Hinn sænski DJ Seinfeld með lag ársins Tinni Sveinsson skrifar 26. janúar 2022 16:00 PartyZone birtir árslistann 2021 og á sænski tónlistarmaðurinn DJ Seinfeld besta lag ársins samkvæmt honum. Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu. Margir bíða eftir þessum árlega lista frá PartyZone og er þátturinn einn sá vinsælasti hvert ár hjá danstónlistarunnendum. Enda eru plötusnúðarnir með puttann á púlsinum og benda oftar en ekki á miklar gersemar. 32. árslistaþátturinn Þetta er í 32. sinn sem PartyZone kynnir árslista með þessu sniði. Fyrsti árslistaþátturinn var á dagskrá framhaldsskólaútvarpsstöðvarinnar Útrásar í janúar 1991. Síðan þá hefur hann verið á dagskrá í janúar ár hvert, oftast á X977 og Rás 2. Á laugardaginn var listinn frumfluttur á X977 í fjögurra klukkustunda þætti og nú er hann einnig aðgengilegur hér á Vísi. Íslenskir plötusnúðar búsettir víða um land og erlendis, auk hlustenda, hafa sent þeim Helga Má, Símoni FKNHDSM og Kristjáni Helga, umsjónarmönnum PartyZone, listana síðustu vikur. Þeir hafa legið yfir þeim og sett saman í einn árslista sem er opinberaður hér fyrir neðan. Klippa: Árslisti Party Zone Íslenskt lag í þriðja sæti og GusGus með tvö „Árslistaþátturinn heppnaðist frábærlega. Listinn er fjölbreyttur og þéttur, eitthvað úr öllum senum í danstónlistinni. Þrátt fyrir að síðasta ár hafi verið mjög skrítið og fá stór gigg fyrir plötusnúðana þá var þátttakan í árslistanum mjög góð,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. Stigin á listanum dreifðust mikið og segir Helgi það benda til þess að plötusnúðarnir hafi verið með athyglina víða í fyrra. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LBoPLGH-jxs">watch on YouTube</a> „Topplagið fékk stig frá flestum snúðunum. Það er slagari frá DJ Seinfeld en hann gaf út mjög góða plötu í fyrra, Mirrors, þar sem þetta lag er að finna. Íslandsvinurinn Blawan sem spilaði hér á landi fyrir nokkrum árum á Breakbeat.is kvöldi var nokkuð óvænt í öðru sæti með harða sleggju. Bronsmedalíuna og jafnframt efsta íslenska danslagið á árinu fékk Inspector Spacetime með gleðisprengjuna Dansa og Bánsa.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Ayzv3kIwyuc">watch on YouTube</a> „Annars áttu listamenn eins og Maceo Plex og GusGus góðu gengi að fagna enda með fleiri en eitt inn á Topp 50. Einnig mátti sjá listamenn eins og Roisin Murphy, Bonobo, Masters at Work, The Chromatics og Sofie Kourtesis lög á listanum. Sömuleiðis rötuðu velheppnaðar endurhljóðblandanir af gömlu ofursmellum frá tíunda áratugnum frá Fat Boy Slim og Faithless.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=khugZe_vihM">watch on YouTube</a> Aftur í beinni á X977 Eins og áður kom fram var árslistinn frumfluttur í beinni útsendingu á X977 síðasta laugardag. „Það var gaman að vera með árslistann í beinni í línulegri dagskrá. Við fundum að þetta var kærkomið enda margir sem hafa það fyrir hefð að hlusta á árslistann okkar. Í næstu þáttum keyrum við dansárið 2022 af stað með helling af plötusnúðum og frábærri tónlist. Vonandi verður skemmtanalífið líflegra og dansgólfin opin þegar líða tekur á árið,“ segir Helgi. PartyZone Fréttir ársins 2021 X977 Tengdar fréttir Þetta eru 100 vinsælustu lög Bylgjunnar árið 2021 Bylgjan hefur tekið saman lista yfir hundrað vinsælustu lög stöðvarinnar árið 2021. 2. janúar 2022 18:00 Jón Jónsson og GDRN með lag ársins á FM957 Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2021. 31. desember 2021 18:00 Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01 Bestu erlendu lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Á mánudaginn taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. 16. desember 2021 14:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Margir bíða eftir þessum árlega lista frá PartyZone og er þátturinn einn sá vinsælasti hvert ár hjá danstónlistarunnendum. Enda eru plötusnúðarnir með puttann á púlsinum og benda oftar en ekki á miklar gersemar. 32. árslistaþátturinn Þetta er í 32. sinn sem PartyZone kynnir árslista með þessu sniði. Fyrsti árslistaþátturinn var á dagskrá framhaldsskólaútvarpsstöðvarinnar Útrásar í janúar 1991. Síðan þá hefur hann verið á dagskrá í janúar ár hvert, oftast á X977 og Rás 2. Á laugardaginn var listinn frumfluttur á X977 í fjögurra klukkustunda þætti og nú er hann einnig aðgengilegur hér á Vísi. Íslenskir plötusnúðar búsettir víða um land og erlendis, auk hlustenda, hafa sent þeim Helga Má, Símoni FKNHDSM og Kristjáni Helga, umsjónarmönnum PartyZone, listana síðustu vikur. Þeir hafa legið yfir þeim og sett saman í einn árslista sem er opinberaður hér fyrir neðan. Klippa: Árslisti Party Zone Íslenskt lag í þriðja sæti og GusGus með tvö „Árslistaþátturinn heppnaðist frábærlega. Listinn er fjölbreyttur og þéttur, eitthvað úr öllum senum í danstónlistinni. Þrátt fyrir að síðasta ár hafi verið mjög skrítið og fá stór gigg fyrir plötusnúðana þá var þátttakan í árslistanum mjög góð,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. Stigin á listanum dreifðust mikið og segir Helgi það benda til þess að plötusnúðarnir hafi verið með athyglina víða í fyrra. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LBoPLGH-jxs">watch on YouTube</a> „Topplagið fékk stig frá flestum snúðunum. Það er slagari frá DJ Seinfeld en hann gaf út mjög góða plötu í fyrra, Mirrors, þar sem þetta lag er að finna. Íslandsvinurinn Blawan sem spilaði hér á landi fyrir nokkrum árum á Breakbeat.is kvöldi var nokkuð óvænt í öðru sæti með harða sleggju. Bronsmedalíuna og jafnframt efsta íslenska danslagið á árinu fékk Inspector Spacetime með gleðisprengjuna Dansa og Bánsa.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Ayzv3kIwyuc">watch on YouTube</a> „Annars áttu listamenn eins og Maceo Plex og GusGus góðu gengi að fagna enda með fleiri en eitt inn á Topp 50. Einnig mátti sjá listamenn eins og Roisin Murphy, Bonobo, Masters at Work, The Chromatics og Sofie Kourtesis lög á listanum. Sömuleiðis rötuðu velheppnaðar endurhljóðblandanir af gömlu ofursmellum frá tíunda áratugnum frá Fat Boy Slim og Faithless.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=khugZe_vihM">watch on YouTube</a> Aftur í beinni á X977 Eins og áður kom fram var árslistinn frumfluttur í beinni útsendingu á X977 síðasta laugardag. „Það var gaman að vera með árslistann í beinni í línulegri dagskrá. Við fundum að þetta var kærkomið enda margir sem hafa það fyrir hefð að hlusta á árslistann okkar. Í næstu þáttum keyrum við dansárið 2022 af stað með helling af plötusnúðum og frábærri tónlist. Vonandi verður skemmtanalífið líflegra og dansgólfin opin þegar líða tekur á árið,“ segir Helgi.
PartyZone Fréttir ársins 2021 X977 Tengdar fréttir Þetta eru 100 vinsælustu lög Bylgjunnar árið 2021 Bylgjan hefur tekið saman lista yfir hundrað vinsælustu lög stöðvarinnar árið 2021. 2. janúar 2022 18:00 Jón Jónsson og GDRN með lag ársins á FM957 Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2021. 31. desember 2021 18:00 Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01 Bestu erlendu lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Á mánudaginn taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. 16. desember 2021 14:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þetta eru 100 vinsælustu lög Bylgjunnar árið 2021 Bylgjan hefur tekið saman lista yfir hundrað vinsælustu lög stöðvarinnar árið 2021. 2. janúar 2022 18:00
Jón Jónsson og GDRN með lag ársins á FM957 Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2021. 31. desember 2021 18:00
Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01
Bestu erlendu lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Á mánudaginn taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. 16. desember 2021 14:30