Elvar Már: Þeir vildu ekki selja mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 12:30 Elvar Már Friðriksson hefur tekið mörg skref á síðustu árum og er núna farinn að vekja athygli hjá stórliðum Evrópu. Stöð2 Sport Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á síðasta ári og hann verður eldlínunni í kvöld þegar Ísland leikur sinn fyrsta heimaleik í undankeppni HM 2023. Elvar Már skoraði sautján stig að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu á árinu 2021 en hann er á sínu fyrsta tímabilið með belgíska félaginu Antwerp Giants. Guðjón Guðmundsson hitti Elvar á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Það eru flest allir að gefa kost á sér núna og það er gaman að geta verið með nánast fullt lið og reyna að taka þá,“ sagði Elvar Már Friðriksson. „Það eru búnir að vera nokkrir gluggar í röð þar sem ekki allir hafa gefið kost á sér. Það verður gaman að sjá okkur núna. Við fáum stuttan undirbúning en ég held að það séu allir í góðri leikæfingu. Við verðum tilbúnir,“ sagði Elvar Már. Hann er að spila í belgísku deildinni og segir það ganga vel. Klippa: Viðtal við Elvar „Mér líður vel og er búinn að vera að spila nokkuð vel. Ég er fullur sjálfstrausts og nokkuð sáttur með sjálfan mig,“ sagði Elvar. Elvar fékk tilboð frá Galatasaray í Tyrklandi sem sýnir að frammistaða hans er að vekja athygli stórliða Evrópu. Elvar þurfi að hafna því tilboði af því að belgíska liðið sagði nei. „Það var bara klúbburinn sem þurfti að hafna því. Ég fékk sjálfur ekki að hafna því. Það var ekki uppsagnarákvæði í samningnum mínum og þeir vildu ekki selja mig. Þeir vildu að ég myndi klára tímabilið með þeim og þeir ráða því svo sem. Það var ekkert sem ég gat sagt eða gert við því,“ sagði Elvar. „Það er gaman að vita af tilboði frá svona stórum klúbb og vonandi kemur bara annað tækifæri í sumar. Það er alltaf gott að vita af áhuga og þetta er bara ennþá meiri hvatning að gera meira og betur,“ sagði Elvar. „Belgíska deildin er nokkuð góð og það er verið að reyna að sameina þetta með hollensku deildinni núna. Við spiluðum belgísku deildina fyrir áramót og vorum að klára það í fyrradag. Núna förum við í sameiginlega deild þar sem verða topp fimm úr hvorri deild. Neðri fara í silfurriðil en þau bestu í gullriðil,“ sagði Elvar. „Það verður fróðlegt að sjá þetta. Þetta er eitthvað nýtt fyrirkomulag sem ég veit í rauninni ekkert hvernig virkar. Þetta er á prufustigi hjá þeim,“ sagði Elvar. Hann hefur nú verið stoðsendingahæstur í þremur löndum, Svíþjóð, Litháen og Belgíu. „Ég er búin að vera þrjú ár í röð að vinna mig hægt og rólega upp og hef verið að gera nokkuð vel. Ég náð að stjórna þessum liðum ágætlega en ég er búinn að vera með góða menn í kringum mig og það hefur því verið auðveldara að safna stoðsendingunum. Vonandi hjálpar það mér í framtíðinni,“ sagði Elvar. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni. EM 2023 í körfubolta Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Sjá meira
Elvar Már skoraði sautján stig að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu á árinu 2021 en hann er á sínu fyrsta tímabilið með belgíska félaginu Antwerp Giants. Guðjón Guðmundsson hitti Elvar á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Það eru flest allir að gefa kost á sér núna og það er gaman að geta verið með nánast fullt lið og reyna að taka þá,“ sagði Elvar Már Friðriksson. „Það eru búnir að vera nokkrir gluggar í röð þar sem ekki allir hafa gefið kost á sér. Það verður gaman að sjá okkur núna. Við fáum stuttan undirbúning en ég held að það séu allir í góðri leikæfingu. Við verðum tilbúnir,“ sagði Elvar Már. Hann er að spila í belgísku deildinni og segir það ganga vel. Klippa: Viðtal við Elvar „Mér líður vel og er búinn að vera að spila nokkuð vel. Ég er fullur sjálfstrausts og nokkuð sáttur með sjálfan mig,“ sagði Elvar. Elvar fékk tilboð frá Galatasaray í Tyrklandi sem sýnir að frammistaða hans er að vekja athygli stórliða Evrópu. Elvar þurfi að hafna því tilboði af því að belgíska liðið sagði nei. „Það var bara klúbburinn sem þurfti að hafna því. Ég fékk sjálfur ekki að hafna því. Það var ekki uppsagnarákvæði í samningnum mínum og þeir vildu ekki selja mig. Þeir vildu að ég myndi klára tímabilið með þeim og þeir ráða því svo sem. Það var ekkert sem ég gat sagt eða gert við því,“ sagði Elvar. „Það er gaman að vita af tilboði frá svona stórum klúbb og vonandi kemur bara annað tækifæri í sumar. Það er alltaf gott að vita af áhuga og þetta er bara ennþá meiri hvatning að gera meira og betur,“ sagði Elvar. „Belgíska deildin er nokkuð góð og það er verið að reyna að sameina þetta með hollensku deildinni núna. Við spiluðum belgísku deildina fyrir áramót og vorum að klára það í fyrradag. Núna förum við í sameiginlega deild þar sem verða topp fimm úr hvorri deild. Neðri fara í silfurriðil en þau bestu í gullriðil,“ sagði Elvar. „Það verður fróðlegt að sjá þetta. Þetta er eitthvað nýtt fyrirkomulag sem ég veit í rauninni ekkert hvernig virkar. Þetta er á prufustigi hjá þeim,“ sagði Elvar. Hann hefur nú verið stoðsendingahæstur í þremur löndum, Svíþjóð, Litháen og Belgíu. „Ég er búin að vera þrjú ár í röð að vinna mig hægt og rólega upp og hef verið að gera nokkuð vel. Ég náð að stjórna þessum liðum ágætlega en ég er búinn að vera með góða menn í kringum mig og það hefur því verið auðveldara að safna stoðsendingunum. Vonandi hjálpar það mér í framtíðinni,“ sagði Elvar. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni.
EM 2023 í körfubolta Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu