Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2022 15:07 Kamila Valieva lét pressuna ekki á sig fá og átti góðan dag á skautasvellinu. getty/Matthew Stockman Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Sem kunnugt er féll Valieva á lyfjaprófi en fékk leyfi til að keppa í einstaklingskeppninni í gær. Ungur aldur hennar var þar tekinn með í reikninginn en sú rússneska er aðeins fimmtán ára. Hjartalyfið trimetzadin greindist í sýni hennar sem var tekið um jólin. Hún segir að lyfið hafi ratað í líkama hennar þegar hún drakk úr glasi afa síns. Þrátt fyrir að ákvörðunin að aflétta banni Valievu hafi verið umdeild fékk hún fínan stuðning frá áhorfendum í dag. Valieva hrasaði aðeins þegar hún reyndi við þrefaldan öxul í byrjun æfinganna en annað gekk vel hjá henni. Valievu var greinilega létt eftir æfingarnar og felldi tár á svellinu. Valieva fékk 82,16 í einkunn fyrir æfingarnar sínar í dag. Landa hennar, Anna Shcherbakova, varð önnur með 80,20 í einkunn. Kaori Sakamoto frá Japan kom á óvart með því að lenda í 3. sæti með einkunn upp á 79,84. Keppni með frjálsri aðferð fer fram á fimmtudaginn. Samanlagður árangur sker úr um það hver vinnur einstaklingskeppnina. Ef Valieva stendur uppi sem sigurvegari á fimmtudaginn, sem flestir búast við, eða kemst á verðlaunapall verður engin verðlaunaafhending því mál hennar er enn til rannsóknar. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Sem kunnugt er féll Valieva á lyfjaprófi en fékk leyfi til að keppa í einstaklingskeppninni í gær. Ungur aldur hennar var þar tekinn með í reikninginn en sú rússneska er aðeins fimmtán ára. Hjartalyfið trimetzadin greindist í sýni hennar sem var tekið um jólin. Hún segir að lyfið hafi ratað í líkama hennar þegar hún drakk úr glasi afa síns. Þrátt fyrir að ákvörðunin að aflétta banni Valievu hafi verið umdeild fékk hún fínan stuðning frá áhorfendum í dag. Valieva hrasaði aðeins þegar hún reyndi við þrefaldan öxul í byrjun æfinganna en annað gekk vel hjá henni. Valievu var greinilega létt eftir æfingarnar og felldi tár á svellinu. Valieva fékk 82,16 í einkunn fyrir æfingarnar sínar í dag. Landa hennar, Anna Shcherbakova, varð önnur með 80,20 í einkunn. Kaori Sakamoto frá Japan kom á óvart með því að lenda í 3. sæti með einkunn upp á 79,84. Keppni með frjálsri aðferð fer fram á fimmtudaginn. Samanlagður árangur sker úr um það hver vinnur einstaklingskeppnina. Ef Valieva stendur uppi sem sigurvegari á fimmtudaginn, sem flestir búast við, eða kemst á verðlaunapall verður engin verðlaunaafhending því mál hennar er enn til rannsóknar.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira