Frestað! Hildur Björnsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 12:00 Byggingarfulltrúi í Reykjavík tók til afgreiðslu á dögunum, 88 mál á fimm klukkustunda fundi. Það fór ekki betur en svo að 63 málanna var frestað. Torsótt er að kynna sér ástæður frestunar. Höfuðborgin miðlar nefnilega illa fundargerðum sem þó innihalda einhverjar mikilvægustu hagtölur landsins. Ekki má með góðu móti afla upplýsinga eða vakta afgreiðslur eins mikilvægasta embættis landsins - allra síst með hjálp hugbúnaðar - þrátt fyrir að borgin hafi þegar varið milljörðum í stafræna þróun. En hvers vegna ætli tæplega 72% mála á fimm klukkustunda fundi hafi verið frestað og aðeins 25% samþykkt? Til samanburðar er samþykktarhlutfall byggingafulltrúa nágrannasveitarfélaga nær 90%. Munurinn er sláandi, jafnvel þó málafjöldinn sé minni. Ekki síst í ljósi þess að allir byggingarfulltrúar landsins starfa eftir sömu lögum og reglugerðum. Gæti verið að munurinn felist í verklagi og viðhorfi til uppbyggingaraðila? Reykjavík ætti með réttu að vera draumasveitarfélag verktaka, hönnuða, uppbyggingaraðila og fasteignaeiganda. Ef svo ætti að vera þyrfti hins vegar gagnkvæmt traust og virðing að ríkja milli þessara aðila og höfuðborgarinnar. Upplýsingagjöf verður að vera skilvirk, stafræn og að mestu sjálfvirk. Dýrmætum tíma sérfræðinga á ekki að eyða í óþarfa fyrirspurnir sem leysa mætti með einföldum tæknilausnum. Fyrst og síðast þarf að finna lausnir sem flýta afgreiðslu mála, liðka fyrir samskiptum, draga úr flækjustigi og skapa umhverfi þarf sem jákvæð þjónustulund er í fyrirrúmi. Þegar miklum meirihluta mála er frestað með tilheyrandi kostnaði, sem á endanum flyst út í verðlag, er úrbóta þörf. Velta þarf öllum steinum við, skoða hvernig tíma starfsfólks er best varið, fjölga afgreiðslufundum, útvista verkefnum þar sem það á við og þróa stafrænar lausnir í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki á frjálsum markaði. Þegar kemur að skipulags- og byggingarmálum á borgin vera leiðandi í þjónustu- og ráðgjafarhlutverki. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eiga að vera stökkpallur fyrir spennandi verkefni, ekki stórkostleg hraðahindrun eða fenblaut mýri geðþóttaákvarðana. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Byggingarfulltrúi í Reykjavík tók til afgreiðslu á dögunum, 88 mál á fimm klukkustunda fundi. Það fór ekki betur en svo að 63 málanna var frestað. Torsótt er að kynna sér ástæður frestunar. Höfuðborgin miðlar nefnilega illa fundargerðum sem þó innihalda einhverjar mikilvægustu hagtölur landsins. Ekki má með góðu móti afla upplýsinga eða vakta afgreiðslur eins mikilvægasta embættis landsins - allra síst með hjálp hugbúnaðar - þrátt fyrir að borgin hafi þegar varið milljörðum í stafræna þróun. En hvers vegna ætli tæplega 72% mála á fimm klukkustunda fundi hafi verið frestað og aðeins 25% samþykkt? Til samanburðar er samþykktarhlutfall byggingafulltrúa nágrannasveitarfélaga nær 90%. Munurinn er sláandi, jafnvel þó málafjöldinn sé minni. Ekki síst í ljósi þess að allir byggingarfulltrúar landsins starfa eftir sömu lögum og reglugerðum. Gæti verið að munurinn felist í verklagi og viðhorfi til uppbyggingaraðila? Reykjavík ætti með réttu að vera draumasveitarfélag verktaka, hönnuða, uppbyggingaraðila og fasteignaeiganda. Ef svo ætti að vera þyrfti hins vegar gagnkvæmt traust og virðing að ríkja milli þessara aðila og höfuðborgarinnar. Upplýsingagjöf verður að vera skilvirk, stafræn og að mestu sjálfvirk. Dýrmætum tíma sérfræðinga á ekki að eyða í óþarfa fyrirspurnir sem leysa mætti með einföldum tæknilausnum. Fyrst og síðast þarf að finna lausnir sem flýta afgreiðslu mála, liðka fyrir samskiptum, draga úr flækjustigi og skapa umhverfi þarf sem jákvæð þjónustulund er í fyrirrúmi. Þegar miklum meirihluta mála er frestað með tilheyrandi kostnaði, sem á endanum flyst út í verðlag, er úrbóta þörf. Velta þarf öllum steinum við, skoða hvernig tíma starfsfólks er best varið, fjölga afgreiðslufundum, útvista verkefnum þar sem það á við og þróa stafrænar lausnir í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki á frjálsum markaði. Þegar kemur að skipulags- og byggingarmálum á borgin vera leiðandi í þjónustu- og ráðgjafarhlutverki. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eiga að vera stökkpallur fyrir spennandi verkefni, ekki stórkostleg hraðahindrun eða fenblaut mýri geðþóttaákvarðana. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar