Segir söluna stærsta dæmið um fjármálaafglöp á sveitarstjórnarstigi Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2022 07:55 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til að gera söluna á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun almennilega upp og biðjast afsökunar. Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. Þetta segir Dagur í samtali við Fréttablaðið í morgun. Hann segir mikill hagnaður Landsvirkjunar sýna fram á að salan hafi verið „algert hneyksli“, söluverðið hafa verið allt of lágt og verði borgin nú af miklum fjárhæðum í formi arðgreiðslna. Reykjavíkurborg fékk á sínum tíma 27 milljarða króna fyrir 44,5 prósenta hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær þrjá milljarða fyrir sinn 5,5 prósenta hlut. Borgarstjóri að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til að gera málið almennilega upp og biðjast afsökunar, en ráðist var í söluna í borgarstjóratíð Sjálfstæðismannanna Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í Reykjavík og bæjarstjóratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar á Akureyri. Salan var á sínum tíma rökstudd á þann veg að ekki væri rétt að Reykjavíkurborg ætti hlut í bæði Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur sem væru í samkeppni. Reykjavíkurborg og Akureyrarbær fengu engar fjárhæðir greiddar út vegna sölunnar heldur fór salan fram í formi lífeyrirskuldbindinga. Greint var frá því á dögunum að hagnaður Landsvirkjunar hafi aukist töluvert á milli ára og numið 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hefur lagt til að greiddur verði fimmtán milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Reykjavík Akureyri Landsvirkjun Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
Þetta segir Dagur í samtali við Fréttablaðið í morgun. Hann segir mikill hagnaður Landsvirkjunar sýna fram á að salan hafi verið „algert hneyksli“, söluverðið hafa verið allt of lágt og verði borgin nú af miklum fjárhæðum í formi arðgreiðslna. Reykjavíkurborg fékk á sínum tíma 27 milljarða króna fyrir 44,5 prósenta hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær þrjá milljarða fyrir sinn 5,5 prósenta hlut. Borgarstjóri að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til að gera málið almennilega upp og biðjast afsökunar, en ráðist var í söluna í borgarstjóratíð Sjálfstæðismannanna Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í Reykjavík og bæjarstjóratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar á Akureyri. Salan var á sínum tíma rökstudd á þann veg að ekki væri rétt að Reykjavíkurborg ætti hlut í bæði Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur sem væru í samkeppni. Reykjavíkurborg og Akureyrarbær fengu engar fjárhæðir greiddar út vegna sölunnar heldur fór salan fram í formi lífeyrirskuldbindinga. Greint var frá því á dögunum að hagnaður Landsvirkjunar hafi aukist töluvert á milli ára og numið 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hefur lagt til að greiddur verði fimmtán milljarða króna arður aftur í ríkissjóð.
Reykjavík Akureyri Landsvirkjun Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31
Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21