Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 10:16 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. AP/Sergei Shelega Evrópusambandið hefur samþykkt að beita Hvítrússa hertum refsiaðgerðum vegna hlutverks þeirra í innrás Rússa í Úkraínu. Þegar eru í gildi fjöldi þvingana á landið vegna mannréttindabrota sem stjórnvöld hafa framið gegn andstæðingum sínum undanfarin tæp tvö ár. Nýju viðskiptaþvinganirnar munu beinast gegn einstaklingum sem spila hlutverk í innrás Rússa frá Hvíta-Rússlandi, gegn ákveðnum sviðum fjármálalífsins og þá sérstaklega stál-, timbur- og kalíniðnaðnum. Markmið nýju aðgerðannna er að stöðva enn frekar útflutning Hvíta-Rússlands til Evrópusambandsins. Eins og áður segir bætast aðgerðirnar ofan á þær sem þegar eru í gildi vegna mannréttindabrota yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum. Mikil mótmæli voru í Hvíta-Rússlandi í kjölfar forsetakosninga sem fór þar fram sumarið 2020. Alexander Lúkasjenka bar þar sigur úr bítum og hefur nú verið forseti landsins í 28 ár. Margir efuðust þó réttmæti niðurstöðunnar og réðust út á götur til að mótmæla. Við tóku fjöldahandtökur, landflótti stjórnarandstæðinga og mannréttindabrot af hálfu yfirvalda. Sjá meira: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Rússneskar hersveitir hafa undanfarna mánuði haldið til í Hvíta-Rússlandi og verið þar með viðveru við landamærin. Lúkasjenka og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru enda nánir vinir og kollegar. Hluti af innrásarher Rússa réðist til dæmis inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og þaðan hefur eldflaugum og flugskeytum verið skotið. Lúkasjenka gaf það út í gær að hann hyggðist ekki taka þátt í stríði Rússa með beinum hætti. Hann virtist þó á öryggisráðsfundi í gær, sem var sjónvarpað, vera að kynna fyrir herforingjum sínum innrásarleiðir í Úkraínu ef marka má kortið sem hann var að sýna. At today's security council meeting, Lukashenko showed what looks like an actual invasion map. It shows Ukraine military facilities destroyed by missiles from Belarus, attacks directions (everything agrees except Odessa-Transnistria). Also, Ukraine is divided into 4 sectors. pic.twitter.com/ueqBIFUbyM— Tadeusz Giczan 🇺🇦 (@TadeuszGiczan) March 1, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Nýju viðskiptaþvinganirnar munu beinast gegn einstaklingum sem spila hlutverk í innrás Rússa frá Hvíta-Rússlandi, gegn ákveðnum sviðum fjármálalífsins og þá sérstaklega stál-, timbur- og kalíniðnaðnum. Markmið nýju aðgerðannna er að stöðva enn frekar útflutning Hvíta-Rússlands til Evrópusambandsins. Eins og áður segir bætast aðgerðirnar ofan á þær sem þegar eru í gildi vegna mannréttindabrota yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum. Mikil mótmæli voru í Hvíta-Rússlandi í kjölfar forsetakosninga sem fór þar fram sumarið 2020. Alexander Lúkasjenka bar þar sigur úr bítum og hefur nú verið forseti landsins í 28 ár. Margir efuðust þó réttmæti niðurstöðunnar og réðust út á götur til að mótmæla. Við tóku fjöldahandtökur, landflótti stjórnarandstæðinga og mannréttindabrot af hálfu yfirvalda. Sjá meira: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Rússneskar hersveitir hafa undanfarna mánuði haldið til í Hvíta-Rússlandi og verið þar með viðveru við landamærin. Lúkasjenka og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru enda nánir vinir og kollegar. Hluti af innrásarher Rússa réðist til dæmis inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og þaðan hefur eldflaugum og flugskeytum verið skotið. Lúkasjenka gaf það út í gær að hann hyggðist ekki taka þátt í stríði Rússa með beinum hætti. Hann virtist þó á öryggisráðsfundi í gær, sem var sjónvarpað, vera að kynna fyrir herforingjum sínum innrásarleiðir í Úkraínu ef marka má kortið sem hann var að sýna. At today's security council meeting, Lukashenko showed what looks like an actual invasion map. It shows Ukraine military facilities destroyed by missiles from Belarus, attacks directions (everything agrees except Odessa-Transnistria). Also, Ukraine is divided into 4 sectors. pic.twitter.com/ueqBIFUbyM— Tadeusz Giczan 🇺🇦 (@TadeuszGiczan) March 1, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27
Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00