Hver er umboðsmaður íslenska hestsins? Ólafur R. Rafnsson skrifar 2. febrúar 2022 09:01 Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. Markmið þessa verkefnis var að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hestamennsku með áherslu á hlutverk Íslands sem upprunalands íslenska hestsins og forystuhlutverk þess í kynbótum, ræktun og fagmennsku á sviði hestamennsku. Jafnframt að auka sölu á íslenska hestinum og hestatengdri vöru og þjónustu innanlands og utan. Einnig var unnið að því að efla almennan áhuga á hestamennsku m.a. með fræðslu og kynningum í grunnskólum og framhaldsskólum. Til þessa verkefnis var fenginn Jónas R. Jónsson sem forstöðumaður verkefnisins en Jónas hafði reynslu af fjölmiðlastörfum og alþjóðaviðskiptum. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson sagði m.a. að Jónas hafi unnið að mörgum góðum verkefnum, ekki síst varðandi atvinnuleyfi tamningamanna í Bandaríkjunum sem var mikill áfangi fyrir íslenska hestamenn. Þar á meðal má nefna lausn hinnar miklu deilu um skattamál við Þjóðverja sem umboðsmaður hafi komið verulega að. Árið 2008 skipaði þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Skilaði nefndin skýrslu um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis í árslok 2009. Íslandsstofa hefur verið með markaðsverkefni um íslenska hestinn sem var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. Nú stendur yfir stefnumótunarvinna. Þjóðverjar eru stærsti hópur kaupenda íslenska hestsins undanfarin ár. Fjallað var ítarlega um blóðmerar á Íslandi í fréttaþættinum Plusminus á einni vinsælustu sjónvarpsstöð Þýskalands, Das Erste sem er með um 2.8 milljónir áhorfenda. Þá hafa alþjóðleg dýraverndunarsamtök sett Ísland á lista yfir lönd sem stunda dýraníð og er ekkert útlit fyrir að þau muni hætta herferð gegn blóðmerahaldi á Íslandi á næstunni. Lítil sem engin umfjöllun hefur verið í íslenskum fjölmiðum um þennan fréttaþátt í Þýskalandi, ein grein í Fréttablaðinu það er allt og sumt. Frásagnir af ömurlegri aðstöðu, þvingunaraðferðum og verulegum áhrifum á hryssur á meðan og eftir blóðtöku eru því miður staðan. Sýnt hefur verið fram á að verulega er gengið á blóðmagn í þessum hryssum, langt umfram alþjóðleg viðmið. Það er mjög mikil andstaða við þennan búskap um heim allan og líklegt er að Evrópusambandið muni banna viðskipti með efnið sem unnið er úr blóðinu og þá mun það sama líklega gilda um Ísland. Orðspor landsins og þeirra sem hafa unnið ötullega að því að markaðssetja íslenska hestinn og uppruna hans hér á landi hefur orðið fyrir skaða sem ekki fyrirséður. Hér eru miklum hagsmunum fórnað, meðan enn er heimilt að stunda blóðtöku úr fylfullum hryssum. Á Íslandi eru Dýraverndunarsamtök Íslands, félagasamtök sem íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar leita mikið til vegna umræðu um blóðmerahald. Hafa samtökin sent frá sér umsögn um frumvarp við bann á blóðtöku án þess að taka afgerandi afstöðu gegn henni. Þeir sem eru í forsvari fyrir þessi samtök, aðallega formaður, hafa beitt sér mikið á ýmsum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki umboð til þess þar sem óreiða er á stjórnarháttum samtakanna. Ekki hefur verið haldinn aðalfundur í þessu félagi frá 2018 þannig að umboð þeirra sem nú telja sig vera í forsvari fyrir félagið rann út 2020. Mikil ólga er innan raða félagsmanna og aðila sem berjast fyrir dýravelferð á orðræðu núverandi forsvarsaðila og að mínu mati ótækt þegar svo mikilvægt málefni um velferð hestsins er annars vegar. Spurningunni er því ósvarað hver er umboðsmaður íslenska hestsins eða kannski má umorða hana. Hvar er umboðsmaður íslenska hestsins? Höfundur er hestamaður og ráðgjafi við innleiðingu og úttekt á gæðastjórnunarkerfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. Markmið þessa verkefnis var að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hestamennsku með áherslu á hlutverk Íslands sem upprunalands íslenska hestsins og forystuhlutverk þess í kynbótum, ræktun og fagmennsku á sviði hestamennsku. Jafnframt að auka sölu á íslenska hestinum og hestatengdri vöru og þjónustu innanlands og utan. Einnig var unnið að því að efla almennan áhuga á hestamennsku m.a. með fræðslu og kynningum í grunnskólum og framhaldsskólum. Til þessa verkefnis var fenginn Jónas R. Jónsson sem forstöðumaður verkefnisins en Jónas hafði reynslu af fjölmiðlastörfum og alþjóðaviðskiptum. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson sagði m.a. að Jónas hafi unnið að mörgum góðum verkefnum, ekki síst varðandi atvinnuleyfi tamningamanna í Bandaríkjunum sem var mikill áfangi fyrir íslenska hestamenn. Þar á meðal má nefna lausn hinnar miklu deilu um skattamál við Þjóðverja sem umboðsmaður hafi komið verulega að. Árið 2008 skipaði þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Skilaði nefndin skýrslu um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis í árslok 2009. Íslandsstofa hefur verið með markaðsverkefni um íslenska hestinn sem var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. Nú stendur yfir stefnumótunarvinna. Þjóðverjar eru stærsti hópur kaupenda íslenska hestsins undanfarin ár. Fjallað var ítarlega um blóðmerar á Íslandi í fréttaþættinum Plusminus á einni vinsælustu sjónvarpsstöð Þýskalands, Das Erste sem er með um 2.8 milljónir áhorfenda. Þá hafa alþjóðleg dýraverndunarsamtök sett Ísland á lista yfir lönd sem stunda dýraníð og er ekkert útlit fyrir að þau muni hætta herferð gegn blóðmerahaldi á Íslandi á næstunni. Lítil sem engin umfjöllun hefur verið í íslenskum fjölmiðum um þennan fréttaþátt í Þýskalandi, ein grein í Fréttablaðinu það er allt og sumt. Frásagnir af ömurlegri aðstöðu, þvingunaraðferðum og verulegum áhrifum á hryssur á meðan og eftir blóðtöku eru því miður staðan. Sýnt hefur verið fram á að verulega er gengið á blóðmagn í þessum hryssum, langt umfram alþjóðleg viðmið. Það er mjög mikil andstaða við þennan búskap um heim allan og líklegt er að Evrópusambandið muni banna viðskipti með efnið sem unnið er úr blóðinu og þá mun það sama líklega gilda um Ísland. Orðspor landsins og þeirra sem hafa unnið ötullega að því að markaðssetja íslenska hestinn og uppruna hans hér á landi hefur orðið fyrir skaða sem ekki fyrirséður. Hér eru miklum hagsmunum fórnað, meðan enn er heimilt að stunda blóðtöku úr fylfullum hryssum. Á Íslandi eru Dýraverndunarsamtök Íslands, félagasamtök sem íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar leita mikið til vegna umræðu um blóðmerahald. Hafa samtökin sent frá sér umsögn um frumvarp við bann á blóðtöku án þess að taka afgerandi afstöðu gegn henni. Þeir sem eru í forsvari fyrir þessi samtök, aðallega formaður, hafa beitt sér mikið á ýmsum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki umboð til þess þar sem óreiða er á stjórnarháttum samtakanna. Ekki hefur verið haldinn aðalfundur í þessu félagi frá 2018 þannig að umboð þeirra sem nú telja sig vera í forsvari fyrir félagið rann út 2020. Mikil ólga er innan raða félagsmanna og aðila sem berjast fyrir dýravelferð á orðræðu núverandi forsvarsaðila og að mínu mati ótækt þegar svo mikilvægt málefni um velferð hestsins er annars vegar. Spurningunni er því ósvarað hver er umboðsmaður íslenska hestsins eða kannski má umorða hana. Hvar er umboðsmaður íslenska hestsins? Höfundur er hestamaður og ráðgjafi við innleiðingu og úttekt á gæðastjórnunarkerfum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun