Viðræður strand og Rússar skoða hernaðaraðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2022 23:08 Frá nýlegri æfingu rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu. AP Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, varaði við því í dag að hætta væri á stríði í Evrópu. Viðræður milli Bandaríkjamanna, Atlantshafsbandalagsins og Rússa um spennuna við landamæri Rússlands og Úkraínu hafa engum árangri skilað og Rússar segjast vera að skoða mögulegar hernaðaraðgerðir. Michael R. Carpenter. sendiherra Bandaríkjanna í Öryggisstofnun Evrópu, segir NATO þurfa að búa sig undir frekari spennu við Rússa. „Trommusláttur stríðs er orðinn hávær og áróðurinn er orðinn frekar skerandi,“ hefur Reuters fréttaveitan eftir honum. Alexander Lukashevich, sendiherra Rússlands, sagði fund öryggisstofnunarinnar hafa valdið vonbrigðum. Þá varaði hann við hörmulegum afleiðingum ef ekki yrði komist að samkomulagi um kröfur Rússa. Rússar hafa komið fyrir gífurlegum fjölda hermanna, skriðdreka og annara hertóla við landamæri Úkraínu á undanförnum mánuðum og er óttast að þeir gætu gert aðra innrás í landið. Á síðasta áratug réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu. Þeir hafa einnig stutt aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins með vopnum og hermönnum, meðal annars. Sjá einnig: Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Nú krefst ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Rússneski herinn sem er við landamæri Úkraínu er mun stærri en sá sem notaður var til að gera innrásina 2014. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Það sé eitt af grunngildum NATO að hvaða ríki sem er geti sótt um og það sé svo aðildarríkja bandalagsins að taka umsóknir til skoðunar. NATO geti ekki sagt til um flutning hermanna í Rússlandi Þá hafa Rússar alfarið hafnað kröfum um að fjarlægja hermenn af landamærunum og meðal annars af þeirri ástæðu að önnur ríki eigi ekki að geta sagt til um flutning hermanna innan landamæra Rússlands, samkvæmt því sem Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns sagði fyrr í dag. „Það nú ekki mögulegt fyrir NATO að segja til um hvert við eigum að færa hersveitir okkar innan landamæra Rússlands.“ Vert er að benda á að Rússar krefjast þess að ríki NATO fjarlægi hermenn innan landamæra bandalagsins. Senda mögulega hermenn til Kúbu og Venesúela Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu mögulega senda hermenn til Kúbu og jafnvel Venesúela ef kröfur þeirra um brottflutning hermanna NATO yrðu ekki samþykktar. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að slíkt tal væri líklegast innihaldslaust. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig eftir Sullivan að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um að Rússar væru að leggja grunn að því að skapa tilefni til innrásar. Upplýsingar þar að lútandi yrðu opinberaðar innan skamms. Ryabkov sagði þó í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í dag að hernaðarsérfræðingar væru að kynna þá möguleika sem væru í boði fyrir Pútín, ef ske kynni að ástandið versnaði. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir honum að hann teldi litlar líkur á því að viðræðurnar myndu bera árangur. Ætla ekki að koma Úkraínu til varnar Litlar sem engar líkur eru á því að þjóðir NATÓ myndu koma Úkraínu til varnar með beinum hernaði. Meðal þeirra sem hafa gert það ljóst eru Bretar. Sjá einnig: Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Það er þó ljóst að ríki Atlantshafsbandalagsins og önnur ríki, gætu beitt Rússa hörðum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum sem væri ætlað að koma verulega niður á efnahagi Rússlands og skera á aðgang ríkisins að mörgum mörkuðum. Meðal annars kemur til greina að beita háttsetta embættis- og stjórnmálamenn í Rússlandi refsiaðgerðum. Þar á meðal er Pútín sjálfur. Frá Kreml bárust þau skilaboð í dag að slíkum aðgerðum yrði ekki vel tekið. Peskov sagði blaðamönnum að refsiaðgerðir gegn þjóðarleiðtoga Rússlands myndu koma verulega niður á samskiptum Rússa við vesturveldin. Bandaríkjamenn hafa einnig sagt að til greina komi að útvega Úkraínu frekari vopn ef innrás yrði gerð í landið og jafnvel hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp mótspyrnu gegn mögulegri hersetu Rússa. Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Michael R. Carpenter. sendiherra Bandaríkjanna í Öryggisstofnun Evrópu, segir NATO þurfa að búa sig undir frekari spennu við Rússa. „Trommusláttur stríðs er orðinn hávær og áróðurinn er orðinn frekar skerandi,“ hefur Reuters fréttaveitan eftir honum. Alexander Lukashevich, sendiherra Rússlands, sagði fund öryggisstofnunarinnar hafa valdið vonbrigðum. Þá varaði hann við hörmulegum afleiðingum ef ekki yrði komist að samkomulagi um kröfur Rússa. Rússar hafa komið fyrir gífurlegum fjölda hermanna, skriðdreka og annara hertóla við landamæri Úkraínu á undanförnum mánuðum og er óttast að þeir gætu gert aðra innrás í landið. Á síðasta áratug réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu. Þeir hafa einnig stutt aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins með vopnum og hermönnum, meðal annars. Sjá einnig: Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Nú krefst ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Rússneski herinn sem er við landamæri Úkraínu er mun stærri en sá sem notaður var til að gera innrásina 2014. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Það sé eitt af grunngildum NATO að hvaða ríki sem er geti sótt um og það sé svo aðildarríkja bandalagsins að taka umsóknir til skoðunar. NATO geti ekki sagt til um flutning hermanna í Rússlandi Þá hafa Rússar alfarið hafnað kröfum um að fjarlægja hermenn af landamærunum og meðal annars af þeirri ástæðu að önnur ríki eigi ekki að geta sagt til um flutning hermanna innan landamæra Rússlands, samkvæmt því sem Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns sagði fyrr í dag. „Það nú ekki mögulegt fyrir NATO að segja til um hvert við eigum að færa hersveitir okkar innan landamæra Rússlands.“ Vert er að benda á að Rússar krefjast þess að ríki NATO fjarlægi hermenn innan landamæra bandalagsins. Senda mögulega hermenn til Kúbu og Venesúela Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu mögulega senda hermenn til Kúbu og jafnvel Venesúela ef kröfur þeirra um brottflutning hermanna NATO yrðu ekki samþykktar. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að slíkt tal væri líklegast innihaldslaust. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig eftir Sullivan að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um að Rússar væru að leggja grunn að því að skapa tilefni til innrásar. Upplýsingar þar að lútandi yrðu opinberaðar innan skamms. Ryabkov sagði þó í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í dag að hernaðarsérfræðingar væru að kynna þá möguleika sem væru í boði fyrir Pútín, ef ske kynni að ástandið versnaði. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir honum að hann teldi litlar líkur á því að viðræðurnar myndu bera árangur. Ætla ekki að koma Úkraínu til varnar Litlar sem engar líkur eru á því að þjóðir NATÓ myndu koma Úkraínu til varnar með beinum hernaði. Meðal þeirra sem hafa gert það ljóst eru Bretar. Sjá einnig: Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Það er þó ljóst að ríki Atlantshafsbandalagsins og önnur ríki, gætu beitt Rússa hörðum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum sem væri ætlað að koma verulega niður á efnahagi Rússlands og skera á aðgang ríkisins að mörgum mörkuðum. Meðal annars kemur til greina að beita háttsetta embættis- og stjórnmálamenn í Rússlandi refsiaðgerðum. Þar á meðal er Pútín sjálfur. Frá Kreml bárust þau skilaboð í dag að slíkum aðgerðum yrði ekki vel tekið. Peskov sagði blaðamönnum að refsiaðgerðir gegn þjóðarleiðtoga Rússlands myndu koma verulega niður á samskiptum Rússa við vesturveldin. Bandaríkjamenn hafa einnig sagt að til greina komi að útvega Úkraínu frekari vopn ef innrás yrði gerð í landið og jafnvel hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp mótspyrnu gegn mögulegri hersetu Rússa.
Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira