki koma okkur við hvað sjóðirnir geri, því arðsemi verður að vera ofar öllu. Forseti og “hópurinn” vilja hækka bætur til að standa undir hækkandi leigu og afborgunum lána. Og nota þannig skattkerfið til að fóðra fjármálakerfið og leigufélögin í gengdarlausri sjálftöku og okri, á meðan við viljum setja þak á leigu, vexti og afborganir lána, afnema verðtryggingu og hefja þjóðarátak í húsnæðismálum sem hefur reynst þrautinni þyngri að koma í verk. Í eftirmálum greinarinnar sem ég skrifaði um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar hefur forseti ASÍ látið að því liggja að þetta sé upplifun mín og ég þurfi að gera grein fyrir því um hvað ég sé að tala máli mínu til stuðnings. Engum hefur dottið í hug að spyrja hvort ég sé einn um þessa skoðun eða hvort fleiri formenn og forystufólk innan hreyfingarinnar séu á sama máli. Þrátt fyrir að í nýlegu viðtali við formann Rafiðnaðarsambandsins, sem er jafnframt fyrsti varaforseti ASÍ, þar sem hann er inntur eftir því hvort rétt reynist um sögusagnir þess efnis að hann hyggist gefa kost á sér til forseta ASÍ á næsta þingi sambandsins. Svaraði hann því til að hann væri ekki tilbúinn að tjá sig um málið að svo stöddu en viðurkenndi að hafa fengið fjölda áskoranna þess efnis. Þá spyr ég. Ef iðnaðarmannafélögin eru að undirbúa mótframboð gegn sitjandi forseta og augljóst þykir að formaður og verðandi formaður tveggja stærstu félaganna innan ASÍ ásamt formönnum lykilfélaga innan Starfsgreinsambandsins eins og Akranes, Grindavík, Húsavík og fleiri félaga, sem vilja breytingar. Hvað er þá eftir? Ég hef sjálfur ekki skorað á einn eða neinn í að taka við þessu embætti en til að svara hinni spurningunni sem núverandi forseti krafði mig svara um er varðar óánægju og samstarfsörðugleika þá vil ég rekja þá sögu aðeins. Eftir að ný forysta ASÍ tók við á þingi sambandsins árið 2018 með kjöri Drífu Snædal sem forseta og Vilhjálmi Birgis sem fyrsta varaforseta og Kristjáni Þórði Snæbjarnar sem annar varaforseta var þessi uppröðun þáttur í því að skapa sátt innan sambandsins og var ég sjálfur í framboði til varaforseta en tók ákvörðun að draga framboðið til baka í þeirri von um að þessi niðurstaða væri liður og viðleitni í að skapa sátt um þá forystu sem kosin var og leið til að sætta ákveðin sjónarmið og auka samvinnu ólíkra hópa innan hreyfingarinnar. Fljótlega, eða nánast frá fyrsta degi fór að bera á samstarfserfiðleikum í forsetateyminu og fór svo að haldnir voru fundir með forsetum og formönnum stærstu félaganna til að finna leiðir til sátta, laga samskipti og auka samráð. Svo fór þó á endanum að Vilhjálmur Birgisson sagði af sér sem varaforseti og Sólveig Anna kom inn í teymið sem annar varaforseti en Kristján færðist upp í fyrsta. Það má fylgja sögunni að ég og varaformaður VR sögðum okkur úr miðstjórn ASÍ í kjölfarið, þó mér hafi verið hleypt inn aftur en ekki hinum. Það vildi þó ekki betur til en svo að áfram voru hnökrar og samstarfið gekk illa. Í raun verr og verr eftir því sem á leið. Síðasta tilraunin sem gerð var til að ná fram breytingum og betra samstarfi innan ASÍ var á þinginu 2020 en þá voru tveir valkostir í stöðunni. Að skipta út forseta eða reyna enn eina ferðina að gera breytingar á skipulagi ASÍ til að auka samráð og sátt og nú með fjölgun varaforseta úr tveimur í þrjá. Ég var sjálfur á móti því að fjölga varaforsetum og koma inn í teymið en ég hef verið þeirrar skoðunar að eiða frekar tíma mínum og orku í mínu félagi með mínu frábæra fólki í stað þess að standa í endalausum innbyrðis átökum við fólk sem hefur haft horn í síðu minni af ástæðum sem ég get ekki útskýrt frekar en aðrir. Þó fór það svo að ég lét undan þrýstingi úr eigin baklandi og gerði það fyrir félaga mína innan hreyfingarinnar að láta á þetta reyna, og bæði talaði fyrir tilögunni og tók svo sæti sem þriðji varaforseti ASÍ. Síðan þá hef ég upplifað nákvæmlega það sem aðrir formenn og varaforsetar hafa lýst. Ekki nóg með að hafa sent forseta og miðstjórn fjölda tölvupósta þar sem ég bið um upplýsingar um hvaða bakland forsetin sé ótt og títt að vísa til þegar hún kemur með tillögur inn á borð miðstjórnar ASÍ og á fundi forsetateymisins og vísar í samtöl og samráð við hina og þessa án þess að gefa upp hverjir það eru, við stöndum almennt á gati því ekki hafði verið rætt við okkur eða við spurð álits og því ekki hluti af þessu títtnefnda baklandi þó óumdeilt sé að forseti ASÍ starfi í okkar umboði. Þó ég viti hvaða bakland þetta er og viti að ég er ekki hluti af því frekar en aðrir sem hafa frá sömu sögu að segja þá eru þessi samskipti skjalfest. Einnig fjölmargir aðrir hlutir sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér og lýsa ótrúlegum hroka og yfirlæti í minn garð og annara sem ég hef gert grein fyrir í tölvupóstsamskiptum innan miðstjórnar ASÍ og ætla ekki að birta á þessu stigi. Að forseti ASÍ skuli segja það án þess að blikka augum að hún kannist ekki við þá óánægju, þann kúltúr og málefnalega ágreining sem ég skrifaði um er í raun með ólíkindum. Í nýlegum pistli sínum lýsir hún skoðana kúgun og ofbeldi gagnvart blaðamönnum af hálfu Samherja og leggur það síðan á par við skrif mín og fleira forystufólks gagnvart þeim aðilum sem hafa staðið í framlínu niðurrifs og átaka innan hreyfingarinnar. Hún segir þetta fólk sé svo hrætt við að tjá sig opinberlega því það óttist mjög að lenda undir í orðræðunni, en að sama skapi hafi það svo margt að segja. Við sem stöndum í framlínu orðræðunnar gagnvart talsfólki sérhagsmunaafla, höfum verið kölluð öllum illum nöfnum og þurfum að þola fúkyrðaflaum, rangfærslur og annan grímulausan áróður, oft mjög persónulegan. Þegar árásir og átök við eigin félaga bætast við er fokið í flest skjól. Er fólk í réttu starfi sem forystufólk sinna stéttarfélaga ef það þorir ekki að skrifa eða koma fram undir nafni, nema þá helst til að sparka í félaga sína þegar þeir liggja? Hvernig standa þau sig þá við samningaborðið? Í aðdraganda síðustu kjarasamninga komum við inn í viðræðurnar á eftir “hópnum” sem hafði gert fyrstu atlöguna. Og staðan sem við fengum í fangið var í meira lagi skrautleg svo vægt sé til orða tekið og er efni í aðra grein um hvað var á borðinu í sölu á réttindum þegar við komumst að. Þessi sami “hópur” hefur verið duglegastur við að níða niður samninginn sem við svo undirrituðum, en öll vinnan var án aðkomu ASÍ og “hópsins”. Ég hef virkilega reynt að slíðra þessi sverð og ég hef reynt að taka þátt í þessu starfi á vettvangi ASÍ af heilindum og raunverulegum vilja. En nú er mál að linni og ég segi skoðun mína og upplifun umbúðalaust. Ég neita að þegja yfir þegjandi samkoulagi sem ríkir um eitraðan kúltúr og baktjaldamakk innan ASÍ. Ef félagsmenn VR vilja formann sem er meðvirkur þessu ástandi þá kjósa þeir sér slíkan formann. Þannig virkar lýðræðið í VR. Við í stjórn VR og trúnaðarráði VR höfum rætt þessa stöðu og munum ræða hana ítarlega á næstu misserum. Við þurfum að finna svör við því hvort við teljum að þessu ástandi sé hægt að breyta eða ekki. Við þurfum að taka ákvörðun um hvort staðan innan Alþýðusambandsins sé upphafið að endalokum þess í núverandi mynd eða hvort það séu einhverjar færar leiðir til breytinga. Ég hef ekki svarið við þessu annað en það að okkur verslunarfólki hefur gengið ljómandi vel með okkar félag og landssamband en viljum við eyða tíma og orku í að þétta raðirnar með fólki sem fátt veit betra en að koma á okkur höggi? Það er kannski stærsta spurningin. Og væri ekki hreinlegast að “hópurinn”, sem m.a. kennir sig við Samband minni stéttarfélaga ásamt fleiri félögum, skríði undan skel sinni og standi fyrir máli sínu? Talsmaður hópsins Halldóra Sveinsdóttir hefur með framgöngu sinni kallað eftir uppgjöri innan hreyfingarinnar og uppgjör skal hún fá. Hvort það uppgjör verði upphafið á endalokum Alþýðusambandsins í þeirri mynd sem við þekkjum í dag eða nauðsynlegra breytinga, er erfitt að segja til um. Mögulega er Alþýðusambandið barn síns tíma og mögulega hefur hlutverk þess runnið sitt skeið. Eitt er víst að mjög miklar líkur eru á að staðan innan sambandsins sé komin á þann stað að hvorki róttækar breytingar á skipulagi eða nokkur einstaklingur til forystu geti komið því til bjargar úr því sem komið er. Að lokum. Til fjölmiðla og forseta ASÍ vil ég beina eftirfarandi spurningu. Hvaða formenn stéttarfélaga innan raða Alþýðusambandsins eru tilbúnir að lýsa yfir stuðningi við núverandi forseta og hverjir vilja breytingar? Til félagsmanna innan raða ASÍ vil ég segja að átökin innan Eflingar snúast um hatramma valdabaráttu. Valdabaráttu sem á rætur sínar að rekja til Salek hópsins. Valdabaráttu þar sem öllu er tjaldað til og engum er hlíft. Valdabaráttu sem snýst um völd yfir Starfsgreinasambandinu og kjör þingfulltrúa Eflingar inn á þingið, sem hefur úrslita áhrif um hverjir veljast þar til forystu. Valdabaráttu sem snýst um völd innan ASÍ. Valdabaráttu þar sem tilhæfulausar árásir á réttkjörna fulltrúa Eflingar og annað stuðningsfólk breytinga grasserar óhindrað og gagnrýnilaust í fjölmiðlum. Sömu fjölmiðlum og standa fremstir í því að tala niður baráttu vinnandi fólks. Valdabaráttu þar sem fyrrum starfsmenn Eflingar fara fram með stefnur sem enginn fótur er fyrir. Valdabaráttu sem snýr að ásökunum um fjárdrætti og aðra glæpi sem innihalda lítið annað en efni í góðar fyrirsagnir sérhagsmunamiðla. Valdabaráttu sem er drifin áfram af botnlausu og óútskýrðu hatri. Og ef einhver kynni að hugsa sem svo að nú væri atvinnurekendur að opna kampavínið eftir þessi skrif, vil ég segja. Samtök atvinnurekenda vita nákvæmlega hvað klukkan slær innan verkalýðshreyfingarinnar. Þau vita líklega meira um klofninginn og átökin heldur en við sjálf og hafa vitað í langan tíma. Hreyfingin var klofin í herðar niður í síðustu kjarasamningum en þrátt fyrir það var niðurstaðan ásættanleg miðað við aðstæður. Það sem Samtök atvinnulífsins raunverulega hræðast er að einhver hafi kjark og þor í að stinga á þetta kíli því að óbreyttu förum við í næstu samninga með sömu sólgleraugun og síðast í engri von um að fela glóðuraugun eftir innbyrðis átökin. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar