Barnið mitt er blessun, ekki byrði Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 2. mars 2022 10:31 Kæri frambjóðandi, Þar sem skólamál tilheyra sveitastjórn er mikilvægt að þú áttir þig á gangi mála áður en haldið skal til kosninga. Ég er móðir drengs sem er að klára sitt fyrsta ár í grunnskóla. Hann er einhverfur og með ADHD. Þegar hann fékk frumgreiningu, aðeins tveggja ára gamall varð ég óttaslegin um hvað biði hans. Aldrei hefði mig grunað að skólakerfið yrði mér erfiðast. Í leikskólanum var hann í algjörri kúlu. Hann fékk mikinn stuðning, mikla þjálfun og fékk oft á dag að kúpla sig út í sérkennslurými án áreita í nærveru við dásamlega sérkennara. Um leið og hann hóf sína skólagöngu sprakk sú kúla algjörlega. Ég vil fá að taka það fram að starfsfólki grunnskólans er alls ekki um að kenna. Skólinn gerir það sem hann getur til þess að mæta honum en sökum fjármagns eða skorti á fjármagni er því miður ekki hægt að mæta honum þar sem hann er staddur. Sonur minn er algjör kærleiksbjörn heima. Hann er ljúfur, dundar sér, sinnir heimavinnu, verndar litla bróður sinn og er mjög meðfærilegur að mörgu leiti. Í skólanum er hins vegar allt önnur saga. Þar tekur hann bræðisköst, bítur frá sér, sýnir mikinn mótþróa og oft stutt í grát. Þessi hegðun endurspeglar ekki drenginn minn heldur það umhverfi sem skólar bjóða upp á. Flúorlýsing, plássleysi, hávaði í öðrum börnum, banana- eða kæfulykt um gangana, bleyta á gólfinu í fataklefanum o.s.frv. Þessir hlutir stuða kannski ekki hið hefðbundna barn en fyrir minn dreng er slíkt áreiti óbærilegt og hefur áhrif á hans líðan og hegðun. Ég er ekki tilbúin að horfa upp á barnið mitt mistakast daglega næsta áratuginn því hann er settur í umhverfi sem hentar honum alls ekki. Ég er ekki tilbúin að bjóða honum upp á skásta kostinn sem er ekki næstum því nógu góður. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það að skólar tapi á barninu mínu, að hann sé fjárhagsleg byrgði. Ég er þreytt á því að fara í vinnuna alla daga með hnút í maganum af því ég veit að barninu mínu líður ekki vel. Ég er þreytt á því að berjast, tuða og vera sífellt á varðbergi á að mögulega sé verið að brjóta á honum. Ég er afar þreytt og hann er bara í fyrsta bekk. Innan skólanna starfar dásamlegt, óeigingjarnt fólk sem vill allt gera fyrir þessi börn. Það sem þarf er einfaldlega meira fjármagn með börnum með sérþarfir. Það er sparnaður í því að hlúa að börnum með sérþarfir, það skilar þeim á töluvert betri stað sem samfélagsþegnar. Ég legg til að sveitarfélög búi til hvata fyrir skóla að taka að sér börn með greiningar og/eða hegðunarvanda. Ég legg einnig til að sveitarfélög samræmi þá þjónustu sem þessum börnum er veitt. Ég legg til að sveitarfélög endurskoði skóla án aðgreiningar, falleg hugmyndafræði en hún einfaldlega gengur ekki upp. Í lögum skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þarf að mæta þeim þar sem þau eru stödd og hlúa að þeim sem ekki þola hið hefðbundna skólaumhverfi. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá er mér óskiljanlegt að mismikið fjármagn fylgi börnum með sérþarfir eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá á það ekki að vera undir foreldrum komið að veita skólum aðhald um að þörfum barna þeirra sé mætt. Kæri frambjóðandi, tökum samtal, ekki bara fyrir barnið mitt heldur alla þá sem passa ekki í þann þrönga stakk sem skólakerfið bíður upp á. Það margborgar sig. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar sem deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Kæri frambjóðandi, Þar sem skólamál tilheyra sveitastjórn er mikilvægt að þú áttir þig á gangi mála áður en haldið skal til kosninga. Ég er móðir drengs sem er að klára sitt fyrsta ár í grunnskóla. Hann er einhverfur og með ADHD. Þegar hann fékk frumgreiningu, aðeins tveggja ára gamall varð ég óttaslegin um hvað biði hans. Aldrei hefði mig grunað að skólakerfið yrði mér erfiðast. Í leikskólanum var hann í algjörri kúlu. Hann fékk mikinn stuðning, mikla þjálfun og fékk oft á dag að kúpla sig út í sérkennslurými án áreita í nærveru við dásamlega sérkennara. Um leið og hann hóf sína skólagöngu sprakk sú kúla algjörlega. Ég vil fá að taka það fram að starfsfólki grunnskólans er alls ekki um að kenna. Skólinn gerir það sem hann getur til þess að mæta honum en sökum fjármagns eða skorti á fjármagni er því miður ekki hægt að mæta honum þar sem hann er staddur. Sonur minn er algjör kærleiksbjörn heima. Hann er ljúfur, dundar sér, sinnir heimavinnu, verndar litla bróður sinn og er mjög meðfærilegur að mörgu leiti. Í skólanum er hins vegar allt önnur saga. Þar tekur hann bræðisköst, bítur frá sér, sýnir mikinn mótþróa og oft stutt í grát. Þessi hegðun endurspeglar ekki drenginn minn heldur það umhverfi sem skólar bjóða upp á. Flúorlýsing, plássleysi, hávaði í öðrum börnum, banana- eða kæfulykt um gangana, bleyta á gólfinu í fataklefanum o.s.frv. Þessir hlutir stuða kannski ekki hið hefðbundna barn en fyrir minn dreng er slíkt áreiti óbærilegt og hefur áhrif á hans líðan og hegðun. Ég er ekki tilbúin að horfa upp á barnið mitt mistakast daglega næsta áratuginn því hann er settur í umhverfi sem hentar honum alls ekki. Ég er ekki tilbúin að bjóða honum upp á skásta kostinn sem er ekki næstum því nógu góður. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það að skólar tapi á barninu mínu, að hann sé fjárhagsleg byrgði. Ég er þreytt á því að fara í vinnuna alla daga með hnút í maganum af því ég veit að barninu mínu líður ekki vel. Ég er þreytt á því að berjast, tuða og vera sífellt á varðbergi á að mögulega sé verið að brjóta á honum. Ég er afar þreytt og hann er bara í fyrsta bekk. Innan skólanna starfar dásamlegt, óeigingjarnt fólk sem vill allt gera fyrir þessi börn. Það sem þarf er einfaldlega meira fjármagn með börnum með sérþarfir. Það er sparnaður í því að hlúa að börnum með sérþarfir, það skilar þeim á töluvert betri stað sem samfélagsþegnar. Ég legg til að sveitarfélög búi til hvata fyrir skóla að taka að sér börn með greiningar og/eða hegðunarvanda. Ég legg einnig til að sveitarfélög samræmi þá þjónustu sem þessum börnum er veitt. Ég legg til að sveitarfélög endurskoði skóla án aðgreiningar, falleg hugmyndafræði en hún einfaldlega gengur ekki upp. Í lögum skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þarf að mæta þeim þar sem þau eru stödd og hlúa að þeim sem ekki þola hið hefðbundna skólaumhverfi. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá er mér óskiljanlegt að mismikið fjármagn fylgi börnum með sérþarfir eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá á það ekki að vera undir foreldrum komið að veita skólum aðhald um að þörfum barna þeirra sé mætt. Kæri frambjóðandi, tökum samtal, ekki bara fyrir barnið mitt heldur alla þá sem passa ekki í þann þrönga stakk sem skólakerfið bíður upp á. Það margborgar sig. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar sem deildarstjóri á leikskóla.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar