Fögnum Degi leikskólans Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 6. febrúar 2022 07:00 Í dag 6. febrúar fögnum við Degi leikskólans. Leikskólar halda á fjöregginu okkar, yngstu börnunum, og leggja grunn að velferð, þroska, menntun og farsæld þeirra. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla hefur síðastliðin tvö ár slegið skjaldborg umhyggju og metnaðar um leikskólabörn. Heimsfaraldurinn hefur varpað skýru ljósi á hve mikilvægu hlutverki leikskólar gegna í lífi barna og fjölskyldna þeirra. Leikskólinn er menntastofnun en jafnframt sú stofnun sem styður við félagslegt jafnrétti, gefur öllum börnum aðild að íslensku málumhverfi og tryggir aðgengi barna að þroskandi og öruggu umhverfi þar sem félags- og tilfinningahæfni mótast í hópi jafnaldra. Í lögum um menntun og hæfni kennara kemur fram að 2/3 hlutar stöðugilda starfsfólks leikskóla ættu að vera mannaðar kennurum. Um árabil hefur mikill skortur verið á leikskólakennurum og sé litið á landið í heild þá er hlutfall leikskólakennara langt frá markmiði laganna, eða um fjórðungur. Ör fjölgun leikskóla kallar á fleiri hendur og háskólar hafa ekki náð að útskrifa nema lítið brot af þeim leikskólakennurum sem samfélagið þarf á að halda. Aukin aðsókn – nýsköpun í leikskólakennaranámi Það er fagnaðarefni að aðsókn í leikskólakennaranám hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin fimm ár. Átak stjórnvalda með styrkjum til kennaranema og samvinna sveitarfélaga og háskóla um launað starfsnám á lokaári hefur skilað töluverðum árangri. En betur má ef duga skal. Brýnt er að efla samvinnu um menntun leikskólakennara, skapa starfsumhverfi sem gerir reynslumiklu ófaglærðu starfsfólki skólanna kleift að skipuleggja nám samhliða starfi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur um árabil boðið upp á fjarnám með staðlotum. Frá hausti 2020 var fyrirkomulagi leikskólakennaranámsins breytt á þann veg að kennslustundir í grunnnámi fara fram einn til þrjá morgna í viku. Flest sveitarfélög og leikskólar hafa leitast við að skapa leikskólakennaranemum sem starfa í leikskólum svigrúm til að taka þátt í lifandi og gagnvirku námi þessa morgna, ýmist í húsakynnum Menntavísindasviðs eða með fjarfundarbúnaði. Þetta fyrirkomulag hefur dregið úr brotthvarfi og skapað mikilvægt námssamfélag leikskólakennaranema. Áfram verður unnið að því að þróa námið í samstarfi við hagaðila. Fagháskólanám byggir brýr Háskóli Íslands hefur skipulagt fagháskólanám í leikskólafræðum sem er brú yfir í háskólanám. Fagháskólanám er nám ætlað fólki með reynslu af leikskólastarfi og sem hefur ekki fulllokið stúdentsprófi. Tilraunaverkefni um fagháskólanám hófst árið 2018 í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands og aðra bandamenn um eflingu menntunar á Suðurlandi. Árið 2020 tóku Háskóli Íslands og Keilir saman höndum og buðu upp á fagháskólanám í leikskólafræðum fyrir ófaglært starfsfólk leikskóla á Suðurnesjum. Í vor stefna um 20 nemendur á útskrift, allt reynslumikið starfsfólk leikskóla og stendur þeim til boða að fá námið metið að fullu inn í grunnnám í leikskólakennarafræðum. Því miður hefur skort fjármagn til að hægt sé að bjóða upp á fagháskólanám í öllum landshlutum, en áhugi sveitarfélaga er mikill. Reynslan sýnir að fagháskólanámið og markviss stuðningur í heimabyggð skilar árangri. Því hvet ég nýjan ráðherra háskóla og nýsköpunar að beita sér fyrir fjármögnun fagháskólanáms í leikskólafræðum sem víðast um landið. Við erum til samstarfsins reiðubúin. Reynsla úr starfi metin til menntunar Á síðustu áratugum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á að meta reynslu fólks úr starfi með formlegum hætti. Stjórnvöld hafa hvatt til raunfærnimats á háskólastigi og Menntavísindasvið Háskóla Íslands er nú brautryðjandi í þeim efnum með tilraunaverkefni um raunfærnimat í leikskólakennarafræði sem hófst síðastliðið haust. Á starfsvettvangi öðlast einstaklingar þekkingu og hæfni á óformlegan hátt og búa margir leikskólakennaranemar yfir mikilli hæfni og þekkingu sem mikilvægt er að meta. Verkefnið er unnið í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Kennarasamband Íslands, Félag stjórnenda á leikskólum og Félag leikskólakennara. Um 24 leikskólakennaranemar taka um þessar mundir þátt í tilraunaverkefninu og fá reynslu og þekkingu sína metna til eininga. Það er eindregin von mín að raunfærnimat festi sig í sessi í háskólanámi. Til þess þarf að tryggja fjármagn svo hægt sé að þróa áfram faglegt og metnaðarfullt raunfærnimat, og gera fleirum kleift að fá reynslu sína metna. Fjölgun leikskólakennaranema af erlendum uppruna Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda um málefni innflytjenda er að finna metnaðarfull markmið tengd menntun. Háskóla Íslands var falið að skipuleggja átaksverkefni um fjölgun kennara og annars fagfólks í kennslu-, frístunda- og uppeldisstörfum sem hefur fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Undirbúningur stendur yfir og verður boðið upp á fyrstu námskeiðin strax haustið 2022 sem sniðin eru að þörfum nemenda sem hafa ekki íslensku að móðurmáli og vilja helga sig framtíðarstarfi á vettvangi skóla- eða frístundastarfs. Innan leikskóla starfar stór og dýrmætur hópur starfsfólks af erlendum uppruna og mun þetta átaksverkefni fela í sér tækifæri fyrir þennan hóp að fá sértækan stuðning og íslenskunám metið sem hluta af kennaranámi. Námskeiðin munu einnig fjalla um gildi og menningu í íslensku menntakerfi. Síðast en ekki síst er þessu nýja námi ætlað að styrkja námssamfélag þeirra sem hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, en sterk tengsl milli nemenda í háskólanámi gera gæfumuninn þegar kemur að vellíðan og framgangi í námi. Samstarf skiptir máli Til að fjölga leikskólakennurum á Íslandi þarf samstillt átak. Langflestir leikskólakennaranemar vinna í leikskóla meðfram námi og því þurfa háskólar og vinnuveitendur þeirra, sveitarfélögin, að tryggja sveigjanleika og stuðning svo þeir geti bæði notið námsins - og lokið náminu. Háskólar sem mennta leikskólakennara þurfa að vera vakandi fyrir nýjungum, þróun og breytingum til að ná til ólíkra hópa um land allt, sem vilja helga sig framtíðarstarfi í leikskólum. Sveitarfélög sem skipuleggja leikskólastarf þurfa að vinna áfram að því að gera leikskólana að eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Síðast en ekki síst þurfa stjórnvöld að tryggja fjármagn svo hægt sé af myndarskap að halda áfram á þeirri leið að byggja brýr og þróa nýjar leiðir í leikskólakennaranámi. Saman náum við árangri fyrir fjöreggið okkar, leikskólana. Til hamingju með Dag leikskólans! Höfundur er forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Í dag 6. febrúar fögnum við Degi leikskólans. Leikskólar halda á fjöregginu okkar, yngstu börnunum, og leggja grunn að velferð, þroska, menntun og farsæld þeirra. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla hefur síðastliðin tvö ár slegið skjaldborg umhyggju og metnaðar um leikskólabörn. Heimsfaraldurinn hefur varpað skýru ljósi á hve mikilvægu hlutverki leikskólar gegna í lífi barna og fjölskyldna þeirra. Leikskólinn er menntastofnun en jafnframt sú stofnun sem styður við félagslegt jafnrétti, gefur öllum börnum aðild að íslensku málumhverfi og tryggir aðgengi barna að þroskandi og öruggu umhverfi þar sem félags- og tilfinningahæfni mótast í hópi jafnaldra. Í lögum um menntun og hæfni kennara kemur fram að 2/3 hlutar stöðugilda starfsfólks leikskóla ættu að vera mannaðar kennurum. Um árabil hefur mikill skortur verið á leikskólakennurum og sé litið á landið í heild þá er hlutfall leikskólakennara langt frá markmiði laganna, eða um fjórðungur. Ör fjölgun leikskóla kallar á fleiri hendur og háskólar hafa ekki náð að útskrifa nema lítið brot af þeim leikskólakennurum sem samfélagið þarf á að halda. Aukin aðsókn – nýsköpun í leikskólakennaranámi Það er fagnaðarefni að aðsókn í leikskólakennaranám hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin fimm ár. Átak stjórnvalda með styrkjum til kennaranema og samvinna sveitarfélaga og háskóla um launað starfsnám á lokaári hefur skilað töluverðum árangri. En betur má ef duga skal. Brýnt er að efla samvinnu um menntun leikskólakennara, skapa starfsumhverfi sem gerir reynslumiklu ófaglærðu starfsfólki skólanna kleift að skipuleggja nám samhliða starfi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur um árabil boðið upp á fjarnám með staðlotum. Frá hausti 2020 var fyrirkomulagi leikskólakennaranámsins breytt á þann veg að kennslustundir í grunnnámi fara fram einn til þrjá morgna í viku. Flest sveitarfélög og leikskólar hafa leitast við að skapa leikskólakennaranemum sem starfa í leikskólum svigrúm til að taka þátt í lifandi og gagnvirku námi þessa morgna, ýmist í húsakynnum Menntavísindasviðs eða með fjarfundarbúnaði. Þetta fyrirkomulag hefur dregið úr brotthvarfi og skapað mikilvægt námssamfélag leikskólakennaranema. Áfram verður unnið að því að þróa námið í samstarfi við hagaðila. Fagháskólanám byggir brýr Háskóli Íslands hefur skipulagt fagháskólanám í leikskólafræðum sem er brú yfir í háskólanám. Fagháskólanám er nám ætlað fólki með reynslu af leikskólastarfi og sem hefur ekki fulllokið stúdentsprófi. Tilraunaverkefni um fagháskólanám hófst árið 2018 í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands og aðra bandamenn um eflingu menntunar á Suðurlandi. Árið 2020 tóku Háskóli Íslands og Keilir saman höndum og buðu upp á fagháskólanám í leikskólafræðum fyrir ófaglært starfsfólk leikskóla á Suðurnesjum. Í vor stefna um 20 nemendur á útskrift, allt reynslumikið starfsfólk leikskóla og stendur þeim til boða að fá námið metið að fullu inn í grunnnám í leikskólakennarafræðum. Því miður hefur skort fjármagn til að hægt sé að bjóða upp á fagháskólanám í öllum landshlutum, en áhugi sveitarfélaga er mikill. Reynslan sýnir að fagháskólanámið og markviss stuðningur í heimabyggð skilar árangri. Því hvet ég nýjan ráðherra háskóla og nýsköpunar að beita sér fyrir fjármögnun fagháskólanáms í leikskólafræðum sem víðast um landið. Við erum til samstarfsins reiðubúin. Reynsla úr starfi metin til menntunar Á síðustu áratugum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á að meta reynslu fólks úr starfi með formlegum hætti. Stjórnvöld hafa hvatt til raunfærnimats á háskólastigi og Menntavísindasvið Háskóla Íslands er nú brautryðjandi í þeim efnum með tilraunaverkefni um raunfærnimat í leikskólakennarafræði sem hófst síðastliðið haust. Á starfsvettvangi öðlast einstaklingar þekkingu og hæfni á óformlegan hátt og búa margir leikskólakennaranemar yfir mikilli hæfni og þekkingu sem mikilvægt er að meta. Verkefnið er unnið í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Kennarasamband Íslands, Félag stjórnenda á leikskólum og Félag leikskólakennara. Um 24 leikskólakennaranemar taka um þessar mundir þátt í tilraunaverkefninu og fá reynslu og þekkingu sína metna til eininga. Það er eindregin von mín að raunfærnimat festi sig í sessi í háskólanámi. Til þess þarf að tryggja fjármagn svo hægt sé að þróa áfram faglegt og metnaðarfullt raunfærnimat, og gera fleirum kleift að fá reynslu sína metna. Fjölgun leikskólakennaranema af erlendum uppruna Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda um málefni innflytjenda er að finna metnaðarfull markmið tengd menntun. Háskóla Íslands var falið að skipuleggja átaksverkefni um fjölgun kennara og annars fagfólks í kennslu-, frístunda- og uppeldisstörfum sem hefur fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Undirbúningur stendur yfir og verður boðið upp á fyrstu námskeiðin strax haustið 2022 sem sniðin eru að þörfum nemenda sem hafa ekki íslensku að móðurmáli og vilja helga sig framtíðarstarfi á vettvangi skóla- eða frístundastarfs. Innan leikskóla starfar stór og dýrmætur hópur starfsfólks af erlendum uppruna og mun þetta átaksverkefni fela í sér tækifæri fyrir þennan hóp að fá sértækan stuðning og íslenskunám metið sem hluta af kennaranámi. Námskeiðin munu einnig fjalla um gildi og menningu í íslensku menntakerfi. Síðast en ekki síst er þessu nýja námi ætlað að styrkja námssamfélag þeirra sem hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, en sterk tengsl milli nemenda í háskólanámi gera gæfumuninn þegar kemur að vellíðan og framgangi í námi. Samstarf skiptir máli Til að fjölga leikskólakennurum á Íslandi þarf samstillt átak. Langflestir leikskólakennaranemar vinna í leikskóla meðfram námi og því þurfa háskólar og vinnuveitendur þeirra, sveitarfélögin, að tryggja sveigjanleika og stuðning svo þeir geti bæði notið námsins - og lokið náminu. Háskólar sem mennta leikskólakennara þurfa að vera vakandi fyrir nýjungum, þróun og breytingum til að ná til ólíkra hópa um land allt, sem vilja helga sig framtíðarstarfi í leikskólum. Sveitarfélög sem skipuleggja leikskólastarf þurfa að vinna áfram að því að gera leikskólana að eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Síðast en ekki síst þurfa stjórnvöld að tryggja fjármagn svo hægt sé af myndarskap að halda áfram á þeirri leið að byggja brýr og þróa nýjar leiðir í leikskólakennaranámi. Saman náum við árangri fyrir fjöreggið okkar, leikskólana. Til hamingju með Dag leikskólans! Höfundur er forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar