Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. janúar 2022 18:50 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar. Vísir/Einar Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. Nú eru 42 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19 á Landspítala, þar af 33 með virkt smit. Í gær voru fjórar innlagnir og fimm útskriftir. Á gjörgæslu eru átta sjúklingar og fjórir þeirra í öndunarvél. Eitt barn sem lagðist inn á spítalann Þorláksmessu liggur á gjörgæsludeild vegna Covid-19, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis á Barnaspítala Hringsins. Annað barn var lagt inn á spítalann í gær en hefur nú verið útskrifað. Komi brátt í ljós hvort takmarkanirnar skili árangri Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar, segir stöðuna á Landspítalanum áfram vera í járnum en það hjálpi að dregið hafi úr komum sjúklinga á bráðamóttöku allra síðustu daga. Fjölmörgum aðgerðum hefur verið frestað á spítalanum í faraldrinum, þar á meðal hjá fólki sem greinst hefur með góðkynja æxli. Már segir að það verði umfangsmikið verkefni að vinna upp biðlista þegar faraldurinn kemst fyrir vind. „Þá má búast við því að þetta hvelfist yfir. Þetta getur ekki dregist úr hömlu, það er ekki ásættanlegt svo það verða næg verkefni að vinna þetta upp í framhaldinu.“ Ríkisstjórnin tilkynnti í dag að tíu manna samkomubann tæki gildi á miðnætti. Már á von á því að það komi í ljós á næstu sjö til tíu dögum hvort nýju aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ef fólk passar sig vel þá bind ég miklar vonir við þetta. Ef fólk passar sig ekki og breytir ekki sinni hegðun þá er ekki víst að þetta skipti neinu máli. Tíminni mun leiða þaðí ljós.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Nú eru 42 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19 á Landspítala, þar af 33 með virkt smit. Í gær voru fjórar innlagnir og fimm útskriftir. Á gjörgæslu eru átta sjúklingar og fjórir þeirra í öndunarvél. Eitt barn sem lagðist inn á spítalann Þorláksmessu liggur á gjörgæsludeild vegna Covid-19, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis á Barnaspítala Hringsins. Annað barn var lagt inn á spítalann í gær en hefur nú verið útskrifað. Komi brátt í ljós hvort takmarkanirnar skili árangri Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar, segir stöðuna á Landspítalanum áfram vera í járnum en það hjálpi að dregið hafi úr komum sjúklinga á bráðamóttöku allra síðustu daga. Fjölmörgum aðgerðum hefur verið frestað á spítalanum í faraldrinum, þar á meðal hjá fólki sem greinst hefur með góðkynja æxli. Már segir að það verði umfangsmikið verkefni að vinna upp biðlista þegar faraldurinn kemst fyrir vind. „Þá má búast við því að þetta hvelfist yfir. Þetta getur ekki dregist úr hömlu, það er ekki ásættanlegt svo það verða næg verkefni að vinna þetta upp í framhaldinu.“ Ríkisstjórnin tilkynnti í dag að tíu manna samkomubann tæki gildi á miðnætti. Már á von á því að það komi í ljós á næstu sjö til tíu dögum hvort nýju aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ef fólk passar sig vel þá bind ég miklar vonir við þetta. Ef fólk passar sig ekki og breytir ekki sinni hegðun þá er ekki víst að þetta skipti neinu máli. Tíminni mun leiða þaðí ljós.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03