Kannt þú flugsund? Rannveig Ernudóttir skrifar 25. janúar 2022 19:30 Þann 11. janúar síðastliðinn samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar að skólasund yrði að valfagi á unglingastigi. Það þýðir að nemendur geta lokið skólasundi í 9. bekk ef að þau ná að standast hæfniviðmiðin. Tillagan kemur frá Elísabetu Láru Gunnarsdóttur, fulltrúa í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíðar, sem færir góð rök fyrir tillögunni, m.a. að nemendur upplifi að þau séu búin að ná tökum á sundfærni sinni og vilji frekar nota tímann í aðra þætti námsins á skólatíma, hvort sem eru þá í aðrar íþróttagreinar eða önnur námsfög. Svo er jákvætt að skapa hvata fyrir nemendur til að ná ákveðnum viðmiðum fyrr og gefa þeim færi á að bera sjálf ábyrgð á eigin framförum. Tillagan varpar þá ljósi á hver áhrifin eru á líðan ungmenna þegar þau eru í skiptiklefunum og sturtunum. Þar geti þeim liðið illa eða þótt óþægilegt að vera innan um skólafélaga sína sökum t.d. slæmrar líkamsmyndar, vegna skilgreiningar á kynvitund eða kynhegðun, eða athugasemda vegna fjarveru ef nemandi er á blæðingum, o.s.frv. Í stuttu máli er þetta spurning um geðheilsu nemenda, að kvíði og einelti geti grasserað við þær aðstæður sem sundiðkunin kallar á. Þá þarf að sporna gegn neikvæðri upplifun og finna leiðir til að stuðla að betri geðheilsu nemenda og jákvæðri upplifun af hreyfingu. Ég tek fyllilega undir þessi rök og tel þau mikilvæg. Það þarf að vinna gegn vanlíðan nemenda í þessum aðstæðum, þá er einmitt sturtuklefinn alls ekki staðurinn fyrir slíka vinnu. Þar er yfirleitt í besta falli skólaliði, sem aðstoðar nemendur svo þeir mæti á réttum tíma í næsta skólatíma, eða hreinlega enginn nema starfsfólk sundlauganna. Til að fræðast um og vinna með líkamsvirðingu, líkamsímynd, kynvitund, kynhegðun o.fl., þarf fagmanneskju til að stýra umræðunum og sinna fræðslunni. Sú vinna á t.d. mikið frekar heima í lífsleikni tímum en í sturtuklefanum. Einnig þurfum við foreldrar og forsjáraðilar að líta í eigin barm og taka þátt í að styrkja og efla börnin og ungmennin okkar gagnvart eigin sjálfsmynd. Við berum mikla ábyrgð sem fyrirmyndir. Því var ósköp einfalt að samþykkja þessa tillögu. Það sem truflaði mig þó í þessu máli er að ekki er unnt að gera skynsamlegri kröfur um hæfniviðmiðin. Hver þau eru sem sagt. Sveitarfélögin breyta ekki aðalnámskrá og í henni segir að hæfniviðmið í sundi séu m.a.: að geta troðið marvaðann í eina mínútu, synt þolsund í 20 mínútur, björgunarsund með jafningja, búa yfir góðri grunntækni í helstu sundtökum og, þú þarft að geta synt 25 metra flugsund! Af hverju þurfa nemendur að kunna t.d. flugsund? Af hverju er ekki nóg að þau verði nógu vel synd til að geta bjargað sér og komið öðrum til bjargar? Ef við skoðum svo heilt yfir íþrótta- og sundkennslu í grunnskólunum, hvert er þá markmiðið? Nú þekkist það að nemendur, sem myndu teljast vera afburða íþróttafólk, kvíða því að mæta í próf í íþróttum. Hvað þá aðrir nemendur sem ekki hafa fundið sig í neinum íþróttum? Hvað er þá í gangi í þessum fögum ef svo er statt að öflugir nemendur upplifa kvíða? Því velti ég fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða hvert markmið íþrótta í grunnskólum sé? Nú er ég ekki að tala gegn íþrótta- og sundkennslu í grunnskólunum. Við vitum öll að skynsamleg og góð heilsurækt skiptir miklu máli hvað varðar almenna líðan fólks, á öllum aldri. Góð hreyfing og heilsurækt stuðlar að betri andlegri líðan, við erum sneggri að jafna okkur eftir veikindi eða aðgerðir, við eigum farsælli efri ár og getum bara heilt yfir betur tekist á við lífið og tilveruna. Heilsuefling skiptir miklu máli, hún er lýðheilsumál. En við erum misjöfn hvaða hreyfing höfðar til okkar og það er fullkomlega eðlilegt. Ég rak mig á það sjálf nýverið hvað ég er í rauninni bitur útí mína íþrótta- og sundkennslu sem barn. Ég var krakkinn sem hafði lítið þol eða úthald (var reyndar góð í brennó og alltaf valin fyrst í liðin, þrátt fyrir að vera svo léleg að skjóta að ég hefði ekki getað bjargað lífi mínu við það, en að hitta mig var nánast ómögulegt), píptest var dauði og djöfull, ég hef aldrei skilið boltaíþróttir, ég fatta ekki hlaup eða skokk og ég var alltaf mjög óörugg í vatni og óttaðist að ég myndi drukkna. Ég hata hreyfingu og íþróttir ekki satt? Rangt. Ég ólst upp við að halda það, því ég var léleg í öllu sem var kennt. En ég er í dag 42 ára gömul, ég er yogakennari, og fór á fullorðinsárum að tileinka mér sund sem heilsurækt. Ég hef líka gaman af fimleikum, dansi (ekki samkvæmisdönsum að vísu), línuskautum, hjóla, skíðum, og svo finnst mér óskaplega gott að fara í góðan göngutúr í náttúrunni. Ég stunda hreyfingu helst daglega og finn mikinn mun þegar ég missi þá rútínu niður. Það sem ég hefði viljað upplifa í íþrótta- og sundkennslu á minni skólagöngu var meiri kennsla um mikilvægi hreyfingar, góðrar heilsu, og svo kynning á mismunandi hreyfingu. Fyrstu árin vorum við mest í leikjum, en svo fóru viðmiðin einmitt að breytast. Komin var krafa um að kunna flugsund, geta synt hratt, hlaupa í píptesti og svo var spilaður handbolti, alltaf handbolti. Ég hef skilning á því að viðhorfin og viðmiðin hafi verið ólík þegar ég var í grunnskóla, en af hverju eru þau enn til staðar árið 2022? Af hverju hefur þessi kennsla breyst svona lítið? Í bóklegum greinum tökum við próf í einrúmi en í íþróttum sjá allir hvenær þú dettur út úr píptestinu. Við þurfum að laga þetta og færa þessar mikilvægu kennslugreinar í grunnskóla nær nútíma hugmyndum um kennslu barna og unglinga, sem og hugmyndum okkar um heilsueflingu og heilsurækt. Tökum tillit til mismunandi líkamlegrar getur og metum framfarir frekar en getu. Ölum ekki upp fleiri bitra einstaklinga gagnvart hreyfingu. Sköpum frekar umhverfi þar sem nemendur finna sína þjálfun og sína leið til heilsusamlegs lífernis. Ég kalla eftir því að aðalnámskrá hugi að því hvað þarf í raun og veru að kenna í íþróttum og sundi, og hvað getur hreinlega verið uppfyllingarefni útfrá áhuga nemenda. Ég sé t.d. fyrir mér að skemmtilegur sundkennari geti vel vakið áhuga einhverra nemenda á að læra flugsund og að þá geri hann akkúrat það. En að það þurfi að vera uppfyllt hæfniviðmið svo að nemandinn geti lokið skólasundi, samræmist ekki nútíma hugmyndum að mínu mati. Ég er a.m.k. „flugsynd “í dag en ég syndi aldrei flugsund. En þú, hversu oft syndir þú flugsund? Höfundur er 1.varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og varafulltrúi í skóla- og frístundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Rannveig Ernudóttir Píratar Reykjavík Sund Sundlaugar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þann 11. janúar síðastliðinn samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar að skólasund yrði að valfagi á unglingastigi. Það þýðir að nemendur geta lokið skólasundi í 9. bekk ef að þau ná að standast hæfniviðmiðin. Tillagan kemur frá Elísabetu Láru Gunnarsdóttur, fulltrúa í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíðar, sem færir góð rök fyrir tillögunni, m.a. að nemendur upplifi að þau séu búin að ná tökum á sundfærni sinni og vilji frekar nota tímann í aðra þætti námsins á skólatíma, hvort sem eru þá í aðrar íþróttagreinar eða önnur námsfög. Svo er jákvætt að skapa hvata fyrir nemendur til að ná ákveðnum viðmiðum fyrr og gefa þeim færi á að bera sjálf ábyrgð á eigin framförum. Tillagan varpar þá ljósi á hver áhrifin eru á líðan ungmenna þegar þau eru í skiptiklefunum og sturtunum. Þar geti þeim liðið illa eða þótt óþægilegt að vera innan um skólafélaga sína sökum t.d. slæmrar líkamsmyndar, vegna skilgreiningar á kynvitund eða kynhegðun, eða athugasemda vegna fjarveru ef nemandi er á blæðingum, o.s.frv. Í stuttu máli er þetta spurning um geðheilsu nemenda, að kvíði og einelti geti grasserað við þær aðstæður sem sundiðkunin kallar á. Þá þarf að sporna gegn neikvæðri upplifun og finna leiðir til að stuðla að betri geðheilsu nemenda og jákvæðri upplifun af hreyfingu. Ég tek fyllilega undir þessi rök og tel þau mikilvæg. Það þarf að vinna gegn vanlíðan nemenda í þessum aðstæðum, þá er einmitt sturtuklefinn alls ekki staðurinn fyrir slíka vinnu. Þar er yfirleitt í besta falli skólaliði, sem aðstoðar nemendur svo þeir mæti á réttum tíma í næsta skólatíma, eða hreinlega enginn nema starfsfólk sundlauganna. Til að fræðast um og vinna með líkamsvirðingu, líkamsímynd, kynvitund, kynhegðun o.fl., þarf fagmanneskju til að stýra umræðunum og sinna fræðslunni. Sú vinna á t.d. mikið frekar heima í lífsleikni tímum en í sturtuklefanum. Einnig þurfum við foreldrar og forsjáraðilar að líta í eigin barm og taka þátt í að styrkja og efla börnin og ungmennin okkar gagnvart eigin sjálfsmynd. Við berum mikla ábyrgð sem fyrirmyndir. Því var ósköp einfalt að samþykkja þessa tillögu. Það sem truflaði mig þó í þessu máli er að ekki er unnt að gera skynsamlegri kröfur um hæfniviðmiðin. Hver þau eru sem sagt. Sveitarfélögin breyta ekki aðalnámskrá og í henni segir að hæfniviðmið í sundi séu m.a.: að geta troðið marvaðann í eina mínútu, synt þolsund í 20 mínútur, björgunarsund með jafningja, búa yfir góðri grunntækni í helstu sundtökum og, þú þarft að geta synt 25 metra flugsund! Af hverju þurfa nemendur að kunna t.d. flugsund? Af hverju er ekki nóg að þau verði nógu vel synd til að geta bjargað sér og komið öðrum til bjargar? Ef við skoðum svo heilt yfir íþrótta- og sundkennslu í grunnskólunum, hvert er þá markmiðið? Nú þekkist það að nemendur, sem myndu teljast vera afburða íþróttafólk, kvíða því að mæta í próf í íþróttum. Hvað þá aðrir nemendur sem ekki hafa fundið sig í neinum íþróttum? Hvað er þá í gangi í þessum fögum ef svo er statt að öflugir nemendur upplifa kvíða? Því velti ég fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða hvert markmið íþrótta í grunnskólum sé? Nú er ég ekki að tala gegn íþrótta- og sundkennslu í grunnskólunum. Við vitum öll að skynsamleg og góð heilsurækt skiptir miklu máli hvað varðar almenna líðan fólks, á öllum aldri. Góð hreyfing og heilsurækt stuðlar að betri andlegri líðan, við erum sneggri að jafna okkur eftir veikindi eða aðgerðir, við eigum farsælli efri ár og getum bara heilt yfir betur tekist á við lífið og tilveruna. Heilsuefling skiptir miklu máli, hún er lýðheilsumál. En við erum misjöfn hvaða hreyfing höfðar til okkar og það er fullkomlega eðlilegt. Ég rak mig á það sjálf nýverið hvað ég er í rauninni bitur útí mína íþrótta- og sundkennslu sem barn. Ég var krakkinn sem hafði lítið þol eða úthald (var reyndar góð í brennó og alltaf valin fyrst í liðin, þrátt fyrir að vera svo léleg að skjóta að ég hefði ekki getað bjargað lífi mínu við það, en að hitta mig var nánast ómögulegt), píptest var dauði og djöfull, ég hef aldrei skilið boltaíþróttir, ég fatta ekki hlaup eða skokk og ég var alltaf mjög óörugg í vatni og óttaðist að ég myndi drukkna. Ég hata hreyfingu og íþróttir ekki satt? Rangt. Ég ólst upp við að halda það, því ég var léleg í öllu sem var kennt. En ég er í dag 42 ára gömul, ég er yogakennari, og fór á fullorðinsárum að tileinka mér sund sem heilsurækt. Ég hef líka gaman af fimleikum, dansi (ekki samkvæmisdönsum að vísu), línuskautum, hjóla, skíðum, og svo finnst mér óskaplega gott að fara í góðan göngutúr í náttúrunni. Ég stunda hreyfingu helst daglega og finn mikinn mun þegar ég missi þá rútínu niður. Það sem ég hefði viljað upplifa í íþrótta- og sundkennslu á minni skólagöngu var meiri kennsla um mikilvægi hreyfingar, góðrar heilsu, og svo kynning á mismunandi hreyfingu. Fyrstu árin vorum við mest í leikjum, en svo fóru viðmiðin einmitt að breytast. Komin var krafa um að kunna flugsund, geta synt hratt, hlaupa í píptesti og svo var spilaður handbolti, alltaf handbolti. Ég hef skilning á því að viðhorfin og viðmiðin hafi verið ólík þegar ég var í grunnskóla, en af hverju eru þau enn til staðar árið 2022? Af hverju hefur þessi kennsla breyst svona lítið? Í bóklegum greinum tökum við próf í einrúmi en í íþróttum sjá allir hvenær þú dettur út úr píptestinu. Við þurfum að laga þetta og færa þessar mikilvægu kennslugreinar í grunnskóla nær nútíma hugmyndum um kennslu barna og unglinga, sem og hugmyndum okkar um heilsueflingu og heilsurækt. Tökum tillit til mismunandi líkamlegrar getur og metum framfarir frekar en getu. Ölum ekki upp fleiri bitra einstaklinga gagnvart hreyfingu. Sköpum frekar umhverfi þar sem nemendur finna sína þjálfun og sína leið til heilsusamlegs lífernis. Ég kalla eftir því að aðalnámskrá hugi að því hvað þarf í raun og veru að kenna í íþróttum og sundi, og hvað getur hreinlega verið uppfyllingarefni útfrá áhuga nemenda. Ég sé t.d. fyrir mér að skemmtilegur sundkennari geti vel vakið áhuga einhverra nemenda á að læra flugsund og að þá geri hann akkúrat það. En að það þurfi að vera uppfyllt hæfniviðmið svo að nemandinn geti lokið skólasundi, samræmist ekki nútíma hugmyndum að mínu mati. Ég er a.m.k. „flugsynd “í dag en ég syndi aldrei flugsund. En þú, hversu oft syndir þú flugsund? Höfundur er 1.varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og varafulltrúi í skóla- og frístundaráði.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar