Á besta aldri í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:30 Í Garðabæ hef ég bæði átt barnæsku fulla af leik og gleði og gæfurík fullorðinsár. Ég hlakka til efri áranna í bænum okkar. Síðustu ár hef ég gegnt formennsku í öldungaráði Garðabæjar og hef haft mikla ánægju af því að eiga samtal við okkar reyndustu bæjarbúa um umhverfi sitt og væntingar til bæjarins. Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi eldri borgara í Garðabæ og hefur það endurspeglast í aukinni áherslu á málefni þess hóps. Vinnum að heilsueflingu og nýtum vilja til vinnu Með hækkandi lífaldri og auknu hreysti fólks á öllum aldri fjölgar tækifærum bæjarins til að þjónusta þennan íbúahóp með fjölbreyttari hætti. Hvort sem fólk óskar eftir sveigjanlegri starfslokum, aukinni áherslu á tómstundir og félagsstarf eða vill njóta þess að eiga frítíma þá á Garðabær að mæta ólíkum þörfum af opnum hug og með sveigjanleika í fyrirrúmi. Ljóst er að áhugi er á ýmis konar heilsueflandi verkefnum fyrir þennan aldurshóp. Við höfum farið þá leið að fela félögum eldri borgara í bænum að útfæra slíkt, sem sveitarfélagið hefur síðan stutt við og útvegað aðstöðu. Það er bæjarins að styðja við kraftinn í félögunum, sem jafnan skynja betur þarfirnar. Sístækkandi hópur fólks nálgast enda starfsferilsins en er engu að síður með mikla starfsorku. Ég tel það vera framtíðarverkefni okkar að bjóða upp á aukinn fjölda starfa fyrir þennan hóp með lágu starfshlutfalli í skóla- og tómstundastarfi bæjarins með gagnkvæmum ávinningi fyrir alla aðila. Skipulag í þágu allra hópa – líka þeirra eldri Vinna við skipulag nýrra svæða mun halda áfram á næsta kjörtímabili og víða er hægt að huga betur að þörfum eldri Garðbæinga. Samfélagið sem myndast hefur í kringum Strikið í Sjálandi og þjónustuna þar í kring hefur heppnast með eindæmum vel. Framundan er uppbygging nýrra hverfa í Garðabæ þar sem tilvalið er að fjölga slíkum kjörnum, þar á meðal í Vetrarmýri í námunda við Miðgarð þar sem til staðar verður aðstaða til hreyfingar og íþrótta fyrir alla aldurshópa. Þá eru víða tækifæri til að gera gott betra og mun ný félagsaðstaða fyrir eldri borgara í Breiðumýri bæta aðstöðu á Álftanesi og endurbætur á Jónshúsi munu efla það góða starf sem þegar fer fram þar. Gleymum ekki grunnþjónustunni Ég hef metnað fyrir því að Garðabær sé í fararbroddi varðandi alla þjónustu við eldri íbúa bæjarins. Eftir því sem þjónustuþarfir aukast skiptir samhæfing úrræða lykilmáli, hvort sem um ræðir þörf fyrir heimaþjónustu, liðveislu, dagdvöl eða hjúkrunarrými. Ekki er nóg að hægt sé að bregðast vel við afmörkuðum þörfum heldur þarf heildstæða nálgun, í samvinnu við heilsugæslu og hjúkrunarheimili, sem gerir ráð fyrir að þjónusta aukist hægt og rólega eða til að geta mætt tímabundnum aðstæðum. Við eigum að gera vel við Garðbæinga á besta aldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hef ég bæði átt barnæsku fulla af leik og gleði og gæfurík fullorðinsár. Ég hlakka til efri áranna í bænum okkar. Síðustu ár hef ég gegnt formennsku í öldungaráði Garðabæjar og hef haft mikla ánægju af því að eiga samtal við okkar reyndustu bæjarbúa um umhverfi sitt og væntingar til bæjarins. Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi eldri borgara í Garðabæ og hefur það endurspeglast í aukinni áherslu á málefni þess hóps. Vinnum að heilsueflingu og nýtum vilja til vinnu Með hækkandi lífaldri og auknu hreysti fólks á öllum aldri fjölgar tækifærum bæjarins til að þjónusta þennan íbúahóp með fjölbreyttari hætti. Hvort sem fólk óskar eftir sveigjanlegri starfslokum, aukinni áherslu á tómstundir og félagsstarf eða vill njóta þess að eiga frítíma þá á Garðabær að mæta ólíkum þörfum af opnum hug og með sveigjanleika í fyrirrúmi. Ljóst er að áhugi er á ýmis konar heilsueflandi verkefnum fyrir þennan aldurshóp. Við höfum farið þá leið að fela félögum eldri borgara í bænum að útfæra slíkt, sem sveitarfélagið hefur síðan stutt við og útvegað aðstöðu. Það er bæjarins að styðja við kraftinn í félögunum, sem jafnan skynja betur þarfirnar. Sístækkandi hópur fólks nálgast enda starfsferilsins en er engu að síður með mikla starfsorku. Ég tel það vera framtíðarverkefni okkar að bjóða upp á aukinn fjölda starfa fyrir þennan hóp með lágu starfshlutfalli í skóla- og tómstundastarfi bæjarins með gagnkvæmum ávinningi fyrir alla aðila. Skipulag í þágu allra hópa – líka þeirra eldri Vinna við skipulag nýrra svæða mun halda áfram á næsta kjörtímabili og víða er hægt að huga betur að þörfum eldri Garðbæinga. Samfélagið sem myndast hefur í kringum Strikið í Sjálandi og þjónustuna þar í kring hefur heppnast með eindæmum vel. Framundan er uppbygging nýrra hverfa í Garðabæ þar sem tilvalið er að fjölga slíkum kjörnum, þar á meðal í Vetrarmýri í námunda við Miðgarð þar sem til staðar verður aðstaða til hreyfingar og íþrótta fyrir alla aldurshópa. Þá eru víða tækifæri til að gera gott betra og mun ný félagsaðstaða fyrir eldri borgara í Breiðumýri bæta aðstöðu á Álftanesi og endurbætur á Jónshúsi munu efla það góða starf sem þegar fer fram þar. Gleymum ekki grunnþjónustunni Ég hef metnað fyrir því að Garðabær sé í fararbroddi varðandi alla þjónustu við eldri íbúa bæjarins. Eftir því sem þjónustuþarfir aukast skiptir samhæfing úrræða lykilmáli, hvort sem um ræðir þörf fyrir heimaþjónustu, liðveislu, dagdvöl eða hjúkrunarrými. Ekki er nóg að hægt sé að bregðast vel við afmörkuðum þörfum heldur þarf heildstæða nálgun, í samvinnu við heilsugæslu og hjúkrunarheimili, sem gerir ráð fyrir að þjónusta aukist hægt og rólega eða til að geta mætt tímabundnum aðstæðum. Við eigum að gera vel við Garðbæinga á besta aldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar