Daglegum notendum Facebook fækkar í fyrsta sinn í sögunni Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 08:40 Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, segir að vöxtur félagsins hafi dregist saman þar sem stórir hópar, sér í lagi í yngsta aldurshópnum, hafi frekar leitað til samkeppnisaðila. EPA Daglegum notendum Facebook hefur fækkað í fyrsta sinn í átján ára sögu samfélagsmiðilsins. Móðurfélag Facebook, Meta, greindi frá því í gær að daglegir notendir hafi farið úr 1.930 milljónum í lok þriðja ársfjórðungs 2021 í 1.929 milljónir notenda í lok fjórða ársfjórðungs. Félagið gaf sömuleiðis út viðvörun vegna samdráttar í vexti vegna aukinnar samkeppni frá samfélagsmiðlum á borð við TikTok og YouTube. Á sama tíma séu auglýsendur í auknum mæli að halda að sér höndum. Hlutabréf Meta lækkuðu um heil 20 prósent eftir viðskipti á hlutabréfamarkaði í New York í gær. Hlutabréf í öðrum samfélagsmiðlum líkt og Twitter, Snap og Pintrest lækkuðu sömuleiðis verulega eftir viðskipti dagsins. Í frétt BBC kemur fram að Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, segi að vöxtur félagsins hafi dregist saman þar sem stórir hópar fólks, sér í lagi í yngsta aldurshópnum, leiti frekar til samkeppnisaðila. Zuckerberg segir að Meta, sem er næststærsti stafræni auglýsingavettvangur heims á eftir Google, hafi einnig átt í vandræðum vegna nýrra breytinga á einkastillingingum hjá Apple, sem torveldi vinnu við auglýsingasölu. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Móðurfélag Facebook, Meta, greindi frá því í gær að daglegir notendir hafi farið úr 1.930 milljónum í lok þriðja ársfjórðungs 2021 í 1.929 milljónir notenda í lok fjórða ársfjórðungs. Félagið gaf sömuleiðis út viðvörun vegna samdráttar í vexti vegna aukinnar samkeppni frá samfélagsmiðlum á borð við TikTok og YouTube. Á sama tíma séu auglýsendur í auknum mæli að halda að sér höndum. Hlutabréf Meta lækkuðu um heil 20 prósent eftir viðskipti á hlutabréfamarkaði í New York í gær. Hlutabréf í öðrum samfélagsmiðlum líkt og Twitter, Snap og Pintrest lækkuðu sömuleiðis verulega eftir viðskipti dagsins. Í frétt BBC kemur fram að Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, segi að vöxtur félagsins hafi dregist saman þar sem stórir hópar fólks, sér í lagi í yngsta aldurshópnum, leiti frekar til samkeppnisaðila. Zuckerberg segir að Meta, sem er næststærsti stafræni auglýsingavettvangur heims á eftir Google, hafi einnig átt í vandræðum vegna nýrra breytinga á einkastillingingum hjá Apple, sem torveldi vinnu við auglýsingasölu.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira