Samskipta- og upplýsingatækni og grænn ferðamáti – eru allir á sömu línu? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 25. febrúar 2022 09:00 Nú á 21. öldinni er samfélagið okkar að taka hröðum breytingum á mörgum sviðum. Alþjóðavæðing, stefanan um skóla án aðgreiningar, stefnan um sjálfstætt líf, grænni hugsun og svo mætti áfram telja. Allar þessar breytingar eru af hinu góða og liður í átt að betra samfélagi. En er ekki nauðsynlegt að skoða málin oft betur, til að sem flestir geti notið þeirra? Notkun stafrænnar tækni og umherfisvænn ferðamáti hefur verið mikið í umræðunni á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er án efa af hinu góða og hefur haldið samfélaginu gangandi, en hentar það öllum? Til dæmis var nýlega tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó, sem gerir pappamiða nánast óþarfa í augum margra. Nú er það staðreynd að ákveðin hópur fólks á borð við fólk með fötlun og eldri borgara á erfitt með að nýta sér þá tækni sem þarf til að nýta sér tæknina. Þó hefur verið brugðist við því með því að bjóða þeim hópi upp á plastkort til að bera með sér, sem er jákvætt, en þá gleymist nú samt eitthvað? Í fæstum vögnunum eru rafknúnir rampar og aðstaða til að skanna kortið þar sem komið er inn í vagnana á hjólastól. Þá getur það einnig verið flókið fyrir aðstoðarmenn að fara fram í, einkum vegna persónuverndar. Úr þessu þyrfti að bæta. Þá er einnig gleymdur sá hópur ferðamanna sem mun koma til íslands og getur ekki nýtt sér tæknina. Því er nauðsynlegt að bjóða upp á pappírsmiða, þó þeir verði notaðir í minni mæli. Nú á tímum kórónuveirunnar notaðist skólakerfið við fjarkennslu. Slík notkun er af hinu góða, sérstaklega fyrir langveika og fatlaða nemendur sem eiga oft erfitt með að sækja skóla af ýmsum ástæðum. Á undanförnum misserum hefur mikið verið fjallað um nemendur sem búa við geðrænar áskoranir og reglulega kemur fram umræða u8m stöðu nemenda með sérþarfir í skólakerfinu. Margt hefur áunnist á undanförnum árum með tilkomu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf, en betur má ef duga skal. Það væri því gott ef borgin gæti lært af heimsfaraldri og boðið upp á fjarkennslu þegar nemendur geta ekki mætt í skólann vegna veikinda af einhverju tagi. Það þyrfti að þróa heildstæða áætlun um slíka notkun, því með fjarkennslu væri einnig hægt að sinna þeim félagslegu tengslum sem fylgja því að vera í skóla. Það er frábært að við séum farin að nýta tæknina, en gleymum ekki fjölbreytileikanum, það geta ekki allir verið eins. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og í framboði í prófkjöri Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Upplýsingatækni Píratar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nú á 21. öldinni er samfélagið okkar að taka hröðum breytingum á mörgum sviðum. Alþjóðavæðing, stefanan um skóla án aðgreiningar, stefnan um sjálfstætt líf, grænni hugsun og svo mætti áfram telja. Allar þessar breytingar eru af hinu góða og liður í átt að betra samfélagi. En er ekki nauðsynlegt að skoða málin oft betur, til að sem flestir geti notið þeirra? Notkun stafrænnar tækni og umherfisvænn ferðamáti hefur verið mikið í umræðunni á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er án efa af hinu góða og hefur haldið samfélaginu gangandi, en hentar það öllum? Til dæmis var nýlega tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó, sem gerir pappamiða nánast óþarfa í augum margra. Nú er það staðreynd að ákveðin hópur fólks á borð við fólk með fötlun og eldri borgara á erfitt með að nýta sér þá tækni sem þarf til að nýta sér tæknina. Þó hefur verið brugðist við því með því að bjóða þeim hópi upp á plastkort til að bera með sér, sem er jákvætt, en þá gleymist nú samt eitthvað? Í fæstum vögnunum eru rafknúnir rampar og aðstaða til að skanna kortið þar sem komið er inn í vagnana á hjólastól. Þá getur það einnig verið flókið fyrir aðstoðarmenn að fara fram í, einkum vegna persónuverndar. Úr þessu þyrfti að bæta. Þá er einnig gleymdur sá hópur ferðamanna sem mun koma til íslands og getur ekki nýtt sér tæknina. Því er nauðsynlegt að bjóða upp á pappírsmiða, þó þeir verði notaðir í minni mæli. Nú á tímum kórónuveirunnar notaðist skólakerfið við fjarkennslu. Slík notkun er af hinu góða, sérstaklega fyrir langveika og fatlaða nemendur sem eiga oft erfitt með að sækja skóla af ýmsum ástæðum. Á undanförnum misserum hefur mikið verið fjallað um nemendur sem búa við geðrænar áskoranir og reglulega kemur fram umræða u8m stöðu nemenda með sérþarfir í skólakerfinu. Margt hefur áunnist á undanförnum árum með tilkomu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf, en betur má ef duga skal. Það væri því gott ef borgin gæti lært af heimsfaraldri og boðið upp á fjarkennslu þegar nemendur geta ekki mætt í skólann vegna veikinda af einhverju tagi. Það þyrfti að þróa heildstæða áætlun um slíka notkun, því með fjarkennslu væri einnig hægt að sinna þeim félagslegu tengslum sem fylgja því að vera í skóla. Það er frábært að við séum farin að nýta tæknina, en gleymum ekki fjölbreytileikanum, það geta ekki allir verið eins. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og í framboði í prófkjöri Viðreisnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun